Alþýðublaðið - 20.07.1945, Page 4

Alþýðublaðið - 20.07.1945, Page 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fösiudagiir 29. júlí 1945. « |Uf>(j5nbbM5 Útgefandi: Alþýðuflokkurinu Ritstjóri: Stefán Pétursson. Símar: Ritstjórn: 4901 og 4902 Afgrei'ðsla: 4900 og 4906 Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 40 aurar Alþýðuprentsmiðjan. Herki norrænnar satn vinnu os norrænnar jafnaðarstefnu. ÞAÐ er til marks um það, hve mjög jafnaðarmenn hafa nú tekið að sér forustu Norðurlandaþjóðanna, að á ráðstefnu þeirri, sem þeir héldu í Stokkhólmi í lok vikunnar, sem leið, og sótt var af þrjátíu og átta fulltrúum frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi, íslandi og Fr'nnlandi, sátu ellefu ráðherr- ar, sem voru frá öllum þessum löndúim, þar af þrír forsætis- isráðherrar, þ. e. forsætisráð- herrar Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs. En það er líka máske engu síður til marks um forustu og frumkvæði jafnaðarmanna á Norðurlöndum nú í stríðslokin, að þessi ráðstefna þeirra skuli hafa orðið fyrst til þess, að 'knýta aftur hin gömlu frænd- semis- og vináttúbönd með þræðraþjóðunum og boða enn- þá nánari samvinnu þeirra hér eftir, en áður. . * » Ýmislegt hefir á ófriðarár- unum heyrzt um misskilning eða jafnvel nokkurn krit, sem vart hafi orðið með Norður- landaþjóðunúm við hin ólíku kjör og örlög, sem ófriðurinn færði þeim að höndum. Það hefir verið talað um andúð, sem það hafi vakið meðal Norðmanna og Dana í garð Finna, að beir skyldu berjast við hlið Þjóðverja gegn Rúss- um á sama tíma og Norðmenn og Danir áttu frelsi og fjör að verja fyrir Þjóðverjum. Það hefir verið hvíslað um nokkur sárindi Norðmanna í garð Svía, sem ekki hafi gripið til vopna til hjálpar bræðraþjóðinni vest an Kjalarins, heldur verið hlut- lausir á styrjöldinni. • Og það hefir nýlega spurzt, að nokk- urs kala gælti nú meðal1 Dana í garð okkar íslendinga fyrir það, að við skyldum slíta sam- bandinu við þá í fyrra ,en ekki' bíða þar til ófriðnum væri lokið og Danmörk aftur orðin frjáls. En á ráðstefnu hinna nor- rænu jafnaðarmannaforingja í Stokkhólmi varð einskis slíks misskilnings eða kala vart. Þar ’ríkti fullkomið bræðralag og gagnkvæmur skilningur á því, sem gerzt hefir, eins og Stefán Jðh. Stefánsson, formaður Al- þýðuflokksins, sem ásamt Finni Jónssyni,- félagsmála- og dóms- málaráðherra, sat ráðstefnuna fyrir hönd íslenzkra jafnaðar- manna, skýrði frá í viðtali við Alþýðublaðið í fyrradag. Og þegar tekið er tillit til þess, hve rík áhrif jafnaðarmanna eru nú hvarvetna á Norðurlöndum, ætti sú staðreynd að gefa góð- ar vonir um, að augnabliks- misskilningi milli bræðraþjóð- anna, byggðum á mismunandi Níðurlag á grein Yilhjálms S. Viihjálmssonar: Með E ÞENNAN dag heimsótti ég nokkra menn sem ég þurfti að ræða við og stóð í ýmsum útvegunum. Var þetta tafsamt en. lærdómsríkt fyrir ýmsra hluta sakir. Ég skoðaði Shellhúsið, en ytri skrokkur þess stendur að mestu, að innan er það líkast því sem eldstorm-. ur háfi á nokkrum sekúndum sleikt burt hvert tangur og tet- ur. Þarna fórust tugir Gestapó- manna. Nokkur hús þarna í grenndinni eru og skemmd, ann ars eru ekki miklar-skemmdir á húsum í Kaupmannahöfn. Um kvöldið fóru margir fé- laga minna um borgina, en ég sat um borð — og tók á móti fólki. Fjölda margir komu. Ég hékk á borðstokknum og fólkið kom: „Bruð þér að heiman?