Alþýðublaðið - 10.05.1945, Síða 4

Alþýðublaðið - 10.05.1945, Síða 4
ALÞYÐUBLADIÐ Fimmtudagur 10. maí 1945» nblaM5 Útgefandi Al&ýðnflokkurinn Ritstjóri: Stefán' Pétnrsson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- Jþýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðj an h. f. Dauði Guðmundar Mamban MIKLAR og langþráðar fagnaðarfréttir hafa borizt okkiy: frá Norðurlöndum und- anfarna daga, enda hefur vel mátt merkja það hér, hve ein- læga gleði þær hafa vakið hjá þjóð okkar. En ásamt þessum fagnaðar- fréttum hefur okkur borizt ein, sem er i óskemmtilegu mis- ræmi við þær og 'hér mun vekja mikla 'hryggð. Það er fregnin um 'hinn sviplega dauða Guðmundar Kamban, skálds og rithöfundar, fyrir byssukúlum danskra skæruliða. Það er skiljanleigt, að í lönd- ucm, sem í fimm ár hafa orðið að þiola iblóðuiga kúgun hins þýzka innrásarhers, geti ýmis- legt skeð, þegar 'olkinu er loiks- ins af létt. í öllum þteim lönd- um hafa furðu mangir látið af- vegaleiðast tií þess að ganga á einn eða annan hátt í jþjónustu kúgunarinnar og vinna gegn málstað ffnelsisins oig sinnar eig- in þjóðar. Og að sjálfsögðu er ekki nema eðlilegt, að hart verði íekið á öllum slíkum misgerð- um, þegar innrásarherinn hef- úr verið hrakinn úr landi og unnt er að gera upp reikninginn við þá, sem sekir eru. En allrar varúðar virðist manni þó að beri að gæta við slík reiknings- skil, því að margir geta verið grunaðir undir slíkum kring- umstæðum, þótt hreinan skjöld hafi. Hiinlgað til ihefur (það ekki spurzt hingað, að Quðmiundur Kamban hafi á hernámsiárunium á einn eða annan hátt gerzt sekur við hina dönsku bræðra- þjóð okkar, sem bann svo lengi hefur startfað hjá' að hugðarefn- um listar sinnar. Og að sjálf- sögðu eigum við ákaflega ertfitt með að trúa því, að sMkt hafi hent hann. Um það verður þó ekkert fullyrt hér á þessari stundu; til þesS vantar okkur allar nánari upplýsingar. iEn hvað sem sekt hans eða sakleysi. líður, munu flestir hér vera á einu miáli um það, að bart sé að igengið og að við því verði eíkfci þagað, þegar menn eru þannig af lífi teknir án dóms og laga, eins og fregn in um dauða .Guðmundar Kamb an ber með sér, að gert hefur verið. Að vísu er það vitað, að slikir viðburðir hafa ekki verið fátíð- ir í ofckur fjarlægari löndum eftir að þau voru lósuð undan Friður í Evrópu: Avarp Sveins Björnssonar forseta á sigurdaginn FRIÐUR. Friður. Friður í Evrópu. Þetta er það, sem gagntekur hug ofekar allra nú, á þessari stundu. Og hug milljóna manna um allan heim. Kirkjuklukkurn- ar hljóma.í dag um löndin sem merki þess fagnaðar, er tengir menn saman á þessari ógleymanlegu stundu. Danmörk frjáls. Holland frjálst. Þessar fréttir hárust sem eldur í sinu fyrir rúmum þrem dögum. Endurheimt frelsis Dana, sem við höfum lifað svo lengi í samhýli við, hreif okkur næstum því eins og runnið hefði upp okkar eigin frelsisstund. Menn tók- ust í hendur hljóðir eða með fagnaðarorð á vörum. En brátt leitaði hugurinn ósjálfrátt til hinnar frændþjóðar- innar, Norðmanna. Við lögðum með óþolinmæði fyrir sjálf okkur spurninguna: „Hvenær?