Alþýðublaðið - 18.07.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.07.1945, Blaðsíða 4
1 AimyBiAÐia Bffi&nfcudagwixm 18. jnMí 1M5> Útgefandi: Alþýðuflokkarinn Bltstjóri: Stefáö Pétursson. Simar: Bitsjórn: 4901 og 4902 Afgreiðsla: 4900 og 4906 Aðsetur í Alþýðuhúsina við Hverf- isgötu. Verð í lausasötu: 40 aurar Alþýðuprentsxeaiðjan. I Fundurinn í Potsdam. FUNDUR hinna „þriggja stóru“ er n:ú um það hil að tiefjast í Potsdam. En í hópi. þeirra hafa orðið mannaskifti síðan þeir hittust síðast suður á Krím. Þá voru það Roosevelt, Churchill og Stalin, sem réðu ráðum sínum og undirbjuggu lokaþátt styrjaldarinnar gegn Þýzkalandi Hfflers. En nú eru það Truman, Churchi.ll og Stal in, sem eiga að koma sér sam- an um grtmdvöQI friðarins og þann heim yfirleitt, sem koma skal. * Það er erfitt að gera sér í hugarlund fyrirfram, hver á-’ hrif þessi- mannaskifti kunna að hafa á árangur fundarins í Potsdam. Truman, hibn nýi Bandaríkjaforseti, má heita ó- skrifað blað í alþjóðapóMtík. En af frumkvæði hans um lausn margra vandamála þann stutta tíma, sem hann hefir verið við völd, virðist þó mega ráða, að hann ætli, sér ekki að láta hinn dýrkeypta sigur og frið fara forgörðum í þetta sinn, eins og fyrir rúmum aldarfjórðu'ngi, þegar Þýzkaland Vilhj'álms ann ars hafði verið sigrað, einnig fyrir íhlutun Bandarikjanna. Ýmislegt bendir til, að Truman muni ekki ætla sér, að horfa aðgerðarlaus á það, að sáð verði til þriðju heimsstyrjaldarinnar með áframhaldandi yfirgangi og valdahrölti einstakra ríkja í íhinum gamla heimi. Og það er trúlegt, .að hann hafi hiam nýja heim, að þá ekki, hvað sízt Bandaríkin, fullkomlega að haki sér í því efni. Og þó að hann sjálfur sé nýr maður í hópi hinna „þriggja stóru“, hef ir harm á fundinum í Potsdam góða ráðunauta sér við hlið, er hafa tekið þátt í fundum þeirra þekkja bæði stalin og Churc- hill og vita Ihvaðan hættan staf ar. Hinn nýi uianríkismálaráð- herra Trumans, Byrnes, sem mætir með honum á fundinum, er talinn munu vera fullfær til þess, að sjá við gildrum og hætt um þeirrar valdábaráttu, sem ur aldir hefir verið toölvun hins gamla heims. * Létt verk verður það þó vissu lega ekki, að tryggja friðinn á fundinum í Potsdam. Það verð- ur erfiðara fyrir hiina „þrjá stóru,“ að ná samkomulagi um vandamálin nú, en á fundunum í Tehéran og Yalta. Þá var Þýzkaland Hitlers enn ósigrað og toaráttan gegn hiinum sam- eiginlega óvini torúaði svo margar mótsetningar, sem vit að var, að fyrir hendi voru í hertoúðum hinna sameinuðu þjóða. Þó er það svo, að það hefir d ýmsum atriðum gengið fuilerfiðiega, að fá til dæmis Rús'sland ti,l að íhalda það sam- komulag, sem að endingu fékkst á fundinum í Yalta fyrir rúmu hálfu ári síðan. Og við hverju1 má þá toúast nú, þegar 'hinn sameiginlegi óvinur hefir ver- Forseti danska &!þý3usambandsins segin V!