Alþýðublaðið - 28.08.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.08.1945, Blaðsíða 7
flwriðjudagur 28. ágúst 1945 ALPYÐUBLAÐiÐ 7 Bærinn í dag, Næturlæknir er í Laeknavarð- Btofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur annast Litla bíl- stöðin, sími 1380. ÚTVARPIÐ: 3.30 M-orgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur. 20.30 Erindi: Nánustu frændtung ur vorar (Jón Helgason prófessor). 20.55 Hiljómplötur. 21,00 Útvarpshljómsveitin: Aust urrísk þjóðlög. — Einsöng- ur (Anna Þórhallsdóttir). 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. jRíkisstjórnin (hefur i dag ákveðið að upphefja láritunarskyldu fyrir sænska ríkis bprgara,' sem ætla að ferðast til íslands. Sænskir ríkisborgarar þurfa þó að hafa gild vegabréf. Lúðrasveitin Svanur ileikur á Austurvelli í kvöld kl. 8.30 ef veður leyfir. Stjórnandi Karl O. Runólfsson. Til Hallgrímskirkju Áheit frá H., kr. 10.00, afhent blaðinu. Áheit á Strandakirkju afhent blaðinu: Kr. 20.00 frá N. N., kr. 10.00 frá H. og gamalt og mýtt áheit frá Þ. kr. 13.00 Féiagslíf. Ijandsmót 3. flokks heldur áfram í kvöld kl. 7. Þá keppa: Yalur og Akur- nesingar Domari: Þórður Pét- ursson. ILandsmót 1. flokks he’dur áfram annað kvöld, miðvikudag kl. 7, þá keppa KR og Akurnesingar. Dómari: Hrólfur Benediktsson. Báðir leikirnir fara fram á Fram-vellirfum við nýja sjó- mannaskólann. Mótanefndin. Xitla ferðafélagið Farið verður að Hagavatni næstu Lelgi. Farseðlar óskast sóttir fyrir kl. 6 fimmtudag, í Hannyiðaverzl. Þuríðar Sigur- jónsc^óttur, Bankastræti 6. Nefndin. FARFUGLAS Munið skemmtunina í kvöld á Hverfisgötu 116 Hefst kl,-9. Allir fuglar þangað. Nefndin. Qoqé kjólaefni í mjög fallegum litum nýkomið. H. TOFT, Skólavöi'ðustíg 5. Sími 1035, Mmffiil hMMlam. Kaumaniiahafnar- fhtgSð. Frh. af 2. siðu, norðan Prestwi.ek. Þarna urð- um við veðurteptir 23. og 24. en þann 25. kl. 11,20 gátum við lagt af stað til Kaupmanna- hafnar. Við fengum að vita það við brottförina að við yrðum að fljúga til Kial í Þýzkalandi, en það er sú leið, sem allt af er flogin. Við flugum nú þvert vfir Skotland yfir Holy Island og þaðan beina fluglínu til Kiel. Þetta tafði okkur um 30 mínútur eða svo. Við sáum yfir’ Kiel og þeirri sjón gleymum við aldrei. Þar var allt i rústum. Við höfðum ekkert samband við Iþann stað, en þéldum beint á- fram til Hafnar og þangað kom um við kl. 15.40. Þar tóku þýzk- ir og brezkir flugmenn á móti okkur. Þeir fögnuðu okkur. Skeyti, sem við höfðum sent íslenzka sendiráðinu komst ekki. til þess fyrr en eftir að við vorum komnir. En starfsmenn flugstöðvarinnar létu sendiráð- ið vita af okkur um sama leyti og við vorum »ð lenda og Tryggvi Sveinbjörnsson og Anna Stephensen tóku svo á móti okkur. Við lentum í Dansk Luftmarines Station. — Við ákváðum strax að fara heim á mánudag og sem betur fer gátum við fylgt þeirri á- ætlun. Við fórum dálítið um Kaupmannahöfn undir leiðsögn Tryggva og Önnu og leið okkur vei. Lýsingar sem við höfum séð um ástandið i Höfn virtust okkur réttar. í rporgun lögð- við svo af stað kl. 7,40 og kom- um tíl Largs kl. 12.25 og ílug- um við sömu leið og áður. í Largs stóðum við við 2 tíma o^. iögðum svo enn af stað. Heim- ferðin gekk vel, en Við hreppt- um mikið dimmviðri. Við flugum tiil dæmis í íVi tíma í skýjum og þá flugum 'við oft í um 8 þúsund feta hæð. Öll- um leið vel á ferðinni. Greinar og viðtöl um þetta flug okkar íslendinga biirtust í flestum eða öllum Kaupmannaþafnar- blöðunum.