Alþýðublaðið - 21.08.1946, Qupperneq 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 21. ágúst 1946
4
|U|>(|DnblaMd
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Símar:
Ritstjórn: 4901 og 4902.
Afgreiðsla og auglýsingar:
4900 og 4906.
Aðsetur
. í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu.
Verð í lausasölu: 40 aurar.
Sett í Alþýðuprentsmiðjunni
Prentað í Félagsprentsm.
♦—----------------------❖
Flugið
SVIFFLUGFÉLAG ÍS-
LANDS efndi til mikillar
flugsýningar á Reyk.iavikur-
flugvellinum siðast liðinn
sunnudag, og sótti hana
fjöldi manns. Var sýning
þessi haldin i tilefni af tiu
ára afmæli félagsihs, en það
hefur haldið hér uppi merkri
starfsemi og átt góðan þátt
’í þvi að vekja áhuga manna
fyrir fluglistinni og mennta
og þjálfa unga menn i henni.
íslendingar hafa getið sér
mikinn orðstir sem fiskveiða-
og siglingaþjóð. Atvinnu-
hættir þjóðarinnar, lega lands
ins og framtakssöm og stór-
huga sjómannastétt hafa
valdið þeirri þróun íslenzks
þjóðlífs, að sjávarútvegur-
inn hefur orðið aðalatvinnu-
vegur íslendinga. íslenzkur
•sjávarútvegur mun enn taka
stórfelldum framfþrum, og
á sviði siglinganna munu ís-
lendingar láta mjög til sín
taka í framtíðinni. En jafn-
tframt mun hið nýja farar-
■tæki, flugvélin, verða tekin
i æ meiri notkun og valda
tímamótum i sögu íslenzkra
samgangna.
ísland liggur á krossgöt-
*um á flugöld þeirri sem nú
er runnin upp. Það mun
verða áningarstaður flugvél-
anna, sem leggja leiðir sinar
tnifci Ihins gamla þg nýja
heims. En þessi aðstaða ís-
Œands mun jafnframt verða
þjóðinni hvöt þess að takast
á hendur forustuhlutverk á
vettvangi flugsamgangnanna.
Þess veg'na ber að þakka
starf þeirra manna, er gerð-
»ust frumherjar fluglistarinn
ar með þjóð okkar, vöktu á-
huga fyrir henni og veittu
ungum mönnum kost þess
æáms og þéirrar þjálfunar,
er hún krefur.
Það er vissulega ástæða
til þess að ætla, að íslend-
ingar muni í ' framtiðinni
verða athafnasamir frömuð-
ir samganganna, annars veg
ar um höfin græn, hins vegar
*um loftin blá. íslendingar
munu leggja áherzlu á að
koma sér^upp miklum skipa-
stól til þess að geta orðið
atkvæðamikil fiskveiða- og
siglingaþjóð. Jafnframt munu
þeir efna til þeirra fram-.
kvæmda, sem nauðsynlegar
eru hverri þeirri þjóð, sem
hyggst hafa forustu á sviði
l’lugsamgangnanna. Undir-
búningur þessa er hafinn. Og
enginn efast um, að þjóðin
hafi áhuga fyrir þessari þró-
un málanna, sér í lagi unga
fólkið’í landinu. Flugsýningin j
á sunnudaginn færði mönn-1
íslendingar, sem vildu selja
Unga fólkið — óvitar. — Æskulýðurinn og flugið
Drepið á vandamál. — Hálfýrði eru hættuleg. —
20—40 tonna, eru vinsamlegast beðnir
að
FYRIR MÖRGUM ÁRUM las
ég erlenda bók, sem liét „Æsku-
lýður í neyð“. Hér var ekki ver-
ið að ræða um atvinnulausan
æskulýð eða ungt fólk, sem
þurfti neitt sérstaklega að bera
kvíðboga fyrir afkomu sinni,
það var verið að ræða um unga
fólkið sem ekki veit sitt rjúk-
andi ráð, piltana og stúlkurnar
á aldrinmn 14—18 ára. Ég
minntist þessarar bókar þegar
ég las í gærmorgun greinarkorn
í Morgunblaðinu, þar sem talað
var um nauðsvn þess að komið
væri upp upplýsingastofnun fyr
ir ungt fólk. Þetta greinarkorn
er gott svo langt sem það nær.
Hér er drepið á málefni, sem
mikil nauðsyn er að veita at-
hygli og ráða fram úr.
ÞAÐ MÁ EKKI tala um
þessi mál með hálfyrðum; þó að
þau séu viðkæm. Við tölum oft
u.m óvita og eigum þá venju-lega
við ómálga börn. En mér finnst
oft sem mestu óvitarnir séu ung-
lingarnir á kynþroskaaldri.
Litlu börnin fara sér ekki að
voða,• enda koma þau til okkar
með áhyggjur sínar og við ráð-
um fram úr þeim. Unglingurinn
á kynþroskaaildri kemur ekki til
okkar með áhyggjur sínar. Hann
þykist RefnMega vita alla skap-
aða hluti betur en eldra fólkið
og leitar sízt af ölilu til skyld-
menna sinna þó að eitthvað
bjáti á. Mér sýnist sem þetta séu
mestu óvitarnir og þeir fara sér
oftast að voða.
