Alþýðublaðið - 12.08.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.08.1945, Blaðsíða 2
AL8»Y0UBUtÐlÐ Sunnudagur 13. ágús.t 1&4S |Uj>i|ðttbUðið ■Útgefandíi: Alþýðnflokbnrinn Eitstjóri: Stefán Pétnrsson. ■4901 og 4902 4980 og 4906 Símar: Ritstjórn: Afgreiðsla: Aðsetur í Alþýðnkósino viS Hverf- isgötn. Verð í lausasöln: 40 aurar Alþýðuprentsmiðjan. SumarverS aSarafarSanna UM SÍÐUSTU HELGI gaf ríkisstjórnin út bráðabirgða 3iög um sérstakt verð á landibún aðarafurðum, þar sem ákveðið er, að verðmyndun sumaraf- urða skuli gefin frjáls og verð lagsnefndir eigi fjalla um verð- lag þeirra. Jafnframt ér ákveð ið með lögum þessum, að sum- arverð landbúnaðarafurðanna skuli ekki hafa áhrif á vísitöl- una, heldur verði þær reiknað ar í vísitölunni með sama verði og áður. • Núverandi landbúnaðarráð- herra hefur að sjálfsögðu ver- ið mikill vandi á höndum, þteg- ar ráða átti. þessu máli til lykta. Mun ákvörðun hans um hið frjálsa verð á sumarafurðum miða að því, að sumaruppsker- an komist strax á maríkaðinn, en síðast liðið sumar skorti hér ikjöt, og kartöflur frá miðju sumri og fram á haust. Á- kvörðunin um hið frjálsa verð sumarafurðanna er að sjálf- sögu tekin í því skyni að koma í veg fyrir, að slíkt ástand end- urtaki sig að þessu sinni. Hins vegar gefur að skilja, að sú á ‘kvörðun ríkisstjórnarinnar að láta ekki, sumarverð landbún- aðarafurðanna hafa áhrif á vísitöluna, hljóti að hafa þau áhrif, að neyzla sumarafurð- anna verði varla eins almenn meðal alþýðustéttanna og Iiaun þeganna og verið hefði, ef verð þeirra hefði ekki. verið látið raska hlutfallinu mílli kaup- gjalds og verðlags. Og mun að vonum almenningi finnast nærri höggvið lagaákvæðinu um fulla dýrtíðaupp’ból, þegar ákveðið ©r i bráðabirgðalögum þessum, að verð sumarafurðanna skuli ekki hafa áhrif á vísitöluna. * Almenníngur mun þó geta unað -ákvörðuninni um hið frjálsa yerð sumarafurðanna, ef jafnframt er tryggt, að fram hoð verði á frosnu kjöti og eldri hirgðum á kartöflum með vísi töluverði, þannig að neýtendum gefist kostur á því að velja ormlli þeirra og hinnar nýjji fram leiðslu, sem að sjálfsögðu verð ur með mun hærra verði. Verði horfið að þessu ráði, hefur nú- verandi ríkisstjórn óneitanlega ráði.ð þessum málum til mun betri lyktar en fyrrverandi rík isstjórn, sem kom' í veg fyrir, að sumarafuirðirnar kæmu á markaðinn, þótt eldri birgðir væru þrotnár. Og óneitanlega er það mun viðhlítanlegra, að ákveðið sé að gefa verð sum- arafurðanna frjálst og íkoma þeim á opinberan markað, en þær séu seldar á svörtum mark aði, við okurverði. * Núverandi ríkisstjórn hefur iagt á það áherzlu áð halda dýr tíðinni í stkefjum, enda má Brezka þjóðin kemur sem ný úr seiára ViSfal vid Adaif BförGissoEi bankafisiSfrúa i A DOLF BJÖENSSSON bankafulltrúi er nýkominn heim frá Englandi, en þangað fór hann í byrjun júlímánaðar til að athuga möguleika á bygg ingum og kaupum á fiskiskip- um, aðallega togurum fyrir Hafnfirðinga. * Alþýðublaðið átti tal við Adofl í gær um för hans og sagðis honum svo