Alþýðublaðið - 12.03.1946, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 12.03.1946, Qupperneq 5
fenSjoáagwr, l£. mttrx 1>4$. ALPYÐURLAOIfc 9 Affflsli AlþýSttftokksms og Alþýðusambamtsins: largs að mionast ír 30 ðra baráttn alpýðahresrfingarinnar. ÞAÐ ER MARGS að minnast úr þessu þrjátíu ára stríði Alþýðuflokksins, sem liðið er — og fjörutíu ára þó, ef lengra ætti að líta aftur, til þess tíma, sem fyrst bólaði á jafnaðarstefn unni hér í Reykjavík. Árið 1916 var verkalýðshreyf ingin komin á það stig, að for- ustumenn verkalýðsfélaganna og aðrir góðir jafnaðarmenn töldu tímabært, að verkalýðs- félög landsins gengju í banda- lag til trausts og halds um hags- munamál hinna vinnandi stétta til lands og sjós. Mörg félögin voru þá þegar orðin bæði fjölmenn og fjár- sterk, en önnur nýgræðingar og félítil og vanmáttug í hags- munabaráttunni þar sem við harðvítuga atvinnurekendur var að eiga. Það var því öllum ljóst, að Ibráðnauðsynlegt var, að sam- eina í eina heild þá sterku og veiku til sameiginlegrar baráttu fyrir bættum kjörum, og sýna með því í verki, að smáu og fátæku félögin væru ekki alveg munaðarlausir aumingjar, sem hægt væri að troða um tær, þegar þau gerðu kröfur um bætt kjör og sanngjarnt kaup fyrir strit og slit. Jafnframt þessu . var líka vaknaður áhugi fyrir því, að al- þýða landsins ætti að eiga eigin fulltrúa bæði á alþingi og í stjórnum bæja- og sveitarfé- laga. En til þess að slíkt mætti verða, þurfti að efla blaðakost verkalýðsins og gefa út fræðirit um jafnaðarstefnuna, en slíks var enginn kostur nema með sameiginlegu átaki allra verka- lýðsfélaga landsins. Sameiningarhugsjónin varð að veruleika fyrir ötula forgöngu margra ágætra manna, og félög in kusu sér fulltrúa á fyrsta þing alþýðusamtakanna hér á landi. Á þinginu ríkti áhugi og einhugur, og yfir samkomunni var hressandi blær og bjartsýni <um framtíðarstarfið. Þingfulltrúarnir fullkomnuðu verk sitt með því, að nefna yfir- stjórn samtakanna: „Alþýðu- samband íslands“, og að kjósa Jón Baldvinsson fyrir forseta þess. Við, sem þá stóðum í eldinum, getum verið ánægðir með ár- angurinn af byrjunarstarfi okk- ar, því að skjótt bættust flokkn- um nýir liðsmenn, menntaðir menn, ritfærir jnenn og mælsk- ir menn, sem tekið hafa við for- ustunni. Og enn bætast við ung- ir menn og ungar konur, sem skipa sér í brjóstfylkingu jafn- aðarstefnunnar; á leið til feg- urra lífs og meiri hagsældar fyrir íslenzka alþýðu. Verði það sem fyrst. Ágúst Jósefsson. Ágúst Jósefsson arra, sem algenga vinnu stund- uðu allt fram um 1930, er farið var að stofna hér félög um sér- stakar atvinnugreinar. Verkamannafélagið gekk fljót lega í allsherjarsamtök Alþýðu- flokk,sins og stéttarfélaganna, Alþýðusamband íslands, er það var stofnað, og sýndi á þann hátt, að það taldi hin pólitísku og faglegu samtök stéttarfélag- anna jafnnauðsynleg og samtök einstaklinganna innan hinna sérstöku félaga, og var óslitið í Alþýðúsambandinu til ársins 1933, er það fyrir áhrif komm- únista braut sig út úr samband- inu og hvarf úr sögu stéttar- félaganna hér. Annað stéttar- félag var þá stofnað hér, sem tók við störfum þess og gekk þegar í Alþj'ðusambandið. Allt frá ' stofnun Alþýðu- flokksins árið 1916, hefur hann verið brautryðjandi í hags- munamálum alþýðunnar um allt land. Vil ég fyrir hönd okk- ar hér, þakka honum hans á- gæta starf á því sviði og óska honum til hamingju á 30 ára af- mæli hans. Erlingur Friðjónsson. Braulryðjandl í hapnunamákim alþýðunnar. AFYRSTÁ TUG þessarar aldar myndaðist sterk hreyf ing í kaupstöðum landsins með- al vinnandi fólks um myndun hagsmunasámtaka. Fyrsta fé- lagið, sem slofnað var á Akur- eyri í þessurrí tilgangi, var Verkamannafélag Akureyrar, stofnað