Alþýðublaðið - 23.06.1945, Síða 6

Alþýðublaðið - 23.06.1945, Síða 6
ALÞVÐUBLAPIB « Laugardagnr 23. júaí 1945> Samsæti Þingstúka Reykjavíkur gengst fyrir samsæti iyrir fulltrúa Stórstúkuþingsins og aðra templara n.k. sunnudagskvöld. 24. júní kl. 8.30 í G.T.-húsinu. RÆÐUR — KÓRSÖNGUR. Ennfremur verður sýnd kvikmynd frá síðasta Stór- stúkuþingi og ferðalagi fulltrúanna um Þingeyjarsýslur. Aðgöngrmiiðar frá kl. 3 e. h. sama dag í G.T.-húsinu. Nefndin. Sjölíu og fimm ára á morguo: Þórhildur Maonúsdóííir. Hafnarfirði EIR, alþýðumenn sem slitu bamaskónum meðan sam- tök vinnandi stétta voru ó- þekkt fyrirbrigði, geta frætt þá sem yngri eru á þeim regin mun, sem orðin er á kjöirum fólksins og áunnizt hefur fyrir vaikningu og samtakahug hins vinnandi lýðs. Og víst mætti æskan tíðar en hún virðiist gera, setjast á rúmstokkinn hins aldraða og hlýða á frásögn hans um daglegt líf eldri kynslóðar- innar, og gera síðan saman- burð á æsku sinni og högum, við kjör þau sem æska þeirra tíma hafði við að búa. Þess verður og að minnast, að það var þet’ta fólk sem mddi brautina og markaði stefnuna og þess má æskan minnast með þakklæti og virðingu. Einn liðsmaður alþýðusam- takanna úr hópi eldri kynslóðar innar, ekkjan Þórhildur Magn ásdóttir Mjósundi 2 í Hafnar- firði er sjötíu og'fimm ára á morgun. Hún er fædd á Jónsmessu 1870 að Dagverðarnesi á Rang árvöllum, komin af góðu bænda fólki þar eystra, þar dvaldist hún unz hún fluttist með manni sínum, Sigfúsi Þórðarsyni suð- ur á Miðnes ogr bjuggu þau þar í nokkur ár. Árið 190,7 fluttu þau til Hafnarfjarðar. Saga Þórhildar er saga sjó- mannskonunnar almennt séð. Þar hafa skipst á skin og skúr- ír eins og gengur í baráttusögu fátækra alþýðukvenna, (sem stóðu í blíðu og stríðu við hlið ástvihar síns, stuðlandi að gæfu og gengi barnanna, starfi, sem unnið var af alúð og fórnar- lund. Hin kröppu kjör, áhugaleysi fyrir öryggi sjófarandans, sam takaleysi fólksins um bætt Kjör, ásamt áhugaleysi um mannúðarmál, vakti snemma í bijósti Þórhildiar ríka félags- hneigð. Það gat því ekki farið nema á einr. veg, þegar braut- ryðjendur hófu raust sína og hvöttu til samtaka, að Þórhild ur og Sigfús maður hennax skip uðu sér þar í fremstu röð. Enda var og sú raunin, að alþýðusam tökin áttu þar trausta hlekki. Mann sinn missti Þórhildur ár- ið 1935. Þau eignuðust sex born, sem öll eru á lífi. Þórhildur er Kona trygg og vinföst, enda munu margir minnast hennar á þessum merku tímamótum í h'fi hennar. Hún hefir nú um skeið verið lasburða, en ber las Þórhildur Magnúsdóttiir. ieika sinn vel, og kemur þar í Ijós sarna þrekið og einkennir sjómannskonunna, sem oft verð ur að bíða í óvissu, meðan ást- vinurinn bers við hamslausan slorm og öldugang. Hún getur og litið yfir farin veg í þeirri öruggu vissu, að dagsverkið var gott, og sóð við samanburðinn að lífið sem blas ir við æskunni í dag, er betra en það sem blasti við er hún vcr ung, og þar á hún sinn þátt í ásamt öðrum, sem tróðu slóð- ina. Megi