Alþýðublaðið - 12.03.1946, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 12.03.1946, Qupperneq 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ 'ÞriSjudagrar, 12. marz 1945. Afmælishóf Alpýðuflokks- ins verður að Hótel Borg klukkan 9 i kvöld. —------♦ A LÞÝÐUFLOKKURINN minnist 30 ára afmælis síns með hófi að Hótel Borg kl. 9 í kvöld. Verða þar ræðuhöld, upplestur, söngur og að lokum dans. Ræðumenn afmælishófsins verða: Finnur Jónsson dóms- málaráðherra, Haraldur Guðmundsson alþingismaður, Jón P. Emils stud jur. og Soffía Ingvarsdóttir frú. Enn fremur mun Sigurður Einarsson skrifstofustjóri lesa upp. Sigfús Halldórsson syngur einsöng, kvartettinn „Fjórir félagar“ syngur og hljómsveit leikur alþýðu- og baráttulög svo og létt lög. Friðfinnur Ólafsson viðskiptafræðingur stjórnar hófinu og setur samkomuna. Aðgöngumiðar að afmælishófinu verða seldir í skrif- stofu ílokksins til kl. 7 í dag en eftir þann tíma að Hótel Borg, ef eitthvað verður þá eftir óselt. Fólk er beðið að athuga, að ekki er ætlazt til að það mætk— samkvæmisklætt. Ihaldið aftnr í meirihlnta á fthra- oesi eftir kesninp mar. ------».. ■ Fékk 5 fulltrúa með stuðningi FramsókEiar. ♦ BÆJARSTJÓRNARKOSNINGARNAR Á AKRANESI voru endurteknar á sunnudaginn. Voru 1187 á kjör- skrá, en þar af neyttu 1044 atkvæðisréttar síns. Var kjör- sóknin dræm í fyrstu, en jókst eftir því, sem á daginn leið. Lauk kjörfundi skömmu eftir klukkan eitt um nóttina. Úrslit urðu þau, að listi Alþýðuflokksins, A-listi, hlaut 297 atkvæði og tvo menn kosna, listi Sjálfstæðisflokksins, C-listi, 532 atkvæði og fimm menn kosna og listi kommúnista og óháðra, B- listi, 199 atkvæði og tvo menn kosna. Tólf seðlar voru auðir, en f jórir ógildir. —-----------------------4 Hálíðafundur Alþýðu- flokksins í Gamla Bíó LÞÝÐUFLOKKURINN efndi til hátíðafundar í Gamla Bíó klukkan tvö á sunnudag í tilefni af þrjátíu ára afmæli sínu. Sótti fundinn um fimm hundruð manns og tókst hann í hvívetna með mikl um ágætum. Fundurinn hófst á því, að sýnd var fréttamynd frá þingi öryggisráðsins. Píanókvintett lét íslenzk alþýðulög undir stjórn Fritz Weisshappels. Emil Jónsson samgöngumálaráðherra flutti ræðu. — Ragnar Jóhann- esson og Sigurður Einarsson önnuðust í sameiningu þátt, er var samtal um afstöðu íslenzkra skálda til jafnaðarstefnunnar og lásu upp kvæði nokkurra þeirra. Ágúst Jósefsson, sem er í tölu stofnenda Alþýðuflokks- ins og var kosinn í bæjarstjóm á vegum flokksiris. 1916, flutti ræðu. Gunnar VagnsSon, for- seti Sambands ungra jafnaðar- manna flutti ræðu. — Kvartett- inn „Fjórir félagar“ söng nokk- ur lög. Stefán Jóh. Stefánsson, forseti Alþýðuflokksins flutti' ræðu. Að lokum var leikinn internationalinn og þjóðsöng- urinn. ASUNNUDAGINN var tefld sjöunda umferðin í skák- mótinu og fóru leikar sem hér segir: Guðmundur Ágústsson vann Eggert Gilfer, jafntefli varð milli Jóns Þorsteinssonar og Lárusar Johnsen og biðskákir Úrslit bæjarstjórnarkosning- anna á Akranesi 27. janúar urðu þau, að Alþýðuflokkurinn hlaut 317 atkvæði og þrjá menn kosna, listi Sjálfstæðisflokksins 437 atkvæði og fjóra menn kosna, listi kommúnista og óháðra 183 atkvæði og einn mann kosinn, og listi Fram- sóknarflokksins 97 atkvæði og einn mann kosinn. Sjálfstæðisflokkurinn á Akra nesi hefur þannig bætt við sig fulltrúa og þar með náð hrein- um meirihluta í bæjarstjórn kaupstaðarins á ný. Skozkur kaaltspyrnu- þjálfari kominn hing- ■ al á vegum Fram. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ FRAM hefur ráðið til sín skozkan knattspyrnuþjálfara, Jam McCrae að nafni *og kom hann hingað til lands fyrir nokkrum dögum. Jam McCrae er ráðinn hjá Fram að minnsta kosti til næsta hausts og eru æfingar félags- ins þegar að hefjast undir hans stjórn. Jam McCrae er sjálfur kunn- ur knattspyrnumaður og hefur verið þjálfari um 20 ár bæði í heimalandi sínu og víðar um Evrópu, og hefur því fengið mikla reynslu og kunnáttu í þessu efni. urðu milli Magnúsar G. Jóns- sonar og Árna Snævarr og Óla Valdimarssonar og Benónýs Benediktssonar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ sneri sér í tiþefni af 30 ára af- mæli Alþýðuflokksins, sem er í dag, til fjögurra þjóð- kunnra menntamanna, þeirra Árna Pálssonar, prófessors, Pálma Hannessonar, rektors^ Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara og Þorkels Jó- hannessonar, prófessors og bað þá um nokkur orð til birt ingar við þetta tækifæri. Urðu þeir allir góðfúslega við þe'irri beiðni. Fjórlr þjóðkanDir menntamenn um JU- þýinflokkini á 30 ára afmæli hans Fara greinar þeirra hér á eftir: Árni Pálsson prófessor. Sigurður Guðmundsson skólameistari. Heldur vestrænt vlt en auslræni æði. IDAG eru liðin þrjátíu ár síðan Alþýðuflokkurinn hóf göngu sína. A þeim áratugum hafa gerzt ægilegri og óskap- legri viðburðir um heim allan heldur en nokkur dæmi finn- ast til á liðnum öldum. Tvær trylltar og æðisgengsar heims- styrjaldir hafa verið háðar og leiddar til lykta að því leyti, að engir herir berjast nú á vígvöll- um. Hins vegar getur mannlegt vit gert sér litla grein fyrir af- leiðingum styrjaldanna, og er það eitt víst, að þær munu end ast miklu lengúr en nokkurt mannsauga getur séð fram i tim ann. Villieldar ólmra byltinga læsa sig land úr landi, álfu úr álfu. Mikill hluti sumra þjóða virðist hafa orðið vitstola og hamstola, enda hafa sum þjóð- félög gengið af göflunum með öllu. Því verður ekki neitað, að þeir eru margir, mjög margir, sem hafa látið hug fallast með öllu í þessu feiknumfyllta gern- ingaveðri; þeir menn sjá enga bláa vök á himni, eygja engan vita fram undan. En hinir, sem vilja reyna að hlúa að voninríi í sjálfs sín sál, bykjast þó sjá nokkur merki þess, að einhvern tíma muni rofa til, að enn þá séu betri og bjartari dagar fyr- ir höndum. Stefna og starfsaðferðir Al- þýðuflokkanna, — krataflokk- anna, — í Evrópu er eitt hið glæsilegasta tákn vorra tíma. Þeir flokkar hafa unnið það af- reksverk að halda ráði og réenu, vera með öllum mjalla, á síð- ustu áratugum. Og þó eru þeir íarðóánægðir með þá þjóðfélags háttu, sem hafa drottnað í heim inum, og ráðnir í að sætta sig ekki við þá. En hins vegar er það rótgróin sannfæring þeirra, að byltingar séu hræðilegt neyð arúræði, sem sjaldarí eða aldrei geti að haldi komið. Þeir hafa aldrei gefið sig á vald æstra til- finninga, aldrei sagt skilið við heilbrigða skynsemi, þennan undarlega fugl, sem hefur verið hrjáður og hrakinn á öllum öld- um, — ekki sízt á vorum dög- um, — en heldur þó alltaf ein- hverri líftóru. Þess vegna eru alþýðuflokkarnir þrátt fyrir allt mikils megandi