“( Farþegar voru þessir: Elien Benediktsson og 2 synir, Friðrik Einarsson, lækn- ir, kona hans og tvö börn, Inger Löchte Blöndal, Guðrún Sam- uelson, Jóhannes Zoega, verk- fræðingur, Sigurður Sigurðs- son, verkfræðingur, B.jörn Jóns son sonur Jóns Helgasonár, prófessors), Vilhelm Zebitz, Anna La Cour og barn hennar Áhöfn flugvélarinnar var skipuð eftir töldum mönnum: Jóhannes Snorrason og Magnús Guðmundsson flugm., Jóhann Gís'lason lofiskeytamaður, Sig- urður Ingólfsson vélstjóri og svo var og brezkur siglingafræð ingur með. ' Flug þetta er hið frækilegasta og flugmönnunum og Flugfé- laginu tiil sóma. Landsmóll 2. fl. í knatt Skemmfíferð Sjó- mannadagsráðsins með Esju upp í Hw: fjörð SjómannadagsfLáðið efndi til skemmtiferðar með Esju upp í Hvalfjörð s. 1. sunnuaag og var lagt af slað kl. 1.30 e. h. og komið heim kl. 22.30. Á 7. hundrað manns tóku "þátt í förinni og er þáð geysi- mikið þegar tekið er tillit til þess að veðurútlit var ekki vel gott. Með í förinni var Helgi Hjörv ar skrifstofustjóri og las. hann kafla úr Harðar sögu og Hólm verja, en hún gerist vi.ð Hval- fjörð, og í firðinum er Geirs- hólmi, sem Hörður og liðsmenn hans flúðu til og vörðust í. Lagst var við mi-kla bryggju sem byggð var af ameriska setu liðinu að Hvítanesi og var dans að í s-tórum s-k-ála, en danshljóm sveit Bjarna Böðvarssonar lék fyrir dansinum. Það var eins og gefur að skilja þröng um borð i Esju i Iþessari för og mikið að* 1 gera hjá starfsfólki skipsins, elkki sízt starfsfólki í eldhúsi og þjón ustufólki, en það lagði sig í f-ramkróka með að gera öllum til hæfis, enda- var fólk ánægt. Slíkar smáf-arðir og hér var um að ræða eru skemmtilegar og ætti. sjómannadagsáðið að eifna til fleiri siíkra ferða. Þakkarskeyti til forsefa íslands Framhald af 2. síðu. Ég leyfi. mér að þak-ka yðu-r, herra forseti, fyrir ha-mi-ngju- óskir yða-r í tilefni af sigri banda manna yfir Japan. Hin vingjam. lega kveðja yðar er miki-ls met- in. Harry S. T-ruman. Herra forseti íslands Sveinn Björnsson, Reykjavík. Moskva, 26. ágúst 1945. Ég þakka yður fyrir ham- ingju óskiir. yða-r vegnaiunnin-s sigu-r yfir sameiginlegu-m óvini allra lýðræðissinnaðra þjóða og sendi yður mínar heztu heilla- óskir. M. Kalinin. fyr segir, milli K. R. og Akur- nesinga 3:2. Lið Akurnesinga er skipað hinum röskustu piltum og sýndi það oft ágæt tiiþrif. Það har af K.R.-ingunum í líkamlegum styrkleik en ekki að sama skapi í leikni. Staðsetningar þess voru -ekki öruggar og spymur fremur ónákvæmar. Liðið var hvergi nærri nógú dreift, stund um tveir og jafnvel þrír sam an og töfðu jafnvel stundum hver fyrir öðrum. Liðið verður að leggja sig eftir betra skipu la-gi og meiri samleik ef því á að takast árangri. að ná verulegum K. R. liðið var yfirleitt skip LANDSMÖT í II. FL. í knattspyrnu hefir staðið yf ir undanfarið og hafa þrjú fé- lög utan af randi tekið þátt í mótinu, frá Akranesi, Hafnar- firði og Vestmannaeyjum. Mót ið hófst 9. þ. m. og því lauk .með úrslitaieik milli K. R. og Akurnesinga 22. s. m. Úrslit leikianna hafa orðið sem hér segir: Fram-IIafnarf. 1:0, K. R.- Valur 3:1, Vestma-nn-aeyi.ngar- Vikingur 2:0, Akurenesingar- Fram 1:0, K. R. Vestmannaéy- ingar. 1:0 og úrslitaleikurinn sem fór fram 22. þ. m. eins og að veigaminni liðsmönnum- en það sem á vantaði í líkamlegu styrkleikunum unnu þeir upp með lægni og samleik. Sterk- asti maðurinn í vörninni var Daníel vinstri bakvörður, en snjallasti maðurinn í framlín- urfju Ólafur Hansson og skoraði hann öll mörkin. Leikurinn sem heild var hinn fjörugasti. Mótið fór vel fram og mjög ánægu- legt, að svo mörg félög utan af landi skyldu koma til(bátttöku sem raun varð á, en fleiri mættu þau samt gjarnan verða næst, Ebé. Hjartkær maðurinn minn, faðir og sonuf <a.u3!?jariii úuSíitrsdssoíi5 fulltrúi andaðist 27. þ. m. Ásta Eiríksdóttir og börn. Guðarnleif Bjamadóttir. Sóiveig Eiríksdóttir Héim Hverfisgötu 