Alþýðublaðið - 24.07.1946, Page 2
2 _____________________________
. ' — '
Afgreiðslu inntökubeiðnar
Islands i nýja þjóðabanda-
lagið frestað í gær.
;lftjanrikismálaiiefiid mæKr nieð sam-
þykkt hennar, en breytingartillaga og j
dagskrártiflaga komnar fram.
SAMEINAÐ ÞING tók til annarrar umræðu á fundi sín-
um í gærkvöldi tillöguna til þingsályktunar um inn-
tökubeiðni íslands í bandalag hinna sameinuðu þjóða, en við
fyrstu umræðu málsins hafði forsætis- og utanríkismálaráð-
herra, Ólafur Thórs, haft framsögu, en utanríkismálanefnd
því næst fjallað um málið. Utanríkismálanefnd lagði til, að
þingsályktunartillagan yrði samþykkt með lítillegri orða-
breytingu, og hafði Stefán Jóh. Stefánsson framsögu fyrir
hennar hönd á fundinum í gærkvöldi.
Miklar umræður urðu um málið. Hannibal Valdimars-
son, 3. landkjörinn þingmaður, bar fram breytingartillögu
við þingsályktunartillöguna þess efnis, að aðild íslands að
bandalagi hinna sameinuðu þjóða verði bundin því skilyriði,
að ísland þurfi hvorki að láta í té hernaðarbækistöðvar fyr-
ir erlendan herafla né heldur sjálft að taka þátt í neins kon-
ar hernaðaraðgerðum gegn öðrum ríkjum, svo og að ríkis-
stjórnin krefjist þess, að herlið það, sem enn dvelur í land-
inu, hverfi þegar á brott samkvæmt gerðum samningum,
ísvo að ísland geti sem alfrjálst ríki gerzt aðili að bandalagi
hinna sameinuðu þjóða. Pétur Ottesen, þingmaður Borg-
firðinga, bar hins vegar fram dagskrártillögu um að af-
greiðslu málsins kyldi frestað til næsta reglulegs alþingis,
þar sem þjóðinni hefði ekki gefizt kostur á að kynna sér
málið til hlítar.
Að framkominni þessari hreytingartillögu og dagskrár-
tillögu fór forsætisráðherra þess á leit, að þingfundi yrði
frestað um sinn, svo að þingflokkarnir ættu þess kost að
ræða málið frekar. Var því næst fundi frestað í eina klukku-
stund, en að þeim tíma liðnum tilkynnti forseti, að afgreiðslu
málsins yrði frestað þar til í dag.
25 ísl. hjnkfiinarkoiiir sitja nor-
rcent hjnkrsnarkfennamót I Oslö.
-----——♦-------—
t»ær fara ytasi me9 Esjy í dag ©g sitja
méiS dagana 4.--8. ágúsf.
MEÐAL FARÞEGA, sem fara
utan með m. s. Esju í dag
eru 25 íslenzkar hjúkrunarkon-
ur, og munu þær sitja mót nor-
xæna hjúkrunarkvenna, sem háð
verður í Oslo daganna 4—8 á-
gúst næst komandi.
Mótið er haldið á vegum
Samvinnunefndar hjúkrunar-
kvenna á Norðurlöndum, og
sitja það fjórir fulltrúar frá
hverju landi, en þeir mætast
einnig milli aðalmótanna og
undirbúa þau.
Af íslans hálfu eru þessir
fulltrúar: Sigríður Eiríksdóttir,
form. Fél. ísl. hjúkrunarkvenna,
Elísabet Guðjohnsen, forstöðu-
kona Hvítabandsins, Sigríður
Bachmann, kennsluhjúkrunar-
kona við Landsspítalann og
Bjarney Samúelsdóttir, berkla-
varnarhjúkrunarkona við Líkn.