LÍKAMI ÞEIR-RA er í upp-
námi, styrkurinn er mikill, lífs-
gleðin eins og gos, en höfudið
hefur ékki páð því valdi sem
því ber. Ég hef séð litla stúlku-
kjána 14—18 ára, sem auðveH
er að brosa að, en bera um leið
kvíðboga fyrir að þá og þegar
stígi þær út af brúnni, sem þær
fara dansandi um í ærslum og
steypist á hlöfuðið út í hrigiðuna.
Ég hef séð pilta á sama aldri ólm
ast vilta og yitilausa og sýnast
allir vegir færir, en ærslin verða
að voða fyrir þá •— og svo líta
þeir undrandi í kringum sig eft-
ir ærslin — og vita ekki sitt
rjúkandi rcáð.
ÞAU FÓRU í FERÐALAG,
þátttakendur í stóru hópferða-
lagi. ílann var rúmlega 16 ára
og hún 15. Þau voru saman. Þau
sungu og lé'ku á gítar í skógar-
rjóðri og það var sungið og spil-
að og hlegið og flogist á fyrir
utan tjaldið um langa bjarta
nótt. Áflogin voru svo dásam-
leg. — Svo leiddust þau upp í
fjall cg komu heim í tjaldið um
leið og bændurnir vo^u að fara á
teiginn. Nokkrum vikum síðar
grét hún nótt og dag. Faðir
hennar ávitaði hana hörðum
orðum, móðir hennar grét og
barmaði sér. Hún gat ekki ver-
ið með leiksystkinum sínum.
Hann var þunglyndur. Heimili
um heim sanninn um það,
að íslandingar hafa ekki síð
ur hug á því að geta sér
frægð á sviði flugsamgangn-
anna en við fiskveiðar og
siglingar. Þessi tvíþætta þró
hans 'komst á annan endann.
Bjarta sumarnóttin, æskugleð-
inn — allt það sem virzt hafði
svo dásamlegt færði þeim kvöl,
sem þau urðu 'bæði að bera. Hún
skyggði upp frá því á allt líf
þeirra.
!
snúa sér til okkar.
Skipa- og umboðssalan
Norðragötu, Föroyar. Telegr. adr. Glæman.
HYERNIG Á AÐ HJÁLPA
þessum æskulýð? Hann er í
neyð, þó að hann viti ekki af
því. Þessir unglingar eru hinar
raunverulegu óvitar, sem fara
sér að voða. Djarfmæli fore'ldra
strax í upphafi um 'þessi vanda-
mál eru nauðsynleg, en þau
nægja ekki. Einhvers konar i
stofnun þarf að koma til. Til
hennar eiga unglingarnir að
geta leitað bréflega og án þess
að eiga nokkuð á hættu, því að
það er tómt mál að ætlast til
þess’, að þessir unglingar komi
beint fram. Opinber fræðsla í
kennslubókum mun áreiðan-
lega reynast bezt. Það sagði
bókin sem ég las, foókin, sem
skrifuð "var af miklum mann-
vini og hét ,,Æskulýður í neyð.“
SÍÐASTI SUNNUDAGUR var
flugdagur hér í Reykjavík.
Hann sýndi okkur þann stór-
kostlega gróður, sem nú er í ís-
lenzku þjóðlífi: Flugtæknin hef-
ur ’gripið hundruð íslenzkra
æiSkumanna og það er mjög gott.
í fyrstunni er þetta íþrótt fyrir
unga fólkið, sv*o er flugið gert
að atvinnugrein. Flugið hefur
jafnvel rneiri þýðingu fyrir okk-
ur ísilendinga en flestar aðrar
þjóðir. Landið okkar er svo
stórt og strjálbýlt. Hér þurfa að
komast á fullkomnar flugsam-
göngur um land allt. Landið
okkar liggur svo afskekkt. Hér
þurfa að komast upp fullkomnar
fiugsamgöngur til annara landa."
FYRIR MÖRGUM ÁRUM
vildu allir smástrákar verða bif-
reiðastjórar. Nú segjast allir
smáistrákar vilja verða flug-
menn. Þetta er gott. Æskulýður-
inn er gagntekinn af fluginu. Ég
hugsa líka að ísiendingar rnuni
reynast góðir og djarfir flug-
menn, því að yfirleitt erum við
ákaflega djarfir. f fluginu liggur
framtíðin fyrir okkur hvað
snertir samgöngurnar. Við verð-
ur að koma upp lendingarstöðv-
um sem allra víðast umJandið.
Heill ungu mönnunum sem ið'ka
flug. Þeir eru að vinna fyrir
framtíðina.
Hannes á horninu.
I
GOTT
E3 Gðp EIGN
Guðl. Gislason
ÚRVMIÐUR ÚAUGAV. 6S
I
un mun fylgj.ast að. Þá fær
íslenzka þjóðin í framtíðinni
notið þess að byggja land,
sem liggur á krossgötum og
býr yfir stórfelldum mögu-
leikum.
