Alþýðublaðið - 23.02.1946, Side 3

Alþýðublaðið - 23.02.1946, Side 3
* U': •-?.» X<augafdag 23. febrúar 1946. AUÞYÐtJIILAOHi Ryti Tanner fyrsia samnorræna lisiasýningin eftir slríðið opnuð í Oslo í apríl ____________ Ji'rá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í gær. HIN fyrsta samnorræna list sýning eftir styrjöldina ^verður opnuð í Osló í apríi næst Icomandi. Verður listsýning þessi á vegum Listabandalags Norðurlanda, sem stofnað var í Stokkhólmi x vetur. Áformar bandalagið, að ár livert verði haldin samnorræn sýning í einni' af hinum fimm liöfuðborgum Norðurlanda. Auk sýninga, er gefa yfirlit yf- ár listaafrek á árinu, mun banda lagið einnig beita sér fyrir sýn- Ingum, er sýna hið helzta er gerzt hefur undanfarin ár í list um á Norðurlöndum. Þá verður einnig höfð um hönd víðtæk- kynningarstarfsemi á norrænni listastarfsemi, meðal annars % i með erindaflutningi, greinum í bíöðum og tímaritum, útvarpi og kvikmyndum. VIKAR. Monlgomery í Bern. Sk AMKVÆMT Lundúnaút- várpinu í gær, kom Mont- gomery marskálkur til Bern í gær í stutta heimsókn. Var hon- iim veitt hátiðleg, opinber mót- taka og hann hylltur af mikl- um mannfjolda við komuna þangað. Ekki er þess getið, hve lengi hunn muni dvelja þar. Finna á ofriðaráninom. -----:—+----— Rússar knúðu fram á síðustu stundu að dóm- arnir voru þyngdir að mikkim mun. ---- .., ---- HHcill mannfjökii vottaði binum dæmdu sam- úð sina eftir dómsúrskurðinn U REGNIR FRÁ STOKKHÓLMI í gær herma, að dóm- arnir hafi nú verið birtir ýfir finnsku stjórnmálamönn- unum, sem kærðir voru fyrir að eiga sök á þátttöku Finna í styrjöldinni á móti Rússum. V!ar Ryti, fyrrverandi Finn- landsforseti, dæmdur í 10 ára betrunarhússvinnu, Rangell, fyrrverandi forsætisráðherra, í 6 ára fangelsi, Tanner, fyrr- verandi forsætisráðherra, í ðVá/árs fangelsi, Linkomies, fyrrverandi forsætisráð'herra, í 514 árs fangelsi, Kivimaki, fyrrverandi sendilherra, í 5 ára fangelsi, Ramsay, fyrrver- andi utanríkisráÖherra, í 2x/2árs fangelsi og tveir aðrir þekkt- ir stjórnmálamenn, þeir Kukkonen og Reinikka í 2 ára fang- elsi hvor. Það er til merkis um það, hvernig litið er á þessa dóma með- al almennings í Helsingfors, að mannfjöldinn, sein beið fyrir utan réttarsalinn til að sjá hina dómfelldu, eftir að dómarnir höfðu verið kveðnir upp, vottaði þeim samiið með því að taka ofan, er þeir voru fluttir burt. Það er nú kunnugt, af frá- sögn 'fréttaritara í Helsingfors, að Finnar eru rauriverulega kúgaðir til þess af Rússum að kveða upþ þessa dóma yfir for- ystumönnum sínum á ófriðar- árunum. Þannig er það nú vitað, að rétturinn hafði þegar ákveð- ið að kveða upp miklu vægari dóma. Höfðu þeir þegar verið dæmdir og ákveðið, að Ryti skyldi ekki fá nema 8 ára betr- uinarhússvinnu, Rangell 5 ára fangelsi, Tanner 3Vá ár, Linko- mies 3 ár, en Kivimaki skyldi sýknaður. En þegar hér var komið, skarst eftMitsnefnd Rússa i Helsingfors í leikinn og taldi dóma þessa of væga og ekki í samræmi við vopnahlés- skilmála Finina og Rússa. Var þá dómunum breytt, til þess að friða Rússa. Finriskum btöðum verður að sjálfsögðu tíðrætt um dómana. Segir hið þekkta „Hufvudstads- bladet“, að hér sé um mikinn harmleik að ræða, en eftir slika dóma muni verða erfitt að segja, að Finnar 'hafi ekki fært fórnir til þess að koma sér sam- an við Rússland. Aftur á móti segir blaðið „Vapa Sana“, sem stendur mjög nærri kommún- istum, að dómarnir séu allt of vægir, í öðrum löndum hefðu verið kveðnir upp dauðadóxnar yfir þesum mönraum. Það er altalað i Helsingfors, að hinir dæmdu forystumenn finnsku þjóðarinnar á ófriðar- árunum hafi á margan hátt ver- ið ihindraðir í vörn sinni fyrir róttinum og blöðin haft mjög takmarkað frelsi til þess að flytja fréttir af varnarræðum þeirra, sem þó síuðust út og vöktu sterka samúð finnsku þjóðarmnar, ekki hvað sízt