Alþýðublaðið - 27.04.1945, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐ6Ð
Föstudagfur 27. april 1945.
fU[)^nblaMD
Otgefandi Alþýðnflokkurlnn
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Ritstjórn og afgreiðsla f Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu
Símar ritstjórnar: 4901 og 4902
Simar afgreiðslu: 4900 og 4906
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h. f.
Eflir skýrslu ríkis-
sljórnarinnar
HULU þeix-ri, sem verið hef-
ir á striðsyfirlýsingarmál-
inu svokallaða, — umræðunum
um skilyrði það, sem okkur var
sett fyrir sæti á ráðstefnunni
í San Francisco, og svari al-
þingis við þvi, hefir nú verið
létt. Ríkisstjórnin hefir með
skýrslu sinni um málið í fyrra
dag, daginn, sem San Francisco
ráðstefnan var sett, gert allítar
lega grein fyrir því, hvernig
það bar að, birt svar alþingis
orðrétt, svo og tillögur, sem
fram voru bornar á alþingi varð
andi svarið, en felldar voru af
mik’lum meirihluta þingsins.
Eiga menn nú ekki lengur að
þurfa að vei’a í neinum vafa um
það, hvað í þessu máli hefir
gerzt, og hver afstaða ein-
stakra flokka hefir verið í því.
*
Nokkuð hefir verið alið á
orði’ómi um það undanfai’ið
að alþingi hefði ekki mai’kað af
stöðu okkar nægilega skýrt til
þess skilyrðis, sem okkur var
sett fyrir sæti á ráðstefnunni í
San Francisco: að segja mönd
ulveldunum stríð á hendur fyr-
ir 1. marz, eða að viðurkenna,
að hér hefði rikt ófriðarástand
síðan 11. desember 1941; se-m
vitanlega hefði jafngilt stríðsyf
irlýsingu. Þvi hefur jafnvel ver
íð haldið fram, að svar alþing
is hefði af ásettu ráði verið gert
svo óákveðið í orðalagi, að
túlka mætti það sem raunveru
Iega stríðsyfirlýsingu.
Nú sjá menn hinsvegar, eftir
að svarið !hefir verið birt orð-
rétt í skýrslu ríkisstjórnarinn-
ar, hve gersamlega tilhæfulaus
sá orðrómur hefir verið. Yfir-
gnæfandi meirihluti alþingis
var vel á verði í þessu máli. í
svarinu er lögð áherzla á það,
að álþingi telji það mikla nauð
syn fyrir okkur, að geta nú þeg
ar orðið þátttakandi lí sam-
starfi hinna sameinuðu þjóða og
líti svo á, að við eigum sann-
gimiskröfu á því vegna þeirra
afnota, sem bandamenn hafa
haft af landi okkar í stríðinu;
hinsvegar er alveg tekið af um
það, að ísland geti sagt öðrum
þjóðum stríð á hendur eða háð
styrjöld.
Greinilegar var ekki hægt að
marka afstöðu okkar í þessu
máli, —- samhug okkar með hin
um sameinuðu þjóðum og þá
sanngirniskröfu, sem við telj-
«m okkur eiga til þátttöku í
samstarfi þeirra til undirhún-
ings alþjóðasamvinnu eftir
stríðið, samfara þeim ákveðna
vilja okkar að vera nú, sem á-
valt fyrr, hlutlausir um vopna
viðskipti. Mun þjóðin vjjssu
lega eiga erfitt með að skilja
það, hvað orðið gat því til hindr
unar, að allt þingið sameinaðist
um slíkt svar.
*
Það var forsætis- og utanrík
ismátaráðherra, sem á alþingi
GREIN SÚ, sem hér birtist, er eftir Benedikt S. Gröndal,
sem um tveggja ára skeið hefir dvalið í Bandaríkj-
unum við blaðamennskunám. Mun margan fýsa, að heyra,
hvernig liann og ísleiizku námsmennirnir í Ameríku líta á
þá afstöðu, sem við tókum til þess skilyrðis fyrir þátttöku af
hálfu íslands í ráðstefnunni í San Frahcisco, að> við segðum
möndulveldunum stríð á hendur.
