Alþýðublaðið - 08.06.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.06.1945, Blaðsíða 3
jFftsiudagirm 8. júní 1945 Noregskonungur I kominn heim. GÆR steig fremsti borg- ari hinnar norsku bræðra- fpgaðair, Hákon konungur, aftur á norska grund, eftir .að hafa verið landflótta í Bretlandi um fimm ára bil. Eins og fregnir bera með sér, var honum fagnað af ó- .skaplegum manngrúa og má segja, að viðtökurnar, er hann fekk, sýni ljóslegar en nokkuð annað, hvilíkum vin- sældum Hákor. konungur á að fagna með þjóð sinni. JiÁKON KONUNGUR hefur xeynst bjóð sinni með hin- um mestu ágætum þessi 5 þungbæru ár, svartasta tímabilið í sögu Noregs. — Hann hefur verið annað og meira en ástsæll þjóðhöfð- Ingi. Hann hefur jafnframt verið einingartákn þjóðar- Innar, sem alMr, hvar í flokki, sem þeir annars höfðu staðið, gátu sameinazt um. Hann var sýnilegt tókn þess mótstöðuafls í hinni norsku þjóðarsál, sem aldrei varð brotið á bak aftur, á hverju sem gekk. HQREGUR hefur, með réttu, verið talið meðal þeirra landa heimsins, sem eru hvað mest lýðræðissinnuð, í þess orðs fceztu merkingu. Og Hákon konungur hefur alla tíð, frá ;því er hann, samkvæmt ósk aiorsku þjóðarinnar, tók við konungdómi í Noregi fyrir 40 árum. verið glæsilegasti fulltrúi þjóðar sinnar, sem hvarvetna hefur notið hins ifyllsta trausts og virðingar. Einkunnarorð konungs „Allt fyrir Noreg,“ hafa ekki ver- Ið orðin tóm, þau hafa ætíð makað stefnu konungsins, æ- tíð verið honum leiðarstjarna í öllu starfi hans. HÁKON KONUNGUR heíur vegna mannkosta sinna og hæfileika haft ráð á þvi, að véra ,,demokratiskur“ þjóð höfðingi, án þess ndkkru sinni að glata neinu af virð- ' íngu sinni. Hann hefur geng- Íð einn síns Mðs um götur Osloborgar, — borgaralega klseddur, án nofckurs Mf- varðar eða viðhafnar, og all- ir, sem urðu á vegi hans, hafa heilsað honum af hlý- leik og virðingu, vitandi það, að þar fór fremsti og bézti borgari Noregs. STJÖRNARTÍÐ Hákonar kon- ungs hefur, að allra domi, verið eitthvert farsælasta tímabiMð í langri sogu Nor- egs. Aldrei hafa orðið jafn- miklar framfarir, efnalega og félágslega, í landinu. Það var grózka í norsku þjóðlífi og þar mátti með sanni segja, að þar hafi búið frjálsmann- leg menningarþjóð, sem undi við sitt. Það er ekki sízt að þakka störfum Noregskon- ungs, að svo var. SVARTNÆTTI KÚGUNAR, ófrelsis og áþjánar hefur nú HLPrBUBLAMB Hákon Noregskonungur kominn Komnir heim, Á miynd þessari isijiást Hiáikon Nonegislkiariuinigiur (imiðjni;), Ólafur ríkisaiifi (itil hsagri) iotg Nyigaardsviold ifionsærti&réðherna (rtiil vánisrtri). Nú hatfa þessir fonuisitfumenn norsku. iþjóðaöninar komið heim aft- ur, við aknieniman föignuð þjóðar isinnlar, eftir fianm ára útivisrt. Churchill, Truman og Sfalin munu hittasf innan 14 daga Hernámssvæði Rússa í Þýzkalandi hefur verið ákveðið HARRY S. TRUMAN, forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt, að innan fjórtán daga muni þeir eiga viðræðufund saman, hann, Churchill, forsætisráðherra