Auk fulltrúanna mæta svo á
mótinu margar aðrar hjúkrunar
konur víðs vegar að af landinu
og eru þær alls 25, sem fára ut-
an eins og áður segir, og munu
þær kynna sér nýjungar í heilsu
vernd og sjúkrahúsahjúkrun, á
meðan þær dvelja erlendis.
Er þetta fyrsta hjúkrunar-
kvennamótið, sem haldið hefur
verið á Norðurlöndum frá því
fyrir stríð, en síðasta mótið var
haldið hér á landi árið 1939. Var
þá ákveðið að næsta mót skyldi
haldið í Oslo 1943, en það hefur
ekki getað orðið fyrr en nú.
Meðal þess, sem Samvinnu-
nefnd hjúkrunarkvenna á Norð-
urlöndum beitir sér fyrir, eru
skipti á hj úkrunarkonum milli
landanna. Þannig eru t. d. 14
danskar hjúkrunarkonur hér á
landi og álíka hópur íslenzkra
hjúkrunarkvenna dvelur nú í
Danmörku og í Svíþjóð.
Þá munu og nokkrar þeirra
hjúkrunarkvenna er nú fara út
dvelja áfram erlendis við fram
haldsnám.
Skffsf á kveðjum
TILEFNI af þjóðhátíðar-
JL degi Bandaríkjanna 4. júlí
s. 1. sendi forseti íslands forseta
Bandaríkjanna heillaóskir sínar
og íslenzku þjóðarinnar. For-
seti Bandaríkjanna hefur þakk-
að kveðjuna.
Forseti íslands sendi stjórnar
forseta Frakklands, Georges
Bidault, heilllaóskir í tilefni af
þjóðhátíðardegi Frakka 14. júlí
og hefur stjórnarforseti Frakk-
lands þakkað kveðjuna.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagurinn 24. júH 19451
Poal Beumert
” (slenzku íþroita-
bvöld i Gamla Bíð á föstud. II. 9s. d.
■ ---—- ■
Hann les upp léikþáttinn „Píiatus“
efir Kaj Munk.
HERiRA POUL REUMERT, leikari við Konunglega leik-
húsið í Kaupmannahöfn, hefur framsagnarkvöld í
Gamla Bíó á föstudaginn kl. 9 síðdegis. Hann les upp leik-
þáttinn „Pílatus“ eftir Kaj Mnk.
Leikþátt þennan samdi Kaj Munk er hann var 16 ára að
aldri, hefur þættinum ekkert verið breytt, frá því er hann lauk
við samningu hans þá. Ákveðið er, að leikur þessi verði sýndur
í Konunglega leikhúsinu á vetri komanda.
Flestum mun kunnugt, að Kaj
Munk var aðsópsmesti leikrita-
höfundur Dana í seinni tíð, og
ef til vill mesta leikritaskáld,
sem uppi var á Norðurlöndum
síðastliðin ár. Hann tók oft til
meðferðar þau mál, sem efst
voru á baugi með samtíðar-
nönnum, ræddi þau og krufði
til mergjar í leikritsformi,
komst oft að óvæntum niður-
stöðum og var ósmeikur við,
þótt nokkur veðraþytur stæði
um skoðanir hans. En þrátt fyr-
ir einbeitta skoðanatúlkun brást
hann aldrei listinni, og eru mörg
af leikritum hans þegar talin til
sígildra verka á því sviði. Og
öllum er kunnugt hvernig æfi
hans lauk. Hann þorði ekki að-
eins að lifa fyrir skoðanir sínar
og það, sem hann áleit sannast
og réttast, heldur og að deyja
fyrir þær.
