Alþýðublaðið - 23.06.1945, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 23.06.1945, Qupperneq 5
Lsugardagur 23. júaí 1945. ALÞyOUBLAÐIP s Síðari grein: Verndarar Gyðinga í ENDA ÞÓTT börnin væru ekkert skyld iþessu vanda- lausa bændafólki, sem Iþau fóru til, voru þau hin frjálslegustu heima og í skólanum og léku sér með öðrum börnum. f hópi hinna nýju félaga sinna datt þeim ekki í 'hug að leyna því, hvers vegna þau væru kom in á þessa nýju staði. Aðeins fimm toörn alls urðu fyrir því óláni að upp um þau komst af þessum sökum. — En aildrei hef ur leyndarmál, sem þó var á margra vitorði, verið haldið jafn hóflega leyndu. Nokkrum mánuðum eftir þetta fyrirskipuðu Þjóðverjar, að 200 Gyðingar frá Lyon skyldu fluttir á boitt. Vichy- lögreglan stakk upp á, að eitt hvað af þessu skyldu vera börn. Faðir Chaillet skoraði á yfir- völdin að koma börnunum und an> og var settur i fangelsi fyr ir vikið. í fangelsinu skifaði hann op- ið bréf til káþólskra og mót- mælenda, sem var úttoreitt leyni lega og sent til 10,000 presta kirkjunnar og mótmælendanna. í bréfinu var áskorun til kirkj unnar manna um að berjast gegn Hitler til hjálpar Gyðing um, Það má áreiðanlega þakká þessu bréfi . liðveizlu fjölda franskra presta við mótstöðu- hreyfingunna gegn Þjóðverjum þar 1 landi. Þegar faðir Chaillet var lát- inn laus eftir þriggja mánaða fangelsisvist, klæddist hann úr prestsskrúðánum og tók að starfa algjörlega á laun. Blað hans, Témoignage Chrétien, hlaut meira en 200000 áskrif- endur og var aðalmálgagn mót stöðuhreyfingarinnar á sUnum stað. Nú hefur ritið verið gert opinbert og er langsamlega út toreiddasta vikublað í Frakk- landi.. Faðir Challiet var álitinn andlegur leiðtogi. mótstöðu- hreyfingarinnar og de Gaulle herhöifðingi úrskurðaði hann forystumann hverskyns almenn rar hjálparstarfsemi á vegum hinnar leynilegu mótstöðuhreyf ingar. Aðailbækistöð föður Chail- lets var óvistlegt herbergi við skuggalega götu i Grenoble. Þar gerði hann fjöldann allan af árangursríkum áætlunum á vegum mótstöðuhreyfingarinn- ar og vann þar m. a. að því að hjálpa Gyðingabörnunum, sem hann stöðugt bar fyrir forjósti. Eitt sinn er Gestapó-menn rudduSt inn til hans, gleypti hann skjöl, sem hann vissi, að ekki máttu fyrir nokkurn mun Cf ÉR birtist framhald greinarinnar um samtök í Frakklandi, sem mynduð voru til hjáipar Gyðinga- börnum, sem urðu fyrir illri meðferð af hálfu nazistayfir valdanna. Greinin er þýdd úr „Christian Herald“ og er eftir George Kent. falla þeim i hendur. Síðan tal- aði hann hi.nn rólegasti við komumenn. Með t'imanum varð starf föð ur Challites siféllt yfirgrips- meira svo að lokúm gætti á- hrifa hans og starfs um gjör- vallt landið. Hjálparmenn hans voru allt frá smádrengjum, sem hann hafði i sendiferðum fyrir sig, og til gamalla manna. Jafn vel fimm háttvirtar greifafrúr voru konum til mikillar aðstoð ar. í júlí ’42 handtóku Þjóðverj ar 13,000 Gyðinga í Paris og söfnuðu þeim saman á 'íþrótta- svæðið „Vélodrome d’Hiver.“ Neyðaróp kvennanna, sem tekn ar voru á brott frá foörnum sín um, heyrðust langar leiðir. Þús undir manna voru sjónar- og heyrnarvottpr að þessu. Frökk um fannst þetta svo hryllilegt, að þeir sáu, að eitthvað þurfti að aðhafast gegn þessu. Ná- grannar Gyðinganna tóku börn laeirra að sér og' reyndu hvað þeir gátu til þess að hjálpa þeim. Faðir Duvaux, sem er svart munkur (dominican), sendi út menn lil þess að hjálpa börnun um og komu þeir til baka með 30 þeirra. Að næturlagi skipti hann þeim í smáhópa, þrem og þrem saman, og kom Iþeim fyr ir i heimilum vina sinna í París. Þar dvöldust þau, unz hægt var að útvega þeim dvalarstað utan við borgina. Siðan héldu nunn urnar aftur af stað til þess að bjarga fleiri börnum. Þetta var upþhafið að starfi föður Du- vaux. Starf hans ,var alltaf mjög hættusamt fyrir hann. Fyrir’ stríð hafði hann verið frægur um alla Evrópu fyrir mótstöðu sína gegn þeim, er börðust á móti Gyðingum. Nazistar gerðu húrannsókn hjá honum og fluttu á brott bækur hans og skjöl. Gestapó-menn héldu stöð ugan vörð um hús hans dag