Alþýðublaðið - 28.08.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.08.1945, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 28. ágúst 1945 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Úðun tómata- hættulaus. — Ónýtur skófatnaður. — til Papeyjar. Ferðajag SIG. SVEINSSON garðyrkju- ráðunautur skrifar: „Vegna greinar í einu af dagblöðunum fyrir nokkrum dögum, um að tómatar væru úðaðir með eiturlyfjum og sendir síðan á markaðinn, brátt fyrir það að þetta væri bannvæn vara eins og greinarhöfundur komst að orði, óska ég að taka fram eftirfarandi að þau úðunarlyf sem nær eingöngu eru notuð til varnar og útrýmingar þeim sjúk- dómum er mest ásækja tómat- plönturnar eru Shirlan O. G. svepp eyðandi lyf og Nikotín sem notað er til að eyðá lúsum o. fl. skor- dýrum.“ „ÉG VEIT ÞESS engin dæmi^ð tómatar hafi v-erið úðaðir með þessum lyfjum nokkrum dögum óður en þeir hafa verið sendir á marikaðinn. Sjálfur hefi ég étið líðaða tómata og ekki orðið meint af. Annars er gott ráð ef fólk er Ixrætt við að borða tómata eða aðra ávexti að skola af þeim í heitu vatni. Tómatar eru af lækn- ixm viðurkemndir sem holl fæða, 20 ihitaeiningar eru í einu kílói af tómötum, í þeim er bæði A og B bætiefni en þó mest af C-bætiefni. Þjóðinni er áreiðanleg'a holt að foorða mikið af góðum ávöxtum." SIG. SV. skrifar: „Ég er einn af þeim mönnum, sem atvinnu tminn- ar vpgna nöta mikið skótau, en mín sorglega reynzla og margra annara, er að ekki sé hægt að ganga meira en 2—4 daga í skón- œn þar til Viaglagaddarnir eru komnir upp úr sólunum og skiftir litlu máli hvort skórnir eru alveg nýir eða aðeins nýsólaðir." „ER ÞETTA FYRSTA FLOKKS VINNA? Því lítill munur virðist á dýrum og ódýrum skóm að. fiessu leyti, ég geng niður úr þrennum s'kósólum suma mánuði ársins", svo ég tel mig færan að dæma um þessa vöru.“ . HÉR ER ENN EINN pistill úr sumarferðalagi Harðar: „Papey heitir ey fyrir austan land. Það er ekki stór eyja en grösug. Þar er aðeins eitt býli. Góð jörð. Ég fór é mótorbát þangað út, sjórinn var stilltur. Selirnir skutu upp kollun- um. Fuglarnir isvéimuðu yfir bátn- um. Það er gott að lenda í Papey, tvær víkur, önnurihvor alltaf fær. Við þutum 1 tand eins og óðir menn Tveir menn voru að fuglaveiðum. Sigu, veiddu í háf. Það úir og grú- ir af lunda, kríu, fýlum og alls konar fugli. Við komum að bæn- um. OKkur var stársýnt á lítið hús. Kirkja. Svolítið !hús. Aðeins fyrir fjölskyldunua. Minnsta kirkja, sem ég hefi séð. Við æddum um allt. Svo kom bóndinn. „Þið drekkið kaffi,“ sagði hann. Við spurðum og spurðum. ,Gerið iþið nú svo vel“ ítrekaði hann. Og við fórum inn. Komum inn. í hlýjega, vinalega stofu. Rokkur í horninu. Myndir. Mynd af Jónasi Hallgrímssyni. Kveðja frá „Unga íslandi.“ Lag- lega útskorinn hrútur. Yfirlit yfir 19. öldina. Klippt úr dönsku blaði. Myndir af frægum mönnum. Inn- rammað. Byron, fallega si?áldið glæsilega, sem alltaf hangir yfir rúminu mínu. Bismarck, bragða- refurinn, hörkutólið. Prússneski andinn, sem alltaf gengur aftur í Þýzkalandi. Heine, Húgo, Tolstoj, með sitt prúða síða skegg. Marx. Darwin.“ „EN NÚ OPNAST HURÐIN. Bóndinn kemur inn. Gamall, hátt á sjötugsaldri, með staf í hendi. Brosleitur og góðlegur. Athyglin beinist að honum. Bollunum er raðað á borðið. Fjórtán erum við. ,Hér er nóg af ungviðinu“, segir sá gamli. Nokkrir drengir flutu með frá Djúpavogi. „Þessi væri góður fyrir mig. Hvað ertu gam- all?