Alþýðublaðið - 09.07.1946, Síða 3
3
ÝriSjudagur, 9. júl-í 1946.
t%L>yD’JFh&r^D
Brezkt stórblaS segir:
Segir, aS stórkestleg i®gbr©4 @g falsanir
DANSKA blaðið ,,Politiken“ birti fyrir nokkrum dögum grein
um þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem var látin fara fram á Pól-
landi 30. júní, sem höið er eftir fregnritara brezka blaðsins ,,Daily
'Telegrapb“ í Varsjá. í grein þessari er sagt, að úrslit kosninga þess
ara verði að teljast marklaus, þar hafi svo gróflega verið brotið
gegn öllum lögum um kosningar og víða hafi hrein svik átt sér
stað. Geti því niðurstöðutölur kosninga þessara engan veginn talist
lýsa skoðunum kjósenda almennt, heldur séu þær í mörgum til-
fellum tilbúningur einn eða stórkostlega falsaðar. Fer hér á eftir
útdráttur úr grein þessari úr „Politiken.“
Greinin, sem hér um ræðir
birtist fyrir nokkru í brezka
blaðinu „Daily Telegraph“ og
segir þar berum orðum, eins og
fyrr getur, að kosningaúrslitin
verði að teljast markleysa ein.
Meðal annars er þess getið í
verði að teljast markleysa ein.
grein þessari, að starfsmaður
við kosningarnar í Poznan (Pos-
en)-héraði, sem nefndur er með
nafni hafi veitt því eftirtekt, að
úrslitin, er bárust úr nærliggj-
andi héruðum, hafi verið skrif-
nð rneð sömu hendi. Nánari at-
bugun leiddi í ljós, að skipt
hafði verið um já- og nei at-
Ttvæði. í einu héraðinu fundu
drengir nokkrir 20—30 at-
kvæðaseðla í snyrtiherbergi
einu. Voru seðlarnir sendir til
blaðs Mikolajczyks, bændaleið-
togans pólska, „Gazeta Ludova“,
en þar sáu brezkir blaðamenn
þá. Á nær öllum þessum at-
kvæðaseðlum hafði verið svarað
nei víð spurningunni um það,
bvort leggja bæri niður öldunga
deild pólska þingsins.
Ennfremur er þess getið í
•grein þessari, að í annari kjör-
deild hafí starfsmaður nokkui
við kosningí ar, opnað at-
kvæðaumslög, stungið atkvæða
seðlunum í vasann, en síðan lát
íð auða seðla í stað þeirra, en
samkvæmt kosningareglunum,
voru þau atkvæði talin já-at-
kvæði. Á götu í Varsjá fundust
atkvæðaseðlar í rennusteinum.
Víða bar svo til, að kjörseðla-
kassarnir voru sendir beint til
leynilögreglunnar. — Yfirmað
ur áróðursdeildar pólska utan-,
ríkisráðuneytisins hefur reynt
að afsaka sig með því, að víða
hafi komið til ofbeldisverka á
kjörstað, en tilkynnt er, að
hvorki brezkir né amerískir
8
stjórnmálamenn og blaðamenn
hafi orðið varið við slík ofbeldis
verk.
Allt þykir benda til þess, að
óbreyttir jkjósendur hafí komið
algerlega löglega fram, en það
hafi starfsmenn við kosningam
ar ekki gert, segir í hinni brezku
grein.
Mikolajczyk hefur lýst yfir
því, að ef úrslitin yrðu gerð
heyrinkunn fyrir hvert kjör-
dæmi og hverja kjördeild,
myndi hann geta sannað, að töl
u mhefir verið breytt og þær
falsaðar.
¥--——--------------------
frmait og Byrnes
vilja !ánveiíi|u ii!
Brefa.
IJifiræðiir ttm þetla á
Bauciarflciaþiiagi í gær
EUMAN Bandaríkjafor—
-®- seti og Byrnes, utanríkis-
málaráðherra Bandaríkjanna,
hafa sent þinginu orðsendingu
um það, að samþykkja án tafar
lánveitingu þá, til Breta, sem
nú er til umræðu í þinginu.
Samkvæmt brezkum fregnum
um þetta mál, var mikill hiti,
er málið var rætt í þinginu í gær
og lögðust flestir þingmenn
gegn því. Einstaka þingmenn,
meðal annars fulltrúi Virginíu-
ríkis, fylgdi fast fram frumvarp
inu um lánveitinguna og minnti
þingmenn á, hvern hlut Bretar
ættu í sigrinum í styrjöldinni.
Sagði hann, að ekki bæri að
meta framlag Brcta í stríðinu í
dollurum, heldur í blóðdropum.
Þeir Truman og Byrnes lögðu
áherzlu á það í áskorun sinni til
þingsins, að búazt mætti við
auknum erfiðleikum í alþjóða-
viðskiptum, ef frumvarp þetta
næði ekki fram að ganga.
Enn ræfi um Palesiínu
vandamálið
ULLTBÚI BANDABÍKJ-
ANNA i umræðunum um
Palestínumálið mun koma til
London á fimmtudag til við-
ræðna við Breta. — Dr. Weiss-
mann, aðalleiðtogi Gyðinga í
Jerúsalem, mun koma til Lond-
on næstu daga til viðræðna þar.