Breta, og Stalin marskálkur. Ekki hefur þó verið tilkynnt nánar um stað og stund. í rússneskum blöðum hefur nú verið tilkynnt nánar um svæði það, sem Rússar eiga að hernema í Þýzkalandi. Er það allmiklu stærra en búizt hafði verið við. Samkvæmt frásögn hinna rússnesku blaða munu1 Rússar hernema allt Austur-Þýzkaland, frá Eystrasalti, skammt austur af Lubeck og suður eftir land- inu og munu Rússar þar með einnig sjá um hernóm Thuringen og Saxlands og munu hersveitir vesturveld- anna, sem nú eru í þessum héruðum, verða að flytja sig til varnar í Þýzkalandi. Meðal borga þeirra, sem Rúss ar þannig fá til umsjónar í Þýzkalandi, eru stórborgimar Leipzig, Chemnitz, Weimar, Jena og Eisenacb Bandaríkjamenn gerðu siérárás á ðsakaígær. UM hádegisbilið í gær gerðu um 400 amerísk risaflug virki, varin 150 orrustufiugvél um, heiftarlega árás á Osaka, aðra mestu borg Japana. Var varpað niður á skömmxun tíma um 2500 smálestum sprengna, aðallega eldsprengjum. Var þetta önnur árásin á einni viku. Þá hafa Bandaríkjamenn tM- kynnt, að þeir hafi nú á sínu valdi aMlan fLuigvöflMinin í Nalha, mestu borg, Okinawa- Þá hafa þeir einnig náð á sitt vald fleiri flugvöllum á eyjunni og þar með fengið betri skilyrði til árása á meginland Japan. Japanska stjórnin var sögð hafa setið á fundi í fimm klst. í gær, sennilega vegna hinna tíðu loftárása á japanskar borgir nú að undanförnu. Kínverskar flugsveitir hafa gert skæðar árásir á járn- brautina milli Hankow og Peiping. um fimm ára skeið grúft s yfir Noregi. Nú hefst endur- reisn í landinu, sárin verða grædd, með samstiMtum átökum einhuga þjóðar. Und ir forystu Hákonar konungs og norsku stjórnarinnar mun aftur birta til með bræðraþjóð okkar, skjótar en ætla mætti eftir svo miklar hörmungar, sem yfir hana hafa dunið. Við íslendingar samfögnum Norðmönnum vegna endurheimts frelsis frelsis þeirra og heimkomu Noregskonungs, Gílurlegur mannfjöldi fagnaöi konunginum og föruneyii hans, sem kom heim á brezku beifiskipi. Skrúðganga borgar- búa gekk fyrir kon- ung í gærkveidi. fj ÍFURLEGUR MANN ^ FJÖLDI fagnaði Hákoni konungi í gær í Oslo, er hann steig á land á norskri grund eftir fimm ára útlegð. í fylgd með konunginum, sem kom á brezka beitiskipinu „Nor- folk,“ var Martha, krónprins essa Norðmanna og böm hennar þrjú, svo og Erik Col ban, sendiherra Norðmanna í London og P. Wedel Jarls- berg, hirðstjóri. Frá því snemma um morguninn hafði verið hringt öllum kirkju- klukkum borgarinnar, en þúsundir manna vom við- staddar, er konungur steig á land á Honnörhryggen, svo- nefndri, og fögnuðu honum í gærkvöldi gekk mikill manngrúi framhjá konungs- höllinni fyrir enda Karls Jó- Jbannsgötu og hyllti konungs fjölskylduna, sem hafði tek- ið sér stöðu á svölum hallar- innar. Voru þar menn frá öll um landshlutum Noregs, er vildu votta konungi sínum hollustu sína. í fréttum, sem blaðafulltrúa Norðmanna hér í bæ höfðu bor izt frá Oslo um hátíðahöldin í tilefni af heimkomu konungs, sagði