Um herra Poul Reumert er
óþarft að fjölyrða, því öllum
borgarbúum mun kunnugt, hví-
líkur afburðamaður hann er á
sviði leiklistarinnar. Til gam-
ans skal þess getið, að þegar
hann fyrir nokkrum árum lék
sem gestur á einu mest metna
leikhúsi í París, var ekki aðeins
farið hrósyrðum um leik hans í
frönskum blöðum, heldur og í
énskum tímaritum, er um slíkar
listgréinir fjalla. Þess er og
skemmst að minast, að leikur
hans í síðustu kvikmynd, sem
hann lék í, vakti slíka aðdáuh á
Norðurlöndum, að það afrek
hans, er hiklaust talið jafnast á
við hið bezta, sem unnið hefur
verið á þeim vettvangi. Hann er
og tvímælalaust bezti upplesari
á Norððurlöndum, og má geta
þess, að ekki alls fyrir löngu las
hann upp í Kaupmannahöfn eitt
af leikritum Kaj Munk, „Ric-
helieu kardínáli“ og voru öll
blöð þar í borg á einu máli um
það, að upplestrarkvöldið hefði
verið einstædur viðburður.
Ekki þarf að efa, af f jölmennt
verði á þessu framsagnarkvöldi
hans í Gamla Bíó. Reykvíkingar
hafa margsinnis sannað það, að
þeir láta ekki sumarleyfi né ann
ir aftra sér að sækja þangað,
sem sönn list er í boði.
Dömkis knatfspyrnu-
mennirnir farnir
héðan
Dönsku KNATTSPYRNU-
MENNIRNIR ,fóru héðan
loftleiðis kl. 8 í gærmorgun.
í fyrradag sáu þeir boð hjá for-
seta íslands að Bessastöðum, en
um kvöldið héldu íslenzkir
knattspyrnumenn þeim kveðju
samsæti að Garði, og var þar
skipzt á gjöfum og margar ræð-
ur fluttar.
Telpan
sem ihvairf frá barnaheimilmu
Elliðaárvogi á laugardaginn kom
fram á mánudagskvöld. Fannst
hún hjá Vifilsstaðavatni
Esja leggur af stað iil
Kaupmannahafnar á
hádegi í dag
E
SJA FER HÉÐAN áleiðis
til Kapmannahafnar um há
degi í dag, og er skipið full-
skipað farþegum.
Á útleið kemur Esja við í
Vestmannaeyjum til þess að
taka þar farþega.
menmrmr, sem
á Evrópumeisfaramóf
ið æfa að Reykjum í
R
ÁÐGERT er að átta íslenzk
ir íþróttamenn fari á Ev-
rópumeistarmótið sem hefst í'
Oslo 6. ágúst næstkomandi.
Menn þessir eru Finnbjörn.
Þorvaldsson ÍR. Gunnar Huseby
KR, Jóel Sigurðsson ÍR, Jón
Ólafsson UIA, Kjartan Jóhanns
son Í.R., Óskar Jónsson Í.R.,
Oliver Steinn F.H. og Skúli
Guðmundsson K.R.
Eru íþróttamennirnir nú fam
ir norður að Reykjum í Hrúta-
firði og munu þeir æfa þar út
þennan mánuð. Þjálfari þeirra
er sænski íþróttakennarinn Ge-
org Bergfors.
Auk Oslóarfaranna dveljar
nokkrir fleiri íþróttamehn norð-
ur á Reykjum, meðal þeirra ent
ungir íþróttamenn, sem em að-
æfa undir drengjamótið.
Skýrsfa Fiskifélags ísíands;
Síldaraflino nm helgina orðínn lá-
lega helmingi meiri en á sama
tfma i fyrra.
-------4-------
Aflahæsta skipið er Dagný frá Siglufirðt
me® §992 mál.
O AMKVÆMT SKÝRSLU FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
^ var bræðslusíldaraflinn hjá síldarverksmiðjum ríkisins
orðinn samtals 427 þúsund hektólítrar á laugardaginn var,.
og búið var að salta 8171 tunnu síldar norðanlands. Á sama
tíma í fyrra hafði engin síld verið söltuð og bræðslusíldar-
aflinn var þá ekki nema 246 þúsund hektólítrar.