og nótt. Því miður var ekki hægt að bjarga öllum börnunum sem urðu fyrir júlí-árásinni í hendur THkynning Viðskiptaráðið hefur ákveðið að hámarks- álagning á innfluttar rafmagnseldavélar megi hæst Vera 20% (ein álagning). Þunfi að skipta álagningunni ber innflytjanda að tilkynna þeim er hann selur hvað útsöluverðið megi bæist vera. Ákvæði þessi ganga í gildi frá og með 22. júní 1945f Reykjavík, 22. júní 1945. VERÐLAGSSTJÓRINN. góðra inanna. Gestapó-menn voru fyrri til að finna mörg peirra og koma þeim fyrir í „fangelsum, þar sem þau dvöldu í lélegum húsakvnnum við illt viðurværi og biðu þess, að fieiri G-yðingabörn bættust í hópinn. Gyðingabörn, sem bú íð höfðu á góðum heimilum, lifðu nú í mestu niðurlægningu, ohrein, svöng og lúsug. Dag nokkurn fékk sér Paul Vergara bréf frá manni einum í Rauða krossinum, er séð hafði slík barnafangeísi. Prestinum leizt ekki sem bezt á það, sem í bréfinu stóð. Bréfritarinn hafði lýst barnafangelsinu eins og versta óþverrastræti í fát- tækrahverfi. Presturinn útbjó fyrirskinun á þýzku, með hjálp konu sinnar og nokkurra ann arra kvenna, þess efnis, að börn in skyldu látin laus. Fyrirskip’ unin var fölsuð og látin líta svo út sem hún kæmi frá höfuð- bækistöðvum Gestapó. Þetta var djarft fyrirtæki, — en það heppnaðist. * Yfir dyrnar á húsi því sem presturinn kom börnunum fyr ir í, setti hann aftirfarandi á- jetrun eftir Louis Pasteur: „Við spyrjum ekki hinn ó- gæfusama mann: Hvaða landi kemur þú frá og hverrar trúar ertu? Við segjum við hann: þú þjáist, — og það er nóg. Þú ert einn af oss; við skulum reyna að hjálpa þér.“ Þessa nótt hrökktust 70 fá- tæk, grátandi og tötraleg Gyð- ingabörn inn yfir þröskuldinn fvrir neðan þessa yfirskrift. Daginn eftir hófst presturinn þegar handa um að útvega börn um þessum framtíðarheimili í samvinnu við föður Chaillet og föður Duvaux. Tvisvar sinnum eftir þetta gerðu Gestapó-menn árás á hús ið, þar sem börnin voru geymd fyrstu næturnar eftir að þeim var bjargað undan nazistum. Gestapó-menn drápu mág séra Vergara í fyrsta skiptið. Þar eð hjálparmenn séra Vergara voru við annarri árás búnir, kom- ust þeir út um glugga í tæka tíð, er þeir urðu Gestapó-manna varir og sluppu með því að klifrast yfir þök nærliggjandi húsa. Gestapó-mönnum tókst bó að handtaka eiginkonu og son séra Vergara. Síðar sendu þeir drenginn í útlegð. Flest þeirra 8000 barna, sem komið var fyrir á laun á frönsk um heimilum, dveljast þar enn þá. Þúsund þeirra hafa verið tekin aftur heim 'til ættingja sinna, eftir frelsun landsins und an nazismanum, og fara nú frjáls ferða sinna. Hin börnin , bíða þess, að foreldrar þeirra I komi heim frá Þýzkalandi nú ; að stríðinu loknu. Ekkert barn I anna er þó öruggt um, að það í sjái foreldra sína aftur. f Þessi börn eru sannarlega ekki hamingjiusöm. Þau hafa or'ðið fyrir reynslu, sem gert hefur þau fullorðin um aldur fram. Þau hafa séð foreldra sína hræðilega handleikna og tekna á brott með valdi. Sjálf hafa þau orðið fyrir hræðilegri meðferð. Engin orð fó lýst því til fulls, hvaða óhrif þessi reynsla hefur haft á sálarlíf barnanna. En fólkið, sem tók bau að sér, hefur fengið ást á þeim. ,,Ef foreldrar Jeannots koma fram, munum við vissulega af henda þeim drenginn,“ sagði ein konan, „— en ef þau koma ekki í ljós, — þá er drengurinn okkar; — okkar eigin sonur.“ Það hefir nú verið urskuiu^b af áfrýjunardóms.tóli í Bandaríkjun- um, að. Ohaplin sé faðir barr.iiins,.sem Joun Berry kenndi’honum Tvö ár hafa málaferlin staðið út aif faðerni barnsins. Myndin sýn- ir Chaplin á vitnabekknum fyrir áfrýjunardcmstólnum fimm dögum áður en úrskurðurinn var felldur. Sonny Boy, A1 Jolson, sem nú er ,56 ára, er kvæntur í fjórða sinn., Konan, sem sést hér á myndinni ,með honum, heitir Erle Gal- braith og er aðeins 21 árs. Fréitir í myndurn Þetta er nýuppgötvuð kvikmyndastjarna. hún hiitir Ran- diall og fannst í litlu 'þorpi með aðeins 1000 fbúum, Lnre Wolf í Oklaíhoma í Bandaríkjunum, og var þegar í stað ráðin til'að leika Salome í kvikmynd.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.