Alþýðublaðið - 23.02.1946, Page 4
ALfrTOUBLAPIÐ
Laugardag 23. £el»áar i$4£.
fUfrijðukladið
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Símar:
Ritstjórn: 4901 og 4902.
Afgreiðsla og auglýsingar:
4900 og 4906.
Aðsetur
í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu.
Verð í lausasölu: 40 aurar.
Alþýðuprentsmiðjan hf.
Hver vill í einingar
dans við „séra"
Sigíús!
Ritstjóri „stjórnmála
RABBSINS“ í Þjóðviljan-
um, „séra“ Sigfús Sigurhjartar
son, sem glopraði því út úr sér
einn daginn fyrir bæjarstjórn-
arkosningarnar, að „eining al-
þýðunnar væri ekki hugsanleg
annars staðar en innan vébanda
Sósíalistaflokksins,“ þ. e. Kom-
múnistaflokksins, eins og þessi
annars sihræsnandi einingar-
postuli orðaði það, er í gær rétt
einu sinni að fara á fjörurnar
við unga jafnaðarmenn og
hvetja þá til þess, „að snúa sér
að einingarstarfinu“. Þarf nú,
eftir hin óvenjulega hreinskilnu
orð „séra“ Sigfús fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar, ekki að
fara í neinar grafgötur um það,
hvað sldk hvatning þýðir: Þeim
er boðið upp á að láta innlima
sig, þegjandi og hljóðalaust, í
hið rússneska útibú hér á landi.
*
Það er náttúrlega ágætt, að
tala um „einingu alþýðunnar“;
það lætur vel í eyrum og er því
vinsælt svo lengi, sem menn
ekki sjá í gegnum óheilindin og
svikavefinn. En hver skyldi
halda áfram að taka einingar-
hjal „séra“ Sigfúsar alvarlega
eftir að hann er búinn að játa
það svo hispurslaust, að fyrir
honum vaki ekkert annað, en
að eyðileggja þann flokk, sem
upp á samkomulag og einingu
er boðið, og innbyrða meðlimi
hans, það er að segja þá þeirra,
sem náð finna fyrir augum
hinna rússnesku útsendara, í
Sameiningarflokk alþýðu, öðru
nafni Sósíalistaflokkinn, en
réttu nafni Kommúnistaflokk-
inn? Skyldu þeir ekki verða
heldur fáir, Alþýðuflokksmenn-
irnir eða ungu jafnaðarmenn-
irnir, sem kæra sig um að stiga
slíkan einingardans með „séra“
Sigfúsi Sigurhjartarsyni og hans
salufélögum?
*
„Séra“ Sigfús talar gjarnan
um það, þegar hann er að reyna
að rugla hrekklausa alþýðumenn
og verkamenn með einingar-
hræsni sinni, að menn megi
„ekki vera rifja upp gamlar
kennisetningar, sem að ýmsu og
raunar mestu leyti séu orðnar
úreltar fyrir viðburðanna rás“.
Það má nú vera, að fyrir
„séra“ Sigfús séu flestar kenni-
setningar orðnar úreltar, svo
mjög sem hann hefir ekið segl-
um eftir hinum nólitíska vindi.
En úti um heim hefir ekki orðið
neitt vart við það, að það bil,
sem er á milli einræðisdýrkunar
innar og kommúnismans ann-
ars vegar og lýðræðishyggjunn-
ar og jafnaðarstefnunnar hins
vegar, væri að mjókka. Þvert á
móti hafa kosningar úti um
heim síðan d striðslok sýnt, að
þjóðirnar gera skarpan greinar-
mun á þessum tveimur stefn-
um og fylkja sér nú fastar um
Eflir bæjarstjornarkosningarnar;
Spreigifraaboð komraúnista.
KOMMÚNISTAR hafa mjög
gumað af því eftir nýaf-
staðnar sveita- og bæjarstjórna
kosningar, að þeir hafi aukið
bæjarfulltrúatölu, um hitt geta
þeir minna, að fylgi þeirra óx
ekki nema 17%, en Al-
þýðuflokksins 35%. Hins
varast þeir að geta, hvernig a.
m. k. nokkuð af þessari bæjar-
fulltrúaf j ölgun þeirra er feng-
in. Verður þo ekki annað sagt
en áð aðferð þeirra sé all at-
hyglisverð og táknræn fyrir
„sameiningarstefnu11 íslenzku
kommúnistanna.
Enginn íslenzkur stjórnmála-
flokkur er jafnfrægur fyrir
sprengiframboð sín og komm-
únistaflokkurinn. Hvar sem
þeir megna að fá meðmælendur
á lista eða með framjóðanda,
hvort heldur er við bæjar-
stjórnay eða alþingiskosningar,
þar bjóða þeir fram, alveg án
tillits til þess að atkvæði þeirra,
sem lista þeirra eða frambjóð-
anda kjósa, gætu ráðið úrslitum
milli hinna andstæðinganna.
