Alþýðublaðið - 21.08.1946, Side 5

Alþýðublaðið - 21.08.1946, Side 5
Miðvikudaguí 21. ágúst 1946 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Hampden Jackson: EFTIRFABANDI GREIN, sem er þýdd upp úr Iiinu ágæta brezka tímariti „The Contemporary Review“, lýsir vandamálum þeim og erffðleikum, sem Finnar eiga nú við að stríða undir fargi hinna rúss- nesku vopnalilésskilmála og við stöðuga íhlutun hins volduga nágrannastórveldis. AF ÖLLUM þeim löndum, sem Rússar lögðu uridir sig, var Finnland eina raunveru- lega lýðræðisríkið, eina rík- ið, sem hélt stöðugri tryggð við hugsjónir og vénjur vest rænnar menningar. Stjórnar farsléga, fjárhagslega og menningarlega var Finnland fjarskyldara Sovétríkjunum en nokkurt ’annað grann- ríki þeirra. Ef til vill á þessi staðreynd sök á hinum mikla mismun, sem er á stefnu Rússa gagnvart Finnum og öðrum sigruðum nágranna- ríkjum þeirra. En hvað sem öllum skýringum líður, er mismunurinn furðanlega mikill. Rússar hafa aldrei hernumið Finnland. Hinar fá mennu rússnesku hersveitir, sem í dag eru á finnskri grund, eru vel siðaðar og hafa sig litið i frammi. Finn ar hafa ekki orðið að þola hinar svæsnari tegundir rúss nesks áróðurs. Þar fyrirfinn ast hvorki áróðursspjöld, rúss neskir fánar né vígorð á hús- veggjum, og Rússar þeir, sem sendir eru til Finnlands, eru fremur söngvarar og dansmeyjar en stjórnmála- erindrekar. Finnsku kosning arnar eftir vopnahléið voru frjálsar i samanburði við kosningar annars staðar i Austur-Evrópu. Rússar létu þær á yfirborðinu afskipta- lausar, nema hvað þeir bann færðu tylft frambjóðenda og gáfu' í skyn, að kjör nýrra manna væri bezta leiðin til að sýna vinsamlega afstöðu Finna. Þótt blöðin séu háð finnskri ritskeðun, sem sting ur undir stól gagnrýni í garð Rússa, eru þau að öðru leyti frjáls, og fylgir hvert biað sinni stjórnmálastefnu, svo sem verið hefur. Fræðslumál in hafa ekki orðið fyrir neirini íhlutun, og umbætur þær, sem gerðar hafa verið á þeim málum í Finnlandi eftir stríðið, eru að vestrænni fyrirmynd. Enskukennsla hef ur t. d. jafnt og þétt verið aukin í sliólunum. Ferðalang ur i Finnlandi i dag gæti ímyndað sér, að hann væri í frjálsu, en fátæku landi, i þúsund mílna fjarlægð fra Sovétríkjunum. Fátæktin er áberandi, ea ekki skelfileg. Matur er ai' skornum skammti, en dreif- ingu hans vel fyrir komið. Skömmtun feitmetis,' sykurs og kjöts er naum, borið sam- á'ri við brezku skömmtunina. (Mánaðarkjötskammtur næg ir til einnar góðrar máltið- ar). Te, kaffi eða kakó er ekki til, og ekki heldur ald- inmauk, kökur eða sætindi. Egg og fiskmeti, sem nú er ekki lengur skammtað, er rnjög dýrt. Hveitibrauð er erfitt að ná í, en rúgbrauðs- skammturinn er nokkurn veginn fullnægjandi. Fóikið er magurt og svangt, en þó liggur hvergi nærri við fuil- komnu hungri. Ungbarna- dauðinn er Íítill, og heilsu- fari barna hefur ekki hrakað alvarlega. Lundúnabúar virð ast ótrúlega vel klæddir í samanburði við ibúa Hels- ingjafoss, þar sem leðursói- aðir skór og alullgrföt eru fá gæt. En útlit fólksins er þó alls ekki hneykslanlegt. Þjóð arstolt þess býður þvi að klæðast vandlegar og jafn- vel hreinlegar en nokkru sinni fyrr. Fljótt á litið virð- ist andrúmsloftið vera sem i frjálsu landi, þar sem fólkið kýs sér sjáíft störf og félags- skap og segir hug sinn allan. Eftir þvi að dæma, hve viða verður nú vart einlægrar samúðar i garð Breta, mætti ætla, að Bretar hefðu frels- að Finna, i stað þess að þeir voru i hópi sigurvegara þeirra. í raun og veru voru það auðvitað Rússar, sem sigruðu Finna. Afskipti jRússa' af mái- um Finna hafa verið með þrennu móti eftir sigurinn. I fyrsta lagi hafa þeir lagt undir sig finnsk lönd, i öðru lagi heimtað skaðabætur, og i þriðja lagi haft i frammi nokkra óbeina pólitiska ihlut un. Af þessu þrennu er land- ránið ekki tilfinnanlegast. Með því að taka Petsamo, útilokuðu Rússar Finna frá siglingaleiðinni um íshafið. Með því að taka Porkkala- skaga leigunámi náðu þeir í herstöð i grennd við höfuð- borg Finnlands og skáru á járnbrautina milli tveggja helztu borga iandsins. Með