Alþýðublaðið - 08.06.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.06.1945, Blaðsíða 4
4 Föstudagiim S. júiií 1&4S AUÞYÐUBLAPiO Otgefandi Alpýðuflokknrinn Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð I lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Yaranlegur friður eða aðeins vopnahlé! RÉTTUR MÁNUÐUR er nú liðinn síðan Þýzkaland lagði niður vopn og friði var aftur fagnað í Evrópu eftir firqjn og hálfs árs styrjöld, semÉKÍssulega hefur verið ægi- legri'fen nokkur önnur, sem áð- ur hefur gengið yfir okkar margreyndu heimsálfu. Aldrei hafa -þjóðirnar verið þurfnari fyrir frið, varanlegan fnð, en í þessi stríðslok. En aldrei hefur þeim heldur verið það ljósara, að því aðeins er varanlegur friður mögulegur, að hann sé reistur á réttlæti, sjálfstæði og samábyrgð þjóð- anna. Undir þessu öllu er það komið, að friðurinn vinnist, eins og það hefur verið orðað, ekki síður en sjálf styrjöldin, þ. e. að friðurinn verði meira en stutt vopnahlé, ,'!' « En til að byrja með verður því miður ekki sagt, að mikið verði vart við þá hugarfars- breytingu, sem er fyrsta skil- yrðið fyrir því, að slíkan frið takizt að tryggja. Mætti í því sambandi vitna í margar al- varlegar fréttir, sem hingað hafa borizt síðustu vikurnar, en í enga bó eins ískyggilega og þá, sem fyrir aðeins tveimur dögum barst um misklíðina á ráðstefnunni í San Franciscö þar sem verið er að reyna að treysta friðinn með stofnun nýs þjóðabandalags. Það má öllum vera Ijóst, að án slíkrar stofnunar getur samábyrgð þjóðanna aldrei orðið nema nafnið eitt. Eitt allsherjar þjóð.abandalag á grundvelli fullkomins lýðræðis og jafnræðis er því eitt aðal- skilyrði varanlegs friðar. En hvað hefur komið í ljós í San Francisco? Eitt hinna sigursælu stór- velda í styrjöldinni, Rússland, neitar að lúta meirihlutavaldi í slíkri stofnun og krefst þess, að í ráði hins nýja þjóðabandalags hafi hvert ríki um sig neitun- arvald til þ,ess að hindra að þar verði tekin ágreiningsmál til umræðu og sameiginlegra aðgerða, þó að yfirgnæfandi meirihluti ráðsins væri því fylgjandi! Með slíkri stjórn •hins nýja þjóðabandalags væri ekki aðeins öllu lýðræði og jafnræði misboðið, heldur og dll samábyrgð þjóðanna að •engu gerð. Einu ofbeldisríki gæti þá haldizt uppi að fara sínu fram án þess, áð bandalag þjóðanna hefði þar neinn íhlut- unarrétt til þess að varðveita friðinn og rétt smælingjans. Það er ekki að furða, þótt fulltrúar Bretlands í San Francisco væri þungorðir í garð Rússlandsx ívrir slíka af- stöðu þess og þætti það lítið samvinnuþýtt í yfirlýsingu þeirri, sem þeir gáfu út um Verklegar framlarir á Norðfirði Verið að reisa fyrsfu verkamaimabúsfaðina þar á sfaðnum Og dráftarbrauf fyrfr alit að 208 smálesta skip Viðial við Odd A. Sigisrjócisson skóSastféra ODDUR A. SIGURJÓNS- SON skólastjóri Gagn- fræðaskólans í Neskaupstað er staddur hér í bænum. Hann mun dvelja hér fram eftir mán- uðinum og ætlar að sitja fund skólastjóra gagnfræða- og hér- aðsskólanna, sem fræðslumála- stjórnin hefur boðað til og á að koma saman 11. þessa mán- aðar og ræða , meðal annars hma nýju fræðslulöggjöf. Alþýðublaðið sneri sér í gær til Odds Sigurjónssonar og spurði hánn pm atvinnumál og lífsafkomu í Neskaupstað. Hon- um