Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.01.1937, Qupperneq 7
VERKAMANNAFÉLAGIÐ HLÍF
Æskan hyilirjstarf brautryðjand-
anna og hvetur til nýrra baráttu
Efttr ÓlafJónsso varaformann F.U.J. íHafnarf
þiggjcnda. Skuldlaus útgerð
gengur allvel, en útgerð, sem e!r
stofnað til mjeð lámim, mest-
tóegnis eða einvöröungu, á í vök!
að verjast. Þeir, sem kaupa fisk-
Snn, hafa verkafólk til þess áð
verka hann, og borga því kaupið
með vörum, hafa flestir góðan
hagnað, og hafa hóp um sig af
verkafólki. Sumt af því fólki sér
ekki hag í að ganga í verka-
mannafélög og fylgir vinnuveit-
endum oft að málum.
Fátt af fólkinu skildi til fulls
tiJgang félagsskaparins. Kröfur á-
hugamannanna koma fram í því
að krefjast kauphækkunar, en
fáir hugsuðu um að bæta verzl-
unina. Það þótti sjálfsagt að
skifta við kaupmenn og greiða
þeim kauphækkunina í hæklduðu
vöruverði þeirra lífsnauðsynja,
sem hjá þeim voru teknar.
Margt var fólkið andlega ó-
þroskað, tortryggið, og hélt, að
sá maður, sem gerðist talsmaður
að einhverjum nytjamálum,
mundi gera það í eigingjörnum
tílgangi. Sparifé hafa verkamenn
'Iagt í peningastofnamr, seirn and-
stæðingar þeirra ráða yfir.
Leggja þeir með því biturt vopn
í hendur þeirra, því að löngum1
hefir sú kenning verið kend, að
peningar væru afl þeirra hluta,
sem igera skal.
Hér í Hafnarfirði hefir floklía-
baráttan aldrei verið rekin af
bl'indri ofstæki. Frá verkamanna
hálfu hafa kröfurnar ætíJÖ verið
hóflátar, og sanngjarnir menn
Vanalega farið mdð þær. Þeim
hefir því oftast verið tekið með
nokkrum skilningi og alt hefir
ijafnast vanidræðalaust. Félags-
þnoskinn virðist nú vera að auk-
as.t, og eru verkamienn nú farnir
að þoka sér saman í verzlunar-
málum, og tortryggnin er heldur
að ‘minka. Það er því fleira nú,
sem iað er unnlið, en pólitísk
yfjrráð og kaupkröfur.
Þessi 30 ára starfsemi eru
bernskuár og æskuár félagsins,
og enn kennlir þes,s, að félags-
andlinn s.é vanþroska og á gelgju-
skejiði, er því niargt á völtum
fótum.' Ekkj er nóg hugsað um
að velja h;ina beztu og hæfustu
menn tíl þess að gegna vanda-
'sömum trúnaðarstörfum. Samt
(má segja, að oftast hefjr félagið
vertjð heppið í vali. Það er ekki
mSnna um vert, að fara vel með
völd, en að ná völdum. Því stærxí
sem fétagsskapurjnn er og því
meiri ábyrgð , sem á honum hvíl-
ir, þvi vandara þarf val að verja
á þeím, sem málum stjórnar.
Þekkíng og mannkostir eru þær
meginstoðir, sem félagsskapur
nútimians byggist á. Traustir
skulu þeir hornsteinar, er mestur
þungi félagsheildarinnar hvílir á.
tT VERT eina á sína sögu. Og
*■ í dag stendur hafnfirzkur
verkalýður á sguríkum tímamót-
um. Hann horfir fram á leið, að
næsta áfanga, og hann horfir
einnig á þessum tímamótum til
baka um farinn veg. Minnist
þeirra sigra, sem unnir hafa
verið. Minnist brautryðjend-
anna með þakklátum huga;
þeirra, sem byggðu fyrstu víg-
in, sem fyrstir hjuggu í skjald-
arrendur óvinanna. Það má
segja að með stofnun verklýðs-
félagsskaparins sé hafin virk
barátta fyrir stofnun hinnar
sönnu menningar hér á landi.
Það var bylting, sem varð í
þjóðlífinu, og hún hefir haldið
áfram, og hún verður að ha.lda
áfram. Enn í dag eru menn,
sem voru brautryðjeindur, er
halda merkinu á lofti, og með
eldlegum áhuga fullhugans,
eru viðbúnir fram til nýrra
sigra, til þess að því, sem við
stefnum að, verði sem fyrst
náð.
Jafnt og við gerum okkur
það Ijóst, hvað starf brautryðj-
andanna hefir verið mikið og
erfitt, sjáum við, að engu síður
er hin harða barátta, sem
verkalýðurinn á í við hið
grimma íhald. Að vísu var
sjálfselska og illgirni íhalds-
ins engu minni fyrir 30 árum
en hún er í dag. En hugur þess
náði yfirleitt ekki út yfir þess
eigin pyngju. Trúði ekki, að
hin vinnandi stétt ,gæti orðið
voldug og sterk. En nú veit í-
haldið hvað barátta verkalýðs-
ins kostar þess eigingirni. Jafn-
vel þeir íhaldsmenn, sem eru
svo heimskir, að þeir sjá ekki
afglöp foringja síns, sjá að só-
síalismi þýðir, að þá er ekki
lengur neitt auðvald til, það
hefir verið þurrkað út. Þeir sjá
Sé !um tvent áð velja, þá er ör-
Uggara að byggja traust, þó að
það taki langan tíma, en að
flaustra upp stóru bákni, sem
hrynúr tíl grunna, er á reynir.