“ „12 ára“. Mátulega léttur að draga upp. Heldurðu að það væri ekki gaman að síga lagsmaður? Viltu ekki verða eftir? Bkki var sonur minn eldri þegar hann byrj. aði. O, sei, sei nei.“. Allstaðar vántar vinnuafl. Meiri vandræð- in. Allir streyma til bæjanna, borgarinnar. Kannske leg'gst Pap- ey í eyði. Enginn til að taka við. Nú koma ilmandi pönnukökur. Rjúkandi kaffi. Og stúlkan stend- ur yfir okkur með diskana. Ger- ið þið svo vel. Ger.ið þið svo vel. meira , kaffi. Sækir meira. Kemur með kúffullan diák. Meira. Og við étum og étum. Alveg eins og hei’ma hjó okkur. Já, gestrisnin nær til yztu eyja, jafnt serti innstu dala. BÓNDINN reynir að semja við einn okkar að koma aftur og hjálpa sér við fuglaveiðarnar. Gaman væri það, sagði hann. Get það ekki. Mig dauðlangar að verða eftir og kynnast eyjaliífinu. En allt verður að hafa sinn gang. Við kveðjum. Þökkum fyrir. „Það er ekkert,“ segir þessi'glaðlyndi góði maður. „Þið takið lundatunnuna. Ég lét 161 lunda í hana.“ Saltaður lundi. Takk fyrir Sælir. Við hlaiup um upp að vita. Fáum gott útsýn yfir eyna. Utan við haf, haf. Inn- an við hólmar og sker. „Papey er eins og æður með ungahópinn á eftir sér.“ Hér fojuggu Paparnir forðum daga. Hvernig skyldi vera að búa hér á veturna? í brimum og skammdegi. Ætli það sé ekki einmanalegt? Við ýtum frá landi. Stefnum á Búland,stind.“ Kaupum hreinar féreftsfuskir álfsýíuprenfimijaB h. f. Ekkja ou börn hins ífalska einræðisherra Þegar Mussolini var tekinn höndum og skotinn af ítölskum skæruliðum. voru kona hans, Donna Rachele, og börn, Anna Maria, 16 ára, og Romano, 17 ára, flutt í fangabúðir hjá Terni' á Norðuf-Ítalíu, þar var þessi mynd tekin af þeim íyrir stuttu síðan. Leiklist á Rússlandi í dag ¥ EIKLIST og leikmenning Sovétríkjanna er að mjög miklu leyti frábrugðin þeirri sem tíðkast í Englandi og Am eríku. Þar kemur fyrst og fremst til greina mismuriur á ýniis konar fyrirkotoulagi og tækni. Fyrir tuttugu og fimm árum síðan gaf Lenin út þá fyrirskip un, að framvegis skyldu allar leikhúseignir vera í eign ríkis ins. Nú, aldarfjórðungi síðar, er svo komið, að flest öll rússnesk ieikhús eru mestmegnis rekin sem einkaeign, — að einu atriði undanteknu: í leikhúsum Sovét ríkjanna er óhugsanlegt, að gjaldþroU geti átt sér stað. Reksturshalli er iafnan greidd ur úr ríkissjóði. Ríkisstjórnin sér um bygg-, ingu dg reksturkostnað leikhúss anna. Og hvergi tíðkast það í Rússlandi, að leikrit séu leikin í sama leikhúsinu kvöld eftir kvöld. Starf leikhúsanna er vel skipulagt og ráða þau því sjálf að öllu leyti. Hvert einstakt leik hús hefir sína sérstöku leikara, lcikstjóra, undirbúningsmenn, klæðskera, hljóðfæraleikara o. s. frv. Það leikhúsið, sem mestur ljómi stafar af og er- að öllu leyti stórfenglegast, er Mosk^a- Ieikhúsið. Ennþá nýtur það þess að hafa verið stofnað og stjórn að fyrst af hinum fræga Ieik hússtjóra Konstantin jSérgei- vitch Stanislavski í rússnesk- um leikhúsum eru ekki fram- kvæihdar eins margar tæknileg ar nýungar eins og átt'i sér stað fyrir ca. 20 árum. Það leikhús ið, sem helzt ’egg-ur upp úr ým is konar nýjungum, er Mosso- viet-leikhúsið. Höfuðkenning stjórnanda þess, Yuri Zavadski er sú, að meðferð 1-eikarans á eig'nleikum og sérstöðu hverr ar persónu, vegi fyllilega upp á móti hvers konar skrauti og