Alþýðublaðið - 06.04.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.04.1945, Blaðsíða 5
,*r Föstudagur 6. apríl 1945,, M ' ALi»YÐU BLAÐIÐ <U. Ráðhús — ráðhús — Bær Ingólfs og söngur þjóðkórs- ins árið 1974 — Enn um Skerjaf jarðavagninn — Fyrir- spurn um atkvæðagreiðslu og svar við henni. ASÍÐASTA ÁRATUG hefur verið rætt og ráðgert, hvort og hvar ætti að byggja ráðhús okkar kæru borgar. Snemma kom fram tiilaga um það, að ráðhúsið* skyldi reisa á lóð Ingólfs Arnars- sonar í Grjótaþorpi, þar sem hann húsaði bæ sinn. og bjó vel og lengi með Hallveigu sinni og börnum þeirra. VAR ÞESSARI TILLÖGU vel tekið og treystu menn vel ræktar- semi forráðamanna bæjarSns til að halda þannig á lofti minningu þessára ágætu hjóna, þar sem líka stóð svo á, að þarna gæti orðið einn hinn fegursti staður í bænum fyrir ráðhúsið, ef sópað væri búrtu öllum þeim kumböldum, sem nú eru á svæðinu milli Bröttugötu og Túngötu, svona til að byrja með. ÞVÍ MIÐUR sýndi það sig á hin um síðustu árum, að bæði minn- ing Ingólfs og fegurð þessa land- svæðis hvarf' í þoku ræktarleysis- ins, og ráðamenn bæjarins töldu heppilegast, að hola ráðhúsinu nið ur í lægsta staðnum í bænum, í Tjarnarleðjuna sunnan Vonarstræt is. Mátti þá líka bæta á þénnan hátt við einum rakakjallaramnn, svona til að tolla í tízkunni, og um Xeið taka væna sneið af Tjörn- inni, einum af fegurðarblettunum á ásjónu borgarinnar, og leið heilsubætandi á margan hátt, ef um Tjörnina væri hirt eins og sið- uðum mönnum sæmdi. TIL ÞESS þá að byggja eitthvað uipp um hin framliðnu heiðurs- hjón, hefur forsjón borgarinnar ráðizt í að koma upp á bæjarlóð þeirra hjóna, allskringilegu smá- hýsi við Grjótagöíu, sem greina- góðirmenn hafa sagt mér að eigi að vera náðhús fyrir konur. Ó, já, arfur íslendingá er vel geymdur og í góðra manna höndum. Og ár- ið 1974 getur þjóðkórinn sungið við r'aust: Dísa-fjöld hylltu höld, heill við kyn hans bundu.“ SKERJAFJARÐARBÚI skrifar: „Eftirfarandi stendur í pistli sín- um nýlega: „Þessi breyting er öll- um þorra Skerjafjarðarbúa til þæg inda, en lengir leiðina í vagninn um 100 metra fyrir íbúa ; örfárra h.úsa og þá sem í Shellstöðinni búa. Styttir hana aftur á móti fyr- ir mikinn fjölda manna og getur naumast talist ranglát.“ Svo mörg eru þau orð, en hvers vegna þarf að stytta leiðina fyrir fjölda manns endilega á kostnað hinna örfáu (sem munu þó skipta tug- um?) Hefði ekki verið nær, úr því að forstjórinn uppgötvaði þá, sem við Baugsveginn búa, að bæta hreinlega við þessari viðkomu- stöð á Baugsvegi, en láta endastöð ina halda sér eftir sem áður? Það væri varla neinu stefnt í voða með því. ÞÚ SEGIST HAFA leitað þér upplýsinga um málið, og kemst að þeirri niðurstöðu s.em fyrr segir, en nú skal ég segja þér frá minni reynslu, þó hún sé talsvert á ann- an veg og vænti ég að þú leitir þér upplýsinga um hvort hún sé sönn eða ósönn: Þægindin í dag voru þessi. Ég fór heim með tólf- vagninui^i og þar sem ég vinn í Vesturbænum, fór ég í hann á horni Hringbrautar og Suðurgötu og nú þurfti ég auðvitað að kom- ast þangað aftur með hálf eitt vagn inum. Þar sem um tvo vagna er að ræða þennan tíma virtist þetta mjög svo gott, en fimmtán mín- útur má ég stoppa heima ætli ég að ná í vagninn og þá ekki í þann sem fer niður Suðurgötu því hann kemur alls ekki niður á Baugsveg þennan tíma, heldur fer vestur Þverveg og venjulega fyrr en hinn tilskyldi burtferðatími er knminn óg er þá ekki önnur leið fyrir hendi en fara í vagninn, sem á Baugsveginn kemur og skip,ta svo um vagn á Grímstaðaholti. EN í DAG var sá vagn allur á bak og burt svo um annað var t ekki að gera en ganga af holtinu og vestur í bæ eða fara eysri leið ina og niður á Lækjartorg og var hvorugur kosturinin góður en þann fyrri kaus ég. Þetta var nú í dag éirin af mörgum. Þetta eru þægindi sem vert er að skrifa um. Eða hvað finnst þér?