Alþýðublaðið - 28.06.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.06.1945, Blaðsíða 5
Fimmtndagnr 28. júní 1945 ALÞVÐUBLADIÐ__________________2_______ '5 Skáld verkamanna og smábænda - Ivar Lo-Johansson ALÞÝÐUBLAÐIÐ byrjar á morgnn að flytja greina- flokk eftir hinn fræga sænska rithöfund, Ivar Lo-Jo- hansson, er fjallar mn Noreg og Danmörku eftir hemámið. Ferðast Ivar Lo-Johansson um lönd þessi á vegmn Morgon- Tidningen, sem er aðalmálgagn Alþýðuflokksins í Svíþjóð. Mun greinaflokkur hans birtast x einu dönsku blaði, einu norsku og nokkrum sænskum. Hefur Alþýðublaðið einnig fengið einkaleyfi til að birta hann hér á landi. Ivar Lo-Johansson I. MERKILEGT má það heita, að fjórir glæsilegustu full trúar hi.nnar yngri skáldaikyn- slóðar Sviþjóðar, eru ,brotriir af bergi alþýðuistéttanna og hafa ekki átt þess kost að afla sér menntunar langrar skóla- göngu. Ivar Lo-Johansson, Ey- vind Johnson, Viihelm Moberg og Harry Martinsson eru allir börn sænskrar alþýðu og hafa sótt yrkisefni sín og viöfangs- efni lil hennar. Og af (þes'sum fjórmenningum er Ivar Lo- Johansson táknrænasti og ske leggasti fu'lltrúi verkalýðsins. Ivar Lo-Johansson er maður í blóma lifsins, þótt hann hafi fyrir löngu getið sér mikla skáldfrægð í heimalandi sínu og erlendis. Hann fæddist 23. febrúar árið 1901 og var hús- mannssonur af Sörmanlandi. 0 Foreldrar hans munu þó hafa notið betri lífskjara en margir aðrir í stétt þeirra, og mun Ivar Lo-Johansson ekki. hafa haft af skorti eða teljandi nauð að segja í barnæsku sinni. Hins vegar voru andleg kjör foreldra hans hin sömu og einfcenndu stétt þeirra á fyrstu árum aldar innar og allt þangað til áhrif- anna af stjórn jafnaðarmanna tók að gæta i Sviþjóð og auðn- aðist að fella álagaham fátækt- ar og menntunarskorts af al- þýðu landslns. Þess er getið, að faðir Ivars. hafi varla kunnað að skrifa nafnið sitt, enda hafi sú list verið forfeðrum hans ó- þekkt fyrirbæri.. Bókafcostur var liítill sem enginn á bernsku heknili hins verðandi skáilds, og þær fáu bækur, sem 'til voru, guðsorðabækur. Húsmenn irnir á Sörmanlandi. höfðu aEa jafna öðrum störfum að gegna en helga sig lestri og skriftum og voru eindregið þeirrar skoð- unar, sem einkennt hefur fá- fróða alþýðu allra landa, að bók vitið yrði. ekki í askana látið. Ivar Lo-Johansson var hins veg ar ekki fyrr kominn til vits en hugur hans stefndi allur til bók lesturs og menntunar. Mun lestrarþrá hans hafa átt lítilii hylli. að fagna hjó föður hans, sem mun hafa kosið að spa.a ljósmetið og beina huga sonar síns að brauðstritinu, er yerið hafði lifshlutskipti hans og feðra. hans frá kynslóð til kyn- slóðar. En Ivar mun þegar i æsku hafa tekið þá ákvörðun að búa sér .annað hlutsfcipli en það, sem ættbyggðin og lífsbar áttan Iþar færði ungum mönn- um að höndum. Hann vildi út í heiminn og leita nýrra verkefna og nýs hlutskiptis. Ivar Lo-Johansson kvaddi ættlbyggð sína nítján ára gam- all og lagði leið siína til Slokk- hólms, þó