Alþýðublaðið - 12.03.1946, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 12.03.1946, Qupperneq 7
t Þriðjudagur, 12. marx 1946. alþydublaðid Bærinri í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur annast B. S. í., ními 1540. ÚTVAiBPIÐ: 8.30'—8.45 Morgunútvarp. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 1530—16.00 Miðlegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. £1. 1925 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Dagskrá Aiiþýðusamibands ís- lands. — 30 ára afmæli: Á- vörp og ræður (Hermann Guðmundsson, Jón Rafnss.). Viðtal (Ottó Þorláksson og Sverrir Kristjánsson). — Upplestur. — Tónleikar. 22.00 Fréttir. 22.05 Lög og létt hjal (Einar Páls- son o. fl.j. 23.00 Dagskrárlok. 50 ára er í dag frú Þóranna Símonar- dóttir, Guðrúnargötu 8, kona Þor- steins J. Sigurðssonar, kaupmanns. Ferðafélag fslands heldur skemmtifund í Oddfell- ow-húsinu í kvöld og hefst hann kl. 8.45. Verkefnin óþrjóiandi. (Framh. af 4. síðu.) vægðarlaust bratin á bak aftur. Eingöngu skoðanir einvaldans fá að koma fram í ræðu, riti og útvarpi, en þjóðirnar eru leynd ar sannleikanum um það, sem gerist í umheiminum. Þánnig •er skapað voldugt afl, sem er notað til ills eða góðs, eftir því, sem einvaldanum, sem öllu stjórnar, þóknast; og hefur ■ slíkt einræði hvað eftir annað steypt heiminum út í blóðug- ar styrjaldir og vandræði. Hugs unalausir uppalningar einvald- ans eru viljalausir og er teflt fram eins og peðum á skák- tafli. Enginn veit, hvenær næsta ógnin skellur yfir og tor- tímir miklum hluta mannkyns- ins. Gegn þeirri hættu er aðeins ein vörn, framkvæmd jafnaðar stefnunnar, þar sem enginn fær leyfi til að sitja yfir annars hlut í fjarmálum eða atvinnu- málum og öll áherzla er lögð á, að efla andlegan þroska, menn ingu og frjálsa hugsun. Þetta eru verkefni Alþýðuflokks- manna í öllum löndum. Finnur Jónsson. til frjálsrar hugsunar. í rauninni má tákna stefnu Alþýðuflokksins með einu orði: Frelsi, frelsi fjöldans til að vilja og hafna í opinberum málum, frelsi hvers einstaklings til að lifa sómasamlegu lífi. Að þessu takmarki vinna jafnaðarmenn allra landa með markvissum þjóðfélagslegum umbótum á lýðræðisgrundvelli. Án hernaðaræðis, án ofbeldis. Gandhi, hinn indverski, sagði á dögunum í ræðu: „Frelsið vinnst ekki með grjótkasti, frelsið vinnst aðeins með sann- leik og ofbeldisleysi.“ Það er gaman að rbera þessi orð sam- an við orð Jóns Baldvinssonar, er voru á þessa leið: „Eðli verka lýðshreyfingarinnar eru ekki skyndiupphlaup, og hávaða- fundir, heldur markvís barátta fyrir málefnunum sjálfum.“ Úrslit kosninga úti í heim- inum nú eftir styrjöldina sýna, að fleiri og fleiri skipa sér undir merki jafnaðarstefnunn- ar. Fleiri og fleiri sjá, að þar er að finna öruggustu verndina gegn því öryggisleysi, óstjórn og ófrelsi, er þjakað hefur löndin undanfarið. Vonandi gengur ný- liðin ógnaröld ekki aftur yfir heiminn. En manni finnst þó enn mjög skorta á það frelsi og öryggi, sem þarf til þess, að lönd og ríki lifi saman í gagn kvæmum friði og skilningi. Þau , öfl. virtust koma fram á ráð- ' stefnu hinna sameinuðu þjóða, að fulltrúarnir þar gætu lítt skipað sínum málum. Þar