“ og svo var spurt og spurt um ,,heima,“ landið, fólkið, kjörin, hernámið hér o. s. frv. Og ef maður gatt gefið eina sígarettu, iþá kom sólskin. Ég tala nú ekki um ef maður gat svæl't úl einii koffibolla. Hvernig átti maður að faru að? Þarna komu islenzk ar konur mað danska menn sína íslenzkar stúlkur, sumar kórn- ungar, gengu þetta um kvöldið þes'sa leið til íslenzka skipsins. Fólkið var feimið. Það kom sér ekki að því að hefja máls og svo varð að hjálpa því með einu li.tlu brosi eða með þvi að kinka kolli. Ég sat einn upp á þiljum þetta kvöld —- einn þeirra sem um borð bjuggu, en hjá mér var hópur íslendinga, sem höfðu verið lengi úti. Það var að spyrja um allt heima og ég var að kynnast hugum þess og háttum. Ég óskaði þess sann- arlega. að kaffivagninn okkar væri. kominn og helzt ’tóbaks- verzlunin London, ekkert minna Ef svo hefði verið, þá er ég hæddur um að allir aurarnir minir hefðu horfið þetta kvöld. En svona voru fleiri kvöld, raun verufega öll kvöldin sem ég var um borð. En ég fór bara tvis- var út i borgina að kvöldi til. Næsta dag sögðu félagar mín ir mér updarlegar sögur af Ráð hústorginu. Þar bjó fólk í hundr aðatali í loftvarnarbyrgjunum. Þegar búið var að loka skemmti stöðunum hófst dans, en at- vinnulausir hljóðfæraleikarar léku. Það var búið að æsa svo upp í mér forvitnina að ég fór eitt kvöldið. Ég ók nokkrum sinnum umhverfis þetta hjarta Kaupmannahafnar. Ástandið var slæmt. Það var raunveru- legt ástand. Drykkjuskapur og slark, æstar tilfþiningar^ óðar hvatir. Fyrir allmörgum árum fór ég oft framhjá Ráðhústorg- Inu. Ég hlaut nú að vera í arinari borg en þá. Áður en við fórum var lög- reglan farin að reyna að hafa hemil á fólkinu. Eftir að við fórum kom til átaka milli þessa fólks og lögreglunnar. Yar kallað á brezka hermenn og beittu þeir byssustingjum. Upphaf þessa var það að maður nokkur hafði farið úr öllum fötunum og dansað nakinn. Þegar fleira fólk ætlaði að fara að dæmi hans skarst lögreglan í leikinn, en þá réðist mann- fjöldinn á hana svo að hún varð að fá liðsauka. — Gestur tekur eftir svona löguðu, ef til vill ekki heimamenn. Meðan hundruðin hömuðust þannig á Ráðhússtorginu lifðu tugþús- undirnar sínu rólega heimilis- lífi og reyndu að skapa lífi sínu aitur þann grundvöll, sem það hafði áður en engisprettur nasismans fóru yfir akur þess. Einn daginn sá ég þýzkan hermann- í einkennisbúningi með skjalatösku undir hend- Inni. Hann gekk emn, enginn leit við honum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hafði séð þýzkan hermann. Svona leit hann þá út. — Vinur minn, ró- ‘legur og frjálslyndur, greip í handlegg mér og sagði: „Sjáðu, þarna er bölvaður Þjóðverji!“ — Ég leit snöggt til mannsins. Eftir dálitla þögn sagði ég, svona til þess að heyra hvað vinur minn segði: „Og þú finn- ur ekki til minnstu meðaumk- unar með svona einmana og sigruðum Þjóðverja?“ Hann svaraði samstundis og þrumaði: ,,Nei“ — hann horfði undrandi á mig: „Ertu genginn af vitinu félagi?“ — Þetta var þó ekkert ég þóttist skilja vin minn, eftir ailar þær ægilegu hörmungar sem yfir Ðani hafa. gengið. — Og má ég skjóta því hér inn í: Ilvernig haldið þið að hatrið sé í öðrum löndum, því að Danmörk er áreiðaníega bezt þeirra landa sem Þjóðverjar sviðu? — Annan dag gat ég eftir langa mæðu náð í bifreið. Ég fór með þremur vinum mínum í ferða- lag um Sjáland. Við lögðum af stað kl. 9 um morgunin og kom- um heim kl. 6 um kvöldið svo að það var mikið og gott ferða- iag. Á einum stað þegar við vorum á hröðum akstri kallaði þessi sami vinur minin til mín og sagði: „Þarna eru þýzkar fióttamannabúðir.