Alþýðublaðið - 24.07.1946, Page 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagnriiui 24. júlí 1946
|Uf>i;ðnblaði6
Útgefanði: Allþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Slmar:
Ritstjórn: 4901 og 4902.
Afgreiðsla og auglýsingar:
4900 og 4906.
Aðsetur
í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu.
Verð í lausasölu: 40 aurar.
Aiþýðuorentsmiðjan h.f.
Haraldur Guðmundsson:
Alpýðnflokfcorinn oo almannatryggfngar.
Litlu verður Vöggur
feginn
ÞJÓÐVILJINN hefur að und
anförnu verið að miklast af
fylgi kommúnista í löndum
Norðurálfunnar eftir að styrjöld
inni lauk. Rita skriffinnar hans
hverja greinina af annarri um
þetta mál í tilefni af frétt banda
rísku fréttastofunnar United
Press um, að kommúnistar hafi
hlotið fjórðung atkvæða í eftir-
stríðskosningum álfunnar og
ætla að springa af monti yfir
þessari uppgötvun.
LLtlu verður Vöggur feginn
fyrst kommúnistum finnst á-
stæða til að viðhafa slík gleði-
læti yfir kjörfylgi sínu í álf-
unni. Sannleikurinn um þetta
mál liggur mönnum í augum
uppi. Hann er sá, að kommúnist
ar eiga sáralitlu fylgi að fagna
í þeim löndum álfunnar, sem
ekki eru leppríki Rússa og hafa
meira að segja farið eftirminni-
legar hrakfarir í sumum þeim
löndum, þar sem rússneskar her
sveitir hafa haft dvöl eftir ófrið-
arlokin.
Frétt hinnar bandarísku
fréttastofu, sem kommúnistar
byggja þennan barnalega fögn-
uð sinn á, talar líka sínu máli.
„Kommúnistafylgið hleypur á
tölum frá 0,4% í Bretlandi og
5,4% í Austurríki upp í 38%
í Tékkóslóvakíu og allt að 100
% í Júgóslavíu.“!
*
Já, því er ekki að neita, að
kommúnistar reyndust sigur-
sælir í kosningunum í Júgósla-
víu,, og frá Rússlandi berast
kosningafréttir, sem vitna um
það, að kommúnistar hafa
reynzt Hitler sáluga og þjónum
hans skeleggari við að hópa
fólki á kjörstaði til að kjósa einn
flokk og einn framboðslista. En
baráttuaðferðir Hitlers þóttu
ekki til fyrirmyndar, þó að
kommúnistar hafi tekið þær
upp og finnist mikið til um þær.
„Lýðræðið“ í Rússlandi og Júgó
slavíu er dágott fyrir þann
flokk, sem drottnar í krafti
þess. En það er ógirnilegt í aug-
um þeirra þjóða, sem hafa af lýð
ræði og þingræði Vesturlanda
að segja. Og kosningasigrar
kommúnista í löndum „hins
austræna lýðræðis" verða þeim
aldrei til framdráttar hér á
landi eða annars staðar á Vest-
urlöndum. Fréttir af þeim eru
dálkafylling fyrir Þjóðviljann
og önnur málgögn kommúnista,
en ekki málflutningur líklegur
til árangurs.
*
Um kjörfylgi kommúnista í
Bretlandi og Austurríki er nægi
lega mikið fram tekið í frétt
United Press. Þeir fengu 0,4%
í Bretlandi, en 5,4% í Austur-
ríki. í Noregi fengu þeir 12%
og 11 þingsæti af 150. Við þing-
kosningarnar í Vestur-Þýzka-
landi í janúar í vetur fengu þeir
um 4%. í Frakklandi, þar sem
þeir höfðu mikið fylgi fyrir
ÞEGAR ALÞÝÐUFLOKK-
URINN hóf istarfsemi sina
fyrir rúmlega 30 árum, voru al-
mannatryggingar svo að segja
óþekktar hér á landi. Sveita-
styrkurinn var eina björgin, ef
eitthvað bjátaði á. Veikindi,
slysfarir, ómegð, atvinnuleysi,
örorka og elli, allt bar þetta að
sama brunni, brunni örbirgðar,
ósjálfstæðis og útskúfunar.
Sveitarómaginn var útskúfað
ur úr þjóðfélaginu, sviptur
kosningaréttti og kjörgengi.
Öldungurinn, sem hafði erfiðað
langa ævi, alið upp börn og
greitt skatta og skyldur, en
eigi getað safnað sjóði til elli-
áranna, var í þessu efni settur
á bekk með afbrotamönnum
dæmdum fyrir glæp.