árið 1906, og vann það að hugsmunamálum allra vinn- andi karlmanna á staðnum, verkamanna, ökumanna, sjó- manna, iðnaðarmanna og ann- Fjórir brautryðjendur Alþýðan á Alþýðu- flokknum altt að þakka. EG HYGG að mér sé óhætt að segja, að aldrei í sögu íslands hafi orðið eins stórfeld ár breytingar á kjörum* alþýðu- unnar og á síðustu 30—40 ár- um. Það má vera, að, hér hafi að nokkru ráðið um ný tækni og nýjar aðferðir við-**vinnuna, en stórkostlegasta þáttinn í þessum dásamlegu breytingum eiga samtök alþýðunnar sjálfr- af, Alþýðuflokkurinn og Alþýðu sambandið. í dag er sagt að þessi samtök séu 30 ára. Ég vil nú ekki alveg samþykkja það, því að ég tel okkur næst- um því ári eldri, að minnsta kosti veit ég, að árið 1915 var lagður grundvöllurinn að þeim. Þá kom Ólafur Friðriksson að norðan og hóf viðræður við Sig urð Sigurðsson formann Dags- brúnar, mig sem formann verka kyennafélagsins og fleiri. Að- alatriðið var að stofna blað, og við héldum fund í litlu her- bergi í Iðnskólanum og sam- þykktum að stofna blaðið Dags brún og jafnframt að stofna al- þýðusamband, sem að sjálf- sögðu átti líka að vera pólitísk- ur flokkur, því að þá var óhugs- Erlingur Friðjónsson anlegt að alþýðan gæti komið málum sínum fram með verka- lýðsfélögum einum saman, póli tísk áhrif urðu að koma til, enda hefur þetta reynzt 'svo. Hins vegar mun það rétt vera, að formlegur stofndagur sam- bandsins og flokksins sé í dag, og stofnstaðinn tel ég vera stofu Maríu Pétursdóttur í Góðtempl grahúsinu, einnar ötulustu bar- áttukonu samtakanna á frum- býlingsárunum. En hér er ekki hægt rekja sögu. Vonandi verður saga Al- þýðuflokksins rituð innan skamms, og áður en við, sem vorum með í upphafi, hverfum alveg af sjónarsviðinu. Alþýða á íslandi á allt að þakka Alþýðuflokknum. Ha-nn hefur gjörbreytt kjörum henn- ar, gefið henni frelsi, sjálfstæð an vilja, vakið hana til dáða og menningar og skapað henni trú á sjálfa sig. Hann hefur svift hana kúgunarhelsinu, sem beygði hana niður í umkomu- leysi fyrri ára. Þetta má aldrei gleymast, og það er heldur eng in hætta á því að það gleymist, því að enn í dag vinnur Alþýðu flokkurinn að þessu. Hann er í stöðugri sókn og baráttan stendur enn. Það getur verið að sumum finnist seint ganga, það fannst okkur líka í gamla daga, en þegar maður lítur yfir veg- inn bg rifjar upp minningarn- ar, undrast maður árangurinn og sigrana. Það var oft erfitt að heyja baráttuna og það er erfitt enn þann dag í dag, en með sam heldni og þolinmæði vinnst á. Það er reynsla mín, og á þeirri reynslu er alveg óhætt að byggja. Mér hefur alltaf þótt vænt um Alþýðuflokkinn. Mér • þykir enn vænt um hann af því að ég finn og sé, þó að ég nú sé ekki orðinn virkur þátttak- andi í hinni daglegu baráttu, að hann er trúr og tryggur þeim hugsjónum, sem hann var, af okkur, stofnaður til að berjast fyrir og leiða til sigurs. Mig skiptir engu, þó að flokkur- inn og forustumenn hans verði fyrir ofsóknum, það tilheyrir; verst er, að verkalýðurinn skuli hafa verið sundraður. En það lagast, — og öll alþýðan finnur aftur sjálfa sig í röðum Alþýðu- flokksins. — Konurnar hafa lagt fram mikið starf í allri þessari bar- áttu og nú eiga hinar ungu að taka við starfi okkar hinna. Hamingjuna finnur maður að eins með því að starfa að göf- ugum hugsjónum, sem fegra líf ið og gefa öðrum hamingju. Ég get því ekki óskað ungu kyn- Jónína Jónatansdóttir slóðinni annars betra en þess, að hún vinni fyrir Alþýðuflokk inn og hugsjónir hans. Þá verð- ur hún hamingjusöm og þjóðin okkar líka. Um leið og ég læt þessa hamingjuósk í ljós, sendi ég öllum hinum gömlu baráttu- félögum mínum innilegustu kveðjur og þakkir fyrir gott samstarf, sem hefur borið svo heilladrjúgan