Alþýðublaðið - 18.07.1945, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.07.1945, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLA0IÐ Miðvifc udaguriau 1S. júiá 1945 TJARNARBlöca Draumadis (Lady in the Dark) Skr3utmynd í eölilegum litucn Gmger Ke®ers Kay MiHattd Wamer Baxter Jon Rail Sýnd kl. 5, 7 og 9. „ . . . Frá Basel reisti ég að Aachborg í Scopiniandi. Þar for ténti ég nokkra peninga, því mínir peningar voru þá uppi. Þaðan reisti ég að IJln i Frank- enlandi, og svo ofan eftir aftur og að Breddsla í Slesingen; þar er gott verð á lérept, því mað- ur kann kaupa þar skyrtu af því bezta iérepti fyrir Vz rd., sem hann verður að gefa ann- arsstaðar 2 rd. fyrir. í Slesing- en er dæilegt kvenfólík; þar eru ogsvo margar hórur í Breddsla, þvi þar eru opinber hóruhús; þaer gefa ráðinu 2 rd. á hverj- um mánuði, og þar með eru þær fríar, og mega brúka sinn óguð- lega lifnað . . .“ (Frá 17. öld). „Þú ert hætt við hann — eða hvað?“ sagði hann allt í einu. Hernú varð hverft við. „Það er ég auðvitað — að meira eða minna leyti.“ . „Það var skynsamlegt af þér, hygg ég. Hann átti þig ekki skilið.“ Hann horfði á hana, rólegur og ihugandi, og' snögglega setti að henni kveljandi ótta. Vissi hann, að Tommi hafði verið elsk- hugi hennar? Það var aðeins vond samvizka, sem blés henni þessu i brjóst. í TaploW hafði, ekkert gerzt, sem gal vakið grun hans, og það var harla ótrúlegt, að orðasveimurinn um þau hefði borizt honum til eyrna. Og þó var eitthvað í svip hans, sem fullvissaði hana um það, að hann vissi sannleikann. Hún blygðaðist sin. „Ég bauð honum til Taplow vegna þess, að ég' hélt að það væri skemmtilegra fyrir þig að hafa einhvern félaga á þinu reki.“ „Það var það.“ Það brá fyrir glettni i augum ha,ns. Hún var orðin alveg ringluð. Hana langaði mest til þess að spyrja, að hverju hann væri að glofta. En hún þorði það ekki, því að hún vissi það fyrirfram. Hann var ekki reiður, og 'hún hefði lika getað sætt sig við það. Hann hafði bara gaman áf þessu. Hún hefði farið að gráta, ef hún hefði e’kki vi.tað, að hann myndi að- eins hlæja. Og hvað gat hún tekið til 'bragðs? Hann trúði ekki stöku orði af þvi, sem hún sagði. Það var allt leikur. Það var svo komi.ð, að hún var í vandræðum með að snúa sig út úr klipunni. Hún stóð hér andspænis einhverju, sem hún skildi ekki, ein- hverju dularfullú og kviðvænlegu. Var þetta raunveruleikinn? En i þessari andrá heyrði hún, að vagn nam staðar við húsið. „Þar kemur faðir þinn,“ hrópaði hún. Hvilikur léttir! Þetta var að verða óþolandi, og hún varð komu hans sárfegin, Þá slapp hún frá þessu. Andartak siðar kom Míkael inn, hress í bragði og léttur í hreyfingum, hakan fram og maginn inn. Hann var ótrúlega glæsi- legur af manni á sextugsaldri að vera. Hann gekk til einkasonar sins, sem nú var kominn heim eftir sex mánaÓa fjarveru, og rétti honum höndina, glaður i bragði. 28. Þrem dögum síðar fór Roger til Skotlands. Júlía hafði gætt þess vandlega, að þau yrðu aldrei aftur tvö ein saman, nema þá stutta stund. Kæmi. það fyrir, að hún neyddist til þess að vera ein hjá honum fáeinar mínútur, talaði hún aldrei um anna^ en einskis verða hluti. ' í rauninni þótti Júlíu vænt um, að hann skyldi fara. Hún gat efcki gleymt þessu undarlega samtáli þeirra. Einkum var það eitt, sem varð henni sifellt áhyggjufni, þótt kynlegt værí. Það voru orðin, sem hann lét falla um það, hvort hann myndi ekki koma að auðu og mannlausu húsi, þótt hann opnaði herbergi, sem hann hefði horft á eftir henni inn í. Þessi orð snurtu hana mjög illa. „Ég hefi aldrei þótzt vera nein sérstök fegurðargyðja. En hinu hefir enginn neitað, að ég væri gædd miklum persónuleika. Það er hart að heyra þvi neitað, að ég sé gædd persónuleika, þó að ég geti leikið hundrað ólik hlutverk. Það get ég þó aðeins af því, hve frábærilega mikil Ieikkona ég er.