“ Ég leit við og sá gaddavírsgirðingu og innan hennar skúraþyrpingu. Þarna stauluðust um gamal- menni, konur og börn. Ég bað bifreiðastjórann að nema stað- ar og hann gerði það. Lítil Ijós- hærð telpa hékk þar á tröppum hér hennar var ógreitt og 'hékk í snepplum niður um fölar kinnarnar, en svipur hennar var stirnaður. Hún starði á rnig stórum augum, en ég brosti rétt í svip. Undrunar- aðstöðu og örlögum á ófriðar- árunum, verði mjög fljótlega eytt. • Ávarp það, eða sameiginleg stefnuyfirlýsing, sem Stokk- hóimsráðstefnan lét frá sér fara, er gleðileg tjáning þeirrar trúar á lýðræðið og norræna samvinnu, sem ávalt hefir ein- kennt stef'nu og starfsaðferðir alþýðuflokkanna á Norðurlönd um. Og sú aukna norræna sam- vinna, sem þar er boðuð sem einn þátturinn í væntanlegri aibjóðasamvinnu til verndar friðnum og eflingar frelsinu og lýðræðinu í heiminum, á ekki að vera neinn veizluglaumur, ei.ns og stundum hefir vérið talað um henni til. hnjóðs, af j mönnum, sem ekki hafa skilið * gildi hennar, — heldur raun- hæft starf til samræmingar á 'löggjöf, léfskjörum og menn- ingu bræðraþjóðanna og sam- vinna í baráttunni fyrir betri hagnýtingu þeirra auðlinda, sem þær ráða yfir, og auðugra lífi allra, bæði efnalega og andlega. Stokkhólmsráðstefnan hefir hafið merki norrærinar jafnaðar strfnu og norrænnar samvinnu á ný, — og hærra en nokkru smni áður. Hún hefir eftir hörmungarár ófriðarins, gefið Norðurlandaþjóðunum hýtt fyrirheit, nýja von, sem á næstu árum mun verða unn- ið ósleitilega að, að gera að verúleika. svipur kom á hana, en svo brosti hún. Slíkum ibrosum i biksvörtu myrkri er ekki hægt að gleyma. ,Og er þetta?1 spurði ég, ,ekki meðaumkun?1 Þá yppti vinur minn öxlum og sagði ekki neitt Ég segi ekki þessi dæmi til þess að gefa hugmynd um hat- ur í Ðanmörku til Þjóðverja. Það er áreiðanlega helmingi minna þar en í öllum öðrum liindum. Ég segi frá því að eins tii þess að gefa ykkur hugmynd um ástandið í Evrópu eins og ég fekk hugmynd um það af þessum dæmum. Alls staðar logar blóðugt hatur. Með of- beldi, kúgun og ofstæki er hatri sáð. — Já, þessi ferð út á Sjáland varð mér ógleymanleg. Sveit- irnar brostu við manni, bænda- býlin, friðsæl og kyrrlát og fólkið í önnum. Þarna var frið- ur og starf, eins og Danmörk var öll, áður én styrjaldarbálið skall yfir hana. Ég gekk um Gribsskóginn, strauk um styrka bolina á hávöxnum trjánum, skoðaði mauraþúfu og athugaði hið iðjusama, látlausa starf mauranna. Þetta var eins og í kirkju — þar var kyrrð og frið- ur og ekkert hatur. — Ég fór líka einn daginn að skoða Grundvigskirkjuna, þar var líka kyrrð og friður. Ég gekk um þessa veglegu kirkju góða stund og skoðaði hana. — Þeg- ar ég kom út gekk ég dálítinn Auglýsmgar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu, I fyrir kl. 1 að 'kvöldl spöl að hestkerrúnni sem ég hafði leigt mér. Þegar ég kom til ökumannsins sagði hann. „Hérna rétt hjá drápu Hipó- menn, (en svo voru nefndir hjálparmenn Þjóðverja,) tvo bræður, sem voru með ólögleg blöð. Þarna liggja tveir krans- ar!