“ Biðin var ekki löng, sem betur fór. Aftur er það eins og við lifum okkar eigin frelsisstund. Og fögnuður okkar verður enn meiri við hugsuniha um að þessar frændþjóðir okkar hafa vaxið við raunirnar og þrautim- ar, sem þær hafa orðið að þola. Á sama hátt samfögnum við öllum hinum vinaþjóðunum, sem hafa barizt hetjubaráttu og þolað hverskonar raunir með þreki og festu. Við minnumst þas§ jafnframt með þakkarhug, með hvílíkum drengskap og prýði hervendarþjóðir íslands hafa imnið það vandasama starf. Þótt vinaþjóðir okkar eigi enn þá í baráttu á fjarlægum Kyrrahafsyígslóðum, er það trú okkar og von að þeirri baráttu sloti mjög hráðlega. Við drjúpum höfði í lotningu fyrir þeim, sem hafa fórnað lífi sínu svo sigurinn mætti vinnast. Þar koma og synir og dætur okkar fámennu þjóðar við sögu. Er við nú vottum frændþjóðum og vinaþjóðum okkar, öllum sameinuðu þjóðunum, innilegustu samfagnaðaróskir okkar, þá koma þær frá dýpstu hjartarótum ofekar allra. Þær fela um leið í sér þakkarhug fyrir það sem þær hafa strítt og þjáðst í har- áttunni fyrir þeim hugsjónum, sem við ísiendingar teljum okkur eiga sameiginlegar með þeim. En samnefnari þeirra hugsjóna er það, sem mest er í heimi: kærleikurinn. Því fögnum við öll sigrinum og friðnum. Starfsemi Barnavinafélagsins Suinargföf árii Aðalfundur barna VINAFÉLAGSÍNS SUM- ARGJAFAR var haldinn 27. apríl síðast liðinn. Fundarstjóri var Jlelgi Tryggvason en ritari Bjarni Bjarnason. Heildar f jársöfnunin á sumar daífinn fyrsta nam um 97 þús und krónur, eða um 6 þús. og 500 kr. meira en í fyrra, en þá nam söfnunin 90 þús. og 534 kr. Á fundinum lýsti ísak Jóns- son, formaður félagsins, störf- um stjórnarinnar á sl. ári, oki þýzfca nazisaiianis. En það er ólíkt bræðraþjóðum okkar á Niorðurlöndjum, þar sem lög og réttur hatfa um langan aldur verið ií imeira heiðri. haldin en víðast annars staðar, að viðbafa slík vminubrögð, þeigar hsegt er að láta rannsaka mlál manma þannig, að öllu réttlæti sé tfull- nægt; enda ber fregnin um dauða Guðmundar Kamban það með sér, að þar hafa dönsk stjórnarvöld ekki verið að verki, heldur einstaklingar, furðu fram andi dönskum hugsunarbætti réttarvitund. rekstri barnaheimilanna og nauðsynlegum aðgerðum vegna fasteigna félagsi'ns. Hefur starfsemi Sumargjafar váxið nálega um helming við stofnun Suðurborgar. Alls höfðu komið á heimili félagsins á árinu 618 börn, allt frá nýfæddum börnum til 11 ára aldurs (474 í fyrra), og höfðu þau samtals 62,047 dval- ardaga (36,628 í fyrra). Margs konar erfiðleika hafði verið við að stríða, s. s. starfs- fólksvandræði, þrengsli, fjár- hagsörðugleika, og kvað formað Framh. á 6. siðu Oig þó að eitt líislenzikt blað, Þjóðviljinn, finni hjá sér köll- un til þess að afsaka verknað þeirra með þeirri fullyrðingu, frá eigin brjósti, án nokkurra upplýsinga, að „fullsannað sé talið“, að Guðmundur Kamlban „Ihafi haft samvinnu við Þjóð- verja á hernámsárunum“, þá getur þjóð okkar ekki unað öðru, en að fullkomin rannsókn sé látin fara fram á tildrögum öllum að hinum sviplega dauða skáldsins, og íslenzka ríkis- stjórnin beiti sér skörulega fyr- ir því, að svo verði gert. Forsefi Islands sendir Hákoni konungi samfagnaðarkveðju -----♦ Og utanríkisráðherra tif Trygve lie utanrikisráðherra Norðmanna FORSETI ÍSLANDS sendi í fyrradag Hákoni sjöunda Noregskonungi þetta samfagnaðarskeyti: ,,Með dýpsta og innilegasta fögnuði og með hlýjustu aðdáun fyrir hetjubaráttu yðar Hátignar og norsku þjóðar- innar öll þessi löngu ár, bið ég yðar Hátign að taka á móti alúðarfyllstu árnaðaróskum íslenzku frænáþjóðarinnar út- af endurheimtu frelsi Noregs. Sveinn Björnsson forseti ís- lands “ Forsætis- og utanríkisháðherra Ólafur Thors sendi Tiygve Lie, utanrikisráðherra Noregs þetta skeyti í fyrra- dag: „Hin gagnmerka norska þjóð hefur nú bætt allra merk- asta kaþítulanum við forna frægðarsögu sína. Með aðdáan- legri þrautseigju og hetjudáð, baráttu, sem á ókomnum öld- um rriún varpa frægðarljóma yfir nafn Noregs — hetjukon- • unginn og þjóð 'hans — hefur Noregur enn á ný játað trú sína á að hætta öllu fyrir frelsi og heiður Noregs — og sigrað. í dag, þegar Norðmenn hafa endurheimt frelsi sitt og full umráð sins sviptigna ættlands, er fögnuður íslendinga heill, virðing þeirra og vinátta til bræðraþjóðarinnar einlæg og sterk.