Alþýðublaðið - 23.02.1946, Qupperneq 5
Heimilislaus.
Laugardag 23. ícbrúar ÍMS.
ð
Nokkur orð af tilefni kvikmyndar. — Umhugsunarefni
einnig fyrir okkur. — Um trjárækt í bænum og varnir
gegn kvillum. — Sjáið þið „sóða“-nafnið skrifað á bak
ykkar?
ANNARS ER.ÞAÐ RANGT, að
KVIKMYNDIN GATAN, eftir
síjg’U Ivar Lo-Johanssons, sem
saú er sýnd í Gamla Bíó, dregur
ekki silkislæðu yfir gráan veru-
leikann. Þetta er hörð mynd og
miskunnarlaus, en alveg eins og
lífið sjálft, eða það afbrigði þess,
aem sagan og myndin vilja sýna.
Slík list hefur mikinn boðskap að
ílytja og þó að margir segi: „Listin
fyrir. listina eingöngu,“ þá hef ég
aldrei getað fellt mig við þá skoð-
un. Ef listin er ekki fyrir lífið, þá
á hún svo lítið erindi til fólksins,
múgsins. Hins vegar er það hár-
rétt, að það er alltaf hægt að deila
mn það hvenær list sé aðeins fyrir
listina og hvenær fyrir lífið sjálft.
BOÐSKAPUR þessarar myndar
ú erindi til okkar á þessum tím-
nm. Við ' eigum að vísu enga
„igötu“, þar sem igengið er blóðug-
nm fótum og flögrandi au-gu, reik-
«lla sálna leita eftir viðskiptum,
en reikular, uppflosnaðar sálir
■ei'gum við meira en nógu margar
— og ógæfan tætir nú sundur
heimili í Reykjavík, en saklaus
náttúrubörn, sem (hingað ieita, far-
ast í flaumi kvöldanna í villtri leit
aff 'gleði, sem ber í sér eitur. Það er
svo ákaflega margt, sem ekki er
svo létt að skrifa um, jafnvel þó
að.þess þyrfti; ef til vill skortir
rnann djörfung og hugrekki.
MÓÐIR SAGÐI við mig fyrir
•nokkru: „Ég er alveg að gefast
upp. Ég ræð ekki við neitt, er bú-
in að gera allt, sem í mínu valdi
^stendur. Heimili okkar hefur allt-
af verið rólegt og reglusamt, en
simhverfið hetfur eyðilagt iþað. Ég
verð að taka við veslings dóttur
minni um miðjar nætur og stund-
um undir morgun og 'hjálpa henni
í rúmið. Við hjónin liggjum and-
vaka á næturnar og hlustum eftir
fótataki á götunni. Maðurinti minri
er fariinn að lýjast, og svona vöku-
nætur eyðileggja hann alveg. Við
getum ekki meira. Hvað eigum við
að gera?“
OG HVERJU ER HÆGT að
svara? Engu. Að minnsta kosti á
ég ekki ráð. Eiga ef til vill aðrir
ráð? Tilraunir hafa verið gerðar
til hjálpar, en þær hatfa vakið hat-
rammar deilur og jafnvel æsingar.
Jafnvel þeir, sem bezt áttu að
ganga fram í björgunarstarfi, sner-
nst hatrammlegast gegn því. Bong-
arljósin mála alls konar myndir í
svart asfaltið á kvöldin. Þetta
verða kynjamyndir fyrir augum
ýmissa ungmemia. Og þær tala.
Festuna vamtar í 'þetta fólk, alveg
eins og festu vantar í alla þjóðfé-
lagsbyggingu okkar, heimilin og
saimfélagið.
hrópa alltaf á samfélagið og kenna
því um hvert slys. Með því er ver-
ið að slæva ábyrgðartiifinningu
einstaklinganna. Og nóg er til af
ábyrgðarleysi, þó að það sé ekki
egnt upp #með slíkum hrópum.
Gatan er góð mynd, og boðskap
hennar ættum við að nema.
S. V. SKRIFAR: „Allur heimur-
inn er „dús“ við þig, Hannes minn.
Allir eiga iþig, eða er það öfugt?
Svo að þú eigir alla þá, sem kynn-
ast ,,horninu“ þínu. Þorrinn er að
telja út. Hvítur í daig, másk-e rauð-
ur á morgun. Það hef-ur verið lítið
um, að snjórinn breiddi hvíta
blæju yfir syndir þessa bæjar í
v-etur. Og eftir rúman mánuð held-
ur almanaksvorið innreið sína. Þá
fer bráðum að líða að því, að fara
megi að úða tré og runna í görðum
bæjarins.
ÞAÐ HEFUR EKKI ALLTAF
verið svo auðvelt, að fá það -gjört.