Islenzkur námsmaður í Ameríku um
Sfriðsyfirlýsingar málið og stuðning
CAMBRIDGE, MASS. . . ■ « I I
okkar vio bandamenn
skömmu eftir Yaltafundinn,
var mál þetta rætt af miklum
áhuga og eftirvæntingu meðal
ísiendinga hér vestra. Náms-
rnenin og vefzlunarmenn hugs-
uðu um áhrif þess, ef land
okkar segði Þjó'ðverjum stríð
á hendur. Þeir séu í húga sjálfa
sig í khakiliitum einkennisbún-
ingum með byssu í- hönd. Þeir
vissu, að nær allir ungir menn,
sem bandamenn taka í heri
sína nú orðið, eru settir í fót-
gönguliðið. Þeir eru fallbyssu-
fóður, eins og hermennirnir
segja sjálfir.
íslendingum hér vestra varð
af ýmsum ástæðum sérstaklega
hugsað um þetta nýstárlega
miál. Þeir dveljast með einni
af þjóðum bandamanna, þola
með henni erfiðleika þá, sem
fallið hafa í skaut heimavíg-
stöðvanna. Þeir sjá fyrir sér
litlu fánana með gylltu stjörn-
unum,. sem tákna fallna her-
menn. Þeir líða kjötskort og
smjörskont, skömmtun og síg-
arettuleysi, sem eru erfiðleikar
scríðslandsins. Þeir hafa séð
áhrif stríðs á þjóð, sem hefur
orðið að senda ungmenni sín til
fjarlægra vígstöðya.
Flestir ungu íslendingarnir,
sem nú eru í Bandaríkjunum,
eru á herskyldualdri. Það er
því algengt, að Bandaríkja-
menn spyrji þá, hvers vegna
þeir séu ekki í herþjónustu.
„Við erum íslendingar,“ er
svariö. „Er ísland ekki í
str,íði?“ er þá spurt. „Nei, það
er hlutlaust.“ Þeir segja ekk-
ert, þeir skilja ekki hvernig
menn geta verið hlutlausir.
Þeir eru ékki hlutlausir sjálf-
ir. 85 ára gamall prófessor við
Harvard sýndi mér riffil síðan
úr þrælastríðinu til að sanna
mér, að hann væri ekki hlut-
laus.
Landarnir finna þessar bug-
myndir hinna stríðandi manna
um hlutleysi okkar, og þeir
taka þegar að reyna að sann-
færa þá um að hlutleysi þurfi
ekki að vera svo slæmt, og
menn séu ekki nazistar, þótt
þeir séu hlutlausir. Svo fer
landinn að segja þeim hvað við
höfum gert fyrir bandamenn í
stríðinu.
*
ísland byrjaði að styrkja
bandamenn áður en þetta stríð
brauzt úit. Það var smemma á
árinu 1939, er Lufthansa flug-
félagið bað ríkisstjórnina íum
l4yfi til að gera flugvelli í
iandi okkar. Stjórn okkar
svaraði nei. Sagnfræðingar
bandamanna hafa og munu lengi
végsama íslenzku stjórnina
Benedikt S. Gröndal
fyrir það hugrekki, sem hún
sýndi er hún neitaði þessu til-
hoði. Það er auðsætt mál,
hversu mikill viðskiptalegur
hagnaður landinu er af flug-
vcillum, og þeir voru þá engir
til í landinu, en samt neituðum
við þessu tilboði. Við vissum
þó ekki betur en að Þjóðverjar
væru okkur hinir vinsamleg-
ustu, því að mikill hluti heims
hafði bá enn ekki gert sér
grein fyrir ætlunum þeirra.
Ef Þjóðverjar hefðu haft
flugvelli á íslandi í byrjun
stríðsins, má telja víst, að þeir
hefðu orðið á undan Bretum að
hernema landið. Þeir hefðu
serrt þangað tvær eða þrjár
flugsvéitir, sem hefðu ásamt
nokkur hundruð hermönnum
getað varið landið lengi. Þetta
er augljóst nú, er við vitum
hversu veikir Bretar voru í þá
tíð. Samt hefðu Bretar orðið að
byrja á því að ráðast á ísland.
Án þess gátu þeir ekki haldið
opinni siglingaleiðinni yfir At-
iantshaf. Án hennar gat Bret-
land ekki lifað. Ríkisstjórn ís-
lands hefur því að öllum lík-
indum með staðfestu sinni
sparað bandamönnum ótal
mannslíf og komið 1 veg fyrir
að Þjóðverjar fengju hernaðar-
lega aðstöðu, sem hefði getað
veitt þeim sigur í orustunni
um Atlantshafið.
