Alþýðublaðið - 23.11.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.11.1945, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fiisfudaguj- 23. nóv. 194B Aðalfundur F. U. J. í Hafnarfirði í kvöld. Félag ungra jafnað ARMANNA í Hafnarfirði heldur aðalfund sinn í ráðhús- inu, uppi, í kvöld kl. 8.30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa ræðir Guðmundur Giss- urarson um .bæjiarmál Hafnar- fjarðar og Heligi Sæmundsson blaðamaður flytua: ræðu. DeiEan við Eimskip rædd á Sjómauna- félagsfundi í kvöld. J* JÓMANNAFELAG 5 REYKJAVÍKUR held- ur fund í kvöld kl. 8.30 í fundarsal Alþýðubrauðgerð- arinnar. Aðalumræðuefni fundarins mun verða verzlunarskipa- deilan, sem nú stendur yfir, en auk þess verða ýmis fé- lagsmál rædd. Þá verða og nefndartillögur um stjómar- kjör í félaginu. Árshálíð verka- kvennafélagsins V ERKAKVENNAFELAGIÐ FRAMSÓKN heldur árs hátíð sína í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 8.30. Skemmtunin íhefst með sam- eiginlegri kaffidrykkju, en á meðan fara fram skemmtiatriði og byrja þau með iþví að frú Jóhanna Egiisdóttir, formaður verkakvennafélagsins flytui ávarp. Þá er upplestur, frú Sofifía Guðlaugsdóttir. Arsæli Plálsson skemmtir með gaman- vísum og Aif.reð CLausen og Gustav H. Mortenz syngja með gítarundiríeik. Að lokum verð- ur stiginn dans. Nýju varðskípin voru afhenl íslenzkum i Hátí^Seg athöffn um borð í skipyntum. T^TÝJU VARÐSKIPIN ÞRJÚ voru afhent íslenzkum stjómarvöldum með hátíðlegri athöfn klukkan þrjú síðdegis í gær, og var brezki fáninn þá dreginn niður, en íslenzki fán- inn dreginn að hún á skipunum í hans stað. Viðstaddir þessa athöfn vom hi.nár brezku sjóHðsforingjar, sem sigldu skipunumi til ís- lands, hinir íslenzku skipstjómi armenn, sem eiga að taka við þeim, sendiherra Breta hér, Finnuir Jónsson, dómsmiálaráð- herra og Pálmi Loftsson, for- stjóri skipaútgerðar ríkisins. Einn hinna brezku1 sjóliðsfor- inigja, Max Ted, flutti stutta ræðu, en á eftir honium taláði Pálmi Loftsson. Að athöfn þessari lokinni var alþingisttiönnum boðið að skoða varðskipin, en þar á eftir var haldið stu-tt hóf um borð í Eeju. Finnur Jonsson félagsmálaráðherra segir: SiiO nýja fruHvarp m opinbera aðstoð við iWabvosinpar byppt á pSnlum op njjum ðrræðuH Alpýðuflokksins. -----♦---- Fyrsfa umræða frtimvarpsins hófst í efri deild aEþingis I gær. FRUMVARP ÞAÐ um opinbera aðstoð við byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum, sem félags- málanefnd efri deildar alþingis flutti fyrir nokkrum dögum að beiðni Finns Jónssonar félagsmálaráðherra og áður hef- ur verið gerð grein fyrir hér í blaðinu, var til fyrstu um- ræðu á fundi efri deildar í gær. — Fylgdi Finnur Jónsson félagsmálaráðherra frumvarpinu úr hl'aði með ýtarlegri ræðu, en auk hans tók Hermann Jónasson til máls og hreyfði ýmsum athugasemdum við frumvarpið og fjölyrti um mál þessi í alllangri ræðu. Að lokinni ræðu hans var umræðunni frestað, en nokkrir þingmenn höfðu þá kvatt sér hljóðs. Ræóa Finns Jénsson- ar féiagsmáiaráð- herra. Finnur Jónsson félagsmála- ráðherra hóf ræðu sína með skírskotun til þingsályktunarti.l- lögu þeirrar, er Bjarni Bene- diktsson flutti á sáðasta þingi. og samþykkt var með nokkrum breytingum og fjallaði um at- hugun á því og tillögur um það ,,með hverjum ihætti þezt verði af opinberri hálfu grieitt fyrir byggingu ílbúðarhúsa í kaupstöð um“ og „endurskoðun löggjaf- ar þeirrar, sem nú gi'ldir um hyggingarmál í land!inu.