Alþýðublaðið - 24.07.1946, Blaðsíða 3
o J
m
VM—.
A
rf!íí'f-EVl
Mynd þessi var tekin fyrir skömmu í Trieste, hinni ítölsku borg við Adriahaf, sem mikið hefur
verið deilt um að undanförnu. Vilja Júgóslavar fá borgina, en hins vegar vilja ítalir ekki sleppa
henni. Á mynd þessari má sjá áflog ungra ítala og Júgóslava. Júgóslavar hafa, undir vernd
Titos og Rússa þar með, verið mjög herskáir i garð ítala og sýnt þeim ýmislegan ójöfnuð, eins
og fréttir hafa borið með sér.
og sex manns forust f
ræði Syðinga i Jerúsalem i
«1
Afttee forsæfisráSherra Brefa flufti ræðu um"
þeifa mál í neðri málsfofunni í gær
AÐ ER NÚ UPPLÝST, að uiri 46 manns fórust í
■*■ sprengjuárás Gyðinga í Jerúsalem í fyrradag. Fyrst
vár talið að ekki hefðu farizt nema 39 menn, en samjkvæmt
.síðustu fregnum frá London í gærkveldi var sagt, að 46
manns hefðu farizt. Flutti Cl'ement R. Attlees forsætisráð-
Jherra Breta, ræðu um þetta mál í brezka þinginu í gærdag,
og kvað hann þetta tilræði
óþokkalegt.
Attlee, forsætisráðherra
Breta, flutti ræðu í neðri mál-
stofu brezka þingsins í gær og
gerði hann þar grein fyrir
sprengjutilræði því, er Gyðing-
ar gerðu í fyrradag í Jerúsalem.
Attlee fórust meðal annars
orð á þá leið, að sprengjutilræð-
íð væri ómannúðlegt, það væri
manndráp.
Það var tilkynnt í London í
gærkveldi, að 27 menn hefðu
verið handteknir vegna spreng-
íngarinnar, frunaðir um þátt-
4öku i henni.
Gyðingaráðið í Palestínu hef-
ur lýst yfir sorg sinni yfir þess-
um atburði.
Sir Alan Cunningham, land-
stjóri Breta í Palestinu, er kom-
inn aftur til Palestínu, en hann
hefur verið í London til við-
ræðna við brezku stjórnina
Anthony Eden, fyrrverandi ut-
anríkismálaráðherra Breta,
spurði Attlee að því í gær, hvort
vænta mætti svipaðra aðfara i
Palestínu.
Attlee svaraði þvi til, að
brezka stjórnin hefði gert allar
ráðstafanir til þess, að slikt
gæti ekki endurtekið sig, enda
væri lögreglrannsókn inú á döf-
inni vegna þessa máls.
Yrðu gerðar allar ráðstafanir
vegna þessa, og yrði ekki látið
við svo búið standa.
Gyðinga vera ódrengilegt og
Truman, forseti Bandaríkj-
anna, lýsti yfir því í gær, að
Bandarikjastjórn hefði hina
mestu andstyggð á atferli til-
ræðismannanna í Jérúsalem.
RannsÖknarför lil
suðurskaufsins
"C1 RÁ Washington berast þær
fregnir, að í haust muni
Bandaríkjamenn efna til rann-
sóknarferðar til suðurskauts-
landanna. Fyrirliði leiðangurs
þessa verður Norðmaður, Finn
Ronne að nafni.
Mun leiðangur þessi fara á
herskipi, sem flotamálaráðu-
neytið leggur til. Finn Ronne,
sem mun eiga að stjórna leið-
angri þessum, hefur stunað nám
í flotaborginn Horten. Annars
hefur hann tekið þátL í Suður-
pólsleiðangri Byrds aðmíráls á
sínum tíma.
Faðir Finn Ronne, hafði um
20 ára skeið náið samstarf við
Roald Amundsen, hinn kunna
heimskautafara Norðmanna, er
fórst árið 1928 { flugferð til
þess að letia að hinum ítölsku
pólförum í loftskipinu „Italia“
er fórst þá.
Allsherjarþingfundi
sameinuðu þjóðanna
freslað
AÐ var tilkynnt í Lundúna
útvarpinu í gærkveldi, að
allsherjarþings hinna samein-
uðu þjóða, sem átt að koma sam
an 23. september næstkomandi,
hefði verið frestað um óákveð-
inn tíma. Ekki var þess getið,
hvers vegna fundinum var frest
að.