ylur og birta umvefja hana ævikvöldið. O. X. Athugasemd. Nokkrir vagnstjórar straetisvagn anna segiast heía orðið 'þoss varir, að síðasta málsgrein’ greinar í blaði yðar nr. 88 21. apríl þ- á. með yfirskrift ,,Drengur fellur út úr strætisvagni og stórsl£isast“, sé af sumum lesendum blaðsins skilin þannig, að vagnstjórinn beri ábyrgð á slysinu vegna vanrækslu. Rannsóknarlögreglan hefir upp- lýst, að hvorki sé um að kenna vagnstjóranum né. útbúnaði vagns ins, en hins vegar hafi hún góð- fúslega boðizt til að aöstoða vagn stjóra strætisvagnanna af fremsta megni, við að halda uppi reglu 'og velsæmi í vögnunum. Ef bæj- arbúar, sem með strætisvögnunum ferðast, segja tafarlaust til óróa- seggjanna, þegar þeirra verður vart í vögnunum, má vænta þess, að slík samvinna milli vagnstjóra og farþega nái betri árangri en mokkrar aðrar r|áðstafanir. Reykjavík, 26. mai 1945. Jóhann Ólafsson. Endurskoðun úfsvarsla aaanna Samþykktir stofnþings Sambands ísienzkra sveitafélaga. FTIRFARANDI TILLÖG- UR voru bornar fram á stofnþingi Samlbands íslenzkra sveitafélaga sem haldið var í Reykjavík 11. — 13. júní s. 1. og hiutu þar afgreiðslu þá er hér greinir: 1. Endurskoðun útsvarslaganna: Frá Jónasi Guðmundssyni var samþykkt eftirfarandi til- laga: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitafélaga samþykk- ir að skora á ríkisstjómina að láta fara fram sem fyrst gagn- gera endurskoðun á löggjöf þeirra, sem fjallar um tekju stofna sveitafélaganna. Sérstaklega nauðsynlegt tel- ur þingið að útsvarslögin verði rækilega endurskoðuð, og upp i þau tekin m. a. nánari ákvæði um reglur þær, er fylgja ber við álagningu útsvara en nú eru þar, og að tryggt verði að á þennan aðaltekjustofn — útsvörin — verði ekki gengið af öðrum aðilum, nema sveitafé- lögunum sé jafnframt séð íyrir tekjum á annan hátt. Þingið veitir stjórninni heim- ild til að skipa nefnd sveita- stjórnarmanna er starfi milli þinga til þess að gera tillögur um fast kerfi fyrir álagningu útsvara, sérstaklega að því er tekur til hreppsfélaganna og 'felur þingið stjórninni að koma þeim tillögum á framfæri þeg- ar endurskoðun útsvarslagánna fer fram.“ 2. Endurskoðun sveitastjórnar laganna. Frá Jónasi Guðmundssyni var samþykkt eftirfarandi til- laga: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitafélaga lýsir á nægju sinni yfir, að hafin er endurskoðun sveitarstjórnar- laganna og væntir þess, að því verki verið lokið sem fyrst. Stofnþingið lýsið því yfir sem sinni skoðun, að fyllilega geti komið til álita að leggja sýsl- urnar niður sem lið í sveita- stjórnarkerfinu, en taka i þeirra stað upp fjórðunga eða fylki, sem fengju meira vald i á- kveðnum málefnum sveitafé- laganna en nú er hjá sýslunefnd um og bæjarstjórnum, og væri fylkjunum stjórnað af fylkis- þingum, sem til væri kosið af sveitarfélögum innan fylkisins, og fylkisstjórnum, er þingið veldi. Stófnlþihg væntir þess, að þeg ar frumvarp til nýrra sveita- stjórnarlaga líggur fyrir. verði samtökum sveitastjórnar- manna geíinn kostur á að athuga það og segja á 'þvlí á- lit sitt. áður en það kemur íyiir Alþingi.