frá: „Ég fór úít í byrjun júli,“ sagði. Adofl. „Ég fór út með togaranum „Óla Garðar,“ en hteim fór ég' með togaranum ,,Forsetinn“. Mér varð það að mikillii ánægju að ferðast með togurum og kynnst starfi þeirrá manna, sem mtest hafa lagt í sölurnar til að; afla þjóðinni þeirra gæða, sem hún nú býr við. Við fengum sæmilegt veð- ur, en þegar það var einna verst sögðu sjómennirnir: „Við óskuð um ætíð eftir svona veðri, þegar orrustan um Atlantshafið stóð sem hæst vegna kafbátahætt- unnar.“ „Ég kom til I-Iull um það leyti sem fiskverðið var lækkandi, en fiskverð hefur ætíð lælkk- að um þetta leyti árs. Ég reyndi að kynna mér ástæðunar fyrir þessum miklu lækkunum og komst að raun um að hvoru tveggja oli þessu: miklir sumar hitar og sérstakir flutningaerf iðleikar frá fiskibæjunum. Til dæmis vil ég geta þess, að þann tíma, sem ég avaldi í London var hvergi hægt að fá nýjan fisk, þar sem ég kom í matsölu hús. — Frá Hull fór ég til Lond on og dvaldi þar í rúma viku. naut ég þar ágætra aðstoðar íslenzikra sendiráðsins með að komast í sambandi við skipa- smíðastöðvar. Verð ég að segja að í þessu efni fann ég mikinn mun frá því sem áður var, með an þar var ekkert íslenzkt sendiráð. Starfsfólk sendi sveitarinnar er ákaflega hjálp fúst og gerir sér far um að greiða eftir beztu getu fyrir þeim sem þangað leita. Ég var síðast í London 1938, og þóttu mér miklar breytingar hafa á ©rðið. Víða voru stór- býggingar horfnar og eftir að- eins rústir þeirra. Hins vegar- var 'búið að ryðja svo mikið og laga til að þetta olli hvergi flutn inga örðuglei'kum. En það verð ég að segja, að ekki gat maður orðið þess var í umgengi við borgarbúa að þeir hefðu staðið í sex ára styrjöld og orðið að þola hinar miklu loftárásir og aðra margvíslega örðugleika. Rólyndi Lundúnarbúa og venj- ur við kjör stríðsáranna var hið sama og jafnan hefur einkennt brezku þjóðina. Ég gat ekki fundi.ð betur en að nýjar hugsjónir fylltu mú hug fólksins, að það kæmi út Adolf Björnsson. úr styrjöldinn þrungið af þrá eftir nýjum og betri heimi, bætt um kjörum og auknu öryggi fyr ir allan almenning, enda hefur hinn stórkostlegi kosningasigur Ver'kamannaflokksins, staðfest þetta. -— Á stríðsárunum óx öll fram- leiðsla Breta 'Um 40% og gekk öll aukningin og meira til styrj aldarr'ekstursins. í framtíðinni fer hún til þess að bæta hag fólksins og auka lífsþægindi þess, Tel ég vafalítið að vinnu- laun og verðlag muni fara hækk andi. á næstunni. Um skipakaup og skipabygg ingiair í Bretlandi er frekar fátt að segja, að svo stöddu. Margar þjóðir keppa nú um að fá byggö skip þar. Meðan ég dvaldi. í London kom þangað sendinefn frá Frökkum til þess að leit samningá um byggingu 200 togara. Frakkar áttu fyrir stríð 550 iogara, en eiga nú aðeins 50 eftir. Þá voru og Holl endingar og Belgíumenn sömu erinda þessa dagana, en eins og kuinnugt er hafa Holendingar misst nær allan fiskiflota sinn og Belgir rúmlega helming. Fleiri þjóðir höfðu einnig sent sfkippantanir til Englands og meðal annars Suður-Ameríku- menn. Frá