virt- ist grjótkast og hávaði. Stór- veldisdaumar einræðisherra, hvort sem þeir heita Hitler eða Stalin, eru friði og samlyndi hættulegir. Jafnaðarmenn allra landa þurfa.að vera vel á verði, Við hér á íslandi mörkum að vísu ekki rás heimsviðburðanna; en þau öfl eru hér til og þau við- fangsefni mörg í íslenzku þjóð- lífi, er gefa fleiri og fleiri Jafn- aðarmönnum nóg að starfa. Megi dagurinn í dag verða okk ur hvöt til nýrrar sóknar. Meðal þeirra mörgu, er vilja i þess mjnnUgur ag Qf mikið mmnast Alþýðuflokksms a ís- Hægfara þróun - ekki heljardökk. 'n Framhald af 2. síðu. krabbamein, að ráð við þeim er að mestu ófundið enn. En hitt þykist ég skynja og skilja, að Alþýðuflokkurinn hefur göfugt hlutverk að inna af hendi: að styðja þá, sem einkum þurfa stuðnings við, að hjálpa þeim, sem verst eru staddir í mannlegu félagi, en vinna þó hin þörfustu verk, og hin hættulegustu verk. Og þess ber minnast, að samkvæmt stefnu sinni vill flokkurinn lyfta þessum stéttum, lágstétt- unum, með lögum, en ekki ólög- um, með iðni við kolann, hæg- fara þróun, en ekki með heljar- stökki né landskjálfta. Ég velt- ist ekki í vafa um, að flokkur- inn hefur fengið miklu áorkað í baráttu sinni á liðinni tíð. Lög- in um hvíldártíma háseta á ís- lenzkum botnvorpungum (1921) eru t. d. liiú merkustu, sem mörgum sjómanni vorum hefur án efa reynzt heilsuvernd og heilsubót. Að lyktum þakjta ég Alþýðu- blaðinu, hve óhvikult það var jafnan í baráttu sinni við Hitler og ára hans. Þá er verstar voru horfur á sigri bandamanna og öll menningar- og mannúðar- vé virtust ætla að hrapa og hrynja, hressti bjartsýni bláðs- ins mig — og án efa miklu fleiri oft og tíðum. Ég óska blaðinu þess, að það reynist á- vallt jafn-geiglaust í bardaga við kúgunar- og einræðiströll, er þau teygja gráa hramma sína og loðnar krumlur út úr klett- _um og björgum, sem enn'er alls ekki óttalaust um. Alþýðuflokkn um óska ég þess, að honum verði vel ágengt í sókn sinni fyrir vaxandi þroska verka- manna, að hann sí-vaxi að frjálslyndi og- víðsýni, sitji fastur við sinn laga-keip og gæti lipurðar í samningum og | samvinnu við aðra flokka, en Hjartkær eiginmaður minn, Vithjátmur Bjarnason, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 13. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðju á heimili hans, Loka- stíg 28A, kl. 1 e. h. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Guðný Magnúsdóttir. Jarðarför mannsins míns, . - Páls fVBágnússonar, íer fram miðvikudaginn 13. Þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hans, Framnesvegi 26 B, kl. 9x/2 f .h. Kirkjuathöfnin fer fram í Dómkirkjunni, en jarðsett í Hafnarfirði. Jóhanna M. Ebenesersdóttir. Ffokkur frebislns. f) ÞRJÁTÍU ÁRA afmæli A1 þýðuflokksins á íslandi mun margur vilja minnast hans í þökk og virðingu, — þökk fyr ir mikið starf, mikla baráttu í þágu íslenzkrar alþýðu, og virð ingu fyrir stefnu flokksins, — jafnaðarstefnunni. Á þessum tímamótum, sem og oftast, er gott að gera sér grein fyrir, hvað það er, sem gerir jafnaðarstefnuna eftir- sóknarverða og nauðsynlega í hverju menningarþjóðfélagi. En það*er í stuttu máli það, að hún kappkostar að veita landsmönn