“------Tveir bræður, sem barizt höfðu fyrir frelsinu, gegn hinni andlegu kúgun. Þá kúgun getur enginn gert sér hugmynd um nema sá sem reynir. Jón Helgason prófessor sagði við mig í Höfn: ,,Það var allt þolanlegt, nema andlega kúgunin. Maður tærðist upp. Það var eins og maður væri veikur.“------Þegar ég hafði staðnsemzt hjá krönsunum minningunum um dáð bræðr- anna, sagði ökumaðurinn. „Vilj ið þér ekki sjá rústir barnaskól- ans?“ Við ókum þangað. Þar var lítið að sjá, sem gaf hug- mynd um þann harmleik, sem Framh. á 6. síSu. TkM ORGUNBLAÐIÐ í fyrra- dag birtir á sðíu sambands ungra Sjálfstæðismanna þætti úr tveimur köflum bókar eftir austurríska prófessorinn Lib- wig von Mises, og nefnist grein þessi „Lýðrspðishjal kommún- ista.“ Þar sem rætt er um hið kommúnistiska frelsi: „Kommúnistar virðast t. d. alls ekki skilja hvað ér átt við með frelsi. Allt tal þeirra um hugsana- frelsi og jafjiá rétt allra flokka til stjórnmálastarfsemi, er svo mót sagnakennt sem mest má vera. Þegar kommúnistar eru ekki við völd, krefjast þeir þessara frels- isréttinda, sem flokkur þeirra þarf svo nauðsynlega á að liakla til þess að geta haldið uppi áróðri sínum. En þegar þeir kamast sjálfir til valda, þá neita þeir andstæðingum sínum um þessi sömu. réttindi, sem þeir höfðu áður. kráfist sjálfum sér til handa. Þá kemur það fram í skrifum Lenins, að lýðræði er aðeins fjar- ■lægur draumur í hugum sósialista.. Hann heldur því fram, að langur tími þróunar og breytinga hljóti að líða frá því að hið kapitaliska skipulag er .afnumið og þangað til Ihinu æðsta stigi kommúnismans sé náð. Frjálslyndir menn hafa aft ur á móti ávalt og alls staðar kraf ist jþess, að lýðræði yrði komið á undir eins, vegna !þess að skoðun iþeirra er sú, að lýðræðið hafi svo mikilsverðu hlutverki að gegna og nauðsynin fyrir það sé svo brýn að ihvað lítil bið sem er, sé skað- leg.“ Og enn segix svo lí sömu grein þar sem rætt er um æðsta stig kommúnismans: „Ef Við athugum málið nánar, þá munum við meira að segja kom ast að raun um það, að hið æðsta stig kommúnismans, sem komm- únistar 'gera ekki ráð fyrir að kom ist ó, fyrr en einhvern tíma seint ■ og síðar meir, á ekkert skylt við’ lýðræði. — Það er sagt, að á æðsta stigi kommúnismans muni tak- marki allra þj óðfélagsforma verða náð, þar muni eilífur friður ríkja. En friður þessi á ekki að hvíla á þeim grundvallarskilyrðum, sem allir lýðræðissinnar álíta nauðsyn leg. — Þessi friður mun ekki bygg ast á því, að fólkið geti friðsam- lega skipt um valdíhafa og stjórn málastefnu á hverjum tíma. — Nei, hann byggist á því, sem fólki er talið trú um, að sé sjálfsagt og eðlilegt, að stjómarfyrirkomulag- ið sé eilíft, og eigi megi skipta um stjórnendur eða istjórnmálastefnu. Víst er þetta friður líka, en þetta er ekki friður framfara og velmeg unar sem frjálslyndir og víðsýnir rnenn leitast við að tryggja, held ur friður kirkjugarðsins. Þetta er ekki friður friðarvina, heldur of- 'beldismanna, sem ætla ' sér að skapa frið með undirokun og kúg- un. Frjiálslyndir og víðsýnir menn setja sér það takmark að skapa frið, sem geri 'hvorttveggja í senn, að trýggja möguleika fyrir stöð- ugri framþróuri og afstýra friðar- rofi vegna þessarar sífelldu þróun. arviðleitni mannsins. ■ Lestur þessarar greinar er ís- lendingum vissulega hoilur, og ef til vill sór í lagi vissum mönn um í Sjálfstæðisflokknum, sem nú leggja sig alla fram um að binda bagga sína sömu hnút- um og kommúnistar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.