Alþýðublaðið - 12.03.1946, Síða 6
6
Framh. af 5. síðu.
manns stóðu að þessu fyrirtæki,
flest verkamenn og verkakonur
í hinum dreifðu félögum, sem
nú voru að mynda með sér sam-
takaheild. Lengi starfaði Al-
þýðuflokkurinn og Alþýðusam-
bandið sameiginlega að hágs-
munamálum alþýðunnar, og
tókst sú samvinna giftusamlega.
Álþýðusambandinu var að því
hinn mésti' styrkur, að vera i
svo náinni. samvinnu við Alþýðu
flokkinn á meðan verkalýðssam-
tökin voru ung og óreynd. Má
fullyrða, að hagsmunasamtök
verkalýðsins hefðu ekki náð svo
skjótum \iþroska undanfarna
áratugi, sem raun bar vitni, ef
íþau hefðu ekki verið í svo nán-
um tengslum við Alþýðuflokk-
inn.
Nú, þegar Alþýðuflokkurinn
á 30 ára afmæli, er margs að
minnast; en hér er ékki rúm
nema fyrir fátt eitt. Vonandi
verður baráttusaga flokksins
skráð, áður en langt um l'íður,
því þar er margt frásagnarvert
og lærdómsríkt. Fyrir hugar-
sjónir okkar, sem nú erum tekin
að reskjast, líður röð atburð-
anna. Það hefur oltið á ýmsu.
Sókn og vörn, sigrar og ósigrar,
eins og löngum gengur í barátt-
unni, en langmest ber þó á sigr-
um, framfarabaráttu og öflugri
sókn. Við eigum að læra af
reynslunni Láta mistökin á
liðnum tímum verða okkur að
varnaði ,en hitt, sem bezt hefur
gert verið, vera okkur leiðar-
ljós og öfluga hvatningu til
nýrrar sóknar og sigra.
Mikla baráttu kostaði það og
oft harða, að gera samtök alþýð
unnar svo öflug og sterk, sem
þau hafa verið á seinni árum.
Það voru mörg ljón á þeim vegx.
Við, eldra Alþýðuflokksfólkið,
munum þá tíma, þegar gert var
hróp að formælendum flokksins
á opinberum vettvangi. Lýsing
Arnar skálds á andstöðunni er
sígild og á sannarlega vel við
um alþýðusamtökin í heild, þótt
upphaflega væri kveðin til Só-
mannafélags Reykjavtkur:
Margir litu illu auga-
ykkar fylkta lið,
ræddu hátt um heimtufrekju,
hlýðni, vinnufrið.
Hverjir voru það, sem lögðu
undirsföðuna að stofnun Al-
þýðuflokksins? Hverjirvoruþað
sem lögðu undirstöðuna að þeim
miklu framförum og fjölmörgú
réttarbótum, sem fengizt hafa
fyrir ötula baráttu Alþýðu-
flokksins undanfarna þrjá ára-
tugi? Því er fljótsvarað. Það
voru fyrst og fremst verkamenn
og verkakonur. Það var fátækt
fólk, sem alla daga varð að
vinna hörðum höndum fyrir sér
og sinum. En það átti 'hugsjónir
og það átti djörfung til að berj-
ast fyrir þeim við kröpp kör.
Mér eru þessir timar minnis-
stæðir frá hinum fyrri árum bar-
áttunnar.. Ég minnist verka-
manria, sem sátu fundi i félög-
um sínum kvöld eítir kvöld og
voru fram á nætur, þótt strangt
strit foiði þeirra að morgni. En
mest lögðu þó konurnar á sig,
eins og atvinnuhættir voru þá
í mörgum kaupstöðum á landi
hér. Hinar áhugasömu Alþýðu-
flokkskonur stóðu við fiskþvott
allan daginn, unnu heimilis-
störfin, þegar heim var komið,
og svo tók félagsmálabaráttan
við á síðkvöldum og fram eftir
nóttunni. Það er mála sannast,
að sú kynslóð, sem grundvall-
aði alþýðusamtökin, þarf ekki
að skammast sín fyrir þann arf,
r;m hún eftirlætur komandi
kynslóðum. Hitt mun sannmæli,
aö aldrei hafi nokkur kynslóð,
sem lifað hefur á þessu landi,
unnið eins vel og trúlega fyrir
þá, sem á eftir komu.