“ Hún reyndi að gera sér í hugarlund, hvað gerðist þegar hún ; kæmi inn i mannlaust herbergi. „En ég er aldrei ein, jafnvel i mannlausu herbergi. Míkael er þar eða Eva eða Karl eða leikhúsgestirnir — ekki sjá'lf auð- vitað, heldur í -huga mínum. Ég verð að tala um Roger við Karl.“ —i NÝJA BtÓ — ' GAIVILA BIO mmm Veíraræfmtýri Oisóttnr („WintertimeO. (The Fallen Sparrow) Framúrskarandi viðburða- Dularfull og spennandi rík mynd: Aðalhlutverk leika: mynd. JOHN GARFIELÐ Sonja Henie Jack Oakie MAUREEN OHARA Ceser Romero S. Z. Sakall Helene Reynolds og fl. ■ Sýnd kl. 5 og 9. Börn innan Í4 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Því miður var hann ekki heima. En hann kom heim til þess að vera viðstaddur lokaæfinguna og frumsýninguna. Það hafði hann ævinlega verið í tuttugu ár. Og eftir lokaæfinguna snæddi hann ætið með Júlíu. Mikael varð eftir i leikhúsinu til þess að lita eftir að alLt væri í iagi, Þau yrðu þess vegna ein og fengju gott tækifæri til þess að skrafa saman. Júlia sökkti sér niður i hlutverk sitt. Hún kunni. þá list að setja sig í spor konunnar, sem hún átti að túlka, hugsa eins og hvai hefði hugsað og finna til eins og hún myndi hafa fundið til. Þetta gerði leik hennar svo lífrænan, að fólk varð agndofa. Væri hÚD spurð á eftir, hvers vegna hún hefði gert þetta eða hitt, gat hún alls enga grein gert fyrir því. Nú var hún. hin glaðværa og hug- mikla, en þó jafnframt áhyggjufúlla frú Martens, sem lék golf og gat talað við karlmennina eins og félaga sina og er undir niðri heiðarleg miðstéttarkona, sem þráir öryggi hjónabandsins. GVLLIÐ ÆVINTÝRl EFTIR CARL EWALD % talið okkur af mestu n'áfcvæmm. Það er öldungis ótrúlegt^ hversu oft hann taldi ofckur. Hann var stöðugt hræddur um að okfcur yrði hnupplað frá sér. Og ef hann var ekki hrædd- ur um sMkt, var bonum sönn ánægja að því að telja okkur — hvað margir við værum. Þið hefðuð bara átt að sjá, hversu auga hans glömpuðu af unun, er hann leit á okkur. Hendur hans skulfu í hvert sinn, er þær snertu við okkur, — allur Mkami hans skaif eins og hann hefði köldu.“ „Gaf hann aldrei. neinn ykkar frá sér?“ spurði silfrið. „Aldrei,“ svaraði gul'ldalurinn. „Stöðugt bættust fleiri peningar við, —- en enginn okkar slapp út úr húsinu aftur, sem einu sinni var kominn í peningakistuna. Okrarinn lagði aldrei í ofninn hjá sér, enda þótt kuldi væri úti og inni Föt hans voru léleg'og ur sér gengin. Það voru göt á skónum hans, — skyrtan hans óhrein. Hárið og sfceggið var jafnan í mestu óreiðu, — hann hafði ekki huga á að Mta klippa sig eða raka. Hann neytti brauðs síns varla nneð góðri sam- vizku, — fannst bað vera of dvr réttur, — og aldrei drakk. 'C-THAT HAIECUT/ VOUV5 OHW- IM GENTLEMEN — I WAS TO.D TO COME IN__T DIDN'T MEAN TD INTESKUPT CHANSED VOUE HAIC- NGW I PENVEMBER/ (VOUR NAME'S NOT STARfc—I KNOW WZ~JSo THAT<= ABOUT AU. THERE Sy SIR - JEXCEPT THAT IM MISHTy OLAD VOU SENT MAJOC SUQANE JTO FIND M33 STARR AND—. YFIRM.: Það er mér mikið gleðiefni að geta sent Sloane majór skeyti um, að búið sé að finna þessa stúlku og-------- STÚLKAN: Óh, fyrirgefið. — Mér var sagt að koma hingað — Það er ékki meimng mín að trufla ykkur. ÖRN: Þarna kemur það! — Hárgreiðslan, — þú hefur breytt hárgeiðslunni! Nú man ég! Ég þekki þig!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.