ð börðumst við Þjóðver ja á hernámsárunum fveimur vígvölium -opinberlega leyi AIJ»ÝÐUBLAJ>íÐ flutti í vikunni, sem lei9 viðtöl viS tvo a£ forustumönnum og núverandi ráðherrum dansfca Alþýðuflokksins, Hedtoft-Hansen vinnu- og féiagsmálaráð- herra og H, C. Hansen fjármálaráðherra. f dag flytur það viðtal við forseta danska Alþýðusam- bandsins, Ejler Jensen. Viðial við Ejler Jensen, núverandi íorseia danska Aiþýðusambandsins. -------♦------- EJLER JENSEN, forseti í De samvirkende Fagforbund- Alþýðusambandsms í Danmörku, er sterklegur og harð legur maður, þrekinn og kraftaiegur með mikið, úfið hár, líkstur mynd af eldheitum byltingarmanni og reynri bar- dagáhetju. Ejiter Jensen er nýlega orðinn forseti þessara voldugustu samtaka Dana og nýtur hann miklla vinsaélda í sínum hóp. Meðan ég dvaldi í Kaupmann ahöfn var mér sagt að Ejler Jensen hefði mætt hverri tilraun Þióðverja til bess að undiroka alþýðusmtökin — en þau störfuðu ætíð bæði opnberlega og leynilega — með þrákelknislegri þumb- aramennsku, en ætíð farið sínu fram. Hann var eins og bjarg, sem ekki var hægt að bifa. Ég átti viðtal viS þennan verkalýðsforingja, en hann var mjög önnum kafinn. Einn dag- inn kl. 1 átti ég aö hitta hann á skrifstofu hans í byggingu al- þýðufélaganna, en þegar ég kom þangað var hann farinn þaðan, skiLahoð lágu hinsvegar fyrir mér um að hitta hann í skrif- stoíutoyggingu atvinnurekenda, þar sat hann á fundi með for- manni atvinnurekendasam- bandsins — og þar hitt ég hann. Hann bað mig að bera kæra kveðju til Alþýðusambands ís- iands og einnig til íslenzkrar alþýðu frá danskri alþýðu. Sagði hann meðal annars: „Það gieður mig, að íslendingar hafa nú fengið fullkomið og óskorað sjálfstæði, og ég vona, að það verði einnig til blessunar fyrir ííslenzk alþýðusamtök.“ — Ég lagði eftirfarandi spurn- ingar fyrir formanninn: Hvernig störfuðu alþýðusam- lökin meðan Þjóðverjar her- sátu Danmörku? Hvernig var andstöðu samtakanna hagað? Hvernig eru kjör danskra verka manna? Eiga dönsku alþýðufé- lögin vopnaða skipulagða hppa i frelsishreyfingunni? Yerður ekki erfitt að toyggja upp það, sem hefur verið lagt í rústir? Munu samtökin ekki beita sér fyrir að stuðla að vaxandi norrænni og alþýðlegri sam- vinnu verkalýðsfélaganna? Ejler Jensen svaraði: „Um síðastliðin áramót voru í félögum Alþýðusambandsins tæplega 580 þúsundir, félaga. Utan sambandsins eru félög með um 24 þúsund félaga. All- mikil aukning hefu,r orðið á fé- Jagatölunni síðan landið var hernumið, og ég held, að mér sé óhætt að segja, að samtökin hafa styrkzt, fyrst og fremst inn á við, en einnig út á við. Það hefur ekki komið til neinna átaka milli. dans'kra yerkamanna og danskra atvinnurekenda á síöustu árum. Allir hafa haft ið lagður að velli. og gamaldags stjórnmálamenn sjá sér leik á borði til þess að torjóta undir ríki sín bæði lönd og lýði eins og fyrr á öldum? Déiilan um Pól land, hernám Borgundarhólms, átökin um Tri.est og margt, margt annað sýnir, að við ramman reip muni verða að draga á fundinum í Potsclam, áð ur en varanlegur friður er tryggður, svo að ekki sé nú tal að um það, sem mestu máli kemur til með að skifta þar, en það er stjórn og framfíð hins öðru að sinna, hvort sem þeir voru sendisveinar eða forstjór- ar. Allsherjarverkfallið 28. júní 1944 