Segja má að þetta verði að fyrir
gefast þeim, meðan svo var fyr-
ir þeim ástatt að þeir höfðu
stjórnarbyltingu á stefnu-
skránni og áttu engan óvin á
hinu pólitíska sviði öðrum
verri. Allir andstæðingar þeirra
voru þeim jafnóskyldir í af-
stöðunni til lýðræðisins og því
engin ástæða að sýna neina
hlífð, ekki einu sinni þeim,
sem þó höfðu sósíalisma á
stefnuskránni eins og þeir sjálf
ir. Þótt á greindi um leiðir fram
að árinu 1937, kom það líka
þráfaldlega fyrir, að frambjóð-
endur Alþýðuflokksins náðu
ekki kosningu vegna sprengi-
framboða kommúnista, og var
engu líkara oft og tíðum, en að
kosningabandalag væri milli
kommúnista og íhaldsmanna,
þó þannig, að hver íhaldsmaður
inn á fætur öðrum flaug á þing
fyrir óbeinan stuðning komm-
únista, þótt aldrei fengi þeir
sjálfir neitt á móti, svo vitað
væri að minnsta kosti. Og jafn-
vel eftir að kommúnistar þykj-
ast hafa snúið frá villu síns veg-
ar, eftir að þeir þykjast vera
orðnir lýðræðissinnaðir, og þeg
ar þeir eru farnir að halda því
fram að þeim og Alþýðuflokks-
mönnum beri í raun og veru
ekki annað í milli en það, hvort
styðja eigi í öllu heimsvalda-
sinnaða utanríkisstefnu Rússa
eða ekki, þá hliðra kommún-
istarnir sér ekki hjá að stofna
til sprengiframboða, til þess að
hlaupa undir bagga með þeim,
sem nú er talinn vera höfuðó-
vinurinn, sem sé íhaldinu. Má
færa gildar sannanir fyrir þessu
úr síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingum.
I Keflavík hafa sjálfstæðis-
menn haft hreinan meirihluta
undanfarin kjörtímabil. Vitað
var, að þar væri Alþýðuflokkur
inn í miklum uppgangi og væri
orðinn viss með 3 bæjarfulltrúa
af þeim 7, sem kjósa á í hrepps
nefnd. Kommúnistar þóttust
líka hreint ekki svo litlir karlar.
Þeir myndu fá a. m. k. einn
mann kjörinn og kannske tvo,
til þess að þeir kæmu manni að,
og þar með myndu þeir hafa
oddaaðstöðu í hreppsnefndinni.
Með sjálfum sér vissu þeir vit-
árangurinn af framboði þeirra
myndi því aðeins verða sá, að
anlega að nær engar líkur voru
annaðhvort myndi Sjálfstæðis-
flokkurinn halda meirihluta
sínum eða að Framsóknar-
flokkurinn myndi fá oddaað-
stöðu í hreppsnefndinni, og
mætti virðast svo sem komm-
únistum hefði þótt hvorugur
þeirra kosta mjög góður. Eigi að
síður buðu þeir fram, vegna rót
gróins haturs á Alþýðuflokkn-
um. Árangurinn varð sá, að
Alþýðuflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn fengu sína 3
fulltrúa hvor og efsti maður
framsóknarlistans komst í odda
aðstöðu. Samtals fengu listar
Alþýðuflokksins og Komm-
únista 410 atkvæði, og
hefði það nægt til þess að fá
meirihluta í hreppsnefndinni.
Þar með hefði kommúnistum
ekki einungis verið hjálpað til
þess að fá bæjarfulltrúa kjör-
inn, heldur hefðu þeir ásamt
fulltrúum Alþýðuflokksins háft
meirihlutaaðstöðu í hrepps-
nefndinni.
Frá Akranesi er sömu sögu
að segja. Vitað var að Alþýðu-
flokkurinn hafði þar stóraukið
fylgi sitt, ekki sízt fyrir ötult
og fórnfúst starf fulltrúa hans
í fráfarandi bæjarstjórn fyrir
velferðarmálum kaupstaðarins
og bæjarbúa almennt. Flokkur-
inn myndi því vera viss með að
halda bæjarfulltrúatölu sinni,
og hafa allmikinn hóp atkvæða
vísan á 4. mann sinn. Voru. því
líkur til, þar sem vitað var, að
kommúnistar áttu víst að fá
einn fulltrúa kjörinn á eigin
spýtur, að sameiginlega myndu
flokkarnir hafa á bak við sig
nægilega mörg atkvæði tíl þess
að koma að 5 mönnum af þeim
9, sem kjósa átti, eða hreinan
meirihluta. Var talazt við um
sameinginlegt framboð en án ár
angurs. Var tilboði Alþýðu-
flokksmanna um að sósíalistar
skipuðu menn í 3. og 8. sæti list
ans hafnað, en í því fólst viton-
lega trygging fyrir að þeir
fengju einn mann kjörinn í
bæjarstjórn og varamann, svo
framarlega sem listinn fengi 4
fulltrúa, sem alveg var öruggt.