umbúnaði. Leikriti.n, sem þar eru tekin til meðferðar eru með einkar látlausum blæ, fábrotn- um búningum o. s. frv. Vakh- tangov-leikhúsið er í beirmi jC* 1 FTIRFARANDI grein er þýdd úr New York-rit- inu „Time“ og er eftir John Hersey. Skýrir hún að nokkru leyti frá leikmenn- ingu Rúsja eins og hún er nú, og segir m. a. frá leik- flokkum í Sovétríkjunum, er störfuðu að því, að skemmta hermönnunum á vígstöðvunum. mótsetningu vrð það fyr-rnefnda. Það leggur aðaláherzluna á skraut og ýmis konar leikhús tækni. Að lokum má nefna leikhús Rauða hersius, sem er í Moskvu og nýtur mjög almennra vin- sæida. Það tekur til meðferðar frekar létta leiki, sem þó vekja -almennings athygli, enda vekur sfarfsemi þess meiri .athygli en flestra arínarra leikhúsa í Sovét ríkjunum. Að mestu leyi er framleiðsla þessarra leikliúsa ópólitísk. Þau starfa á mjög breiðum grund- velli. Ef tií vi.ll finnur. ma-ður hvergi í víðn veröld jafn mikla fjölbreytni í vali ieikrita og höf unda; — Þar eru leikin verk eft ir Shakespeare. Sheridan, Chekov, Goldoni, Ostrovski, Shaw, Moliére, Oscar Wilde, Gorki og óteljandi aðra fræga höfunda. Við og við koma fram ný leikrit samin út af sly-rj I aldaratburðu-num, svd sem leik | ritið „Innrás“ eftir Leonid Leon | ov, mjög athyglisvert leikrit. En i leikarar og leikhússtjórar Sovét ríkjanna eru vandlátir og leita víða fyrir sér; og enn þá segja þeir ekkert það leikrit hafa skapazt í þessu stríði, sem muni lifa v-aranlega i rússnesferi leik SÖg'l. Ef til vill er tímabært nú, á þeim tíma er leikritun í Rúss- . Iandi virðist standa í stað, að spyrja sem svo, hvers vegna Chefeov njóti svo mikilla vin- sælda, sem raun er á, — maður, sem hæddist að byltingum í leik ritum sínum, enda þótt þar megi sjá örla fyrir upphafi rúss nesku byltingarinnar. — Orsök iri hefur ver:ð talin einhver rén un á rússneskum byltingaranda og kommúnisma — En ef betur er að gáð, er það þjóðin sjálf, sem f neyð sinni hefur leitað til menningararfs liðna tímans í leit að sannleika og þiYggi- * Leikarar í Moskva leggja lík lega á sig meira erfiði ein stétt arbræður þeirra nokkurs stað- ar annars staðar gera. Maður getur með sanni -sagt, að í sex aðalieikhúsum Moskvu sé ekki eitt einasta sæti autt á nokk- urri sýningii a hvaða tíma árs sem er. Fólkið hefur óseðjandi þrá eftir góðri list. Áhuginn meðal fjöldans er mikill, hvað það sn-ertir. Leiksýnin.gar hefj ast jafnan á tilteknum tíma, og^ þeir áhorfendur, sem þá eru ekki komnir í sæti sín, er-u látn ir bíða utandyra unz fyrsta þætti er lokið. Þegaf eitthvert leikrit hefur verið sýnt samflevtt í þrjú ár hér og þar um Sovétríkin, er leikflokkurinn sendur til víg- stöðvanna til að leika fyrir her mennina. Leikhús Rauða hers- ins á þar auðvitað met, en það hefur sent hvorki meira né minna en 18 leikflokka hingað og þangað á vígstöðvarnar. Þeir leika í neðanjarðarbyrgjum, sko'tgröfum, byrgðasikemmum og víðar. Oft urðu leikirnir að hætta í miðj-u kafi sölcum árása Þjóðverja. Eitt sinn hertóku Þjóðverjar leikflokk, sem var að sýna og hefur hvorki heyrzt frá flokknum né áheyrendun- um síðan. Einn 1-eikflokkur starfaði á vígstöðvunum í sjö máruði án þess að skipta um föt. Rússneska leikstarfsemin veit, að hún getur ekki látið stjórnmálin öldungis afskipta- laus. Nýlega lét Leonid Leonov Frh. á 7. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.