er gleggstá dœmið um það. Þá gaf enginn neina opinibera skipun, í einu fyrir- tækinu hætti sendisveinninn íyrstur, en forstjórinn í öðru. Énginn var yfir annan settur, hver fylgdi öðrum. — En þó að ekki hafi komið til neinna veru iegra átaka milii verkamanna og atvinnurekenda fyr en þá heizt nú, hafa fengizt ýmsar breytingar á kjörum. Það mál er ekki hægt að rekja í stuttu blaðaviðtali, en breytingarnar hafa stefnt að því, að gera verkalýðnum breyttar aðstæð- ur toærilegar, efnalega. Þetta hefur tekizt furðanlega vel. Um andstöðu alþýðusamtak- anna gegn Þjóðverjum vil ég segja þetta: Þegar ríkisdagurinn og ríkis- stjórnin gátu ekki starfað, urðu stjórnmálamenn okkar að lifa í skugganum. Mjög margir þeirra urðu meira að segja að li'fa í leyni.. Þess vegna kom það í hlut verkalýðssamtakanna að sýna afstöðu sína opintoer- lega, en að sjálfsögðu stóðum v:ð ætíð í nánu samtoandi við félaga okkar á þingi. Stefna okkar, sem hefur vei*ið sam- þykkt og staðfest í öllum deild- um ókkar, var sú, að viðhalda skipulagsbundnum félagsskap okkar starfa opiriberfega og í fullu Ijósi, en án þess að breyta starfsaðferðum eða stefnu. Þetta var ákaflega erfitt, því að Þjóðverjar gerðu allt, sem þeir glátu, til að veiða okkur í net sín eða til að kúga okkur til hlýðni. Okkur var það fylli- iega ljóst, að þá, og þegar rriyndu þeir sýna hið rétta and- jit sitt og leysa félögin upp —• og okkur datt varla í hug, að v.;ð myndum geta starfað á þennan hátt til ófriðarloka. — Við trúðum ékki á það, að stríð inu myndi ljúka fljótt. Við \ sigraða Þýzkalands sjálfs, sem l'ítið samkomulag virðist vera um hingað til. P Fundurinn í Potsdam á að- eins að undirbúa sjálfan frið- arfundinn. En engum dylst, að undir árangri hans muni það þá fyrst og fremst verða kom- ið, hvort varanlegur friður verð ur saminn eða ekki. Og því toíða menn þess nú með mikilli óþreyju, hver útkoman verði af viðræðum hinna „þriggja stóru“ í Potsdam. Ejler Jensen. fylgdumst með brezka útvarp- inu — og við þóttumst skilja, að ekki væri hægt að vænta þess, að okinu létti fyr en 1945 eða jafn vel ekki fyr en 1946. Við tókum því strax þá stefnu að spara kraftana og skipu- leggja leynistarf. Okkpr fannst að nauðsyniegast væri, áð eyða ekki kröftunum strax í lítt nauðsynlega baráttu, aðalatrið- ið væri að geta beitt samtök- unum til að eyðileggja og vinna á móti fyrirætlunum Þjóðverja í samræmi við hérnaðaraðgerðir bandamanna, þegar þær væru komnar á fullt skrið. Við fylgd- umst mjög vel með starfi bræðra okkar í Noregi, við fundum til með þeim í þjáning- um þeirra, en dáðumst jafn- framt að fórnfýsi þeirra, hug- rekki og þoli. Eftir 29. ágúst voru kraftar okkar teknir 1 bar- áttuna. Frá þeim degi vorum við raunverulega í opnu og ieynilegu stríði við Þjóðýerja. Við börðumst á tveimur víg- völlum: með opinni andstöðu við þá i fuMu dagsljósi — og í ’eyni með verkföllum, skipu- íagsbundnum leynifélagsskap og yfirleitt öllum meðulum, sem frelsishreyfingin beitti. Þjóðverjar svöruðu þessu þeg- ar í stað með því að hætta að vera með tolíðmæli; í