En það er einmitt riauðsyn, að þar
séu allir samtaka, því að óþrifin
berast úr einum garði í annan, svo
að heita má, að unnið sé fyrir gý-g,
ef ekki fer fram -almenn úðun.
Lauflausir runnar og rytjuleg tré-
eru engin bæjarprýði.
ÞAÐ VAR í FYRRA stungið
upp á því, af einhverjium' manni,
mig minnir helzt, að það væri af
garðyrkjuráðunaut bæjarins, að
bezt færi á, að bærinn taki þetta
-starf að sér. Fen-gi til þess fljót-
virk áhlölld, og léti fram'kvæma úð-
unina fyrir ’gaxðeigendur, en þeir
igreiddu fyrir vinnu og efni. Ætti
öllum að vera það ljúft.
ÞÁ KEM ég að þrífnaðinum í
bænum. Reykjavík er víðáttumik-
ill.bær. Þótt göturnar séu sópáðar
og sorpílátin tæmd, verður bærinn
aldrei þriflegur, nema að íbúarnir
séu þrifni-r. Það veit og skilur
hver heilvita maður. Við verðum
að 'hætta að kasta óþrifnaði á göt-
urnar og í 'kringum húsin.
ÞAÍ) VAR SAGT við börnin, að
þau fengju svartan blett á tung-
una, -ef þau blótuðu. Nú skal ég
segja ykkur, þér, sem k-astið
pappír, ávaxtaberki eða sígarettu-
hylkjum eða öðr.u slíku frá ykkur,
'þar sem þið standið. Það er hönd,
sem skrifar á bakið á ykkur
„Sóði“.
ÞAÐ GETUR VERIÐ, að þið
eða félagar ykkar, sjái þetta ekki,
en þeir, sem skyg'gnir eru, sjá það.
Það heyrir til pérsónulegum þrifn-
aði, að láta ekki þurfa að ganga á
sér með sóp og reku .til að tína og
táka óþrifnað eftir sig.“
Hannes á horninu.
Anglýsifls til ðtvegsfflafloa.
Fiskimálanefnd hefur að undanfönu aflað
tilboða í hjallaefni til fiskherzlu.
'Þeir útvegsmenn, sem hafa hug á slíku,
geta snúið sér til nefndarinnar um upplýs-
ingar í þessu efni.
FISKIMÁLANEFND.
Myndin sýnir heimilislaust fólk í kjallaraholu í i'Ústum Berlínar. Ellefu manns, tilheyr-
andi þremur fjölskyldum, hafast þarna við, sofa þar og matast.
iðjarðarh
NIKULÁSI I. — „járnkeis- ,
aranum“ svokallaða, —
sem tók við af Alexander, varð
nokkuð mikið ágengt í tilraun-
um sínum. Hann lýsti því yfir,
að hann vildi leggja út i styrj-
öld „með það fyrir augum að
tryggja hagsmuni keisaraveld-
is síns.“ Herlaus og stuðnings-
laus undir skrifaði tyrkneski
soldáninn Ackermans-samning-
inn, sem viðurkenndi Serbíu
áhrifasvæði Rússa; á sama tíma
viðurkenndu Bretar og Frakk-
ar keisarann sem verndara ort-
hodox-kirkjunnar, en þeirri veg
tyllu hafði keisarinn sótzt mjög
eftir.
Gríska frelsisstriðið gaf Niku
-lási tækifæri til að lýsa yfir
striði á hendur tyrknesku stjórn
arvöldunum. Rússneski herinn
náði Adrianope.l á sitt vald og
komst í 60 rrálna nálægð við
Bosphorus. Soldáninn leitaði
hófanna um frið, og með Adria-
nopel-samkomulaginu, þ. 14.
september árið 1829, varð Rúss
land yfirráðaríki tyrkneska
keisaradæmisins. Nú gátu rúss
nesk kaupskip siglt óhindruð
um Svartahafið og sundin inn
i það. Rússar létu herlið setjast
að á Serpento-eyjunni í Dónár-
ósnum. Einnig höfðu þeir all-
mikil yfirráð yfir Moldavia,
Wallaohia og Grikklandi. Keis-
arinn var verndari erkibiskups-
ins af Montenegro. Þessum for-
réttindum hélt Rússland alls í
10 ár, eða til ársins 1839.
*
Stórveldin lögðu ekki niður
vopn sín. í Egyptalandi studdu
Frakkar Mohammed Ali til and
stöðu gegn soldáninum, á með-
an Palmerston í London hafði
á prjónunum ráðagerðir um að
hagnýta óeiningarástandið á {
meginlandi Evrópu til þess að ‘
frægðarljómi Bretaveldis mætti
aukast þar af. Ein aðferð hans
var sú, að reyna að egna Tyrkja
soldán sem mést á móti Rússa-
keisara.