um meira öryggi í baráttunni fyrir daglegu brauði með stétta samtökum og skipulagningu at vinnuveganna. Hún beitir sér fyrir almennum tryggingum handa þeim, er bíða á einhvern hátt tjón.. Hún berst fyrir al- mennum mannréttindum og skýlausum rétti einstaklingsins landi með þökk og virðingu á þessum tímamótum og jafn- framt flytja flokknum beztu árnaðar og afmælis óskir, er Kvenfélag Alþýðuflokksins. Yið í því félagi vinnum að ýmsum menningar- og framfaramálum kvenna, en uppistaða okkar fé- lags er stjórnmálastefna Alþýðu flokksins, og það er hún, hvað mörg mál sem við hofúm á dagskrá, sem ber félagið uppi; því hugsjón jafnaðarstefnunn- ar er og verður stærsta viðfangs efnið, hæsta takmarkið. Ef við hjálpumst öll að því, að túlka þessa skoðun, hjálp- umst öll að því, að gera veg Al- þýðuflokksins sem mestan, verður það ekki einú flokkur heldur öll þjóðin sem fagnar næsta stóra afmæli flokksins. Soffía Ingvarsdóttir. af öllu má þó gera“, sem Hall- dór læknir Gunnlaugsson kvað. Sigurður Guðmundsson. BraufrySjandi í nýrri sljórnmálaþröun. Heimsstyrjöldin FYRRI 1914—1918 markar tímamót í sögu þjóðarinnar. Sambands- sáttmálinn 1918 setur glögg skil milli gamals tíma og nýs. Bar- áttan um sjálfstæði þjóðarinn- ar hafði lengi verið mál mál- anna, skipað flokkum, velt ráð herrastólum og reist á víxl. At vinnu- og félagsmál voru frem- ur háð áhuga og atorku ein- stakra manna utan þings og inn an, en skipulegri starfsemi þingflokka, eins og reyndar Hull—Reykj avik %■. . M/s. ,,NIEUWALL“ fermir í Hull um. miðja þessa viku og e/,,CAVEB.OCK“ um næstu-mánaðamót. Flutningur tilkynnist tii: G. Krlstjánsson 8t Co. h/f. skipamiðlarar. Hafnaúhúsinu. Sími 5980, eða The Hekfla Agencíes Ltd. (G. Jörgensson) St. Andrew’s Dock, Hull. hafði tíðkazt frá upphafi hins löggefandi alþingis. Nú á dög- um mun ýmsum þykja furðu- legt, að þannig væri á málum haldið i 40 ár. En þegar betur er að gáð, verður þetta mjög vel skiíjanlegt. Frá 1875—1903 var alþingi svo mjög háð er- lendri stjórn i löggjafarstarfi sínu, að af þess hálfu gat naum ast verið um að ræða skipulega starfsemi að innanlandsmálum. Baráttan um stjórnarskrárbreyt ingu sat líka í fyrirrúmi og tók mikið af orku þingsins alla tíð frá 1883. Mönnum var ljóst, að fyrsta skilyrðið til þess að hægt væri að taka innanlandsmál- in föstum tökum var það, að stjórnin yrði innlend. Þá fyrst var að vænta fastrar stefnu í þessum efnum, í stað höktandi fálms og sifelldra lagasynjana af hálfu erlendra, áhuigalausra og gerókunnugra stjórnarherra. Þetta breyttist að vísu með hinni nýju stjórn- arskrá 1903, en liitt er sízt að undra, þótt það tæki nokkurn tíma að átta sig á breytingunni. Flokkaskipan sú, er hér varð á árunum 1895—1903, var miðuð við lausn stjórnarskrármálsins og valdabreytingu þá, er af henni leiddi. Og upp úr þessu hefst sjálfstæðisbaráttan fram að styrjaldarárunum, sem háð er með líkum hætti og stjórnar- skrárbaráttan áður og að mestu áf sömu mönnunum, sem leiddu þá baráttu til lykta. Þegar alls er gætt er reyndar meiri ástæða til þess að undrast, hversu á- gengt varð um ýmis framfara- mál á þessum árum, heldur en að lá þingi og stjórn reikult