“ ÞORSTEINN sjsrifar: „Getur þú upplýst- eftirfarandi: Á fundi, sem haldinn var nýlega í ónefndu fé- lagi hér í bænum féllu atkvæði þannig: A fékk 26 atkvæði, B fékk 26 atkvæði, C fékk 1 atkvæði. — Samkvæmt lögum félagsskaparins skal hlutkesti ráða þegar um jafna atkvæðatölu er að ræða og kom upp hlutur B. Var rétt í þessu tilfelli að láta fara fram kosningu á ný vegna þessa eina atkvæðis eða varpa hlutkesti strax?“ MÉR ÞYKIR, sem hlutkesti hafi alls ekki' átt' að koma til greina í þessu tilfeili. .Atkvæði voru alls ekki jöfn, þar sem 53 atkvæði komu fram við atkvæðagreiðsluna. Réttast var að láta fara fram. bundna kosningu milli A og B Ef einn seðill hefði . verið auður, þá var ekki um annað að Ngera en að varpa hlutkesti. Ég tel kosn- ingu B ólöglega. Hannes á horninu. vantar nu þegar til bera blaðið til kaupenda í eftir talin hverfi: A&istarstræti &fverfisg©tu. Barónsstíg ' Lisiclargötu. Alþýðuhlaðið. — Sími 4900. Séknin mn í Þýxkaland: EG ÞEKKTI Köln fyrir stríð, — en jafnvel með hjálp leiðarvísis og uppdráttar af borginni, var mér nú óg.jörning ur að rata frá Neumarkt til dóm kirkjunnar, nema með því einu að taka sem beinasta stefnu A turna kirkjunnar. Þessu olli, að götur bórgarinnar voru algjört lega úr sögunni, — en ójöfn' grjótayðimörk 'bað eina, sem við augum blasti. í fimmtán mínútur skrönglað ist ég leiðar minnar yfir rústirn ar, — lagði leið mína um. leif- arnar af Höhestrasse, en allar byggingar við pk götu voru riu rústir einar. Eg kom að dóm- kirkjunni,. svipaðist um í miS- • skipi hennar, sem var þakiö tígulsteinum og múrhnullung- um. En ég fór brátt út þaðan aftur, því það leit einna helzt út fyrir, að fleiri steinar gætu losnað þá og þegar úr holunum, sem sprengjurnar höfðu tætt .í þakið. Ég fór til að snæða hádegis- verð, — sem ég át reyndar á dómkirkjutröppunum, því það var eini staðurinn, þar sem hægt var að standa uppréttur án þess að riða til á múrsteinahrúgun- um eða vera farartálmi amerísk um hersveitum, er lögðu leið sína að ánni hinum megin við járnbrautarstöðina, sem nú var gjöreyðilögð, —. að rústum Hdhenzollern-brúar, ]iar sem ennþá stóðu tvær fánýtar myndastyttur af Hohenzollern- keisurum á áberandi gæðing- um. Vöruskipti. Ég borðaði kalda kjúklinga- steik og romm, — en kjúkling- ana hafði ég fengið fyrir þrjá- tíu sígarettur hjá 19 ára göml- um Hollendingi, sem við rák- umst á hjiá stórum búgarði ná- lægt Krefeld, en eigandi þess bftgarðs hafði flúið þaðan. Hollendingurinn, sem var hinn ánægðasti yfir að hitta ein hvern, slem gat talað við hann, þótt ekki væri nema á lélegri hollenzku, sagði mér, að hann hefði verið fluttur burt í hlelokj um, frá Maastrieht, borg sinni, fyrir fjórum árum og látinn starfa sem vinnumaður á sveita bæ ásamt tuttugu öðrum ung- um mönnum og konum frá Maastricht einni. Þegar ég var að borða, heyrði ég í loftvarnaflautunuhi í út- borginni Deutz handan árinnar, sem Þjóðverjar höfðu enn á valdi éírifU'. Og brátt híeyxði ég dyninn í flugvéium okkar. Ég héit áffam að borða og hlustaði á hávaðann af árásinni, unz ég tók eftir amerískum herlög- regluþjóni, sem gaf mér rann- sakandi augnaráð. Ég gaf hon- úm svolítinn brauðbita og kjúk- ling. Að máltíðinni lokinni hélt 'ég áfram til að sjá eitthvað mark- vert. Og þrátt fyrir hljóð og skarkala kom lítill aldraður Þjóðverii eins og nokkurskonar undravera út úr rústunum, og spurði mig, hvort fimmtíu flösk ur af Rínarvíni myndu nægja. Ég játaði því. Hann bætti við sex flöskum af brennivini, sem þýzki herinn hafði haft á brott með sér frá