varnarræða Tanners, hins kunna •finnska jafnaðarmanns, sem ár- uim saman hefur verið einn þeirra manna á Finnlandi, sem kommúnistar og Moskvaútvarp- ið hafa beint skeytum sínum að- ísland þríðja í röðinni um innfluining til Damnerkur Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í gær. ÖNSK blöð fagna því al- mennt, að viðskipti íslands og Danmerkur hafa aukizt svo mjög eftir styrjöldina. Segja blöðin, að ísland sé nú hið þriðja í röðinni að vörumagni innflutnings til Danmerkur. Vona blöðin jafnframt, að ís- lendingar muni einnig auka innflutning sinn frá Danmörku, er fram líða stundir. VIKAR. ðúlgarar halda ekki gerða samninga. , FREGNIR frá London í gær hermdu, að talsvert væri um það rætt á Bretlandi og i Bandaríkjunum, að Búlgarar stæðu ekki við gerða samninga um stríðsskaðabæturnar. Hafa fulltrúar Breta og Bandaríkj- anna í Soffía, höfuðborg Búlgar íu, niinnzt á þetta þráfaldlega, en árangurslaust. Samkvæmt samningunum áttu Búlgarar að sjá Grikkjum og Júgóslövum fyrir ýmsum mat- vælum, og auk þess áttu þeir að skila aftur því, sem búlg- arskir hermenn höfðu rænt í styrjöldinni. 1 ............ . ....... . \.r Hér réðu þeir ráðum sínum. Mynd þessi er tekin, þegar allsherjarþing hinna sameinuðu þjóða var sett á dögunum. Þingið, sem eins og kunnugt er, er nýlokið, var haldið í Albert Hall í London fulltrúar 52 þjóða frá öllum heimsáuum. Heiltarlegir bardagar enn háðir i Bombay eg Karachi í gærdag. . Kommunistar og róttækir blása að koiunum, sagðá Attlee í gær. ------—«------- 1 SKYGGILEGAR horfur voru sagðar í Bombay og Karachi á Indlandi í gær, vegna uppreisnar sjóliðanna. Voru víða háð- ir snarpir bardagar, einkum eftir að æsingamenn höfðu ráðizt á kornskemmur í Bombay og eyðilagt þar mikið af matvælum, enda þótt vitað sé, að mikill kornskortur er ríkjandi víða á Indlandi. Clement R. Attlee, forsætisráðherra Breta sagði í neðri málstofu þingsins í gær, að sér hafði borizt vitneskja um, að óeirðirnar væru ekki runnar undan rifjum Congressflokksins indverska, heldur væri blásið að kolunum af róttækuni mönnum og komm- únistum. Umferðarbann hefur verið sett í Bombay vegna óeirð- anna. Attlee sagði í ræðu sinni, að hann harmaði það, að hinir ind verksu sjóliðar hefðu gripið til þeirra ráða, sem raun bæri vitni. Þeir hefðu byrjað verk- fall og óspektir áður en þeir höfðu sett fram nokkrar kröf- ur, en hvað sem því liði, yrði að koma á reglu. Þegar síðast fréttist voru brezk beitiskip og tundurspill- ar að koma á vettvang til Bombay, en þar voru mikilar æsingar 1 borginni. Til snarpra bardaga kom milli æsingamanna, er rændu kornskemmur og frömdu ýmis önnur spillvirki og brezkra her manna en ekki er' vitað um manntjón í .bardögum þessum. Þá var og kveikt í banka ein- um og rúður brotnar í mörgum opinberum byggingum. Orrustu flugvélar Breta svifu yfir borg- inni og flugu margar þeirra mjög lágt. I borginni Karachi gáfust uppreisnarmenn upp á herskip inu „Hindustan“, eftir nokkra viðureign. Höfðu þeim verið settir úrslitakostir, sem þeir sinntu ekki og var þá hafin skot hríð á þá úr landi. Gáfust þeir þá upp eftir nokkurn bardaga. Höfðu þeir þá skotið af fallbyss um, án þess þó að valda tjóni í liði í Breta. Fótgönguliðar og skriðdeka- sveitir aðstoða lögregluna í Bombay við að koma á reglu, en miklar æsingar voru í mönn um, er síðast fréttist. Þá hafa og borizt fregnir af því, að verkfall hafi verið haf- ið í Punjab-fylki, í samúðar- skyni við sjóliðana. 400 fárust í námaslys- inu í Ruhr. •TH ILKYNNT var á London í gær, að öll von væri úti um, að nokkur maður væri á lifi af þeim, sem tepptir voru i námaslysinu við Dortmund í Ruhr, sem getið var um i gær. Um 400 manins fórust þarna, af um 500, sem tepptir voru. Námagöngunum, þar sem sprengingin varð, mun nú verða lokað.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.