ráð og lausa stefnu í þjóðmál- unum. Undir niðri skynjum við umbrot nýs tíma, upphaf og þróun stórútgerðarinnar, vöxt og viðgang þorpa og bæja, eíl- ingu samvinnufélaga bændanna og búnaðarsamtakanna, „ aukn ingu framleiðsluvaranna og verzlunarinnar — í stuttu máli: öra félagslega og efnalega þró- un, er hlaut fyrr eða síðar að leiða til nýrrar skipunar í stjórnmálum þjóðarinnar. Ég er ekki í neinum vafa um /það, að sú skipan stjórnmálalífs ins með þjóð vorri, er hófst fyr- ir 30 árum með stofnun Alþýðu flokksins- og Framsóknarflokks ins litlu síðar, verður jafnan talin merk timamót í íslenzkri stjórnmálasögu. Árið 1916 ór- aði að vísu engan enn fyrir at- burðum ársins 1918, en hér var hafinn viðbúnaður um skipu- legra þjóðmálastarf en jafnan fyrri, er kom vel að haldi þjóð, sem var í þann veginn að verða sjálfráð um öll sín efni. Það er ekki mitt hlutverk að dæma um starfsemi Alþýðuflokksins í 30 ár. Það gera aðrir. En þegar ég hugsa til þess, þykir mér það sannarlega lofsvert og til sóma fyrir þjóð vora, að verkamenn- irnir skyldu verða brautryðj- endur í ’hinni nýju stjórnmála- þróun, sú stétt landsins er minnstra réttinda hafði notið og að flestu leyti var verst á vegi stödd. Sú breyting, sem síðan er á orðin um réttindi og allan hag verkamanna landsins,- er að sjálfsögðu mjög að þakka áhrifum Alþýðuflokksins og A1 þýðusambandsins. Happádrjúg samvinna við Framsóknarflokk inn árum saman á sinn þátt, en óþarfi er víst að minna á það, og líkast til ekki viðeig- andi hér. En að svo mæltu þakka ég ritstjóra Alþýðublaðs ins fyrir að gefa mér tilefni til þess að rita þessar ldnur og óska afmælisbarninu allra heilla. Þorkell Jóhannesson. Alþýðuflokkurinn á mikið hlulverk að vinna. MÉR hefur alltaf verið vel við Alþýðuflokkinn. Þar hef ég átt marga igóðkunningja mina og haft likar skoðanir á ýmsum málum, enda þótt önn- ur hafi orðið og verði enn að ágreiningi. Frá minni hlið veldur þar vafalaust miklu, að ég er „bónda borinn“. Yarla mun það véfengt, að á undanförnum þrem áratugum hafi flokkurinn hrundið fram mörgum málum, er til hagsbóta hafa horft og menningarauka fyrir alþýðuna í kaupstöðun- um. Hins er og að minnast, að hann hefur léð liðsyrði ýmsum umbótamálum sveitafólksins, oft svo, að úrslitunr réði, eink- um á þeim árum, er hann átti samstarf við Framsóknarflokk- inn á alþingi og í ríkisstjórn. En meðan þessir flokkar sneru bökum saman og báru gæfu til samþykkis, þokaði hér morgu fram, og hygg ég, að þetta muni síðar verða metið meira og al- mennara en nú er. Alþýðuflokkurinn á að mín- um dómi mikið hlutverk að vinna hér, ekki síður en í öðr- um " lýðfrjálsum löndum: að efla alþýðu hinna vaxandi bæja til sannrar menningar, veita henni hlutdeild í tækni tímans, auka menntun hennar og iglæða þjóðarvitund hennar. Vissulega varðar það næsta miklu, hversu flokknum tekst að leysa þetta hlutverk af hönd um. Eg óska einlæglega að það takist og árna Alþýðuflokknum heilla. Pálmi Hannesson. Ljósmynðir þær, sem. birzt hafa í blöðunum úr revýu Fjalakattarins, sem verið er að sýna um .þessar mundir, em allar teknar af Vigni Ij ósmyndara.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.