Frakklandi 1940. — Síðan hvarf hann niður í jörðina aftur. Hinir sigruðu. Smáferðalag það, sem ég er nú í um Neðri-Rínarsvæðið, og er senn búinn með, hefur m. a. gefið mér tækifæri til að kynn- ast að þónokkru leyti, hvernig Útsýn úr öðrum dómkirkjuturninum í Köln austur yfir Rín. Það er Hohenz'cýlernbrúki, sem sést til hægri; en nú er hún eins og flest mannVirki borgarinnar í rústum.. Eftirífarandi grein er þýdd pr enska blað- inu „The Manchester Guard ian“. Höfundur hennar er David Woodward, stríðs- fréttaritari þess blaðs, og skrifaði hann grein þessa í Köln, 8. marz s. I. Greinin er lýsing á núverandi ásigkomu lagi Kölnar, en líkt er á kom- ið með f jölda annarra borga 1 Þýzkalandi. sambúðin er milli ■'setuliðs bandamanna og býzkra borg- ara, hvort heldur er á götum úti. eða í loftvarnabyrgjunum. Endaþótt hinar geysihörðu crustur séu háðar millum Breta og Þjóðverja, — og Bandaríkja- manna og Þjóðverja,. er hvar vetna hægt að sjá það, að sam- komulag er ’að myndast millum hinna sigursælu bandamanna og hinnar sigruðu þjóðar: Ástæðan er í rauninni sú, að hvorki Bretar né Bandaríkja- menn eiga gott með að hata. — Og þeir hata ekki þá Þjóðverja. er á vegi þeirra verða. Vegna þess er góður og heilbrigður skilningur milli þeirra víðast- thivar að aukast. LMega mu-na fáir Bandaríki amenn orð Lin- colns, er hann sagði: „Sýnið engum illgirni, held- ur kærleik“. Ennbá færri muna síðustu bæn Nelsons: „Megi mannúðin, að fengn- um sigri, verða ríkjandi ein- kenni brezka flotans11. Þó er það svo, að það er eins og ein- mitt þessi orð séu mótuð inn í huga hvers amerísks og brezks hermanns í Þýzkalandi, a. m. k. eftir því, sem ég hefi rekið mig á. Bandamönnum virðist öld- ungis óeðlilegt að leggja fæð á nokkurn mann. — en þeir hata þá stefnu, er leiddi til styrjald- arinnar og gegn þeirri stefnu berjast þeir. Óbeyttur hermað- u þekkir lítið grimmd nazista. Hann er hneigður til að vara gagnrýninn á það sem hann les Hvað sem öðru líður, er hugsun hans bundin hinu hversdags- lega. Hann gefur sér ekki tíma til að hugsa um annað. Vandamál. Það er allmikið vandamál sem bíður hinna sameinuðu þjóða til úrlausnar, þar sem er, hvernig fara ber með Þjóðverja eítir stríð. Og þetta vandamál skapast fyrst og fremst vegna þess, að hvarvetna má sjá merki þess, hverra stjórn þeir hafa lotið undanifarin ár. v Samt sem áður ber að viður- kenna það, að Þjóðverjar hafa víðasthvar reynzt auðveldari viðtfangs en búizt var viö fyrir fram. Furðu lítið hefur borið á skærulið'aflokkum hér um slóð- ir, enda hafa bandamenn hvar- vetna kveðið þá niður, þar sem á þeim hefur borið. Ég hefi ékið mílu eftir mílu um hertekin þýzk landsvæði án þess að rek- ast á hermann úr sveitum bandamanna, bví þeirra þarf ekki svo mikið við, nema á víg stöðvunum sjálfum. Ég hef hvarvetna orðið vár við það, að Þjóðverjar hafa tekið á móti bandamönnum sem vinum sín- um og gagnkvæmt traust hefur mvndazt allvíða. Þó má gera ráð fyrir því, að skyndilega kunni að rísa upp heilir skæru liðaflokkar, jafnvel á ólíkleg- ustu stöðum, útbúnir og fyrir fram skipulagðir af nazisiskum leiðtogum. Og það mun verða stærsta vandamálið, að kveða niður þess háttar mótspyrnu og tryggja það, að hún valdi því ekki að friður rjúfist á ný. Eyðingin blasir við. Hvarvetna hafa hersveitir bandamanna komið að eyðilögð um stöðum, bæði í borgum og sveitum. Ýmist hafa staðir þess ir verið gjöreyddir af undan- haldsherjum nazistanna, eða loftárásum bandamanna. Sama máli gegnir um stórborgir eins oig Köln, Krefeld, Miinehen Gladbach og Aachen, eða smærri borgir eins og Cleve, Udem ög Calcar. Hersveitirnar, sem koma að ívrh. al o. si&u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.