Nú enu tímamót, og er því rétt
að athuga, hvort alt er í lagi, ef
einhverjar veilur eru, þarf áð laga
það, sem er ábótavant, áður en
slys verðiur að. Gætið að öllu og
stýriið heiiu fleyi í höfn. Hamr
ingjan fylgi verkamannafélaginu
Hlíf.
Gunnl. Kristmundsson.
að þeirra gráðugu einstaklings-
hyggju er ekki vel borgið, ef
framrás verkalýðsins verður
ekki stöðvuð.
Og því skipuleggur nú for-
ingi þess, með aðstoð, sér ýmsra
vitrari manna, annara jafn
heimskra, grimmilega sókn á
hendur verkalýðnum í landinu,
og við vitum vel hvernig sú
árás yrði, við sjáum hvert þeir
sækja fyrirmyndina. Þeir hafa
hana fi’á hinum miðaldalegu
morðvörgum á Ítalíu, Þýzka-
landi, og glottandi spegla þeir
sig í blóði verkalýðsins á Spáni,
sjúgandi úr verkalýð þess
lands blóðið.
Heftum . slíkt fólskuverk,
verkamenn. Látum ekki þessa
ómenningu ríkja í voru landi.
Og þú, unga æska — markið
er við stefnum að — nýtt land.
Sæktu fram. Við stríðsmenn
hins nýja tíma. Haldið merkinu
hátt, og berið fram til sigurs.
Allir verkamenn. Saíhtaka nú,
munum, að eining er afl. „Því
hvað geta fámennir fantar, ef
fjöldinn þeim mætir á einhug-
ans braut“.
Hví skyldi öll sú barátta, og
þær sáru raunir, sem henni
hafa fylgt, sem hin íslenzka
alþýða hefir orðið að heyja í
gegnum aldirnar, og s,em hin
nýja frelsishreyfing er sprott-
in af, til einskis háð? Nei, slíkt
kemur ekki fyrir. Grundvöll-
urinn sem við byggjum á er svo
sterkt bjarg, að óvinirnir, með
öllum sínum morðtólum, í huga
og hönd, megna hann ekki að
eyðileggja. En þessir stein-
gjörfingar hins gamla tíma
geta stöðvað um tíma sókn
hinnar vinnandi stéttar fyrir
frelsi sínu og menningu, ef
hún stendur ekki saman í einni
órjúfandi fylkingu. Við skul-
um svara þessum og öllum véla
brögðum óvina okkar með því
að skipuleggja okkur enn þá
betur í baráttu okkar gegn
þeim. Góðir félagar, við höfum
mikið verk að vinna, við þurf-
um að koma ýmsum okkar
málum í skipulegra horf. Það
yrði nokkuð mikið að telja upp
öll þau mál, sem við þurfum að
vinna. Eg vil þó drepa á eitt;
við erum ekki búnir að byggja
það vígi, sem á að verða mið-
stöð til sóknar og varnar í bar-
7
áttunni. Okkur vantar Alþýðu-
hús! —
Það er hátíð í dag. Það er
ekki ein af þessum vanalegu
hátíðum auðvaldsins. Það er 30
ára afmælishátíð ,,Hlífar“. Há-
tíð hinna björtu minninga,
sigranna, hinnar sönnu baráttu.
Þessi dagur er mikilsverður
dagur hinnar djörfu sóknar.
Við horfumst í augu við kald-
ann verul.eikann. Horfum fram,
til hins nýja lands, sem þú, ör-
eigalýður, átt að byggja upp
með huga þínum og hönd, og
félagslegu einingu.
Innan skamms verður háð
barátta um það, hvort þetta
verk á að takast, um það, hvort
að landið okkar kæra á að
verða ómenningunni að bráð,
hvort að árangurinn af allri
þeirri baráttu, sem verkalýð-
urinn hefir háð fyrir frelsi sínu,
menningu og daglegu brauði, á
að brenna á altari villimennsk-
unnar. — Félagar, þið gerið
skyldu ykkar gagnvart j^kkur
sjálfum, landinu ykkar og
þjóðinni.
Á fána vorn er ritað: Frelsi,
jafnrétti og bræðralag, og á
grundvelli þessara hugsjóna
hófu forystumenn verklýðsfé-
lagsskaparins baráttu sína, og
fyrir henni er barist enn í dag.
Og við skulum gera þau heit á
þessum degi, að vinna að því
að gróðursetja þessi kjörorð.
Fram til sigurs. Munum orð
skáldsins:
„Þú stríðandi lýður! Ef sam-
stillt er sókn þín
og sannleikans eggjar þú
hvessir á braut,
og látlaust þau öfl þín á veg-
inum vaka,
sem víkja ekki eitt einasta fót-
mál til baka,
þá tekst þér að græða hinn
svartasta sand. —
Ef hræsnina og svikin þú hrek-
ur á flótta
og hugprúður, vondjarfur, laua
við ótta,
þú okinu af baki þér byltir,
þá blasir það við þér — hið
nýja land“.
Lifi v.m.f. Hlíf!
Lifi sósíalisminn!
Ólafur Jónsson,
varaform. F. U. J. í Hafnarf.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
er málsvari allra
vinnandi manna.
Stuðningur við það
er stuðningurvið
tíamtök alþýðunnar íslenzku.
VINNIÐ AÐ CTBREIÐSLU
ALÞÝÐUBLAÐSINS!