eftir ýmsum króka- leiðum. En því fór alls fjarri, að æskudraumar hans yrðu að veruleika, þótt komið væri til höfuðborgarinnar. Hann átti fuillt í fangi með að vinna fyrír sér, þótt ungur og hraustur væri, svajt iðulega hálfu hungri og ól sára önn fyrir sjálfan sig. Hefur hann sjálfur látið þess getið, að hann hafi skipt tutt- ugu sinnum um atvinnu þau fimm ár, sem .hann dvaldist í Stokkhólmi eftir að hann fór að theiman. En hann varði atvinnu leysisdögum sínum vel. Hann átti sér hugsjón að lifa fyrir og tafcmark að stefna að. Þegar enga atvinnu var að fá varði hann tímanum til þess að læra móðurmál sitt og erlend tungu mál, lesa góðar bökmenntir og sfcrifa — því að rithöfundur ætl aði hann að verða. Þó kom þar, að hann fékk fasta atvinnu við húsasmiðar, en eigi að síður hélt hann áfram sjálfsnámi sínu. En árið 1925 kvaddi hann heimalandið og hvarf til út- landa. Fór hann fyrst til Bret- lands, en því næst til Frakk- lands. Vann hann fyrst fyrir sér við uppþvott i gLstihúsi eftir að til Frakklands kom, en síðar við smíðar og önnur sförf. Brátt varð -hann þó atvinnulaus einu sinni enn. Fór hann þá á flæking og fiafckaði um skei.ð með töturum frarn og aftur um Norðurá-lfu. Rataði hann því í margviísleg ævintýri í utanför sinni og aflaði sér margþættr- ar lifsreynslu og komst í náin kynni við framandi fólk og þjóð i,r. Síðar dvaldist hann um s.keið í Normandie á Frakklandi og vann þar fyrir sér sem stein höggvari og lagði þaðan leið sína um Spán og Ítaliu. En Ivar Lo-Johansson gleymdi ekfci þeirri köllun sinni að verða rithöfundur. Á ferðum sínum um Norðurálfuna hélt hann á- fram að fást við ritstörf og sendi öðru hverju greinar heim til Sviþjóðar, sem birtust þar i ýmsum blöðum og vöktu all- mikla athygli.. Fjölluðu þær um iþað, sem fyrir augu hans bar á ferðum hans, en fyrst og fremst þó um líf og kjör hinna vinn- andi stétta. Flytja 5 fyrstu bæk ur hans þessar endurminningar ha-ns frá útlegðarárunum, en þær vöktu mikla athygli og vin sældir. Vagabondliv í Frank- rike (1927), Kolet i váld (1928), Nederstigen i dödsriket (1929), Zigenaæe (1929) og Mina stád- ers ansikten (1930) eru allar endurminningar frá þessum ár 5 lll LO-J0HANSS0N hið fræga sænska skáld og rllhöfundur á ferS um frjáls Korðurlönd. Lesið greinar Eians frá Danmörku og Noregi, sembirfasf í Álþýðublaði nu einu ailra ísienzkra blaða. Fyrsta greinin kemur á morgun. um og bera allar þess glögg vitni, að þær eru skrifaðar af rithöfundi, sem mikils má af vænta og er gæddur mikilli þekkingu á mannliífinu. Vaga- bondliv i Frankrike fja-llar um flökkulíf hans og ævintýri- í Frakklandi, Kolet i váld hefur að geyma skyndimyndir úr heim enskra námuverkamanna, Nederstigen í dödsriket fjallar um fimm vikna dvöl höfundar- ins í heimi fátæklinganna í Lundúnum og Zi-genare flytur endurminningar hans frá því er hann flakkaði sumarlangt í 'hópi. tataranna, fólksins, sem hvergi á sér fastan samastað en flakkar borg úr borg, sveit úr