fórust orð á þessa leið: MERKUSTU FRAMKVÆMDIRN AR „Ein merkilogasta fram- kvæmdin í Neskaupstað síðan 1939 er nýja sundlaugin. Hún er nú að byrja þriðja.starfsár- Ið, en hún var vígð 8. ágúst 1943. Laugin er 25 sinnum 8 metrar að stærð og er hún hit- uð upp með kælivatni raf- stöðvarmótoranna. í sámbandi við hana á að koma upp gufu- baði, en bað er aðeins ókomið. Umhverfis hana hefur verið hlaðið upp og þakið og síðan piantað trjám. Nú er 1 ráði að setja í laugina rafhitunartæki fyrir næturstraum (25 kw.) og eru tækin þegar komin á stað- inn, en ekki enn komin í sam- band. Sundlaugin er uppáhald allra bæjarbúa og mj'ög vel sótt. Stofnkostnáður hennar er um 300 bús. kr. Hún var styrkt af almannafé. I henni eru haldin- sundnámskeið fyrir ílorðfirðinga og Mjófirðinga og fleiri, enda var hún lítillega styrkt af hreppsfélögunum. Þá hafa á síðustu árum risið upp tvö ný verkstæði í bænum: Húsgagnaverkstæði Jóhanns P. Guðmundssonar, og hefur það starfað með miklum blóma síð- ustu tvö ár. Hitt er nýtízku vélaverkstæði, sem hlutafélag- ið Dráttarbrautin á, en í því eru stærstu hluthafarnir Sam- vinnufélag útgerðarmanna og hafnarsjóður, en auk þess eru nokkrir einstakir hluthafar. Dráttarbrautin h.f. ér nú að •setja á stofn skipasmíðastöð og í henni liggur fyir að smíða 6 35 smálesta vélbáta fyrir ný- byggingarráð. Hefur skipa- smíðastöðin fengið ungan skipasmíðameistára héðan úr Reykjavík til þess áð standa fyrir verkinu. Einnig hefur Dráttarbrautin fengið ungan vélsmið héðan. Framkvæmda- stjóri er Magnús Pálsson skip- stjóri. Hafnarsjóður hefur ýmsar framkvæmdir með höndum. í fyrra lét hafnarsjóður byggja hafskipabryggju. Er hún að nokkru steypt, en sumpart er hún úr tré. Hún fullnægir öll- um þörfum bæjarins, en þó er gamla bryggjan notuð, aðallega til þess að afgreiða fiskiskipin. Nú er hafnarsjóður að láta byggja dráttarbraut fyrir allt að 200 smálesta skip. Vélaverk- stæðið mun smíða sleðann. RÆKTUNARMÁL Aukin ræktun er ýmsum erf- iðleikum bundin í Norðfirði. — Fyrir nokkrum árum keypti bærinn dálítið land, svonefnda Ormsstaðahjáleigu og hefur nú fært lögsagnarumdæmið út sem því svarar. Hjáleigulandið hefur verið skipulagt til rækt- unar og er í ráði að hefja rækt- unarframkvæmdir strax þegar vélar fást. BYGGINGAMÁL Þrátt fyrir það þó að ein- staklingar hafi byggt þó nokk- uð af íbúðarhúsum á síðastliðn- um árum er húsnæðisþörfin raikil í bænum og óhætt að segja að hún standi honum að verulegu leyti fyrir þrifum. — Nú stendur yfir bygging verka- mannabústaða, hinna fyrstu í Neskaupstað. Það eru tvö hús, sem byggð eru með samtals 6 fbúðum, allar þriggja her- bergja. í ráði er að byggja ineira, ef efnisskortur hamlar ekki. SKÓLAMÁLIN í vetur komum við í fyrsta skipti upp iðnskóla, fullkomn- misklíðina fyrir tveimur eða þremur dögum. Því á slíkum 'grundvelli verður ekkert raun- verulegt bjóðabandalag og eng- inn varanlegur friður byggður. * En með öllu kemur mönnum slík afstaða'Rússlands til hins nýja þjóðabandalags ekki á óvart, eftir þær fregnir, sem •áður hafa borizt frá meginlandi Evrópu síðan friður átti að heita kominn á þar. Það er ekki aðeins fyrir löngu kunn- ugt, að Rússland gerir kröfur til þess að færa stórkostlega út landamæri sin