Æðsta ráð Araha er sagt hafa
birt stjórnum Bretlands og
Bandarikjanna orðsendingu, þar
sem lýst er yfir því, að ráðið
telji, að Bandaríkjamenn hafi
akki umboð né leyfi til þess að
skipta sér af innanlandsmálum
Palestínu í sambandi við Gyð-
ingavandamálið. Segir ennfrem-
ur, aö ionistar, félagsskapur
Gyðingia, vinni að árekstri við
Araba með framferði sínu.
Óróasamur staður.
Mynd þessi er frá Tel Aviv, borginni í Palestinu, sem svo miklar róstur hafa verið í að
undanförnu. í þeirri borg var, eins og menn muna, rænt fimm brezkum liðsforingjum
fyrir skemmstu í hefndarskyni fyrir fangelsun nokkrsrra Gyðinga. — Breiðgatan á miðri
myndinni nefnist Botschild Boulevard.
Ekkert
1 em u
ffni Molotovs
Hann vill ákveSa dagskrá fundarins fyrir-
fram og ekkl láfa bann ráða nelnu.
-----;—----------
Bevin og Byrnes þveriaka fyrlr slíkl.
—......<-------
FUNDI hinna f jögurra utanríkismálaráðherra var haldið
áfram í París í gær og þá rætt um væntanlega friðar-
ráðstefnu. Voru haldnir tveir fundir, sá síðari í húsakynnum
franska utanríkismálaráðuneytisins. Samkvæmt síðustu
fregnum virðist ekkert samkomulag hafa náðst, aðallega
vegna strfni Molotovs, sem lagðist á móti fulltrúum vestur-
veldanna, sem vildu ákveða fundarboðun nú þegar, en Moio-
tov vildi, að því er fréttaritari brezka útvarpsins segir, hafa
eithvert það fyrirkomulag á fundinum, er gert gæti Rússum
kleift 'að stöðva framgang mála og fara sínu fram.
unni.
Lundúnafregnir í gær um
fund utanríkismálaráðherranna
greindu frá því meðal annars,
að fyrst hefðu ráðherrarnir set-
ið á fundi í hálfan þriðja tíma,
en ekkert samkomulag hefði
orðið. Var það einkum vegna
þess, að Molotov virðist hafa
ætlað, að Bússar gætu ráðið til-
högun og dagskrá friðarfundar-
ins, sem áður hefur verið ákveð-
inn í París 29. þ. m.
Utanríkismálaráðherrar Breta
og Bandaríkjamanna, Bevin og
Bymes, svo og Bidault, utan-
rikismálaráðherra Frakka, vildu
hins vegar, að strax yrðu send
út fundarboð til ríkja þeirra, er
þátt ættu að taka í ráðstefnunni,
án þess að gengið yrði að skil-
yrðum Molotovs, en fréttaritari
brezka útvarpsins í París skýrði
frá því í gærkveldi, að bersýni-
legt væri, að Molotov væri að
tefja aðgerðir ráðherrafundar-
ins ! 0 liess, að Rússar gætu ráð-
ið sem mestu á friðarráðstefn-
Seint í gærkveldi bárust svo
fregnir um það, að ráðherram-
ir væru á fundi fyrir luktum
dyrum í híbýlum franska utan-
ríkismálaráðuneytisins sam-
kvæmt boði Bidaults, en ekkert
hafði frétzt um, hvað umræðu-
efnið hefði verið, seint í gær-
kveldi.
Breyftir sðjérnar-
hættir á Curacao!
BREZKA ÚTVARPIÐ sagði
frá því í gærkveldi, að um
12 þúsund manns hefðu verið á
fjöldafundi í borginni Willem-
stad á Curacao í Vestur-Indíum
og krafizt þess, að breytt yrði
um stjórnarform á eynni. Var
ekki krafizt fulls skilnaðar við
Hollendinga, en mikillar breyt-
ingar á núverandi stjórnar-
háttum.
Til sigurflugsýningar
í Bandaríkjunum.
AÐ var sagt frá því í Limd-
únaútvarpinu, að Bretar
myndu senda 16 Lancaster<
sprengjuflugvélar til jjess
taka þátt í sigurflugsýningu, ei
ameríski flugherinn efnir til í
Los Angeles í byrjun næsta
mánaðar.
Flugvélar þessar eru úr þeirri!
sprengjuflugvélasveit, er þótt
geta sér hvað beztan orðstír í
styrjöldinni, en flugvélar úr
sveit þessari fóru í fjölmargar
árásarferðir til Þýzkalands allt
frá árinu 1942. Með flugvéiun-
um eru um 220 menn, þar með
taldir flugmenn og þeir, sem sjá
um viðhald og eftirlit vélanna.
Iran vil! fá að taka
þáff í friðarfundimim
TILKYNNT hefur verið í
Lo’ndon, að stjórn Iran
(Persíu) hafi beint þeim tilmæl-
um til stjórna stórveldanna
fjögurra, að Iran fengi að sitja
friðarráðstefnuna, sem ráðgert
er að hefjist í París í lck þessa
mánaðar.
í orðsendingu sinni leggur
iranska stjórnin áherzlu á þann
þátt, er Iran hafi átt i því að
bandamenn sigruðu Þýzkaland
og Ítalíu, og að landið hafi beð-
ið verulegt manntjón i styrj-
öldinni.