VÍSIR í fyrradag flytur
forustugrein, er nefnist „Póli
tískir mannasiðir“ og fjallar
um skrif Þjóðviljans í tilefni
af viðdvöl sendimanns Banda
ríkjastjórnar hér á landi.
Þar segir.
„Það er fyrir lcngu kunnugt
alþjóð, að kommúnistar kunna
enga mannasiði í opinberu1 lífi.
. Ruddaskapur þeirra og ósæmi-
leg framkoma í ræðu óg riti
gengur svo langt að furðu sætir
og virðist svo sem menn þessir
telji sig ékki bundna við neinar
almennar siðareglur í íram-
komu sinni við aðra menn.
Þó færist skörin upþ í bekk-
inn í leiðara Þjóðviljans á föstu-
dag, sem er með þessari fyrir-
sögn: ,,Hvað eru áhrifamenn
Sjálfstæðisflokksins að gera á
leynifundum með Cumming?-"
Er í grein þessari ráðis á mjiöig
ósiðlegan hátt að einum embætt-
ismanni Bandaríkjanna, sem hér
er staddur um þesisar mundir,
og gefið í skyn, að hann sé hing-
að kominn til að ,,kaupa“ landið,
og að áhrifamenn úr Sjálfstæð-
isflokknum, sem Þjóðviljinn
setið á ráðstefnum með þessum
ameríska embættismanni.“
Enn segir Vísir:
,,Ef tekið væri mark á mál-
gagni kommúnisla, gætu slíkar
greinar. sem þessi unnið íslenzku
þjóðinni óbætanlegt tjón með
því að koma henni út úr húsi
hjá vinveittum stórþjóðum og
skapa henni erfiðleika á alþjóða
v-ettvangi. Hér er á ferðalagi
mikils virlur maður í utanríkis-
þjónustu Bandaríkjanna, sem
hefur með höndum mál Norður-
landa í utanríkisráðuneytinu.
Þessi maður f-er oft í kynnisferð-
ir til Norðurlanda til þess að
kynnast persónulega málefnum
þessara landa. Nú kemur hann
í fyrsta sinn til íslands til þ-ess
w
að ikynnast hér mörinum og mál-
efnum, en þá sýnir blað komm-
únistanna þá „háttvísi" að skrifa
um komu hans með ósæmileg-
um dylgjum og algerum skorti á
alménnri kurteisi. Þessi embætt
ismaður er góður gestur. Hann
er miRill vinur íslands og hefur
sý.nt það á ófriðarárunum með
drenigilegum stuðningi á ýmsan
hátt, sem ekki verður fullþakk-
að.“
Og ennfremur segir Vísir
að lokum:
,,Það er ekki nýtt þó komm-
únistarnir reyni að svívirða
sjálfstæðismenn á ýmsan hátt í
sambaridi við herstöðvamálið og
beri þeim á brýn að þeir sitji á
isvikráðum við land sitt og þjóð.
En sú málafærsla kommúnist-
anna, sem hér hefur verið gerð
að umræðuefni, er svo alvar-
legt eðlis, að það hlýtijr að verða
krafa allra sjálfstæismanna, að
flokksstjórnin ta'ki nú þegar til
athugunar hvort flokkurinn geti
sóma síní vegna verið lengur í
sam'vinnu við slíka menn'. Er
vansæmandi ef þeir halda á-
fram sama háttalagi og þeir hafa
gert til þessa. Framkoma þeirra
öll er óbein árás á þann ráð-
herra sem fer með utanríkismál
in og sýnir óheilindi þeirra í
samvinnu. Starf þess ráðherra,
sem fer með viðkvæmustu mál-
in, er beinlínis gert tortryggilegt
með slikum skrifum meðan
kommúnistar taka þátt í ríkis-
stjórn. Ef þeir vilja hafa leyfi
til að skrifa um utanríkismál
landsins á siðlausan og dólgsleg'-
an hátt, þá ættu þeir áð minnsta
kosti að sýna þá smekkvísi að
draga ráðherra sína úr ríkis-
stjórninni. En hætt er við að
nokkur bið kunni að verða á
slíku, þar sem kommúniistar
vita, sem er að meðan ráðherr-
um kommúnista er haildið í rík-
isstjórninni er jafnframt haldið
lífi í flokki þeirra en, lengur
ekki.“
Það er ekki að furða, þótt
Sjálfstæðismönnum blöskri
sú hógvarð, sem fram kemur
í því, að kommúnistum
skuli haldast uppi að ráðast
svo að segja daglega á ríkis-
stjórn, sem þei.r eiga tvo ráð-
herra í, en þá sér í lagi for-
sætis- og utanríkismálaráð-
herra, án þess að það verði til
efni til neinna eftirmála.
Droltningln fer í
DRONNING Alexaudrine
leggur af stað frá Eeykja-
vík .kl. 8 í kvöld áieiðis til
Færeyja og Kaupmannahafn
ar.
Skiuið er fullskipað far-
pegum út.