London fór ég til Midd- lesbaurough, þar átti, ég tal við forstjóra einar af stærrstu skipa smíðastöðum í Bretlandi. Hann Frh. á 3 siðu. Hikil síldveiði við Norðurland C ÍLDVEIÐIN er nú að glæð ast við Norðurland. Aldrei hefur aflinn á þessu sumri verið jafn mikill og síð- astliðinn sólarhring. í fyrra kvöld komu mörg skip til Siglu fjarðar, hlaðin síld og imnið var alla nóttina á öllum plönun um við síldasöltun. Alþýðublaðið átti í gær tal við skrifstofu síldarverksmiðj- anna á Siglufirði og skýrði hún svo frá, að alls væri búið að landa á Siglufirði í suamr 66.- 878 mál síldar, og má það heita mjög lítill afli svona síðla sum ars. Þó má gera ráð fyrir því að úr rætiztn en þá, og eru þetta fyrstu merki þess. í fyrra sum ar náði veiðin t. d. ekki há- marki fyrr en um þetta leyti eða um miðjan ágúst. Veðurfar er nú gott fyrir Norðurlandi, og stækkandi straumur er, en þá er síldin venjulegast. örust. í fyrradag fékic Köflvíkingur 400 mál í einu kasti og er það beztá kast, sem einstakt skip hefur náð Tóff farþegar ióru héð an SoffEeiðis i Sví- þjóðar í gær P ARÞEGAFLUG milli ís- lands og Svíþjóðar, er nú hafið og mun að minnsta kosti ein ferð verða farin í viku hverri óg ef til vill fleiri. I fyrrakvöld'kom sænsk flug vél frá Ameríku, og fór hún héðan áleiðis til Stokkhólms kl. 1Q.30 í gærmorgun. Þessir far ’pegar fóru með vélinni héðan: Steinunn Jónsdóttir, Sigrún Bjarnason, Karl Bergmann, Inger Eriksson, Erik Eriksson Signa Erikssan Gréta Ram- selijus Eva Sigurðsson Guðlaugur Rósinkranz, Sven. Erik Cornelius, Ingivaldur Eg ilsson og Margrét Arnadóttir. Næsta flugvél frá Svíþjóð mun hafa komið hingað í gær- Kvóldi; og heldur hún áfram til Ameríku en mun verða hér aft ur um miðja vikuna og fara þá til Svíþjóðar. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins K.HÖFN í gær. FÁNAR allra fimm Norðurlandaríkjanna biökktu við hún á Kristjánsborg í gær þegar fulltrúafundur þingmannasam- bands Norðurlanda var settur. Fulltrúarnir voru 50 að tölu, þar af 20 Danir, 5 íslendingar, segja, að vísitalan hafi staðið í stað síðan hún tók við völdum. Ákvörðunin um, að sumarverð landbúnaðarafurðanna hafi ekki áhrif á vísitöluna, er að sjálf- sögðu gert til varnar því, að dýrtíðin aukist frá því, sem nú er. Þá afstöðu ríkisstjórnarþxn- ar ber að meta að verðleika..En eftir er svo að vita, hvernig verðlagi landbúnaðarafurðanna verði fyrir komi.ð með haustinu. Ríkisstjórnin hefur haft frum- kvæði tun það, að fulltmar Ibún aðarþingsins og Álþýðusam- bandsins hafa byrjað vi.ðtræð- ur í því skyni að freista þess að ná samkomulagi um þessi mál, siem ríkisstjói'nin og alþingi geti, svo lagt til grundvallar við afgreiðslu sína á málum þess- um. Er sú ákvörðun ríkisstjórn arinnar tekin í því skyni, að gerð skuli tilraun til að sam hæfa sjónarmið framleiðenda og neytenda 4 þessu efni. Er vissulega allt gótt um þá við- leitni að segja, þótt vafasamt sé að fulltrúar núverandi stjórnar Alþýðusamhandsins geti talizt heppilega valdir fulltrúar neyt enda. 9 Norðmenn