“ 3. Stofnun hælis fyrir vanræða fólk. Um það mál samþykikti þing ið eftirfarandi tillögur frá Jón asi Guðmundssyni: „Stofnlþing Samíbands íslenzk ra sveitafélaga samþykkir að beina þeirri áskorun til væntan legrar sambandsstjórnar að hún athugi með hverjum hætti sé tiltækilegt, að komið verði upp í land'inu hæli fyrir vand- ræðafólk bað, sem nú er á vegum sveitastjórna heima í hzeppum og kaupstöðum, en hæíisvist eða fast athvarf fæst hvergi fyrir eins og sak- ir standa. Sérstaklega er stjórninni fal 3ð að athuga vel, hvort ekki væri rétt, að sveitafélögin kæmu sér upp í fólagi hæli fyr ir þetta fólk t. d. á þeim grund velli, að hvert sveitafélag tryggði sér þar rúm fyrir einn eða fleiri mann og stæði undir stofnkostnaði hælisins að þeim hlut. Stjórnin skili áliti í mál- inu á næsta landsþingi.“ 4. Samstarf sveitarfélaga í menn ingarmálum. Nefnd sú, sem kosin var í tilefni af þeirri uppástungu Ól- afs B. Björnssonar forseta bæj arstjórnar Akraness, að sérstak ar nefndir yrðu starfandá í hin um ýmsu sveitafélögum á land inu, til að eiga frumkvæði að aukinni alhliða menningarstarf semi hver á sínum stað, lýsir yfir þvi: Að hún er hlynt þvl að til öflugrar starfsemi verði stofnað í þessu efni, og leggur þvi fram eftirfarandi tillögu: „Þar sém sambandið hefur í lögum sínum viðurkennt það nauðsyn og skyldu sína að hafa bætandi áhrif og afskipti af alhliða menningarmálum hinna ýmsu sveitarfélaga, beinir þing ið þeim eindreghu tilmæ’lum til stjórnar sambandsins og 'full- trúaráðs að það athugi á hvern hátt megi bezt auka og tryggja viðgang slíks starfs á hinum ýmsu stöðum. T. d. með skipun fastra nefnda eins og framsögu maður benti á, og leggi tiillögur sínar þar um fyrir næsta lands þing.“ 5. Ýmsar tiliögur. Eftirtöldum tillögum var vís- að til íulltrúaráðs og fram- kvæmdstjórnar ti;l athugunar: a. Tillögur frá fulltrúum Vestmannaeyjakaupstaðar og oddvita Neshrepps utan Ennis: Stofnþing Sambands íslenzkra sveitafélaga samþykkir að fela fulltrúaráði og framkvæmda- stjórn að athuga og leggja fyr- ir næsta landsþing rökstutt álit sitt á því, hvort ekki sé rétt: 1. Að allur kostnaður við lög gæzlu i landinu verði greiddur úr rSkissjóði. 2. Að öll laun kennara við barna- og unglingaskóla verði greidd úr rákissjóði. 3. Að skemmtanaskattur renni óskiptur til þess sveitar- félags, þar sem skemmtunin fer fram. 4. Að lögum um ríkisstyrk sjúkra manna og örkumla verði ireytl á þann hátt að sjúkling ar sem dveija í heimahúsum verði einnig fulls' stvrks aðnjót andi. ( b. Tillaga f'rá lÁrna Guð- mundssyni fulltrúa Vestmanna eyja: „Stofnþing . Sambands ís- ieizzkra sveitafélaga telur þess brýna þörf, að bæja- og sveita- félög skapi Sér nýja tekjustofna með vzðtækum opinherum rekstri, þar sem við verður kom ið, svo sem með útgerð togara og vélbáta, verksmiðjureksti’i til hagnýtingar íslenzkra afurða o. s. frv. eftir því sem bezt hent ar á hverjum stað. Felur þingið stjórn sambands ins og fulltrúaráði að vinna að framgangi þessara mála, með því m. a. að aðstoða bæjar- og sveitarfólögin með útvegun •teiikninga, áætlana um stofn- anna og kostnað og reksturskostnað fyr zrtækja o, s. frv.