Sósíalistar gerðu hins vegar
kröfu til þess að fá 2. og 4.
mann, m. ö. o., að þeim yrði
gert jafnhátt undir höfði og
Alþýðuflokksmönnum, báðir
hefðu 2 fulltrúa, ef listinn kæmi
að 4 mönnum, en Alþýðflokk-
urinn hefði mann í 5. sæti og
kæmi því að þremur mönnum,
ef svo færi, sem litlar líkur
voru fyrir, að listinn kæmi að
5 mönnum. Niðurstaðan varð
sú, að kommúnistar fengu 1
mann en Alþýðuflokksmenn 3
en samanlagt fengu listar þeirra
nákvæmlega 500 atkvæði. Hefði
sameiginlegur listi því fengið 5
menn, sé gert ráð fyrir að hann
hefði fengið atkvæði allra
þeirra, sem kusu flokkslistana
jafnaðarstefnuna en nokkru
sinni áður.
Það er ekki heldur nein til-
viljun, hvemig þær viðræður
hafa endað, sem hjá frændþjóð-
um okkar á Norðurlöndum hafa
farið fram á síðasta hálfu ári
til þess að sannprófa möguleik-
ana á þeirri einingu, sem „séra“
Sigfús er si og æ að fimbulfamba
um. Þar eru menn ekki í nein-
um vafa um það lengur, hvað
fyrir slíkum einingarpostulum
vakir.
Þau eru enn fullkomlega í
sínu gildi orðin, sem Friedrieh
Engels, hinn frægi samherji
Karls Marx og brautryðjandi
jafnaðarstefnunnar, sagði endur
fyrir löngu: „Þeir, sem hæst
gala um einingu, eru oft í verki
ekki hvað minnstir sundrung-
arsveppirnir.“
sinn í hvoru lagi, en fyrir því er
engin vissa, að vísu nokkrar
líkur. Þannig varð yfirlæti
kommúnistann atil þess að ekki
náðist samkomulag, og í bili a.
m. k. hindrað, að vinstri meiri-
hluti næðist.
Hvergi dugði þó sprengifram-
boð kommúnista þeim betur en
á ísafirði. Þrátt fyrir það, að
kommúnistar töpuðu þar bæj-
arfulltrúa til íhaldsins, tókst
þeim þó að ná því þráða marki
að fá odda-aðstöðu í bæjar-
stjórninni og mynda meirihluta
með sjálfstæðismönnum, m. a.
um þá framkvæmd bæjarmála,
að auka við útsvörin um kr.
600 000,00, samtimis því að
framlög til verklegra fram-
kvæmda standa í stað. Vitað var,
að mikið af sjálfstæðismönnum
hafði flutt úr nærsveitunum til
ísafjarðar og listi þeirra stæði
því mjög nálægt því að fá 4
menn kosna. Þrátt fyrir það
einbeittu kommúnistar kosn-
ingabaráttu sinni gegn Alþýðu-
flokknum, og er ekki alveg grun
laust um að þeir hafi meira að
segja lánað íhaldinu nokkur at-
kvæði, vitandi það, að sjálfir
voru þeir vonlausir um 2 menn
og því eina vonin um að kom-
ast í hjónasængina með Sig-
Takið eftir-
Kaupum notuð húsgögn
og lítið slitin jakkaföt.
FORNVERZLUNIN
Grettisgötu 45. Sími 5691.
urði frá Vigur og Sigurði Vest-
urlarids-ritstjóra, sú, að íhald-
ið kæmi að 4 mönnum. Sú varð
líka raunin á. Enda hafði þetta
svokallaða spyrðuband tilbúinn
málefnasamning frá því löngu
fyrir kosningarnar, sem ekkert
var að gera við annað en skrifa
undir. Átti svo að heita svo sem
Álþýðuflokknum væri boðið að
vera með, þ. e. a. s. hann mátti
aðeins segja já og amen við öllu-
sem þessir félagar höfðu samið
um, ella yrði hann ekki með í
spilinu. Mundu þó fæstir undr-
ast, þótt Alþýðuflokksménn á
ísafirði þættust hafa nokkra á-
stæðu til að> taka samkomulagi
þessara þokkapilta um fram-
kvæmd bæjarmála með nokk-
urri tortryggni.
Sama eðlis var tilraun komm-
úinsta í Hafnarfirði; aðeins var
munurinn sá, að þeim tókst ekki
með sprengiframboði sínu að
hindra það, að Alþýðuflokkur-
inn næði glæsilegum meiri-
hluta. Hefði Alþýðuflokkurinn
Frh. á 6. síðu.