Hugur íslendinga til banda-
manna kom í ljós frá fyrsta
degi, er Bretar settu her manns
á Iand í Reykjavík. Þeim var
sýnd hin fyllsta samvinna og
þetta fyrsta hernám- brezka
heimsvelddsins í styrjöldinni
var gert ein's^ auðvelt og hugs-
ast gat. Ef íslendingar hefðu
verið annars hugar, var þeim
í lófa lagt að gera Bretum
margt til ills með óvirkri and-
stöðu og með því að neita að
eiga nokkur viðskipti við þá.
Við skulum ræða um sam-
vmnu okkar við Breta nánar
siðar, en výkja að Bandaríkja-
mönnum.
Það mun hafa verið 24. júní
1941, að sendiherra Breta í
Washington tilkynnti Roose-
velt forseta formlega, að
brezka herstjórnin sæi sig
neydda til að taka setuliðið frá
íslandi, þar sem þess væri
brýnni þörf annars staðar. Það
er gild ástæða til að ætla, að
Roosevelt hafi ekki kært sig
um að land okkar félli í hend-
ur Þjóðverjum, svo mikilsvert
er það fyrir varnir Norður-
Ameríku.
Roosevelt gat v'alið um tviær
leiðir til að taka ísland undir
hervernd Bandarikjanna. Hin
fyrri var að lýsa því yfir, að
landið tilheyrði Vesturheimi,
og bæri því Bandaríkjunum
samkvæmt Monroekenningunni
að vernda það. Hin leiðin var
að fá samþykki ríkisstjórnar
íslands. Nú var yfirlanda-
fræðingur utanríkisráðuneytis-
ims í Was'hmgton spurður ráða
um fyrra atriðið, og ákvarðaði
hann, að það væri ekki hægt að
telja ísland til Vesturheims, og
Monroekenningin gæti þar af
leiðandi ekki náð til landsins.
íslendingum -sjálfum hefði og
mislíkað það stórum að heyra
ísland talið til Ameríku. Var
því ekki aUnað fyrir hendi en
að leita hófanna við ríkisstjórn
ísiands. Virðist máli þessu hafa
verið svo vel tekið, að búið var
að ganga frá samningum og
undirrita þá sex dögum seinna,
eða 1. júlií. Sýnir þetta að rík-
isstjórn íslands hefur ekki hik-
að við að taka þessa mikilvægu.
ákvörðun, og er ekki sannara
merki um hug Islendinga.
Þessi greiðlegu svör og þessi
samvinna við Bandaríkin og
Breta verður að teljast hin
mikilsverðasta aðstoð við
bandamenn. ísland er þekkt í
Evrópu sem eitt elzta menn-
ingar- og lýðræðisland álfunn-
ar, og það hefði vafalaust orðið
Þjóðverjum kærkomið efni til
áróðurs, ef við hefðum gert
bandamönnum erfitt fyrir með
hervernd lands okkar. Ef svo
H r-imh. a 6. siðu
bár fram tillöguna um það
svar, sem samþykkt var. En
áður hafði fullt samkomúlag
náðst um tþað milli Alþýðu-
flokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins. Ætla hefði mátt, að það
hefði einnig átt að vera auð-
velt fyrir Framsóknarflokkinn
að greiða þvi svari sitt atkvæði
með því að ekki verður annað
séð af sértillögu hans, en að
hann hafi verið algerlega sama
sinnis í þessu máli.
Öðruvisi var ástatt um
Kommúnístaflokkinn, sem vildi
svara á allt annan hátt, eins og
fyrir löngu hefur kvisast og
Þjóðviljinn ekki borið neinar
brigður á. Og. hefir skýrsla rík-
isstjórnarinnar nú staðfest það
fuRkomlega, sem sagt hefir
verið, — að kommúnistar vildu
að við gerðumst opinber og við
urkenndur styrjaldaraðili. Svar
alþingis vildu þeir, eins og sér-
tillaga þeirra- ber með sér, láta
orða þannig, að það yrði ,,met-
ið til jafns við beinar stríðsyfir
lýsingar annarra þjóða.“ Er eft
ir slíkar upplýsingar engum
blöðum lengur um það að fletta,
hvað fyrir þeim vakti, þó að
þeir 'hefðu ekki hug til þess, af
ótta við kjósendur, að heimta
hreina og hispurslausa stríðs-
yfirlýsingu. Þeir ætluðu sér að
fleka þingið og þjóðina til þess,
að gerast á síðustu stundu styrj
aldaraðili.