“ TÍMINN minnist þess í rit- stjórnargrein á þriðjudag inn, að í dag eru liðin fimm ár frá því, að ísland var hernum- ið af Bretum. Blaðið segir af því tilefni meðal annars: „Á fimmtudaginn 10. maí, eru liðin fimm ár, síðan brezki her- inn kom hingað til lands. Fyrir íslendinga er frékafi ástæða til áð minnast fimm ára afmælis her námsinis vegna þess, að það ber upp á sama tíma og frændþjóð- irnar eru að losna undan hernámi Þjóðverja. Þau ólíku kjör, sem ís- lendingar 'og þær hafa sætt síð- ast liðin fimm ár, mættu minna íslendinga á, hve mikilsv-ert það er að eiga fyrir nábúa réttsýna og frelsi'sunnandi' stórþjóð ' eins og Breta. Það verður bezt metið mieð iþví að bera saman hernám ís- landis annars vegar og hernám smá . þjóðanna á meginlandi Evrópu hins vegar, þar sem þýfekir og rúss neskir herir hafa yfirráð. Með framkamu sinni hér á her- raámistímanum hefur brezka þjóðin sýnt það gleggst, að hún er vinur smáþjóðanna. Aðrar smáþjóðir Evrópu eiga henni þó e'kki minna upp að unna. Frelsið, sem margar þ'eirra eru að endurtoeimta nú, er ■ávöxtur af baráttu hennar. Hefði brezka þjóðin lagt niður vopnin 1940, væri engin þjóð nú frjáls á megiralandi Evrópu. Hver frelsis- unnandi íslendingur mun því minn ast þess með blygðun, að á þeim tíma skyldu vera til mienn, er telj- alst íslenzkir, er vildu þó enga að- stoð veita Brettim í þessari baráttu og kröfðust þess m. a., að setu- liðsvinnunni væri toætt og sigling arnar til Bretlands stöðvaðar. Hver freLsisunnandi íslendingur minn- iist þess einnig með blygðun, að blað þessara sömu ,manna hefur undanfarna mánuði ráðizt með miklum fjandskap gegn Bretum og talið þá kúgara Grikkja og fleiri þjóða. Þá eina afsökun geta íslend ingar fært fram, að hér er um •menn að ræða, sem ekki stjórnast af íslenzkum sjónarmiðum, toeldur- eru þý erlendrar þjóðar. Mimn Bretar líka /kannast við slfksti manntegund í sínum hópi. Það mun ósk allra íslendinga, þegar fyrrnefndir undanvillingar eru frátaldir, að vinsamleg sam- búð íslendinga og Breta, er styrkfe ist á stríðsérunum, megi halda á- fram að styrkjast á komandi, frið- artímum, og 10. maí verði að því leyti óvenjulegur hernámsdagur I' sögu styrjaldarinnar, að með hon- uiii hafi fre’kar verið lagður grund völlur að batnandi sambúð hlut- aðeigandi þjóða en því gagnstæða.“: Það mun fátítt, að þannig:' hafi verið hægt að skrifa og það með sanni, eftir á, af hálfu her- numinnar þjóðar. ❖ 1 Morgunblaðið skrifar í fyrra dag, á sigurdaginn: ,,Vorið 1940, þegar framisókE. þýzku herjanna var sem hröðust og hvern daginn a’f löðrum báruöt hin geigvænlegustu tíðindi, var mönnum hér öðruvísi innan brjósts en nú. Menn minnast þeirra daga sem hinna dapurlegustu og í- skyggilegustu á alla lund, er hið drungalega ský styrjaldar og oí- toeldis nálgaðist óðfluga Iand vort.“ Rétt er nú það. En ihásfce lekur. þó .einhvern minjni til þess, að Morgunblaðið hafi í þá tíð borið sig sæmilega, svo að ekki sé nú minnzt í því sana bandi á sum önnuþ blöð bér, svo sem Þjóðviljann. Daglaun sín 7. maí hefur starfsfólk Kaupfélagls Ár- nesinga ákveðið að gefa til Nor- egssöfnunarinnar. Félag Snæfellinga og Hnappdæla. í Reykjavík heldur sumarfagn- að að Hótel Borg föstudaginn 11. þ. m. kl. 8.30. Fjölbreytt skemmti skrá verður. Félagar mega taka m'eð sér gesti.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.