DDAGUR, blað Framsóknar
flokksins á Akureyri, gerir
nýlega í aðalritstjórnargrein,
sambúð sjálfstæðismanna og
kommúnjsta að umtalsefni og
er bersýnilega vel skemmt með
þeim hnútum, sem þar fara á
milli. Dagur skrifar: —
„Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að síðustu vikurnar fyr-
ir bæjarstjórnarkosningarnar hófu
'höfuðmálgögu kommiúnista annars
vegar, en Sjálstæðisflokksins hins
vegar, magnaða skothríð hvort á
annars herbúðir. Engum smáskeyt
um var þar á skipzt. „Morgunblað
ið“ fullyrti með berum orðum, að
kommúnistar væru aðeins
ótíndir landráðamenn, er gengju
hér erinda erlends stórveldis í
einu og öllu. Færði Iblaðið fyrir því
'ljós rök, að forráðamenn Sósíalista
flokksins skirrðust aldrei við að
ganga í berhögg við innlenda hags
muni og íslenzkan málstað, hve-
nær sem fcippt væri í spottann,
sem tengir þessa and'legu sprelli-
karrla við stj órnarskri'fstofurnar í
Moskvu. Á hinn þóginn spöruðu
kommúnistar þá heldur ekki stór-
yrðin í garð þessa sámstarfsflokks
síns í ríkisstjórninni, hvorki í
blaði sínu né öðrum áróðri, heldur
völdu Sj álstæðisflokknium og for-
ráðamönnum hans hæðilegustu og
þyngstu skammaryrði íslenzkrar
tungu, og flutu þá auðvitað land-
ráðabrigzl með í þeim flaumi án
þess að sérlega mikið væri eftir
því tekið, þar sem allt orðbragð
blaðsins var á hina einu og sömu
bók skrílmennskunnar og strák-
skaparins lært.“
Og enn skrifar Dagur:
„Flestir munu hafa gert ráð fyr
því, að hér væri um stutta leik-
sýningu að ræða, sem einvörðungu
væri „sett á svið“ í tilefni bæjar-
stjórnarkosninganna, enda myndu
þlöðin strax taka upp tiltölúlega
friðsamleg og bróðurleg viðskipti,
er kosningahríðin væri hjá liðin,
svo sem bezt ihæfði bandamönn-
um og samstarfsflokkum í ríkis-
stjórn. Má og segja, að sú hafi
einnig orðið raunin á af Mor.gun-
iblaðsins hálfu. Hins vegar hefur
Þjóðviljinn allur færzt í aukana og
hert því meira árásimar og iLlyrða
hríðina því léhgra sem leið frá
kosningunum. Hér í blaðinu er á
öðrum stað gerð nokkru nánari
grein fyrir aðalefni þeirrar ófögru
ákæru, sem blað þetta Lætur sér
sæma að bera fram gegn samstaris
flokki sínum í ríkisstjórninni. En' í
stuttu máli sagt lætur Þjóðviljinn
sér ekki nægja að kalla þessa pöli-
tísku rekkjunauta sína „afdankaða
nazis'taagenta", „peningaskríl“ og
öðrum slík'Um nöfnum, sem talizt
munu geta til tiltölulega rnein-
lausra og hverdagslegra gæluyrða
í munni kommúnistablaðs, heldur
'hamrar þetta málgagn og stuðn-
ingsblað íslenzku ríkisstj órnarinn-
ar á því dag eftir dag með sívax-
andi krafti, að forráðamenn Sjálf-
stæðisflokksins séu „landráðaLýð-
úr“, sem „álltaf hafi verið reiðu-
búinn til þess að selja landið því
stórveldi, sem hann í svipinn hef
ur treyst ti'l þess að níðast á ís-
'lenzkri alþýðu og vill nú frjálsar
hendur til að geta svikið ísland í
hendur Bandaríkja:nna“, Sjálf-
stæðismenn „undirbúa landráðin
af fullum kafti,“ stendur þdr o. s.
frv. o. s. frv. í þessum sama dúr.“
Að endingu skrifar Dagur:
„Óhætt mun að fullyrða, að það
séu alger einsdæmi í stjórnmála-
slögu allra þjóða, að samstarfsflokk
ar í ríkisstjóm keppist við að bera
hin svæsnustu og berorðustu Land
ráðabrigzl hver á annan', án þ^s
að samstarfinu sé samstundis slit-
ið. Hér halda þessir flokkar, er
svo haga sér, hins vegar áfram að
styðja „landráðamennina“ sem
dyggilegast til valda^ og forustu
um málefni þjóðarinnar, og taka
meira að segja upp nýtt og aukiff
Frh. á S. áíSu.
/