og 16 Svíar. Finnsku fulltrúarnir mættu ekki, vegna þess að finnska þingið kemur saman þessa dag ana. Fundurinn var haldinn í sal Landsþingsins. Formaður dönsku fulltrúanna H. P. Han sen fyrrverandi ráðherra setti fundinn og lét í ljós gleði sína yfir því að aftur væri hægt að taka upp samvinnu milli þing- manna Norðurlanda. Sagði hann það vera von allra, að lýðraeðisstjórnarfyrirkomulag hinna norrænu þjóða mætti efl ast nú eftir styrjöldina. Hartvig Friseh prófessor tal aði um ráðstefnuna í San Fran cisco, en harin var, ásamt Kauf Næturlæknir er í nótt og aSr»~ nótt í Læknavarðstofunni, sím& 5030. Helgidagslæknir er Bersveimt Ólafsson, Ránargötu 20, sís*aá 4935. Næturvörður -er í nótt og aðra- nótt í Laugavegsapóteki. Næturakstur annarst Litla Báte- stöðin, sími 1380. ÚTVARPIÐ: 14.00 Messa í Fríkirkjunni (séra Jón Auðuns). Kl. 15.15 Miðdegis- tónleikar (plötur): Hljómleikar Lily .Pons og Kostelanetz. Borgar- inn leikur aðalsmenn; tónverk eft ir Richard Strauss. Kl. 18.3® Baratími (Pétur Pétursson, £rA Herdís Þorváldsdóttir o. fl. Kl. 19.25 Hljómplötur: Lag í leikhús- stíl eftir Couperin. Lög eftiir Rameau. Kl, 20.00 Fréttir. Kl. 20.2® Samleikur á fiðlu og píanó. Þórar inn Guðmundsson og Fritz Weiiss- •happel leika sónötu í g-moll eftir Tartini. 20.35 Erindi: Um William Bootfe (Ólafur Ólafsson kristniboði). KL 21.00 Hljómplötur: Norðurlanida- söngvarar. Kl. 21.15 Upplestur: Úr ferðasögu eftir Guðbrand Vigfús- son (Bjarni Vilhjálmsson eand. mag.). Kl. 21.35 Hljómplötur: End urekin lög. Kl. 22.00 Fréttir. Kl. 22.05 Danslög. ....Á morgun. . . i, Næturakstur annarst B. S. í.,„ sími 1540. ÚTVARPIÐ 10.00 Miðd.egisútvarp, Kl. 10.2® Síldveiðiskýrslur Fiskifélagsins. Kl. .20.00 Fréttir. Kl. 20.30 Þýtt Og endursagt (Hersteinn Pálsson rit- stjóri). Kl. 20.50 Hljómplötur :Lög leikin á sítar. Kl. 21.00 Um daginn og veginn (Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson ritstjóri). Kl. 21.20 Úit- varpShljónxssveitin: Sænsk og finnsk alþýðulög. — Einsöngur (Sigurður Markan): Lög eftir ScliK bert. Kl. 22.00 Fréttir. Frjálslyndisöfnuðurinn i Messað í Fríkirkjunnl í dag Kl,. 2 e. h. Séra Jón Auðuns. lagarfoss fór frá Gaufaborg í fyrra- ¥ AGARFOSS lkgði af stað frá Gautaborg kl. 2 s. d. á fösíudaginn áleiðis til Eng lands, Ekki er hægt að segja með vissu hvenær skipið verður komið hingað, því það fer eftir viðdvöl þess í Englandi. i mann sendiherra, fulltrúi Dans á ráðstefnunni. NorðmaSurinn Chr. Stray, hæstaréttarmálafærslumaður talaði um stöðu Norðurlanda í alþjóðlegri samvinnu. Fundar- höldunum á föstudag lauk með> ráðsfundi bandalagsins. Um- ræður í dag hefjast með fram- söguræðum Svíans H. Harlitz: prófessors og Branmsnæss Þjóð bankastjóra um sameigmlegant ríkisborgararétt á Norðurlönd- um. Síðdegis í dag munu fulltrá: arnir héimsækja tilraunabú rík isins í Hillrröd. Fundinum lýk ur með veizlu. — Umræðurnar fara fram fyrir luktum dyrum og er þá ekkí hægt að skýra, frá niðurstöðum. Ove.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.