Alþýðublaðið - 19.04.1920, Side 4
4;
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Fiskvinna.
Nokkrar stúlkur geta fengið vinnu við fiskverk-
un. Vinnan byrjar nú þegar.
H. P. Duus.
Koli konungnr.
Eftir Upton Sinclair.
Önnur bók:
' Prœlar Kola konungs.
(Frh.).
Aftur varð hljótt.
„Þér vitið víst, að til eru lög.
sem banna að greiða mönnum
laun í ávísunum".
Hinn varð að svara: „Við greið-
um.ekki laun í ávísunum".
„Það gerið þið víst. Það vitið
þér mætavel".
„V’ð gerum það, þegar krafist
er fyrirfram borgunar".
„Lögin krefja, að þið greiðið
þeim laun tvisvar á mánuði, en
það gerið þið ekki. Þið greiðið
þeim þau einu sintii, og vanti þá
svo fé, gefið þið þeim þessar
stældu ávísanir".
„Nú jæja, ef þeir eru ánægðir,
hvað eruð þér þá að sletta yður
framm í það?“
„Og ef þeir eru ekki ánægðir,
setjið þið þá í eimreiðina og rekið
þá út úr henni á afviknum stað".
Eftirlitsmaðurinn drap fingrun-
um órólegur á borðið. „Cotton“,
hóf Hallur máls aftur, „eg er að
leita mér þekkingar, og eitt er
það, sem eg gjarnan vildi, að þér
útskýrðuð fyrir mér — sálarfræði
legt e(ni. Þegar þér ljúgið upp
öðrum eins sögum og þessarí,
hvert er þá eiginlega álit yðar
sjálfs á henni?"
„Þér verðið svei mér þá að af-
saka mig, ungi maður", sagði
Cotton, „en þér eruð að verða
nokkuð þreytandi".
„Það liggur fyrir okkur allsæmi-
leg ferð, og ekki getum við þó
setið þegjandi alla leiðina".
Augnabliki síðar bætti hann við,
mjúkur í máli: „Mér þætti svo
skelfing gaman að vita það, og
ekki er ómögulegt nema þér fær-
uð sigri hrósandi af hólmi“.
„Nei", sagði Cotton ákveðinn,
„eg hætti mér ekki út í það“.
„Því ekki?“
„Vegna þess, að eg kemst ekki
í hálfkvisti við yður, að brúka
munn. Eg hefi áður heyrt til
endurbótamanna og hvatninga-
manna, og þeir eru allir af sania
sauðahúsinu. Þeir ímynda sér, að
heirninum sé stjórnað með mál-
æði—- en svo er ekki“.
„Hlægilegt!” sagði Hallur. „Þér
talið alveg eins og b'óðir rninn".
„Svo þér eigið bróður?" ssgði
eftirlitsmaðurinn, gripinn skyndi-
legum fjálgleik. „Eg vildi svei
mér óska, að hann væri kominn".
Hallur hló. „Hann segir ætíð
við mig, að eg hafi þekkingu
mfna úr bókum, og þeir, sem
skrifi þær, viti ekki meira en eg“
„Laukrétt!" mælti eftirlitsmað
urinn. „Hann hefir alveg á réttu
að standa. Og þér komið hingað
og ætlið að segja G. F. C.,
hvernig það eigi að reka kola-
námu. Ef þér þyrftuð, að eins
eina viku að fást við þessa pilta.
þá kæmust þér fljótt á aðra skoð-
un, það get eg sagt yður. Aðra
eins fantaþvögu! Þeir skilja ekk-
ert menningarmál, það vakir að
eins eitt fyrir þeim — að losna
við svo mikla vinnu, sem (þeir
geta, að fylla vagnana með grjóti
og sandsteini og kenna svo öðr-
um um, en hella brennivíni í
sjálfa sig Þeir svíkja, þegar þeir
spila, þeír reka hnífa hver í ann-
an þegar þeir fara í handalögmál!
Svo koma þessir hvatningamenn
hingað, með alla sína meðaurnkun
— því í fjandanum skyldu þeir
koma hingað, nema vegna þess,
að þeir vilja heldur vera hér, en
heima hjá sér?“
l ------
3 o r gars tj ó rako sniBgitu
Það vakti almennan hlátur í
bænum, er það spurðist, að Helgi
Magnússon & Co. ætlaði að tefla
Zimsen fram við borgarstjórakosn-
ingarnar. Ekki af því, að hann sé
nein hiægileg persóna, síður en
svo, stjórn hans i bœjármálunum
er alvarlegri en að hún sé neitt
hlátursejni, heldur vegna þess, að
engum kom til hugar, að hann
myndi hugsa til þess, að hann
yrði kosinn. Ekki var sfður brosað
að Sjállstjórnarfundinum, þar sem
12 manns af 35 viðstöddum sam-
þyktu að styðja framboð Zimsens.
Einir 12 menn í Sjálfstjórn treyst-
ast til að fylgja honum í
Bak við alt gaman liggur samt
ávalt einhver alvara. Hláturinn,
sem Zímsen vakti, er máske of
fljóthleginn. Zimsen ætlar sér énn
einu sinni að hætta á það fylgi,
sem reyndist honum svo lélegt
1916 þrátt fyrir hamfarir Péturs
Zoþhoniassonar. Enginn dregur
sjálfsagt í efa, að eins eða jafnvel
ver muni fara nú, en samt er
betra að hafa augun opin og láta
ekki P. Z né sendla hans glepja
sér sýn.
Bæjarbúar! Knud Zimsen er í
kjöri, rnaður, sem hefir reynst
ónýtur nema fyrir sig og hlutafé-
lög sía. Hefir ekki öll framkoma
hans á liðrtum árum hlotið að
hrinda, veg allrar veraldar, trausti
þvf, sem þér eitt sinn sýnduð
honum? Hvað hefir fautaskapur
hans og klíkuskapur áorkað?
Spyrjið.yður sjálfa, en hvorki P.
Zophoniasson né neiun sendla
hans. Þeir svara fyrir kaup, en
sannfæringin er minni.
Embœttismaður.
"V ÖlltlLHi.
Skattar þyngjast, skerpist neyð,
skattpeninginn vantar,
brauðleysingjans byrgja leið,
bragðaslyngir fantar.
J.
Ritstjóri og ábyrgðaraiaður:
Ólafur Friðriksson.
Prentsmiðjan Gutenberg.