“ Tók félagsmálaráðherra fram, að ástæðan fyrir þvií, að frumvarp þetta næði ekki tid byggingar- mála sveitanna væri sú, að til þessa hefði verið litið svo á, að þau mál iheyrðu landbúnaðar- i'áðunsyti.nu til og 'hefði hann því látið iþá þætti málsins, sem heyrðu félagsmálaráðuneytinu til, eina t:il sín taka við athug- un máls þessa og tillögur um lausnir á því. Kvaðst ráðherr- ann Ihafa fagnað því, að þin-gs- ályktun þessi skyLdi koma frarn, þvi að hún hefði gefið sér kær- komið tækifæri. til þess að hefja undirbúning að frunwarpi því til ’lausnar á húsnæðismálinu, er hér lægi fyrir og hefði að geyma gömul og ný úrræði Alþýðu- flokksins varðandi byggingar- málin. Þakkaði hann félagsmála nefnd deildarinnar fyrir fljóta og góða fyrirgreiðslu frumvarps ins og lét !í Ijós von uim, að frumvarpið myndi fá skjóta og góða afgreiðslu á alþingi því, sem nú situr. Þessu næst ræddi félagsmála ráðherrann um viðhorfin í hús næðismálúnum nú og á liðnum árum. Hann minnti, á, að fólk ætti við lélegan húsakost að búa svo að segja alls staðar á landinu og stórkostleg húsnæð- isviandræði hefðu koanið til sögu á ófriðarárunum, enda hefðu ibyggingar svo að segja staðið d stað á þeim árum þar til nú, en jafnfnamt Ihefði komið til sögu stórkostleg spákaup- mennska á húsum og okurdeiga á húsnæði,. Benti ráðherrann á, að með frumvarpi þessu væri stefnt að því að 'bæta úr hús- næðisvandræðunum á tiltölu- lega skömmum tima, tryggja að þyggingarefni yrði fyrst og fremst varið ' til hyggingu íbúð- arhúsa og nauðsynlegra mann- virkja á sambandi við framleiðsl una og fcoma í veg fyrir spá- kaupmennskuna á ihúsum og okurleiguna á ibúðum. Félagsmíálaráðherra gerði því næsl ýtarlega grein fyrir meginþáttum frumvarpsins, en það skiptist í fjóra kafla. 'Fyrsti og annar kafli þess fjallar um verkamannabúslaðj. og bygging- arsamvinnufélög. Helztu hreyt- ingarnar varðandi verkamanna- hústaðina eru þær, að ákveðið er, að lögin nái, auk verka- manna, til állra þeirra íbúa í 'kaupstöðum og kauptúnum, sem ekki hafa tekjur eða eiga eignir yfir það hámark, sem tilskilo.ð er um verkamenn. Tillag sveita sjóða og ríkissjóðs er hækkað úr tveim krónum á íbúa í fjórar krónur á íbúa, en auk þess er sveitarstjárnum heimilað að ihækka gjaldið upp í allt að sex krónum á íbúa, og er þá ríkis- sjóði gert að leggja jafnmikið fram á móti. Einnig er iheimilað að stofna innllánsdeildir við byggi ngarsjóðina og taka þær við framlögum, sem félagsmenn vilja leggja til h'liðar til þess að tryggja sér fyrr húsnæði en ella Ihefði orðið. Gert er ráð fyr- ir, að lánstdmi geti verið mis- jafn, allt frá 42 árum í 75 ár, og lánshæð geti einnig verið mis- munandi eða allt að 90% af byggingarkostnaði., til þess að létta einstaklingum árlegar greiðslur. Helztu breytingar varðandi byggingarsamvinnufé- lögin eru þær, að heimilað er að veita út á fyrsta veðrétt Iþeirra húsa, er þau reisa, a'llt að 80% af kostnaðarverði, en sam- kvæmt núgiltíandi lögum er . ekki hei’milað að veita nema 60% af virðingarverði. eignar- innar út á fyrsta veðrétt, að rikisábyrgð fyrir byggingar- kostnaði þeirra húsa, sem bygg- ingarsamvinnufélög reisa, megi nema allt að 80% af stofnkostn aði húsanna og að tvö bygging arsamvinnufélög starfi í hverj- um kaupslað, eða kauptúni, og reisi a’nnað félagið sérstæð fbúð arlhús, en ihitt sambyggingar. Þriðji kafli fruimvarpsdns, er fjallar um íbúðaby g gi ng ar sveitarfélaga, er algert nýmœli. En þar er svo fyrir miælt, að í kau'pstöðumi og fcauptúnum', þar sem fólk býr í heilsuspilliandi íbúðum-, svo sem bnögigumi, úti- húsum, háaloftumi og kjölluir- um, og 'ekki; verður úr bætt á niægilega skömmum tima að dómd sveitarstiórnarinnar með þeirri aðstoð rikisins og sveit- arfélagajma. sem um getur í Framhlad á 7. síðu. Hansöngvar og minn- ingar, og