Undir forustu Alþýðuflokks-
ins hefur aliþýða þessa lands
barizt harðri baráttu til að.afla
sér þeirra lífskjara, sem henni
bar um kaupgjaíd, aðbúnað og ör
yggi. Árangur þessarar baráttu
er glæsilegur og mun fyllilega
jafnast á við það, sem bezt þekk-
ist annars staðar. Allir sann-
gjarnir menn, hvar i flokki sem
þeir standa, viðurkenna hin víð-
tæku áhrif Alþýðuflokksins i
stjórnmálabaráttunni undan-
farna áratugi. Vegna baráttu
flokksins er betra að lifa á þessu
landi. Vegna aðgerða hans njóta
aldnir og óbornir betri lifskjara,
meira öryggis og meiri menn-
ingar.
Mörg og mikil verkefni bíða
Alþýðuflokksins á ókomnum ár-
um, en eitt er nauðsynlegt, og
það er, að vinna hugi æskulýðs-
ins til fylgis við störf og stefnu
flokksins. Frá æskunni á flokk-
urinn að fá nýja forustumenn,
nýtt áhugalið. Þetta er lifsnauð-
syn. Eldra fólkið þreytist og
týnir tölunni. Það er_óhaggan-
legt lögmál. ,,Ef æskan vill rétta
þér örvandi hönd, þá ertu á
framtíðarvegi.“ í nýafstaðinni
kosningabaráttu tók ég eftir því,
mér til mikillar gleði, að margt
ungt fólk fylgdi Alþýðuflokkn-
um og vann fyrir hann af mikl-
um áhuga í fremstu röð. Nú
verður flokkurinn áð auka fé-
lagsmálastarfsemi sína að mikl-
um mun. Hann á að rækta hugi
æskufólksins og efla það til
manndóms og félagslegs þroska.
Hann á að kenna æskunni að
skilja það, að henni sjálfrier það
lífsnauðsyn að skipa sér undir
merki Alþýðuflokksins og vinna
með honum af kappi og áhuga.
Hverjir ættu annars að halda
baráttunni áfram, verja fengin
réttindi og vinna nýja sigra,
þegar þeir eru gengnir úr leik,
sem grundvölluðu samtökin?
Það má aldrei koma fyrir, að
fenni í slóð þeirra, sem ruddu
brautina. Það má aldrei k<jma
fyrir, að þau rétindi, sem unnizt
hafa, verði aftur tekin af al-
menningi. Þarna hefur alþýðu-
æskan verk að vinna. Hún á að
vera við því foúin að hlauþa í
skörðin, þegar einhver fellur úr
hinu eldra forustuliði. Merkið
má aldrei falla. Ef hver kynslóð
tekur þannig við af annarri, þá
mun allt fara vel. Þá mun Al-
þýðuflokkurinn halda áfram að
aukast og eflast eftir þvi sem
árin lxða. Þá mun hann ætið
verða starfandi og striðandi
flokkur og sókndjarf.ur sigrandi
flokkur.
Því fer mjög fjarri, að Al-
þýðuflokurinn hafi enn hlotið
það fylgi hjá þjóðinni, sem hann
verðskuldar. Er þetta raunar
furðulegt, því að stefna hans og
baráttumál eiga miklu fylgi að
fagna og sívaxandi um allt land.
Sést þetta bezt á því, að helzta
skrautið i búnaði annarra flokka
fyrir hverjar kosningar eru lán-
aðar fjaðrir frá Alþýðuflokkn-
um. Svo vinsæl hefur stefna
flokksins orðið með þjóðinni, að
á síðari árum hafa aðrir stjórn-
málaflokkar séð þann kost
vænstan til að afla sér kjörfylg-
is, að taka upp ýmis gömul og
ný baráttumál Alþýðuflokksins
‘og heita þeim fylgi sínu. Er þetta
sú mesta viðurkenning, sem
nokkur stjórnmálaflokkur get-
ur fengið frá andstæðingum sín-
um.