Hjónin, sem voru svo óláns-
söm að eignast stærri barnahóp
en svo, að stopul daglauna-
vinna hjá kaupmanninum
hrykki fyrir þörfum fjölskyld-
unnar og neyddust tjl „að fara
á sveitina“, urðu að sætta sig
við það möglunarlaust, að heim
ili þeirra váeri sundrað, börnin
boðin upp og afhent lægstbjóð-
enda. Sama var um ekkjuna,
sem misst hafði eiginmanninn
vegna slysfara eða veikinda, og
barnahópinn föðurlausa.
„Sveitarlimurinn“ var tek-
inn, nauðugur viljugur, og
fluttur „heim í sína sveit“,
stundum landshorna á milli, ef
hann gerðist svo djarfur að
reyna að bjarga sér í öðrum bæ
eða hrepp, þar sem hann taldi
Hfvænlegra.
Gegn öllu þessu ranglæti og
mannúðarleysi hóf Alþýðu-
flokkurinn þegar harðskeytta
baráttu. Hann tók þegar upp
kröfuna um afnám sveitarflutn
inga og kosningarétt styrkþeg-
um til handa. Jafnframt hóf
hann baráttu fyrir alþýðutrygg
ingum, benti á nauðsyn þeirra
og nytsemi.
Trygging alls konar eigna,
svo sem húsa, skipa og varn-
ings, voru þá þegar orðnar al-
gengar og alkunnar. En trygg-
ing starfsorkunnar, sem er aðal
höfuðstóll hverrar þjóðar og
dýrmætasta eign alls þorra vinn
andi manna, var þá eins og
fyrr er sagt, svo til óþekkt.
Svo var þó kallað, ,að til
væri sjómannatrygging, en hún
var litið annað en nafnið.
Dauðaslys ein voru bætt. Bæt-
urnar voru 400 krónur alls og
skyldu greiðast á 4 árum, 100
/"T REIN þessi er tekin úr
ritlingnum „Alþýðu-
flokkurinn og umbótamál-
in,“ sem Kvenfélag Al-
þýðuflokksins gaf út nokkru
fyrir alþingiskosningamar s
fyrra mánuði.
krónur hvert ár. Ellistyrk
fengu árið 1916 milli 1500 og
1600 manns á öllu landinu, og
meðalupphæð styrksins var kr.
28,77, en um 1500 kölluðusí
sjúkratryggðir.
II.
Þetta var sá grundvöliur,
sem fyrir var, þegar Alþýðu-
flokkurinn hóf baráttuna fyi'-
ir almannatryggingum fyrir
nærri 30 árum.
Síðan hefur saga almanna-
trygginganna jafn-framt verið
einn þáttur í sögu Alþýðuflokks
ins, hans saga er þeirra saga.
Fyrstu árin, meðan Alþýðu-
flokkurinn átti aðeins einn full
trúa á alþingi, voru skrefin að
vonum smá. En eftir því sem
styrkur flokksins óx innan
þings og utan miðaði betur í
áttina. Höfuðbaráttan á þessum
árum beinist þó að þvi, að.fá
dregið úr ranglæti fátækraiag-
anna og að fá lögfestan hvild-
artíma á togurunum. Togara-
vökulögin, afnám sveitarflutn-
inga og kosningaréttur fyrir fá-
tæklinga og unga fólkið voru
höfuðdægurmálin á þessum ár-
um. En jafnframt var unnið ó-
sleitilega að því að sýna fram a
nauðsyn og nytsemi alþýðu-
trygginganna.
Arið 1924 fékk Alþýðuflokk-
urinn fulltrúa i milliþinga-
nefnd, er skyldi endurskoða
slysatryggingalögin og árið eft-
ir, 1925, voru þau endurbætt
stórlega.
Kosningar til alþingis fóru
fram árið 1927. Þá vann Al-
þýðuflokkurinn mikið á, náði
fimm þingsætum. Næstu ár fór
Framsóknarflokkurinn með
stjórn, en sú stjórn átti líf sitt
undir Alþýðuflokknum og varð
því^ að taka tillit til hans.
Árið 1928 voru slysatrygg-
ingalögin enn endurskoðuð og
bætt stórlega. Bætur voru
hækkaðar, sviðið víkkað og all-
ar iðgjaldagreiðslur lagðar á
atvinnurekendur. Var þá lagð-
stríð, fengu þeir 13%. í Ung-
verjalandi þóttust þeir vissir
um að ná meirihluta, en þegar
til kom, reyndist fylgi þeirra
þar sáralítið. í Danmörku reynd
ust þeir hafa bætt við sig
nokkru fylgi við þingkosning-
arnar, sem fram fóru iað styrj-
öldinni lokinni. En við bæjar-
stjórnarkosningarnar þar í
landi, sem fram fóru nokkrum
mánuðum síðar, minnkaði fylgi
þeirra, þar sem það var mest
við þingkosningarnar, svo að
nam allt að 40%. Slíkir eru nú
kosningasigrar kommúnista í
hinum frjálsu löndum Norður-
álfunnar.