Sex skip höfðu á laugardag-
inn aflað yfir 4000 mál og
eru þau þessi: Dagný, Siglufirði,
5992 mál, Fagriklettur, Hafnar-
firði, 4695 mál, Snæfell, Akur-
eyri, 4447 mál, Friðrik Jónsson,
Rvík, 4385 mál. Narfi, Hrísey,
4074 mál og Nanna, Rvík, 4066
mál.
Fer hér á eftir afli einstakra
skipa í flotanum. Tölurnar
tákna mál, nema þær sem eru
innan sviga, tákna tunnur í
salt:
Gufuskip:
Alden, Dalvík, 3042. Ármann,
Rv., 2779. Bjarki, Ak., 1946.
Huginn, Rv., 2777. Jökull, Hf.,
1320. Ól. Bjarnason, Akranesi,
2816. Sigríður, Grundarf., 1827.
Sindri, Akranesi, 1629. Sæfell,
Ve., 2432. Þór, Flatey, 2124.
Mótorskip (1 um nót):
Aðalbjörg, Akran., 1528. Áls-
ey, Ve., 2377. Andey, Hrísey,
2314. Andey (nýja) s. st., 3300.
Andvari, Þórshöfn, 1049 (144).
Angila, Drangsnesi, 839. Ársæll
Sigurðss., Njarðv., 30 (20). Ás-
björn, Akran., 883. Ásbjörn, ís.,
1527. Ásdís, Hf„ 520. Ásgeir,
Rv„ 2467. Auðbjörn. ís., 2181.
Austri, Seltj.nesi, 1152. Baldur
Ve., 1592. Bangsi, Bolungavík,
498. Bára, Grindavík, 485.
Birkir, Eskifirði, 2268v Bjarni,
Dalvík, 1981. Bjarni Ólafsson,
Keflavík, 1311. Björg, Eskifirði,
1800. Bjöm, Keflavík, 1392,
Borgey, Hornaf., 1500. Bragi,
Njarðvík, 908. Bris, Ak„ 1292.
Dagný, Sigl., 5992. Dóra, Hf.y
423. Draupnir, Neskaupstaðr
728. Dröfn, Neskaupstað, 182T
(391). Dux, Keflavík, 748.
Dvergur, Sigl., 731. Edda, Hf.,.
1967. Eggert Ólafss., HL, 1542.
Egill, Olafsfirði, 1264 (314).
Erna, Sigluf., 639, Estef, Ak„
2041, Fagriklettur, Hf., 4695s.
Fanney, Rv„ 1261, Farsælþ
Akran., 2585, Fell, Vestm., 1432,
Finnbjörn, ís., 240, Fiskaklett-
ur Hafnarfirði 4695, Fanney
Reykjavík 1261, Farsæll Akra-
nesi 2585, Fell Vesmannaeyj.
1432, Finnbjörn ísafirði 240,
Fiskaklettur Hafnarfirði 1561,
Fram Hafnarfirði 730, Freydís
ísafirði 422, Freyfaxi Neskaup-
stað 1606, Freyja Reykjavík
3479, Freyja Neskaupstað 930,
(145) Friðrik Jónss. Rvík. 4385
(131), Fróði Njarðvík 820, Fylk-
ir Akran. 556, Garðar Garði 860
(552), Gautur Akureyri 358
(267), Geir Siglufirði 1179 (228),
Geir goði Keflavík 500, Gestur
Siglufirði 627, Grótta ísafirði
3333, Grótta Siglufirði 1382
(235), Græðir Ólafsfirði 667,
Guðbjörg Hafnarfirði 537,
Guðm. Þórðarson Gerðum 1105,
Guðný Keflavík 1025, Gullfaxi
Neskaupstað 946, Gulltoppur
Olafsfirði 244, Gunnbjöm Isa-
firði 1578 (343), Gunnvör Siglu-
firði 3818 (202), Gylfi Rauðavík
352 (73), Hafbjörn Hafnarfirði
Frh. á 7. síSu.