Alþýðuflokkurinn getur á þess
um tímamótum glaðzt yfir unn-
um sigrum á liðnum árum og
jafnfrarpt hugsað gott til fram-
tíðarinnar. Alþýðuflokkurinn er
flokkur menningar, jafnréttis
og framfara. Öll barátta "hans
hefur mótazt af þessu undan-
farin 30 ár, og svo mun einnig
verða á ókomnum árum. Flokk-
urinn mun hvergi hvika frá
ALI»YÐUBLAÐSÐ
Gunnar Vagnsson
stefnu sinni, og þess er að vænta,
að hann færist í aukana og efl-
ist til meiri átaka við vaxandi
fylgi alþýðunnar, eftir því sem
henni vex víðsýni og þroski:
,,Það skal fi'am, sem horfir,
meðan rétt horfir.“
Kjartan Ólafsson,
Starf Alþýðuflokkslns
er nýtt landnám.
EF EINHVERJIR tækju sér
þáð fyrir hendur, að gera
það dæmi upp, hver áhrif á
kjör almennings í landinu starf-
semi Alþýðuflpkksins hefur haft
síðast liðin 30 ár, er ekki að efa,
að það þætti ganga kraftaverki
næst, jafnvel í augum þeirra, er
aldrei hafa unnað Alþýðuflokkn
um sannmælis.
Verkalýðsmálin og stjórn-
málin hafa lengst af haldizt í
hendur, verið óaðskiljanleg
heild; þannig þótti brautryðj-
endunum það bezt fara.
Við þröngan kost og lítinn
skilning framan af, háði Al-
þýðuflokkurinn baráttu sína.
En fyrir þrautseigju og óbilandi
kjark ýmissa karla og kvenna,
sem nú eru af léttasta skeiði
sum hver og önnur látin, soítist
alltaf fram á við.
Við, sem nú njótum ávaxt-
anna af baráttu þessa fólks,
þekkjum ekki erfiðleikana,
sem það átti við að stríða nema
af frásögn annarra. Okkur hætt
ir oft við að gleyma því, hvað
þetta fólk hefur á sig lagt og
misskilja það. Sjónarmið þess
eru oft önnur en okkar, sem
yngri erum, og hafa þá.oft báð-
ir nokkuð til síns máls.
Tímarnir breytast og menn-
irnir með.
Unga fólkið í Alþýðuflokkn-
um, sem er að taka við og á að
taka við, hefur mikið og veg-
legt verk að vinna. Að tryggja
alþýðuxini landið og gæði þess.
Með djörfung og framsækni
æskunnar ög reynslu þinna
eldri ætti það að takast áður
langur tími líður.
Starfi Alþýðuflokksins má
líkja við landnám. Landnám
frelsfs og bættra lífskjara fyrir
alla alþýðu, landnám framfara
og menningar, landnám jafnað-
arstefnunnar á íslandi.
Jón Axel Fétursson.
Æskan þarf að skilja
hin nýju viðhorf.
SKAN er djörf og fram-
sækin, og gefur sér lítt
tíma til heilabrota um liðnar
stundir. Af þessu leiðir oft mis-
skilning milli þeirra, sem eldri
eru og reyndari og lifa meira
eftir fenginni reynslu í lífsbar-
áttunni, og þeirra, sem yngri
Þrfr hinna ungu
Jón P. Emils'
eru, sem treysta á mátt sinn og
megin, og hæðast að tálmunum
lífsins þar til að þeim er
komið.
Að mínum dómi væri ekki úr
vegi fyrir hvern þann æsku-
mann, sem mynda vildi sér skoð
anir um þjóðfélagsmál og þró-
un íslenzkra stjórnmála, að
staldra við svona öðru hverju og
líta um öxl.
í dag er Alþýðuflokkurinn
þrjátíu ára. Á þessu starfsaf-
mæli flokksins, sem leitt hefur
umbótabaráttu alþýðunnar á
íslandi í þrjátíu ár, væri ekki
úr vegi fyrir æskulýð íslands,
að kynna sér sögu hans, starf
og baráttu við íslenzka aftur-
haldið, hið rótgróna peninga-
vald, heildsala og húsabrask-
ara, sem náð hafa of miklum
og óheillavænlegum tökum á
fjármxxnum þjóðarinnar. Við
slíka athugun kæmi brátt í ljós,
að Alþýðuflokkurinn hóf stjórn
málábaráttu sína með því að
koma í gegn á alþingi „togara-
vökulögunum“, síðan 21 árs
kosningarétti; þá voru afnumd-
ir hinir alræmdu sveitaflutn-
ingar, og síðan barði hann í
gegn, að styrkþegar hefðu hin
almennu mannréttindi, kjör-
gengi óg kosningarétt.