*
Kommúnistar hafa þótt hug-
kvæmir við blekkingasmíði,
enda hafa þeir lært til þess
starfa lengi og dyggilega. En
þeim skjátlast meira en lítið, ef
þeir ímynda sér, að blekkingar
þessarar tegundar verði þeim
til framdráttar. Athugulu fólki
dylst að sjálfsögðu ekki, hversu
heimskulegur þessi málflutning
ur þeirra er. Það er engu öðru
líkara en kommúnistar gangi í
pólitískum barndómi fyrst þeir
einbeita starfskröftum sínum að
því að hæðast að óförum sam-
herja sinna í nágrannalöndun-
um. Þeim gengur báglega að
skilja það, að oflof sé sama og
háð.
Kommúnistum væri ráð-
legast að gera sem minnst að
því að tala og skrifa um kjör-
fylgi sitt hér á landi og erlend-
is. Þróun stjórnmálanna er
þeim ekki svo hliðholl, að þeir
hafi ástæðu til að miklast. Hér
efndu þeir fyr.ir bæjarstjórnar-
kosningarnar til verðlaunaget-
raunar um væntanlegt fylgi
sitt. Fyrir alþingiskosningarnar
efndu þeir til verðlaunagetraun
ar sömu tegundar, en hættu við
fyrirtækið, þegar sýnt var,
hvert stefndi hjá þeim með kjör
fylgið. Hér eftir ættu þeir að
efna til verðlaunagetrauna um,
hvað fylgistap flokks þeirra
muni verða mikið í framtíðinni.
Og samherjar þeirra erlendis
hefðu vissulega ástæðu til að
gera slíkt hið sama.
ur sá grundvöllur, sem slysa-
tryggingin hefur byggt á í meg-
indráttum þau 17 ár, sem síðan
eru liðin.
Árið eftir, 1929, tók svo Al-
þýðufloikkurinn upp kröfuna
um almannatryggingar, trygg-
ingar, sem næðu til allrar þjóð-
arinnar frá vöggu til grafar. Þá
báru þingmenn flokksins fram
á alþingi tillögu til þingsálykt-
unar um almannatryggingar.
Var hún svo-hljóðandi: „Álþingi
ályktar að skora á ríkisstjórn-
ina að skipa 3ja manna milli-
þinganefnd til þess að undirbúa
frumvarp til laga um almanna-
tryggingar. Frumvarp þetta nái
yfir sjúkra-, elli-, örorku-,
slysa, mæðra- eða framfærslu-
tryggingar, svo og atvinnuleys-
istryggingar11.
Jafnframt skyldi nefndin
rannsaka og gera tillögur um
ráðstafanir gegn atvinnuleysi
og skilyrði til að setja á stofn
skrifstofur kostaðar af almanna
fé, er hafi með höndum vinnu-
ávisun. Nefndin átti að ljúka
störfum fyrir næsta þing.
Tilætlun Alþýðuflokksins var
sú, að unnt yrði að ganga frá
tryggingalöggjöfinni fyrir Al-
þingishátíðina 1930, svo að
þessi löggjöf, sem átti að
tryggja alþýðunni rétt til sæmi
GOTT
ÚR
ER GÓÐ EIGN
Gttðl. Gíslason
fiRSKTOUR LAUGAV. 63
legra lifskjara, yrði eins konar
lafmælisgjöf til þjóðarinnar á
þúsund ára afmæli Alþingis.
Þessu fékkst þó eigi framgengt.
Tillagan mætti harðri and-
spyrnu íhaldsins og fékk ekki
óskipt fylgi Framsóknar. Hún
dagaði því uppi að þessu sinni.
Arið eftir tók Alþýðuflokk-
urinn tillöguna aftur upp. Var
hún nú samþykkt, litið eitt
breytt, og milliþinganefnd skip
uð.
Nefnd þessi hélt nokkra
fundi haustið 1930, en lauk
aldrei störfum né skilaði tillög-
um eða nefndaráliti.
Þegar sýnt þótti að milli-
þinganefndin mundi ekkert
gera í málinu, samdi fulltrúi
Alþýðuflokksins í nefndinni,
Haraldur Guðmundsson, frum-
varp um almannatryggingar,
og báru þingmenn Álþýðu-
flokksins það fram á alþingi
árið 1932.
III.
Samkvæmt frumvarpi þessu
Framhald á 6. síðu.