sveit og land úr Iandi. Með bókum þessum hafði Ivar Lo- Johansson kveðið sér hljóðs með þeim hætti, að honum var athygli veitt. Og hinn ungi ri.t- höfundu-r efndi með glæsilegum hætti þau fyrirheit, sem hann ihafði gefið í þessum fyrstu bók um sínum. Fyrsta bókin, sem Ivar Lo- Johansson skrifaði eftir heim- komuná, var skáldsagan Mena er död. Hún kom út árið 1932, og með henni setlist Ivar Lo- Johansson á bekk meðal snjöll- ustu skáldsagnahöfunda þjóðar sinnar. Síðan hefur hver skáld sagan rekið aðra frá hans hendi og skáldhróður hans vaxið með ári hverju. Godnatt, jord kom út árið 1933, Kungsgatan 1935, Statarna 1936 og 1937 og Bara en imor 1939. Síðan hefur óvæð ur fj'örður verið milli frænda, en óliíklegt er, að, Ivar Lo-Jo- hansson hafi setið auðum hönd um á dögum heimsstyrjaldar- innar. Mána er död þótti að vonum nýstárleg bók. Hún fjallaði ein vörðungu um ástir rnanns og konu o-g var talin í senn, sér- stæð bók og .merkileg. Það duld ist að sönnu ekki, að höfundur hennar var enn ekki orðinn full þroska 'XÍithöfundur. En- hann 'hafði, eigi að síður náð mikil- væguim áfanga- á þroskabraut sinni og gaf fyrirheit um það, að mikilla afreka mætti af hon um vænta. Og Ivar Lo-Johans- son efndi þau fyrirheit, sem hann gaf i þessari fyrstu skáld sögu sinni jafnve-1 mun betur en djörfustu vonir bjartsýn- ustu aðdáenda hans stóðu til. Godnaft, jord, bjó Ivar Lo- Johansson svið sveitaliífsins og byggði þar á þékkingu sinni frá æskuárun-um og uppvextinum á Sörmanlandi. Sagan flytur ó- gleymanlegar myndir úr lifi smábænda og leiguliða og ber þess glögg vitni, að höfundur hennar er í senn gæddur mik- illi frásagnargleði og lý^jnga- snilli og skeleggur ariiálsvari, þeirrar stéttar, sem hún fjallar uim, enda barn hennar. Með þeirri bók gerðust straumhvörf í lifi rithöfundarins Ivars Lo- JohansSons. Hann háfði snúilö aftur heim. Hann kom, sá og sigraði. Hann hafði farið út í víða veröld, aflað sér mikillar lífsreynslu og margþættrar menntunar með þrotlausu sjálfs námi og einstæðum sjálfsaga. Hann hafði skipað sér í nýja sveit og játaði nýjar skoðanir. Hann var raunhyggjumaður og jafnaðarmaður. Og þessi viðhorf flutti hann heim til ættbyggð- arinnar og stéttar þeinrar, sem hafði alið hann, í Godnatt, jórd. hann hafði gerzt mlálsvari og bar. áttúmaður fátækrar alþýðu ætt lands siíns og byggði á sömu skoðunum og lifsviðhorfum, sem gætt hafði í fferðaþáttum hans og endurminningum frá Englandi og Frakklandi. Haim var í senn skáld og jafnaðar- maður, Svíi og heimsborgari. Kungsgatan, sem þýdd hef- ur veri.ð á íslenzku og mun hafa náð hér mi'klum vinsældum, gerist á öðru sviði en Godnatt, j'ord og aðrar skáldsögur Ivars Lo-Johanssons. Hún fjallair fyrst og fremst um lífið í Stokk hólmi og skuggahliðar þess. Hún greinir á ógleymanlegan 'hátt frá lífi og kjör- um vændiskvennanna, þess- ara aumkunarverðu oln- bogabarna höfuðborgariim- Framh. á 6. síOn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.