í öllum löndum þar sem menn eru frjáls ir hugsana sinna, orða og gerða. Og þess vegna eru allir þeir flokkar og allir þeir menn, sem heldur vilja aðhyllast vestrænt vít en austrænt æði, ráðnir til samstarfs við kratana. Alþýðuflokkur íslands er Pálmi Hannesson rektor. einn af alþýðuflokkum Evrópu. | Hann hefur margsinnis sýnt, að hann hefur bæði vit og vilja til þess að stefna í sömu átt og þeir. Þess vegna samfagna allir frjálshuga íslendingar honum á þessum degi og óska honum mikillar framtíðar og langra lífsdaga. Árni Pálsson. Hægfara þróun - ekki beljardðkk. - MEÐ því að Alþýðuflokk- urinn og Alþýðublaðið hafa jafnan verið vinveitt Menntaskólanum á Akureyri, stutt hann og stofnsetning hans, nenni ég ekki að kveða nei við þeim tilmælum, að rita nokkur orð á þrítugsafmæli flokksins. Kemur mér þó undar lega fyrir sj'ónir, að ég er kvaddur á slíkt orðaþing. Um nokkurt skeið kallaði ég mig hænsn í stjórnmálum. Mér hefur skilizt, að þeim, sem haf- ast við utan allra stjórnmála- flokka, sé valið slíkt vegsemd- arnafn. Einhver benti mér á, að það væri móðgun við hina tígulegu alifugla, hænsnin, að að skíra slík vanskapnaðaraf- brigði sem flokksleysingja nafni þeirra. Síðan hef ég kall- að mig stjórnmála-viðrini. Vona ég, að slíkt sé ekki móðgun við nokkra skepnu á vorri jörð. Og því er ekki að leyna, að ég hef nokkurn ímugust á stjórnmálamönnum, ekki sízt góðum flokksmönnum (c: áköf- um flokksmönnum), sem svo eru kallaðir í sveit sjórnmála- manna. Þá er einhver nemandi minn fer að láta stjórnmálin að ráði til sín taka og á sér bera þar; — hvíslar einhver rödd að mér þessum orðum: „Nú fer Þorkell Jóhannesson prófessor. hann að glata sál sinni.“ Méir hefur enn ekki heppnazt, að þagga niður í þeirri meinkráku, er klakar svo, hvíslar og hvískr- ar í eyru mér. Hér er hvorki staður né stund að gera grein fyrir slíkri sérvizku og slíkum sérkredd- um. Ég veit þó vel, að á miðum stjórnmálanna hefur mörg góð björg og blessun verið dregin í þjóðarbú. Margir stjórnmála- merin vorir eru og kunningjar mínir. í sveit þeirra á ég ágæta nemendur, sem hafa jafnan. reynzt mér hinir traustustu og- tryggustu, boðnir og búnir aS leysa vandræði skóla þess, er ég hef annazt að nokkru að und anförnu, og eru þeir í öllum flokkum þings. Menntaskólinn á Akureyri hefur ekki ástæðu til að kvarta undan fóstri og forsjá hins íslenzka lýðræðis. Ég er ekki Alþýðuflokksmað- ur þótt borið hafi við, að ég hafi kosið frambjóðendur hans.. Ég þykist, með rökum og réttu, geta fundið' Alþýðuflokknum, sem öðrum flokkum, sitthvað til foráttu, ekki sízt á seinustu tíð, er stofnað er til bandalags við óþ.jóðleg öfl og einræðisöfl, er sjálfir foringjar og formæl- endur flokksins kalla svo. Ég hygg, að gæta verði nokk- urs hófs í að miðmagna eða koma sem mestum atvinnu- rekstri vorum undir ríkisstjórn og skipulagning hennar. Mig uggir að þá verði sú raunin á, að málfrelsi verði að nokkru skert, að minnsta kosti á óbeina vísu. En ég trúi því statt og stöðugt, að fullkomið málfrelsí sé óhjákvæmilegt menningar- og heilbrigðs þjóðþroska skil- yrði. Sennilega veit enginn dauðlegur maður, hvemig stjórna á löndum og þjóðum. Stjórnmálamein heims vors og landa hans eru að því leyti sem (Framh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.