En alþingi var, því betur vel
á verði. Og fyrir það mun það
hljóta óskiptar þakkir yfirgnæf
andi meirihluta þjóðarinnar, þó
að kommúnistablaðið sé enn
einu sinni í gærmorgun að
nöldra um „alvarlega skyssu“,
sem álþingi hafi gert í þessu
máli.
KÝRSLA RÍKISSTJÓRN-
ARINNAR um stríðsyfirlýsing-
armálið er nú að sjálfsögðu að-
alumræðuefni blaðanna.
Morgunblaðið skrifar í rit-
stjórnargrein i gær:
„Það er augljóst mál og jhefur,
einnig komið ótvírætt fram, að
við íslendingar höfum fullan vilja
til friðsámlegs samstarfs með öðr-
um þjóðum. Það er einnig ljóst,
að okkur íslendingum er mikil
nauðsyn á því, að geta tekið þátt
í samvinnu þjóðanna á alþjóðleg-
um vettvangi. (Það eru sumir svo
skammsýnir að telja þátttiöku af
hálfu íslendinga í alþjóðaráðstefnu
um framtíðarskipan heimsins hé-
gómamál'eitt. Að vísu erum við
íslendingar „fáir og smáir“, en ef
leggja á mælikvarða smæðar eða
stærðar á gildi samstarfs þjóðanna
í framtíðinni, er hætt við, að seint
kulni til fulls í þeim glæðum, sem
fyrr og síðar í fortíð og nútíð hafa
nært ófriðareidinn eða hann kvikn
að úr. . . .
Þáttur smáþjóðanna í friðar—
starfseminni er sérstæður en á eng
an hátt lítils verðari en þeirra,
sem stærri enu.
Það verða menn aftur á móti
að skilja, að hversu ríkan vilja,
sem við íslendin'gar höfum á því,
að taka þátt í alþjóðlegum ráð-
stefnum og samstarfi þjóða, þá
hindrast þessi vilji eðlilega, ef okk
ur eru sett óframkvæmanleg skil-
yrði til uppfyllingar honum. Og
yfirlýsing aiþingis varðandi þátt-
töku íslendinga í San Francisco-
ráðstefnunni ber iþað með sér, að
við höfum ekki í þeim efnum tal-
ið okkur geta uppfyllt sett kkil-
yrði.“
Visir skrifar í gær, einnig í
ritstjórnargrein:
„Atihyglisvert er það, að sam-
kvæmt skýrslu ríkisstjómarinnar
háfa Bretar og Bandaríkjamenn.
lýst yfir því, að af þeirra hálfu
væri engin áherzla á það lögð, að
við gæfum út ein'hvers konar stríðs
yfirlýsingu, eða viðurkenningu á
að ófriðarástand hafi verið hér
ríkjandi frá 11. des. 1941 og að
barátta okkar beindist þá að sjálf-
sögðu gegn möndulveldunum.
Ýmsir héldu í upþhafi, að við yrð-
um að sæta. afarkostum, ef stríðs-
yfirlýsingin væri ekki gefin út,
enda voru ýmsar kynjasögur uppi
í því sambandi. Af orðsendingu.
stórveld'anna er auðsætt, að um
ekkert slíkt hefur verið að ræða,
heldur hefur okkur verið sent
eins konar umburðarbréf, eins
og öllum öðrum þjóðum, og þá
sennilega fyrst og fremst í kurtieis
isskyni. Við kunnum að sjálfsögðu
að mieta þá kurteisi, og hinu ber
ekki að leyna, að við óskum aS
'eiga þátt í friðsamlegu samsbartfi
allra þjóða, en afstaða okkar í ó-
friðinum hefur verið með þeim
hætti, sem bandamönnum hentar
bezt, og við höfum engu þar viS
að bæta, enda allra sízt beinni eða
óbeinni stríðsyfirlýsignu.“
Svo mun nú vissulega flesl-
um virðast hér á landi. En Rúss
ar virðast vera á nokkuð öðru
máli, eins og upplýst var hér í
Framhald á 7. síðu.