og leggja undir sig heil bjóðlönd svo sem Eist- land, Lettland og Lithauga- land, auk helmingsins af Pól- landi og . vænnar sneiðar af Finnlandi, Rúmeníu og Austur- Prússlandi; það er nú síðustu vikurnar einnig komið í ljós, að það ætlar sér að nota nágranna- lönd sín, sem það hefur her- numið I stríðslokin og gert að raunverulegum leppríkjum sín- um, til þess að færa út hið rúss- neska áhrifasvæði langt út fyrir j landamæri Rússlands sjálfs. — J Þannig hefur það þegar látið Lublin-Pólland leggja undir sig alþýzk héruð og borgir vestur að Oderfljóti, þar á meðal höf- uðborg Schlesíu, Breslau. En sunnar í álfunni heimtar skjól- stæðingur Rússlands Tito mar- skálkur, að ítalska hafnarborgin Triest og austurríska iðnaðar- héraðið Kárnten sé lagt undir Júgóslavíu, og hefir við orð, að láta vopnin skera úr, ef ekki fáist á annan hátt. * Þær horfur, sem skapazt hafa við sMkar kröfur og slíkar hót- anir, eru allt annað en frið- vænlegar; og er ekki að furða, þótt mörgum þyki þunglega horfa um íriðinn, ef slíkum yf- irgangi á að halda áfram eftir aliar þær hörmungar, sem of- beldi þýzka nazismans er búið að kosta heiminn. Það er þung ábyrgð, sem það ríki tekur á sig, sem nú rýfur friðinn eða stendur í vegi fyrir því, að þjóðirnar fái að njóta þess frelsis, sem þær eru búnar að fóma svo miklu fyrir á und- anförnum árum. Oddur A. Sigurjónsson um fyrsta be'kk. Þar stunduðu nám 9 nemendur. Skólinn hafði aðsetur í húsnæði gagnfræða- skólans og sömu kennara og hann, en annars var hann á vegum Iðnaðarmannafélagsins. Skólanefnd gagnfræðaskólans hefur ákveðið að undirbúa byggingu nýs gagnfræðaskóla- húss með sérstöku tilliti til væntanlegra breytinga á fræðslulögunum, Skólanefndin ihefur lagt til að byggður verði heimavistarskóli með húsrými íyrir 20—30 manns, sem yrði rekið með tilliti til utanbæjar- nemenda, enda er ákaflega erf- itt fyrir þá að fá athvarf í bæn- um. Um þetta er ég og að næða þessa dagana við fræðslumóla- stjórnina. ÚTGERÐARMÁLIN Útgerðin er að sjálfsögðu að- alatvinnuvegur bæjarbúa, Ail- an stríðstímann hefur fiskur- inn verið fluttur út ísaður tff Englands. í stríðsbyrjun vora fjögur skip úr bænum, sem> keyptu fisk og fluttu hann út, en þar að auki komu færeyskar skútur eftir því sem þörf var á. í hitt eð fyrra tók Samvinnu- félag útgerðarmanna að mestu í sínar hendur íiskútflutning- inn og var þá aðallega selt í skipin, en aðeins eitt skip leigt til fiskflutninga. Þetta bar svo- góðan árangur, að næstum all- ur fiskur var fluttur ut í fyrra á vegum félagsins. Áttu bæði hlutarmenn og útgerðarmenn þarna hlut að máli. Uppbót á fast fiskverð reyndist verða 19%, eða tæpar 450 þúsundir króna. Norðfjörður var eini út- gerðarstaðurinn, sem bjó við þetta fyrirkomulag. Fisksölu- ■samlagið á Norðfirði mun þvl vera fyrirmynd slíkra samlaga. Þá hefur samvinnufélagið sam- , tök við aðra Austf jarðabáta um fiskútflutning frá Hornafirðí með sama sniði. Samvinnufélagið hefur nút ákveðið að byggja nýtt hrað- frystihús, sem getur fryst og flakað 20—25 smálestir af fiski á sólarhring. Enn fremur er ís- húsfélag Norðfirðinga í þann. veginn að hefja byggingu hrað- Framh. á 6. síöuj t MORGUNBLAÐINU í gær ritar Gáinn af sjónarhóli sveitamanns og gerir