Alþýðublaðið - 01.02.1946, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.02.1946, Blaðsíða 3
Föstuciagur 1. febrúar 1946 - ALÞYÐUBLAPIP 3 Bretar taka pátt Bandaríkjasijám samþykkli það formlega á fundi í gær. Oflug brezk flofadeild á leiðinni fil Japan. -------- ■■■♦■■■■■■.. FRÁ WASHINGTON 'bárust þær fregnir í gær, að Banda ríkjastjórn hefði nú samþykkt, að Bretar skuli taka þátt í hennámi Japan og hafa þar öflugt setulið og flota- deildir. Ekki var neitt sagt um það í þessu sambandi, hvort Bandaríkjamenn myndu fækka sínu setuliði í Japan vegna þessarar samþykktár. Setulið Breta mun verða á* ýmsum mikilvægum stöðum á ( Japanseyjum. Meðal annars er tilkynnt, að þeir muni hafa setulið í flotastöðinni Kure og er brezkur floti væntanlegur þangað einhvern næstu daga. Hersveitir Breta, sem dvelja eiga í Japan, verða frá Bret- landseyjum, Ástralíu, Nýja Sjá landi og Indlandi. Meðal ann- ars eiga þær að hafa bækistöðv- ar í grennd við Hiroshima, borg ina, sem fyrst varð fyrir kjarn- orkusprengjuárás, eins og menn muna. Ekkert hefur verið látið uppi um það, enn sem komið er, hver muni eiga að vera fyr- ir setuliði Breta í Japan. Stórfelld aokning brezka flugvéla- sklpaflofans. NÝLEGA UPPLÝSTI flota- málasérfræðingnr enska blaðsins „Evening News“, að Bretar áformuðu sctórfellda auknmgu á flugvélaskipaflota sínum. Er búizt við, að nú á næstunni verði hafizt handa um smíði 30 hinna fullkomn- ustu flugvélaskipa. Um þessar mumdiir eru. í smíð- þrjú 45 þúsund simáilesttia síkip, f jlögur 33 þúsuind ismiáiliesta, sex 18 þú.siuínd smáiesta og að mimmsta kostii tólf 14 þúisiund smáílesta ifiljujgivélaiskip. Stærstiu fliuigvélaskipiin mumtu igeta ‘haft iáð mfliningta kositi 100 fluigvél’ar inn'ainboiriðs. Monfgomery verSur yflrmaður herfor- ingjaráSs Brefa. TILKYNNT hefur verið í London, að Sir Bemard Law Montgomery marskálkur, muni taka við störfum sem yfir- maður herforingjaráðs Breta. Hefur Georg Bretakonungur staðfest útnefningu Montgo- merys marskálics í þetta starf. Montgomery tekur við af Sir Alan Brooke marskálki. Fyrir- rennarar Sir Alans í þessari styrjöld sem yfirmenn herfor- ingjaráðsins (Chief of the Imp- erial General Staff) voru þeir Sir Edmund Ironside og Sir John Dill. Hæftfr Ford fram- leislis vegna verk- fallannai ENN hefur ekki tekizt að leysa verkfall stáliðnaðar manna í Bandaríkjunum og eru horfur sagðar mjög litlar á snarlegri lausn þess. I gær var sagt frá því í fréttum, að senni- lega yrðu verksmiðjur Fords að hætta framleiðslu sökum efnis- skorts. ílark Kerr kominn íil Singapore. Inidénesía untiir stjóru sameinuðu þjóSanna? IR AiRCHEBALD C3LARK KERR, fymveraindi sendi- ihsnna Breitia í Moskiva, isem nú eir á leið rtál iBatiaiviia til iþesis að neyna að lieysa ideiiliumáiláin þar eystna, en komJimin fttLl .Sdmiga- po~e. í för ameð honium 'er heis- hó.ð.ingi sá, eir mium eiga að taka við störfum Christisons sem yfir ■miaður brezkia ihemsins á Java. ■Cihnistiisom mium íhims vegair eöiga- að (taka við hienstjórai á Bret- ilaindi. iSilr Ardhölbald saigðai meðal amnans í viðitiali viið blaðamemin, áð ef tii viill yriðii ibezta laiusmin á Imdómesíuvamdamálámiu sú, að fala ihimium sameimuðu þjóðuim ■umíbloðssitjó'rin yfiir Indómesáu. iHirns vegar ynði ítiillaiga aoim 'það, iað koraa firá IHioilfliendiingumi. Brietai’ gætu lebki komið fram mieð sMca itiflllöiglu, þar eð máMð íheyrði' ekki umdnir iþá. Enn flnafa ■æsimigaimemm úr Ihópi Indómiesa skotið á íbnezka Ihenvnemin á Java. Aminams hefur ve ð tiltöluloga kymt þar 'eystna, tum ■ tamigemigLn diægur. IfSingar látnir iausir. STJÖRNIN í Palestánu hef- ur nú látið lausa um 900 Gyðinga, sem höfðu verið sett- ir í varðhald vegna þess að þeir reyndu nýlega að komast með ólöglegum hætti inn í landið. IKomu þeir á skipi frá ítalíu. Áihöfn skipsins er enn sögð í t haldi. Göring að snæðingi Hér sést Hermamn Göring, fyrrvemndi rtíikismarskáilikur, nú efstur á' strí'ðsglæpailiLsitainuim í Núrnlber,g, vera að srnæða í hléi í máliaferilunium þar. Mataræðið er fábrotið