Þannig mætti lengi telja, og
þannig hefur Alþýðuflokkurinn
ýmist komið málum sínum í
gegn eða unnið skilning fólks-
ins á þeim, svo sem á trygginga
málum og landsverzlun, sem
verður að vera næsta skrefið,
ef þjóðin vill komast hjá alvar-
legu fjárhagshruni.
Bezta afmælisóskin ■ til ís-
lenzkrar alþýðu í tilefni af
þrjátíu ára starfsafmæli Al-
þýðuflokksins, er, að æskan
skilji þau viðhorf, sem eru að
skapast í okkar íslenzka þjóð-
félagi, Vegna hins alvarlega
efnamismunar, sem hér hefur
skapazt á.atyi’jaldarárunum.
Vilhelm Ingimundarson.
Fiokkur hins lýðræðis-
sinnaða sósíalisma.
ÖFUÐÓKOSTUR auðvalds
sið pulagsins er, að þótt lýð
ræði þ'ess bjóði nokkurn veg-
inn fullkomið einstaklings,
frelsi, þá er skorturinn á fjár-
haglegu öryggi svo mikill, að
ekki verður við unað. Kommún
isminn þykist geta boðið upp á
fjárhagslegt öryggi, en skerðir
einstaklingsfrelsið. Ekki verður
því heldur við hann unað. Það
er til ein stefna, sem sameinar
tvo aðalkosti þessara ólíku hag-
kerfa, fullkomnar einstaklings-
frelsið innan ríkjandi þjóðskipu
lagsogbreytirum leið þjóðskipu
lagiixu sjálfu meir og meir í átt-
ina' til sósíalisma, þannig að hið
\ fjárhagslega öryggi einstak-
linganna verði stöðugt betur.
Vilhelm Ingimundarson
tryggt. Þetta er stefna hins lýð
ræðissinnaða sósíalisma, og
flokkur hans á íslandi er — Al-
þýðuflokkurinn.
Gunnar Vagnsson.
Fram undan þroflaus
barálta fyrlr sigri
jafnaðarslefnunnar.
IDAG eru liðin 30 ár frá
stofnun Alþýðuflokksins og
Alþýðusambandsins.
Sú athöfn, þegar hornsteinn-
inn var lagður að skipulagðri
verkalýðshreyfingu á íslandi,
mun ávallt verða talin stór-
viðburður í sögu vorri.
Saga síðustu þriggja áratuga
hefur og sýnt, að íslenzk alþýðu
samtök hafa verið þess megnug
að lyfta Grettistökum á sviði
félags- og stjórnmála.
Sú menningarbarátta, sem
forvígismenn verkalýðssamtak-
arina hafa háð á faglegum og
pólitískum grundvelli fyrir
bættum hag. hinna efnaminni
stétta þjóðfélagsins, hefur far-
ið fram með þeim hætti, að eigi
er annað hægt en dást að bar-
áttuþreki þessara manna, vilja-
festu þeirra, fórnfýsi og eld-
móði.
Þó að Alþýðuflokknum hafi
auðnazt að koma mörgum bar-
áttumálum sínum í fram-
kvæmd, þrátt fyrir harðvítuga
andstöðu viljalítilla og skiln-
ingssnauðra íhaldsforkólfa, þá
er málunum engan veginn svo
farið, að um nokkurt takmark
sé þar að ræða. Nokkrum áföng
um er aðeins náð.
Framundan er þrotlaus bar-
átta fyrir algerum sigri jafnað-
arstefnunnar á íslandi.
Megi gæfa og gengi fylgja
störfum Alþýðuflokksins á kom
andi árum og áratugum.
Jón P. Emils.
Minninganpjðld
Baniaspítalasjóðs Hring*
ins fást í verzlun frú
Ágústu Svendaen, Aðal
strsti 12
GOTT
ÖR
ER GÓÐ EIGN
GuSL Gíslason
ÚRSMIÐUR LAUGAV. «8