útgáfu blaða og bóka á landi hér að umræðuefni- Kemst hann m. a. þannig að orði í grein sinnl: „Oft hefi ég orðið var við þá skoðun, að íslenzk blaðamennska væri að batna. Það er hún kannske á sumum sviðum, en henni hrakar að öðru leyti. Og þetta er eðljlegt, þegar litið er á allar aðstæður. — Með aukinni tækni í prentun og fróttasöfnun er hægt að gera blöð in betur úr garði, heldur en áður. Þau eru stærri, flytja nýrri og fleiri fréttir, komast fyrr til kaup enda o. s. frv. En méð stærðinni hefir vandvirkninni og alúð við frá gang þeirra hrakað. Það er und- antekning ef hægt er að lesa með algrein, í nokkru blaði, að elcki séu þar fleiri eða færri prentvill- ur eða mállýti og ambögur, sem stafa ýmist af fljótfærni í prófarka lestri eða hirðuleysi og vanþekk ingu á meðferð tungunnar. Öllum hugsandi mönnum mun vera þetta nokkurt áhyggjuefni enda þótt þeir fái ekki að gert. Enda þótt mikið sé nú gefið út af góðum bókmenntum, bæði frum sömdum og þýddum, yfirgnæfa blöðin og tímaritin allt annað. Hin miklu bókakaup almennings eru gleðileg sönnun fyrir því, að lestr aráhugi fólksins fer ekki dvínandi. Jafnvel glaumur okkar ungu og hraðvaxandi höfuðborgax virðist ekki glepja menn mjög xrá lestr- inum, því að þar munu bókakaup in langsamlega mest. Eitthvað munu nýríkir menn kaupa af bók um til að láta þær standa í hillum sínum í fallegu bandi, andleysi sínu til augnagamans. En sem bet ur fer munu lítil brögð að slíku hér á landi enn sem komið er. Langsamlega mestur hluti bók- anna er keyptur til að lesa þær, njóta innihaldsins og sem slíkar eru þær geymdar í hillum jafnt hárra sem lágra. Það er skemmtilegt til þess að vita, að svo vel kunnum við a® meta, okkar betri bókmenntir, að>- það skuli vera hægt að gefa þær út á ný, eins og t. d. Fjölni, Ár- bækur Espé,líns, Ferðabók Bgg- erts og Bjarna o. fl. Ég veit að vísu ekki hversu vel þessar bæk- ur seljast, en varla mundu þær vera gefnar út, nema salan væri það mikil, að útgáfan gefi ein- hvern arð. Útgáfa fornritanna sýn ir líka, að ekki hefir nútimakyn slóðin ennþá alveg gleymt okkar sígildu bókmenntum, eins og sum ir hafa þó verið að bera henni ét brýn. Okkur, sem kaupum íslend ingasögurnar í .útgáfu Fornritafé- lagsins, finnst sú útgáfa „ganga grátlega seint“ og bíðum með ó- þreyju eftir hverju nýju bindi. Er slík afstaða kaupendanna þau beztu meðmæli, sem þessi útgáfa getur fengið. Ég hugsa líka gott til að fá Sturlungu í hinni nýj» útgáfu, sem nú er fyrirhuguð. — Góðar skýringar og glöggt yfirlit er nauðsynlegt með jafn stóru rit verki og Sturlunga er, til þesS; að allur almenningur geti notið þess. Þá ættu myndirnar af helstu sögu stöðunum, sem lofað er að verðs í þessari útgáfu, ekki að spilla fyr ir henni. Aftur á móti er ég ekki eins hrifinn aí' teikningum þeim, sem eiga að ,,skreyta“ Njálu Kiljans og Ragnars í Smára. Ég átti þess að vísu ekki kost að sjá sýning- una á listaverkunum, en myndir af nokkrum þeirra hafa komið í auglýsingum um þessa útgáfu. —- Þær myndir minna mig helzt é fanga í Síng-Sang fangelsinu í Bandaríkjunum, en ekki Gunnar, Héðin ag Kára og aðra garpa, sem við höfum dáð frá barnæsku. Ef myndir af atburðum og persón / Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.