staðinn fitjuðu þeir nú upp á itrýnin og sýndú tennurnar, hótunum riígndi yfir okkur um eyðingu samtakanna, sprengingu húsa okkar, útþurrkun eignanna og fangelsun okkar, sem ihöfum orð fyrir samtökunum. En okk- ur tókst að vernda heiður danskra verkalýðssamtaka, eng inn félagi gafst upp, enginn gerðist svikari. Eitt sinn var ég og annar félagi minn í stjórn sambandsins rekinn frá starfi af dr. Best. Hann hélt því fram, að ég hefði sýnt Þýzkalandi og her þess fuíían fjandskap og stjórnað skemmd arverkum, en síðár var þetta bann á mér og félaga mínum upphafið án þess að við eða samtökin iegðum þar minnsta orð að. Alþýðusambandið lagði fram fé og önnur efni til frelsishreyf ingarinnar og einnig til hjálp- ar nauðstöddum heimilum fé- iaga, sem teknir höfðu verið. Yfirleitt var starf okkar mjög víðtækt og það leynilega miklu víðtækara en hið opinbera. Sumarið 1944 gaf Hedtoft- Hansen með vitund miiíni og vilja torezku stjórninni og her- stjórn bandamanna loforð um að við skyldum lýsa yfir alls- herjarverkfalli, fyrst í einstök- um landshlutum og síðan um land allt, undir eins og her- stjórnin teldi, að það samrýmd ist hernaðaraðgerðum hennar. Var þetta síðan unddrbúið af mikilli leynd. Við fengum vopn frá toandamönnum pg vopnuð- um við stórar sveitir félaga okkar. Voru ungir jafnaðar- menn víða forystumenn þessara sveita. Við bjuggum til net af upplýsingaþjónustu, — og hefð um getað, þó að allur sími og allir vegir hefðu verið lokaðir, s+aðið í sambandi við lands- hlutana og einnig herstjóm bandamanna, hefði til allsherj- arverkfalls komið; en til þess kom ekki, engar hernaðarað- gerðir, urðu hér edns og þú veizt — og friðardagurinn kom ■ n jög skyndilega yfir okkur. Þetta er undan og ofan af um starf okkar meðan Þjóðverjar sátu hér og kúguðu þjóð okkar. Um starf okkar í framtíðinni vil ég segja þetta: Það, sem við óttumst mest, er atvinnuleysi. Við þjáumst af hráefnahungri. Heilar verk- smiðjur og orkuver liggja í dái, sökum hráefnaskorts, og verka- mennirnir bíða með auðar toend ur. Skipin geta ekki siglt, við höfum verið rúnir inn að skyrtunni, já og jafnvel inn úr henni. Eitt leiðir annað af sér óg atvinnulífið er i rústum. Við eigum í miklum erfiðleikum, en ríkisstjórnin vinnur saman og einhuga, þrátt fyrir ólíkar skoðanir, að því að koma þjóð- félaginu, og þá fyrst og fremst atvánnulífinu, á laggirnar. Fyrsta atriði hennar er að koma atvinnulífinu í sæmilegt horf svo að fólkið geti aftur horfið að friðsömum störfum og byggt aftur upp sitt fyrra líf. Þetta er erfitt og það tekur tírna, en okkur mun takast það. Við Dan ir kunnum að standa saman, þegar við bunfum á því að halda Okkur er það ljóst, að minnsta kosti í verkalýðshreyfingunná, að myrkrinu er að létta, að möguleikarnir eru framundan, að nú ríður á að skapa nýjan og betri heim fyrir alþýðuna, að jafna kjörin. Við munum vinna markvísst að því, að hrinda jafnaðarstefnunni á framkvæmd, og ekkert mun hindra, að sá ásetningur okkar takist. Við munum vinna með Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.