“ c. Tillaga frá Axel V. Tuliní- us, fulltrúa Hólshrepps: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitafélaga skorar á fulitrúaráð og íramkvæmda- stjóm að vinna að þvi við al- þingi og ríkisstjórn að gang® ekki endaniega frá löggjöf um framtíðartilhögun rafmagna- mála landsins áður en umsagn zr og álits þeirra um þau hefir verið leitað.“ d. Tillaga frá fulltrúum Vest mannaey jakaupstaðar: „Stofnþing Sambands ís- ienzkra sveitarfélaga samþykk ir að fela fulltrúaráði sínu og framkvæmdastjórn, að hlutast til zzm, að hluti bæjar- og sveit arfélaga af ágóða Áfengisverzl unar ríkisins verði 20% í stað 5% eins og nú er.“ e. Tillaga frá Axel V. Tuiiní- us, fulltrúa Hólshrepps o g Valdimar Björnssyni fulltrúa. Kelf avíkurhrepps: „Stofnþing Sambands ís- zenzkra sveitarfélaga samþykk. ir að fela fulltrúaráði og fram kvæmdastjórn að hlutast. til um að 20% af beildartekjum ríkisins af átfengis- og tóbaks- sölu renni til alra bæjar- og sveitarsjóða á landinu. Skiptist þessi fjárhæð eftir fólksfjölda í hverju bæjar- og sveitafé- ,agi. f. Tillaga um meðlagsgreiðsl ur upphaflega fram borin af Katrínu Pálsdóttur en breytt samkvæmt tillögu frá Helga H. Eiríkssyni: „Stofnþing Sambands ís- ienzkra sveitafélaga felur stjórn sambandsins og fulltrúa ráði að taka til rækilegrar at- hugunar, hvort é'kki sé rétt, að meðalmeðlög séu samræmd um land allt og miðað við meðal meðlög í Reykjavík.“ Skammvinn skynsemi frh. af 4. síðu. milljónir króna. SHkur er mun- urjnn á stefnu Alþýðijiflokksins og íhaldsins,, mældur í krónunx. * Morgunblaðið sendi á liðnum vetri mann úr herbúðum sín- um til Hafnarfjarðar sérstakra erinda. Þegar hann kom aftur heim úr för sinni gat hann ekki orða bundizt um hinn mikla mun, sem væri á stjórn Hafnar fjarðar og Reykjavikur á vett- vangi menningarmáLa. Morgzzn blaðið ætti að gera mann út til Hafnarfjarðar og láta hann gera samanburð á stefnu Hafnfirð- inga og Reykvíkinga á sviði. at hafnalifs og skattairtála. Sá sam anburður yrði lesendum Morg- unblaðsins lærdómsríkur lestur, ef hann yrði gerður atf sömu nákvæmni og greind og frzim kom i skrifum Sigurðar Gríms sonar um menningarmál Hafn íirðinga. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Framhald af 4 siðu. Það má segja um þessa her- hvöt Tímans, að seint koma sumir — og koma þó. Alþýðu- blaðinu koma aðfariir kommún ista á Siglufirði alls ekkert á óvart. Það befur fyrir löngu vitað og sagt, hverjir' þeir væru og hvert þeii- aetluðu. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 21 þ. m. að lögreglunni heimiM aS kaupa eina bifreið til viðbótar þeim bílakosti, sem liðið hefur nú á að skipa.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.