Alþýðublaðið - 23.02.1946, Qupperneq 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Laugardag 23. febrúar 194$,
Terkfall i Reykjavífe, samkomnlag i Halnarfirði.
Lögbrot meirihlutans i bæjar
Forseti bæjarstjórnar gat engar laga-
greinar lagt fram fyrir framfferði hans.
—.—.—*-------------
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. ÍSAFIRÐI í gær.
IGÆRKVELDI var framhald bæjarstjórnarfundarins,
sem frestað var í fyrrakvöld vegna þess, að forseti bæj-
arstjórnar treystist ekki til að kveða upp úrskurð um lög-
mæti kosningar annars varaforseta og ráðningar bæjarstjóra.
Forseti tilkynnti, að það væri utan valdsviðs síns, að kveða
upp umbeðinn úrskurð og neitaði því að gera það að aflokn-
um frestinum, sem veittur var að hans ósk til þess eins.
Miklar umræður urðu um neitunina, að viðstöddum
fjölda áheyrenda. Alþýðuflokksmenn endurtóku kröfu sína
til forseta um að hann nefndi lagagreinar þær sem lögmæti
umræddra athafna bæjarstjórnarmeirihlutans byggðust á,
en forseta varð svarafátt.
Útvarpið tilkynnti, að Sigurður Bjarnason hefði ekki mætt
á þingfundum í gær; mun hann hafa haft ærjð að starfa
vegna úrskurðarins, sem þó aldrei sá dagsins ljós.
Margvísleg lagabrot meirihlutans verða nú kærð fyrir
félagsmálaráðuneytinu.
HANNIBAL.
tjtyegsroeDn nm faatí allt stofna
sameiglnlega inskaupadelld fyrir
dtgerðarvðrur.
---:----4--------
Viðtal við Baldvin t>. Krinstjánsson erindreka
Landssambands íslenzkra útvegsmanna.
LLANDSAMBANDI ÍSLENZKRA ÚTVEGSMANNA eru nú
33 félög víðsvegar um landið, auk Félags íslenzkra hotnvörpu
skipaeigenda og 11 einstaklinga. Á síðasta ári hefur fjölgun út-
gerðarmannafélaganna verið mjög mikil. Um þessar mundir er
verið að undirbúa stórfeld sameiginleg innkaup á útgerðarvör-
um gegn um nýstofnaða innkaupadeild landsamhandsins.
í tilefni þessa sneri tiðinda-
maður blaðsins sér til Baldvins
í>. Kristjánssonar erindreka sam
bandsins og spurðist fyrir um
stabfsemi sambandsins, en hann
hefir ferðast viðsvegar um
landið fyrir L. I. U.
„Það er áhugaefni mitt og at-
vinna, að segja hverjum sem
vill fræðast um hin merku fé-
■lagssamtök L. I. U., sem hafa
vissulega þýðingarmiklu hlut-
verki að gegna í þjóðfélaginu.
Sjávarútvegurinn er óumdeilan
lega stórfeldasti atvinnuvegur
þjóðarinnar, þess vegna hlýtur
aílt, sem gert er til þess að efla
og tryggja islenzkan útveg, að
vera þjóðnytjaverk. Og einmitt
slíkt verk er L. I. U. ætlað að
inna af höndum. í lögum sam-
bandsins segir m. a. „Tilgangur
Landsambandsins er að efla
öryggi sjávarútvegsins sem at-
vinnuvegar.“ Hér er ekki um
nein músarholusjónarmið að
ræða ,enda er forystulið L. I. U.
skipað frjálslyndum dugnaðar-
mönnum, sem skilja hlutverk
sitt.“
— Hvenær var Landssam-
band íslenzkra útvegsmanna
stofnað?
,Það er nú 1 ára gamalt,
stofnað í janúar 1939. í fyrstu
lét sambandið lítið á sér bera
út á við, þó vann það alltaf
meira og minna þýðingarmikil
störf í þágu útvegsins, þótt þau
væru ekki metin eða skilin eins
og vert var. Hefir vafalaust-
sambandsleysið við flesta smá-
útvegsmenn landsins valdið
miklu um það.
En ríkisvaldið hefir fyrir
löngu skilið starfsemi L. I. U.
Beldvin Þ. Kristjánsson.
með þv)í að gera því að tilnefna
fulltrúa í ýmsar opinberar
nefndir sem fjallað hafa um út-
vegsmál.
Styrjaldarárin drógu að sálf-
sögðu úr eðlilegri þróun sam-
takanna, þar secm útgerðin gekk
yfirleitt vel. Velgengnin mun
því hafa glapið mörgum sýn í
félagslegu tilliti.