árangur fyrir allt fólkið. Jónína Jónatansdóttir. Enginn flokkur verður III eða sigrar sjálfkraía MÉR hefur heyrzt á sumum, að þeir álitu, að Alþýðu- flokkurinn hafi myndazt af sjálfu sér, af því að þjóðfélags- legar aðstæður hefðu verið orðn ar til þess. Minnir þetta nokkuð á hina fornu kenningu, að líf geti kviknað af sjálfu sér, þar sem tiltekin efni eru á staðnum, til þess að það geti myndazt úr. Fræg er tilraunin, sem maður einn gerði í þessa átt, með því að láta ost og soðinn lundabagga í pappakassa uppi á efsta lofti, þar sem enginn kom. Þegar hann mánuði seinna vitjaði um kassann, og tók af honum lokið, var rotta í honum, sem þaut út um gat, sem komið var á hann. En lundabagginn var horfinn, og töluvert af ostinum. Maðurinn, sem tilraunina gerði, var sannfærður um, að \ þarna hefði kviknað líf — það ‘ er rotta, — úr efnum lundabagg ans, og nokkurs hluta ostsins, en síðan hefði rottan nagað gat á kassann að innanverðu. Ég held, að það sé að teygja efnislegu söguskýringuna um of, að halda því fram, að Al- þýðuflokkurinn hafi þannig kviknað sjálfkrafa. Sumum kann að finnast þetta skipta litlu máli. En ef flokkurinn hefði þannig myndazt sjálf- krafa, af því aðstæðurnar voru þannig, þá ætti hann líka, með- an sömu aðstæður haldast, að dafna og þróast sjálfkrafa. Þeir fara villir vegar, sem halda, að stjórnmálaflokkar séu eins og steinsteypt hús, sem standa öldum saman, þegar þau einu sinni eru komin upp, þó ekkert sé að þeim hlúð. Því stjórnmálaflokki er frekar að líkja við loftbelgina, sem notað ir voru á fyrstu árum loftfar- anna. Það þurfti sífellt að bæta í þá heitu lofti, annars hnigu þeir. En þetta heita loft stjórn- Ólafur Friðriksson málaflokks, er fórnfýsi, dugn- aður og framsýni. Fái hann það ekki, dalar hann. Þá er önnur villa, og hún líka skaðleg, að halda, að rétt- ur málstaður sigri alltaf. Hann sigrar ekki, nema liðsmenn hans séu jafnsnjallir andstæð- ingunum, en þeir þurfa reynd- ar ekki að vera nema jafnsnjall ir. En gott er til þess að vita, að vanhugsað er það, að halda, að þeim sé hægra um vik, að koma fram máli sínu í stjórnmálun- um, .er fara með ósannindi, en hinum sem fara með satt. Þeir, sem með ósannindi fara, liggja stundum á sjálfs sín bragði, og þó allt of sjaldan. En þeir bíða alltaf lægra hlut, ef það, sem rétt er, er borið fram gegn þeim af sömu einurð, og þeir viðhafa. Alþýðuflokkurinn verður því sigrandi flokkurinn, ef dugur hans verður ekki minni en dug- ur andstæðinganna. Ólafur FriSriksson Það skal fram, sem horlir, meðan rélt horfir. |J[ AGUR VERKALÝÐSINS á landi hér var ekki glæsi- legur, áður en alþýðusamtökin komu til sögunnar. Fólkið var bælt og kúgað af þungum þræl- dómi, sultarlaunum og illum að- búnaði. Kjör alþýðunnar voru á allan hátt hin ömurlegustu. En þótt okið væri óbærilegt, þá datt engum í hug að rísa upp og gera kröfur um bætt kjör og betra Mf. Verkafólkið tók við j þeim sultarlaunum, sem at- vinnurekendunum þóknaðist að rétta því, Það bar sinn kross mótmæla- og möglunarlaust. En loks kom þó að því, að al- þýðan rumskaði. Smám saman fór hún að finna það, að hún ætti lika einhvern rétt til gæða lífsins. Henni fór að skiljast, að hún æ'tti nokkra kröfu til hlut- deildar í arðinum af striti sínu og starfi. Hægt og hikandi var ráðizt i það, að stofna verka- lýðsfélög hér og þar. Veik voru þessi,samtök fyrst í stað og vissu varla hvað þau vildu, en þetta var þó vísir til þess, sem verða átti. Árið 1916 verða merkileg þáttaskipti d sögu íslenzkra al- þýðusamtaka. Það ár var AI- þýðufiokkurinn stofnaður og Al- þýðusamband íslands. Ekki voru þessi samtök rismikil eða fjöl- menn í fyrstu. Rúmlega 1000 Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.