mjög og ■allar miáiltíðir borðaðar með. skeið, því að óttazt er, að fiang- amir gætu notað íhníf eða *gaffal til þess að stytita sér a'ldur. Allsberlarþikig hinna samelnnðn pjóða sampikkir Trygva Lie sem aðalritara. -------«------- Hann rædd! við Spaak í London í gær. TILKYNNT var í brezka útvarpinu á gærkveldi, að allsherjar- þing hinna sameinuðu þjóða myndi á fundi sínum í dag sam- þykkja tílnefningu Trygve Lie, utanríksmálaráðherra Norðmanna, sem aðalritara hinna sameinuðu þjóða. Trygve Lie átti í gær tal við Paul Henri Spaak, forseta allsherjarþingsins, en ekkert hefur Verið látið uppi um það, hvað þeim fór i milli. Fyrrverandi forsætis- ráðherra Norðmanna dæmdur í 12 ára fangelsi. NÝLEGA var Jens Hund- seid, einn höfuðleiðtogi norska Bændaflokksins og for- sætisráðherra Noregs árið 1931 til ’32, dæmdur í 12 ára nauð- ungarvinnu fyrir-iandráð. Enn- fremur var honum gert að greiða 25 þúsund króna sekt. Hundseid þessi gerðist með- limur NS-flokks Quislings og vann með Þjóðverjum á her- námstímanum gegn hagsmun- um lands síns og þjóðar. Ný Hitlerskveðja í Nurnberg. P RÁ NURNBERG báflTUist . * nýlega þær fréttir, að emb- ættismemi (hensitjór'niair Banda- rfkj'aimiaininia þar, reyini inú aið finna upp ráð, sem að gagni má koma itifl. iþess að ráða niðurlög- um leynálhreyfLniga, er vinna' að því, að fliailda iniazismiainuim við fláði. 'Hneyfiinig þessi genigur umd- ir nafiniiniu „8 og 8“ {Aeiht und Aoht). Hafa tölur þessar fund- Izit málaðiar á ihúisairúistir í borg- inmi og memm fliafia IhiediLsað (hverj ir öðirum með þessiu tákmi á' göt- um úti. Talið er að ,,8 og 8“ mei’iki Heil Hiitler, iþar eð H er 8. bókstafiurinn í stafrófdmu. Danskur Gestapomað- ur dæmdur til dauða í Álaborg. T^ANSKA BLAÐIÐ „Social- ■®-^demokraten“ skýrði nýlega frá því, að fyrsti dauðadómur- inn, samkvæmt hinum nýju og sérstöku refsilögum, hefði ver- ið upp kveðinn í Álaborg. Var það 19 ára gamall Gestapomað- ur, danskur, Frands Erik Toft að nafni, sem dæmdur var til dauða. Við réttarhöldin í máli Toft§ var það upplýst, að 20 alvarleg kæruatriði voru á hendur hon- um, meðal annars hafði hann reynt að drepa lögregluþjón nokkurn, sem komst þó undan við illan leik, mjög særður. Gestapo náði honum síðar og lét taka hann af lífi 10. marz í fyrra. Ennfremur hafði Toft þessi tekið þátt í óskaplegum pyndingum á mörgu fólki í Ála- borg og sýnt óskiljanloga grimmd við þær. Loks hafði Toft tekið þátt í því að sprengja í loft upp samkomuhús Gyð- inga í Álaborg. Toft var hinn rólegasti, er dauðadómurinn var upplesinn og virtist ek ki sjá eftir neinu. Hann tilkynnti, að hann væri ennþá nazisti. Prentaraverkfall á Frakklandi. ERKFALL PRENTARA stendur nú yfir á Frakk- landi og komu engin blöð út í gær, nema smáblöð, er upplýs- ingaráðuneytið gefur út. í gær átti verkalýðsleiðtoginn Saillant tal við forustumenn prentara um lausn verkfallsins og voru taldar nokkrar horfur á því, að úr kynni að rætast í gærkveldi. Ný stjórnarskrá fyrir jringlnu. í Albaníu. P RÁ TIRANA, höfuðborg Albaníu, hafa borizt þær fregnir, að þingið þar ræði nú samningu nýrrar stjómarskrár fyrir landið. Er þar gert ráð fyr Allsherjarþing hinna samein- uðu þjóða kemur saman til fundar í London í dag, eftir nokkurt hlé. Lundúnaútvarpið greindi frá því í gærkveldi, að þingið myndi í dag samþykkja, að Trygve Lie tæki við aðalrit- arastarfi hinna sameinuðu þjóða. Trygve Lie mun síðan hverfa aftur til Noregs, er allsherjar- þingið hefur samþykkt embætt- istöku hans, til þess að ljúka að- kallandi störfum í sambandi við það, að hann lætur af störfum sem utanríkiismálaráðherra Nor egs. Síðan mun hann hverfa aftur til Londcn til þess að ráða starfsfólk til stofnunar Mnna sameinuðu þjóða og undirbúa flutning vestur um haf, þar sem aðalbækistöðvar hans eiga að vera. ir mjög víðtækum breytingum á stjórnarformi landsins. Meðal annars er gert ráð fyrir aðskiln aði ríkis og kirkju og þjóðnýt- ingu og ríkisrekstri á mörgum sviðum atvinnulífsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.