Hið skyndilega fráfall Mah-
mouds soldáns, í júní árið 1839,
kom Palmerston að lokum til
- þess að hefjast handa fyrir al-
grein;
afsdraannr
BÉssa.
REIN sú, sém hér fer á
eftir, birtist nýlega í
Parísarblaðinu „La Bataille“,
og ef hún eftir Philippe
Brinquant. Er liér rakin í
stórum dráttum sagan um
áhrif Bússa við austanvert
Miðjarðarhaf á síðustu öld-
um. Þetta er síðari hluti
greinarinnar.
vöru. Hann fékk Frakka og
A usturríkismenn til fylgis við
sig, og kom síðan æðstu yfir-
ráðum í Konstantínópel í hend-
ur þessara þriggja stórvelda,
Bretlands, Frakklands og Aust-
urríkis. Þar að auki fengu
Bretar Mohammed Ali til þess I
að hætta við ráðagerðir sínar
varðandi Sýrland. Frakkar,
sem hér með sáu úrslitatilboð
Breta, ' neyddust til að sam-
þykkkja þetta. Brezkur floti
hélt inn í Svartahafs-sundin, og
Metternick sendi hótunarorð-
sendingu til St. Pétursborgar.
Nikulás lét undan síga, og mi'eð
Lundúnasamningnum 15. júlí
1840, var yfirráðasvæði Rússa
yfir Balkanskaga og Tyrkja-
veldi, endursamþykkt með því,
að önnur stórveldi hefðu sam-
eiginlegt eftirlit með stjórn
Rússa. Sundin inn í Svartahaf
voru lokuð fyrir öllum her-
skipum, hverrar þjóðar sem
væri. — Rússneski flotinn var
þar með innikróaður í Svarta-
hafi. Tilraunir, sem unnið hafði
verið að um aldir, voru þar með
orðnar að engu.
*
Valdhafarnir í St. Péturs-
borg urðu að bíða hentugra
tækifæra til ársins 1848. Á eftir
Parísarbyltingunni, sem átti sér
stað á því ári, gusu upp bylt-
ingar í hverju Balkanríkinu á
fætur öðjru. — — Á þessu
augnabliki átti zarinn sína
óskastund. Undir því yfirskini,
að komið skyldi á lögum og
reglu, komu rússneskar her-
sveitir af stað byltingum í Ung-
verjalandi og Rúmeníu og sett-
ust að sem alvaldar í Búkarest.
Serbar og Slóvenar kölluðu
hina rússnesku bræður sína sér
til hjálpar. En meðal stjórnar-
valdanna í St. Pétursborg var
þjóðrækni nokkurra smáríkja
sízt á stefnuskránni. Miklu
frekar var reynt að tryggja hin
rússnesku yfírráð í hvívetna.
Hugtakið „kynþáttur“ var sett
ofar en hugtakið ,,þjóð“. Stór-
Slava-stefnan var risin upp.
Um líkt leyti réðist hið ka-
þólska Austurríki- gegn Serbíu.
Síðan tók Krímstyrj öldin við,
sem veitti Bretum, Frökkum og
Austurríkismönnum enn þá
einu sinni tækifæri til þess aS
hrekja rússneska herinn til
baka að bökkum Dniester.
Verndar-réttindi Rússa í Ser-
bíu, Wallachia og Moldavia
voru afnumin. Keisarinn afsal-
að sér verndarnafnbótinni yfir
orthodox-kirkjunni, neyddist til
þess að leyfa frjálsar siglingar
um Dóná og staðfesta gildirigu
sáttmála, sem útilokaði það, aS
Rússar hefðu réttindi til að
sigla um Bosphorus.
*
Rússland var þó ekki þar
með brotið á bak aftur. Það
hélt kröfum sínum áfram ó-
trautt. Alexander II, undirbjó
fyrirætlanir um að halda áfram
starfi fyrirrennara síns. Ignat-
iev hershöfðingi, sendimaður
hans, lét stjórnarvöldin í Kon-
stantínópel finna styrkleika
járnhandarinnar í silkihanzk-
anum. Hugmyndin um Slava-
keisaradæmið í suðri var end-
urvakin af nýju. Ignatiev veitti
búlgörskum og serbneskum
byltingamönnum stuðning. Her-
zegovina sótti um að samein-
ast Montenegro, — Bosnia um
að sameinast Serbíu. Júgóslav-
ar sögðu soldáninum stríð á
stríð á hendur. Austurríkiskeis-
ari varð skelfdur, leitaði á náð-
ir Bismarcks um stuðning, og
hlaut málamiðlunartilraun a£
Frh. á 6. síðu.