meðal annars, að menn höfðu gert sér allt far um að gera heimkomuna sem hátíðleg asta. Sumar götur, sem konung ur og föruneyti hans fóru um, voru eingöngu fyrir bÖrn, að’rar fyrir kennara, íþróttamenn, kirkjunnar menn, rauða kross- inn, Svíþj óðarhj álpina, Daní- merkurhjálpina, sjómennina og heimaherinn. Lögð var áherzla á, að skreyt ingin á götunum yrði með tákn rænum blæ og víða voru merki konungs og ríkisarfa. Hákon konungux og föru- neyti hans lögðu upp frá Edin- borg á Skotlandi í beitiskipinu „Norfolk11, sem fyrr getur- Kon ungur snæddi miðdegisverð hjá yfirmanni brezka heima- flotans, Sir Henry Moore, áður en stigið var á skipsfjöl. Mikill mannfjöldi, hermenn og óbreytt ir borgarar höfðu ■ komið sam- an til þess að kveðja Hákon konung og var þjóðsöngur Norð manna leikinn, er hann gekk um borð í beitskipið. í fylgd með „Norfolk" var einnig beiti Þrem norskum þing- mönnum neiiað um þingselu. Einn þeirra er sonur BJörnstjerne Björnson. Arbeiderbladet1 í Oslo, málgagn Alþýðu- flokksins norska, greinir frá þvl að þrír þingmenn verði ekki kvaddir til Stórþingsfundarins 14. þ. m. Þessir menn eru: Jens Hundseid, sem var forsætisráð- herra Noregs í stjórn Bænda- flokksins 1932, en hann er nú fylkisstjóri lí Buskerud, Erling Björnson bóndi frá Opland, sonur Bjömstjeme Bjömsons, einnig úr Bændaflokknum og P. Vorum, Alþýðuflokksmaður frá Rendal í Hedmark-fylki. . Menn þessir hafa haft sam- vinnu við quislinga á hemáms árunum og eru nú í haldi. Unnið ex nú að viðgerð á Stórþingshúsinu í Oslo, sem Þjóðverjar hafa haft til afnota öll hernámsárin- í fregnum frá Oslo ségir, að Stórþingssalur- inn ^jálfur sé nú að mestu kom nn í lag, en ýmis nefndarher- bergi eru enn í hinu mesta ó- lagi. Búizt er við, að byggingin verði komin í lag aftur, er þingið kemur saman 14. þ. m. (Frá norska blaðafulltrúanum) Brezku konungshjónin heimsækja eyjarnar á Ermarsundi. REZKU konungshjónin komu til Ermarsundseyj- anna Guernsey og Jersey í gær og var þeim fagnað ákaflega af íbúunum. Kommgshjónin, sem ekki hafa getað komið þangað siiðan Þjóðverjar hertóku eyjam ar árið 1940, komu með beiti- skipinu „Jamaica“, sem naut fylgdar margra tundurspilla. Georg konungux flutti ræðu við komuna til Guernsey og sagði meðal annars, að sér væri það mikið fagnaðarefni að heim sækja Ermarsundseyjarnar á ný, sem væru elzta eign brezku ikrúnunnar- Konungur sagði, að margt væri ógert þar til vel- megun mætti aftur dafna á eyj unum, en það yrði samt von bráðar, enda myndi ihrezka stjórnin styðja eyjarskeggja í hvívetna. Konungi var þakkkað með ræðuhöldum fyrir komuna, sem hefði orðið svo snemma eftir ófriðarlokin. Áður hafði staðið il að konuinigshjómn fænu lofrt leiðis, en sakir veðurs var horf ið frá því ráði. skipið „Devonshire“, sem flutti konunginn tM Bretlands fyrir fimm árum síðan, svo og tund- urspillar, meðal þeirra norski tundurspillirixm „Stord“. (Frá norska blaðafulltrúanum).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.