Þótt margt megi vel og mak-
lega segja um útvegsmanna-
stétt landsins hefir hún þó til
skamms tíma sem heild ekki
verið til fyrirmyndar um félags
samtök — einstaklingshyggjan
hefir verið rík — og eru þó 'í
þessu efni undantekningar.“
— Hvað hefir aðallega vald-
ið þeim straumhvörfum, sem
orðið hafa í samtökunum á síð-
asta ári?
— Þau eigg fyrst og fremst
Frh. á 6. síðu.
*
Engar samningaumleilánir með Dagsbrún og
alvinnurekendum í gær
--------- . ...
En Hlíf komsf að samningum um hádegi og
hófsf vinna íHafnarfirði þá á ný
--------ó—------
Grunnkaup hafnfirzkra verkamanna hækkar
úr kr. 2,40 upp í kr. 2,55 á klukkustund.
. ------4-------
VINNA var 'ekki hafin af Dagsbrúnarmönnum á nein-
um vinnustað í Reykjavík í gærmorgun og var verk-
fall 'þeirra algert í gær. Engar samningaumleitanir munu
hafa átt sér stað með stjóm félagsins og atvinnurekendum
í gær og ekki er ‘heldur kunnugt, að ríkisstjórnin hafi látið
deiluna neitt til sín taka eftir að tilmæli hennar um að
fresta verkfallinu til sunnudagskvölds voru felld á Dags-
brúnarfundinum í fyrri nótt.
í Hafnarfirði stóð verkfallið hins vegar ekki nema til há-
degis í gær. Hafði þá náðst samkomulag með stjórn Hlífar
og atvinnurekendum og var það samþykkt af félagsfundi
hafnfirzkra verkamanna með 102 atkvæðum gegn 16. Var
vinna að því búnu þegar í stað tekin upp í Hafnarfirði.
Hækkar grunnkaup hafnfirzkra verkamanna í almennri
vinnu úr kr. 2,40 upp í kr. 2,55 á klukkustund.
Sámkomulag stjórnar Hlífar
og hafnfirzkra atvinnurekenda
sem náðist fyrir milligöngu
sáttasemjara ríkisins, var sam-
þykkt á fundi, sem haldinn var
í verkamannagkýlinu og hófst
klukkan ellefu fyrir hádegi, og
var vinna hafin í Hafnarfirði
eftir hádegi.
Auk hækkunarinnar í al-
mennri vinnu fengu hafnfirzk
ir verkamenn ýmsar minni
kjarabætur í samningi þessum.
Meðal annars fengu þeir viður-
kenndan taxta fyrir fagvinnu,
sem ekki hefur verið samnings
bundin til þessa, og verða grunn
laun ifyrir slíka vinnu kr. 2,90
á klukkustund. Einnig hækkar
grunnkaup hjálparmanna í vél-
smiðjum úr kr. 2,85 upp í kr.
2,90 á klukkustund. Kaffitímar
hafnfirzkra verkamanna eru ó-
breyttir eða tveir hálftímar á
dag. Grunnkaup fyrir bryggju-
vinnu er óbreytt eða kr. 2,85 á
klukkustund, og aðrir hærri
kauptaxtar eru óbreyttir. Eftir-
vinna verður 50% hærri en
venjuleg vinna, og næturvinna
100%. •
Þá er jog ákveðið í hinum
nýja samningi, að sumarmánuð
ina frá 1. maí til 30. september
byrji vinna i Hafnanfirði kl.
7,30 í stað kl. 7,20 eins og ver-
ið hefur.
Þá voru og gerðir sér samn-
ingar um öryggi hafnfirzíkra
verkámanna, sem vinna að ferm
ingu og affermingu skipa. Er
svo fyrir mælt, að ekki megi
hefja slíka vinnu fyrr en fram
hafi farið' skoðun á skipum
| þeim, sem til Hafnarfjarðar
| koma. Þá eru og á samningi
þessum ákvæði um, að „lúgu-
menn“ og „vindumenn“ verði
að vera samþykktir af stjórn
Hlífar.
Sirælijvagnasijórarnf
ir krefjast nýrra
launasamninga innair
viku
TNUM á fimmtudaginn var
til umræðu bréf frá bifreiða-
stjórafélaginu Hreyfli, með til---
lögum um nýjan samning um
kaup og kjör strætisvagna-
stjóra.
Er samningurinn útrunninn
eftir viku og munu vagnstjór-
arnir þá leggja niður vinnu, ef'
samningar hafa ekki tekizt fyr-
ir þann tíma.