Hækkandí verðlag
í Bandaríkjunuui
ÍUNDÚNAFREGNIR í gær-
kveldi greindu frá því, að
mikil óánægja væri ríkjandi í
Bandaríkjunum vegna þess, hve
verðlag þar hefur hækkað að
undanförnu. Sögðu Lundúna-
fregnir í gærkveldi frá því, að
verðlag í Bandaríkjunum hefði
hækkað upp úr öllu valdi frá
því sem verið hefur.
Var þess getið í fregninni, að
búðarafgreiðslumenn í New
York hefðu í hyggju að gera
verkfall vegna þessa.
Irygve Lie kominn fií
Hoskva
TRYGVE LIE, aðalritari
.hinna sameinuðu þjóða, er
kominn til Moskva.
Kom hann þangað í fyrradag
og tók Molotov, utanríkismála-
ráðherva Rússa á móti honum á
hlugveili í Moskva.
r»
imar á .brezkn herstððvaraar.
-- ----4----
AÐ hefur nú komið í ljós, að það voru Egyptar, er vörpuðu
sprengju inn í samkomuhús Breta í Kairo fyrir skemmstu.
Hefir Sidky Pasha, forsætisráðherra Egypta flutt ræðu um þetta
mál og harmaði hann í ræðu sinni, að .Egyptar hefðu verið að
verki.
Sidky Pasha sagði í ræðu
sinni, að sér þætti mjög fyrir
því, að það skyldi sannast á
Egypta, að þeir hefðu verið að
verki þarna. Komst hann svo að
orði, að menn þessir mættu
heita óvinir þjóðarinnar, en
ekki landar hans.
Sagði hann enn fremur, að
slíkar ráðstafanir Egypta, að
fara utan við lögin, væri ein-
ungis til þess að spilla sambúð
Egypta og Breta ,en nú væri
verið að semja um mál þessara
þjóða, og væru allar horfur á
því, að þeir samningar tækjust
vel.
Brezka stjórnin tekur nú til
athugunar uppkast að nýjum
brezk-egypzkum sáttmála.
Hollandsdroííning
flyfur ræðu um ný-
lendurnar
WILHELMÍNA Hollands
drott.ning flutti ræðu í
gær og ræddi hún þar nokkuð
um málefni nýlendna Hollend-
inga, sem mikið hefur verið
deilt um að undanförnu, eins
og kunngt er.
u Sagði drottningin meðal
annars i ræðu sinni, að hol-
lenzka stjórnin ynni nú að því
að endurskoða stjórnarform ný-
lendnanna.
| UNDÚN AÚT V ARPIÐ í
gærkveldi skýrði frá því,
að samband indverskra póst-
mahná hefði ákveðið að fresta
verkfalli því, er ákveðið hafði
verið að gera.
Setja Bretar nýtt
hraSbátsmet!
VT ÝLEGA var frá greint f
London, að hinn kunni í-
þróttamaður Sir Malcolm Camp
bell, hafi í hyggju að setja nýtt
hraðamet í vélbáti, Hann átti
sjálfur gamla metið, sem er um
227 krii. á klukkustund.
Campbell hefur sagt í viðtali
við blaðamenn, að hann muni
nota sama bátinn sem hann setti
metið í, en hann mun nota aðr-
ar vélar að þessu sinni. Þegar
hann setti metið voru í bátnum
tvær 1800 hestafla Rolle Royce
vélar, en að þessu sinni mun
Campbell ætla að nota þrýsti-
loftshreyfil og er búizt við, að
hann nái miklu meiri hraða en
til þessa hefir þekkzt um hrað-
báta.
Sir Malcolm Campbell er nú
um sextugt, en hefur um árabil
verið einhver snjallasti kapp-
akstursmaður Breta og jafn-
framt verið einhver öruggasti
hraðbátastjóri Breta.
SAMKVÆMT sænska blað-
inu „Morgon-Tidningen“
féll nýlega dómur í máli norsks
njósnara, kvenmanns nokkurs,
Etbel Beltzersen að nafni, er
gerzt hafði sek um að upplýsa
Quisiingayfirvölin um ferðir
Norðmanna yfir landamærin til
Sviþjóðar.
Var stúlka þessi dæmd í 5 ára
fangelsisvist og svipt borgara-
legum réttindum í Noregi um
tíu ára skeið.
Þessii mynd var tekin fyrir skemmstu af Tito marskálki og ein-
ræðisherra Júgóslavíu, þar sem hann ber höndina að húfu
sinni, er fvlgjendur hans ganga fylktu liði fram hjá honum í
Belgrací. í baksýn er minnismerki, sem reist var til minn-
ingar um fallna skæruliða í nýafstaðinni styrjöld.
Vlðhafnarfcveðja