VÍSIR ræðir um bandalag
hinna sameinuðu þjóða og
skuldbindingar aðila þess í for-
ustugrein í gær. Þar segir svo:
„Alþingi hefur hvaS eftir annað
lýst yfir þeirri Skoðun sinni, að
það óskaði eftir að íslendingum
gæfist kostur á að taka þátt í starii
hinna sameinuðu þjóða. Ekki hef-
ur verið léð máls á slí'ku fyrr en
nú, og hefur alþingi verið boðað
til funda, aðaliega til að aifgreiða
mál þetta. Liggur fyrir . þinginu
greinargerð rí'kisstjórnarinnar og
álit sérfræðings í þjóðarétti, sem
skýrir málið mjög, jþó.tt efcki sé
■langt út í það farið, að skýra hug-
sanlega hagsmunaárekstra í fram-
kvæmdinni.
Helztu skuldbindingar, sem aðili
tekur á sig með þátttöfeu í félags-
skapnum er;u þær, er hér greinir:
Hver þjóð slfculdbindur sig til að
'lifa í friði, beita ekki viopnavaM'i,
nema í þágu sameiginlegra hags-
muna, stuðla að félagslegum fram-
förum o bættum iífskjörum, treysta
trúna á mannréttindi, jafnrétti
kvenna og karla, stórra og smárra
iþjóða. Til þess að ná sliku marki
skulu meðlimir standa við skuld-
bindingar sínar samkvæmt sáttmál
■anum, leysa milliríkjaágreining
friðsaml'ega, afneita beitingu valds
eða hiótunum um vaMbeitingu í al-
þjóðamálum og veita lofes samein-
uðu þjóðunum al'la aðstoð í sér-
hverri aðgerð þeirra ríki, siem sam-
einuðu þjóðirnar beita aðgerðum
gegn. Stofnunin á að tryggja að
ríki utan samtakanna vinni í sam-
ræmi við samþykktir þeirra.“
Og enn segir svo í þessari
grein Vísis:
„S'kylt er meðlimum að greiða
kostnað við stofnunina eftir niður-
jöfnun alþjóðaþings, fela meðlim-
um öryggisráðsins aðalábyrgð á
varðveizlu friðar og öryggis, fa'Il-
ast á að samþykkja ákvarðanir ör-
yggisráðsins í samræmi við sátt-
■’ málann, leita lausnar á millirikja-
deilum með samningatilraunium og
friðsamlegum ráðum, en titkynna
öryggisráðinu, ef það efeki tekst.
Aðilum ber að hlíta á'kvörðunum
öryggisráðsins um það, hvenær sé
fyrir hendi ógnun við friðinn og til
■hverra ráðstafama skuli gripið, en
'þá 'geta komið ti'l greina margiskon-
ar þvingunarráðstafanir, jafnvel að
slitið verði stjórnmálasambandi við
Mutaðeigandi þjóð, eða aðgerðir
hafnar með hervaMi til þess að
koma á álþjóðafriði og öryggi. Þá
gangast meðlimirnir undir að láta
löryggisráðinu í té vopnað lið, að-
stoð og fyrirgreiðslu eftir samn-
ingum þess og þeirra, þar á meðal
umferðarétt til varðveizlu alþjóða-
friðar og öryggis. Meðlimir eiga að
hafa hluta af lofther sínum reiðu-
■búinn ti'l fyrirvaralausrar notkun-
ar við sameiginl'egar hernaðarað-
gerðir, en nánar skal þetta ákveðið
af öryggiisráðinu og í sambandi við
'samning, en meðlimirnir ðkuld-
ibinda sig ennfremur til að veita
gagnkvæma aðstoð við fram-
fcvæmd samþykkta öryggisráðsins.
Skylt er aðilum að hlíta úrskurðum
alþjóðadómstólsins, en sérhver milli
ríkj asamningur þeirra, skal skró-
settur af aðalskrifstofu bandalags-
ins, en Ibrjóti hann í bága við sam-
þykktir þess, skal hann víkja.
Loks sikulu stofnuninni látin í té
sú réttarstaða og Sérréttindi, sem
nauðsynleg eru fyrir starfsemi
hennar í hverju 'landi.
Gert er ráð fyrir að árgjald Is-
■lands til stofnunarinnar geti orðið
um kr. 250 þús., en auk þess verði
að greiða kostnað við þátttöku í
þingi stofunarinnar, sem efcki er
unnt að áætla.“
Slíkar eru skyldur þær og skuld
bindingar, sem aðilar bandalags
hinna sameinuðu þjóða takast á
hendur. Við bandalag hinna
sameinuðu þjóða eru móklar von
ir tengdar ekki hvað sízt af smá
þjóðum heimsins.