Villlur vegar. Bókaútgáfa pálma h. JÓNSSONAR á Akureyri hefur nýlega gefið út tvær ljóðabækur, Mansöngva og nxinningar eftir Steindór Sig- urðsson og Villtur vegar eftir Kristján Einarsson frá Djúpa- læk. Mansöngvar og minningar eftir Steindór Sigurðsson skipt- ist í fjórsa þætti, er höfundurinn nefnir: Mansöngvar og minning ar, Önnur kvæði, Söngur Hass- ans og Oður eins dags. Hefur Steindór getið sér mikinn orð- stír sem ljóðskáld og mun Ijóð'a vinum leika hugur ó að kynna sér kvæði þau, sem þessi nýja bók hans hefur að geyma. Villtur vegar eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk hefur að geyma um fjörutíu kvæði. Krisitján Einarsson mun Aust- firðingur að ætt, en er nú bú- settur á Akureyri. Kristján Einarsson 'hefur áð- ur gefið út ljóðabókina „Frá nyrzlu ströndum11, sem kom út árið 1943 og hlaut lofsam'lega dóma. Útgáfa beggja þessara ljóða- 'bóka er hin vandaðasta. Maður drukknar í höfninni á ísafirði. Frá fréttariÞ —’ tlbýðub 1 aðs*ns ÍSAFÍEÐI í gær. SÍÐAST LIÐINN þri.ðjudag varð hörmulegt slys- hér á höfninni. Veður var alhnikið.af landnorðri og var Albert F. Jó- hannsson ásamt öðrum manni á pramma og hvolfdi honrnn og drukknaði Aibert, en hinn mað- urinn bjargaðist. — Lífgunair- tilraunir voru gerðar, en þær reyn'dust árangurslausar. Al- bert var 60 ára gamall, kvænt- ur og átti tvær uppkomnar dætur. FulEtrúi Færeyinga Hans Dalsgaard, farinn heim. HANS DALSGAARD, sena dvalið íhefur hér á lantíi £ rúmt ár sem vi ðskiptafulltrúÉ. fyrir Færeyinga, fór héðan í gær með „Dronning Aléxendr- ine“. Bað hann Alþýðublaðið að skila bveðju og þökkum til allra þeirra, sem hafa sýnt hon- um vináttu og hjálpfýsi meðan Ihann 'hefur dvalið hér. Hans Dalsgaard er góður rit- höfundur og hefur skrifað all- mikið meðan 'hann dvaldi hér. Hefur hann og þýtt leikrit Davíðs Stefánssonar, „Gullna hliðið“ á færeysku og mun það verða sýnt í Þórshöfn í vetur. Ný ísleuzk sðngkona, sens taefsr óvenjnlega mitalð n Frú Giððmunda ESíasdótiir, sem sfyndaS liefur sóngnám í Danmörku síöan 1937. Tónlistarfélagið kynmir unga íslenzka söng- konu fyrir Reykvíkingum:, næst komandi fimmtudagskvöM. — Þetta er frú Guðmiunda Elías- tíóttir. sem komi heim með „Dronninv Alexandrine” frá Kaupmannahöfn, en þar hefur hún dvalið síðan 1937. Það var. frú Dóra Sigurðteson, sem bent’i TónHstarfélaginu á þessa nviu söngkonu, sem frú- in .taldi framúrsikarandi efni- lega, og 'bafa svo milkið'., radd- svið, að það væri nær einsdæmi um konu'r. Fírú Dóra hefur verið kennari söngkonuinnar undanfiarin ár. „Það var eiginle'ga alger til- viljun, að ég fór að læra söng,“ sa-gði frú Guðmu-nda í gær, er blaðamenn ræddu við hana í boði Tónns’tarfélagsins. „Ég hafði 'aðeins sungi® fyrir siálfa mig 'hér heima og eins í Höfn. Mér þótti bara gaiman að taka lagið, eins og fl'ei.ri íslendin'g- um. En svo lenti ég á samia heimáli í Höfn og rússneskur prófessor. Hann heyrði mig syngja og varð víst skotinn í röddinni, því að hanin var allt- af að dásama hana og hvetia mig til að læra — og svo gerði ég það. Ég fór til þýskrar söng- konu, sem hét Rene Pfiffer- Matísen, en hún var jafnframt Guðmunda Elíasdóttir. söngfræðingur. Hún ramxsaik- aði rödd mína og að því löknui hvatti’ hún mig eindregið til að læra og ég gerði það. Frú Dóra hefur verið aðalkennari minn.“ — Þér hafið sungið opiniber- lega í Danmiörku?“ „Já, ég hef supgiJð á skemmrti- sarríikomum., í útvarpið og að- stoðað við oþinibera konserta. Ég syng klassisk lög. Hér ætla ég að vera þangað til í febrúar, pá fer óg aftur út til fraimihaldís- námis.“ Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.