30, andaðist í ILafnarfjarðarspítaia 25. þ. m. Vandamenn. Þökkum innilega hina miklu samúð og vinsemd, er okkur hefur verið sýnd í sambandi við andlát og útför Siguróar Thoriacius, skélasfjóra. Aðstandendur. Konan mín, móðir- og tengdamóðir okkar Jéiiarma Gísiadóttir verður jarðsungin frá Fríkirkjunni þi'iðjudaginn 28. þ. m. og hefst með bæn að heimili okkar, G-unnarsbraut 36, kl. 13,30. Kirkjuathöfninni verður útvaipað. Margrímur Gíslason, Guðrún Margrímsdóttir, Haraldur Jóhannesson. Rússnesk leiklíst. Framh., af. 5. síðu sér um munn fara eftirfarandi í umxæðum um leiklist: „Sé að svo, að heimur framtiðar- innar verði . sá, að þriggja ára stúlkubörn séu myrt, eins og ég sá óvinina gera, — þá segi ég, að s! j örnuf ræðistof nanir okkar séu óþarfar, — læknis- fræði 0 g vísindastofnanirnar lýgi, — járnbrautirnar lýgi, tæknin lýgi, — hin skráða list lýgi, — og níssnesku leikhúsin okkar lýgi!“ * Clai-re Vervin hefir skrifað í franska vikuhlaðið „Les Lettres Franeaises“, sem út kemur í París, um starf rússnesku leik flokkanna, er léku á vígstöðvun um fyrir hermennina: „Af tvö hundruð ’ leikurum í leikflokknum á Leningradvíg- stöðvunum létust um fimmitiu samtals af kulda og hungri. — Hi-nir hörfuðu undan ásamt hernum, þver,t yfir landið, og komust loks til Piatogorsk í Kákasus. Þegar Þjóðverjar her námu Piatogorsk, voru áttatíu leikarar téknir til fanga. Allir Gyðingarnir í ' hópnum voru skotnir, öðn:m var skipað að skemmta rússneskum föngum. Leikararnir léku það sem þeir höfðu áður æft, svo sem verk eftir Cogol, Chekov, Shakespeare, Ibsen, Priestley, Dumas, Gorki og Goldoni. Dag nokkurn, skömmu áður en sýn- ing á „Rómeó og Júlíu“ skyldi hefjast, voru leikararnir kallað ir fyrir hinn þýzka yfirmann og sagt við þá: „Shakespeare var þýzkrar ættnr. Slafneskir menn geta hvorki skilið verk hans né leík ið þau. Frá deginum í dag er ykkur bannað að leika leikrit eftir þann- mann “ Og til þess að taka af skarið, létu þeir þýzku taka alla bún inga og áhöld til leiksýningar innar á brott. Svo bættu þeir við: „Aftur á móti megið þið svo sem leika þýzka leiki. Ef þið gerið það munuð þið verða fræg ir og græða voða mikla pen- inga. Og þá munið þið ekki verða aumir fangar lengur!“ — En Rússárnir svörðu því einu til, að þeir myndu ekki færir um að leika þýzk leikrit.. Svo var það búið mál. í maí 1944 var flokkurinn s-endur til Frakklánds og látinn leika fyrir rússneska þrælahópa hjá Avignon, Marseilles og Nice. Skömmu áður. en inní'ásin hófst, var leikflokknum stefnt til Berlínar. Þar var flokkur inn leystur upp og mehnirnir sendir til vígstöðvanna. í marg ar vikur stóðu beir „Hamlet“ og „Rómeó“ og hleyptu af fall byssum. Eftir að flestir höfðu verið leystir úr ánauð Þjóð- verja, fóru tuttugu af þessum íeikurum til Parísar. Þar störf uð’j þeir ásamt frönskum leik urum og lærðu hvorir af öðr- um.“ Berjaferðir verkalýðs- félapnna FULLTRÚARÁÐ VERKA- LÝÐSFÉLAGANNA í Reykjavík gengst fyrir herja- ferðum i nágrenni hæjarins. Hefur fulltrúaráðið samið við fbífreiðastjóra á Vöruhílastöð- inni Þróttur um ,að annast þess ar ferðir, en þeir hafa sem kunnugt: er annast berjafei'ðir fyrir almenning undánfarin sumur og hafa þeir tíl þessara ferða iangferðabíla. Er þess væns.t að meðlimi-r verkalýð-s-' félaganna og annað alþýðufólk notfæri sér þessar ferðir. Fai'ið verður frá Vöruihílastöðinni Þróttur kl. 1 e. 'h. hVern dag þega-r veður ley-fir og næg þátt taka fæst. Yahir Islandsmelsfari í knatfspyrnu í ellefta sínn, | SLANDSMÓTINU lauk í gærkveldi með leik milli Vffls og KR. Sigraði Valur með 1:Q og er því í ellefta sinn íslandsmeist- ari í knattspyrnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.