Borgarstjóri skýrði frá þvír
að bærinn hefði boðið vagn-
stjórunum, að þeir yrðu settir í
launaflokk með öðrum fastráðu:
um bílstjórum hjá bænum, em
því hefur verið hafnað.
Verður lögsagnarum
dæmi Hafnarfjarðar
Verða Sláiol! og Hólar aðseturs
staðir vigslnbiskupaiiaa ?
Frumvarp um endurreisn "hinna fornu
biskwpsstóla fram komið á alþingi.
--------4-----------
SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, Jörundur Brynjólfsson, Sig-
urður Guðnason, Sveinbjöm Högnason og Jón Sigurðs-
son flytja í neðri deild alþingis frumvarp til laga um endur-
reisn hinna fornu biskupsstóla að Skálholti og Hólum í
Hjaltadal.
Samkvæmt frumvarpi þessu skulu vera á íslandi, auk bisk-
ups landsins, tveir vígslubiskupar, annar í Skálholtsbiskupsdæmi
hinu forna, er situr í Skálholti, hinn í Hólabiskupsdæmi hinu
forna nieð aðsetri að Hólum. Jafnskjótt og fé er til þess veitt á
fjárlögum og eigi síðar en árið 1950, skulu reistar biskupsíbúðir að
Skálholti og Hólum. Ennfremur skal ríkið reisa í Skálholti vand-
aða dómkirkju og láta fulllnaðaraðgerð fram fara á Hóladóm-
kirkju. Skal þá og aftur flytja heim í dómkirkjurnar hina fornu
gripi heirra.
Vígslubiskupar skulu kjörnir
af öllum þjónandi prestum þjóð
kirkjunnar. Kjörgengir eru all-
ir þeir, sem rétt hafa til prests-
embættis í þjóðkirkjunni, án til
lits til þess, hvar búsettir eru í
landinu. Um kosningu vígslu-
biskupa fer eftir gildandi lög-
um um biskupskosningu. Verði
kosning eigi lögmæt, af því að
enginn fái áskilinn hluta
greidda atkvæða, skal embætt-
ið veitt eftir tillögum biskups.
Biskup landsins vígir vígslu-
biskupana.
Vígslubiskupar vígja biskup
landsins, er svo stendur á, að
Framh. á 7. sí@u.
Frumvarp fflutt aff
Emil Jénssyni afi
ósk hæjarstjórnar
Hafnarfjarðar.
P MIL JÓNSSON flytur að:‘
beiðni bæjarstjórnar Hafn
arfjarðar frumvarp til laga um
breytingu á lögum frá 1. febrút
ar 1936 Um eignarnámsheimildt
á nokkrum löndum og á afnot-
arétti landsvæða í Hafnarfirði,.
Garðahreppi og Grindavíkur-
hreppi um stækkun lögsagnar-
umdæmis Hafnarf jarðar. Er
með frumvarpi þessu ákveðið
að innlima Krísuvíkur- og
Stóra-Nýjabæjarland í lögsagn-
arumdæmi Hafnarfjarðar.
Frumvarpið er flutt sam-
kvæmt tilmælum bæjarstjórn-
ar Hafnarfjarðar eins og fyrr
segir og fylgir því bréf bæjar-
stjórans í Hafnarfirði til þing-
, manns kaupstaðarins sem fylg-
j iskjal, en í greinargerð flutn-
ings manns segir á þessa lund:
. „Þegar lög nr. 11. 1. febrúar
' 1936, um eignarnámsheimild á
nokkrum löndum og á afnota-
rétti landsvæða í Hafnarfirði,
Garðahreppi og Grindavíkur-
hreppi og um stækkun lögsagn-
arumdæmis Iiafnarfjarðarkaup
staðar, voru sett, var frestao að
innlima Krísuvíkur- og Stóra-
Nýjabæjarland í lögsagnarum-
dæmi Hafnarfjarðar, meðal ann>
ars vegna þess, að þá var eng-
inn vegur að þessu landsvæði
og engar framkvæmdir hafnar^
Nú er landið komið í vegar-
samband, hefur allt verið girt
og undirbúningur hafinn und-
ir ýmiss konar framkvæmdir
þar í stórum stíl, svo sem orku-
vinnsla og jarðrækt. Þykir því
ekki mega lengur fresta að inn-
lima land þetta í lögsagnarum-
dæmi Hafnarfjarðarkaupstað-
ar, en hann er eigandi jarðarinn
ar og hefur með höndum allar
framkvæmdir.
Land þetta er nú óbyggt með
öllu, og er því ekki um neina
tekjuskerðingu fyrir Grindavík
urhrepp að ræða, þó að landið
verði innlimað í Hafnarfjarð-
arkaupstaðJ'"