töku Kyrjálahéraðs hlutu þeir Viborg, skáru á Saimaa- skurðinn, sem var aðalslag- æð finnsks timburiðnaðar, rændu Fin:na landi, sem hafði gefið af sér 12% af korni þeirra og kjöti, og ráku tíunda hluta finnsku þjóðar- innar frá heimilum sínum til nýs landnáms i öðrum héruð um Finnlands. Ef vopnahlés- skilmálarnir frá september 1944 hefðu verið einskorðað- ir við þetta, hefði Finnlandi ekki verið unnið mjög mikið tjón. Kyrjálabúar vildu held ur yfirgefa heimiii siin éri vera kyrrir i landi þvi, er verða skyidi rússneskt. Þeim er fengið jarðnæði i öðrum héruðum með því að skipta jörðum og ryðja nýtt land. Húsnæði hefur þeim verið útvegað í borgunum með hús næðisskömmtun: eitt her- bergi á manin í sambygging- um og öðrum húsum i borg- um og bæjum. Erfiðleikarn- ir, sem af þessu hljótast, mundu aðeins hafa orðið-um stundarsakir, og. finnska þjóð in sem heild hefði staðizt þá. Skaðabótakröfurnar eru miklu alvariegra mái. *Upp- hæðin er geysimikil: 300 milljónir dala (1950 milljcn ir króna) sem greiðast skuiu fyrir septemberlok 1952, Sið ara ákvæði þar sem þess er krafizt, að skaðabæturnar skuli greiðasf i vörum, sem metnar eru um það bil sam- kvæmt v-erðlagi ársins 1938, veldur þvi, að skuldafjárhæð in tvöfaldast. Nokkra hug- mynd um, hverjar afleiðing- ar skaðabótagreiðslur þessar hafa fyrir Finna, má veita •rneð því að skýra frá, að upp hæðin er 23/é sinnum meiri en andvirði ársuppskerunn- ar eða jafngildi allra skipa, járnbrautarvagna, eimreiða, vörubifreiða og lifandi bú- peniings í Finnlandi eða í þriðja lagi jafnvirði 6 millj. timbureininga. Þetta sam- svarar fimmta hluta allra þjóðarteknanna fyrstu tvö j árin og tíunda hluta þeirra siðari árin. Skaðabæturnar, sem Þjóðverjum var gert að greiða eftir heimsstyrjöldina 1914—’18, voru aldrei meira en 4% af þjóðartekjum þeirra. En þó er sjálf fjárupphæð- in Finnum ekki éins þung- bær og fyrirkomulag skaþa- bótagreiðslanna. Af þeim vörum, sem senda verður til Rússlands, er rúmlega þriðj- ungur (að verðmæti) timb- urafurðir, þriðjungur skip og kaðlar og þriðji hluti véiar. Finnar geta auðveldiega orð- ið við fyrstnefndu vörukrof- unni. Af þvi leiðir þó, að þeir verða að fresta húsbygginga áfonpum sinum og hætta að láta sig dreyma uiji hinn á- batavænlega útfiutning til hinna hefðbundnu markaða á Vesturlöndum, en ao öðru leyti er þetta ekki vandkvæð um bundið. Afhending skipa hefur miklu meiri erfiðleika i för með" sér. Á fyrsta ár- inu eftir vopnahleið sendu Finnar 105 skip til Rússlands þar á meðal beztu skip sin af hverri tegund, allt frá far- þegaskipum til ísbr.jóta. Af- ieiðingin er fuiikominn skipa skortur, þvi að tveir þrið.m hlutar af skipastól Finna Þyr- ir stríð hafa farizt i styrjöld- inni eða verið afhentir i Allar stærðir og gerðir af hinum heims- frægu Champion kertum ávallt. fyrir- liggiandi. Einkaumiboðsmenn á íslandi. Þinghúsið í Heisingjafossi Margar byggingar í Heisingjafossi, höfuðborg Finnlands^ eru rómaðar f^rir stíifegurð. Ein þeirra er þinghúsið, sem sést hér á myndinni. stríðsskaðabætur. Nú eru Finnar að smíða 406 ný skip fyrir Rússa, skip af öllu tagi, frá haffærum mótor- eöa gufuskipum tii dráttarskipa og fijótabáta. Við smiði sér- hvers skips ákveða Rússar gerð þeirra í smæstu atriö- um, og oftast hefur það í för með sér, að byggja verður nýjar skipasmíðastöðvar og koma á fót nýjum iðnrekstri. Enn erfiðari viðfangs eru þó kröfurnar um afhendingu véla. í Finnlandi var i raun og veru engin vélafram- leiðsla fyrir stríð, og það litla, sem framieitt var af vélum, var ekki ætlað til út- flutnings. Ekki var það held ur ætlun Finna að koma á fót slikum iðnaði, því að Finn-' land skortir hráefni, þar sem landið er járnlaust, og eids- neyti, þar sem hvorki er þar til olía né kol. Nú verða Finnar að framleiða og af- henda Rússum ógrynnl af eimreiðum, vörubifreiðum, lyftivélum, rafmagnsvélum og allan vélaútbúnað i full- komin iðjuver til framleiðslu. á tréni, krossviði, pappírs- deigi, pappír, spónum og verksmiðjugerðum húsum_ Rússar hafa forsagnir um. gerð þessara véla og kveða. á um, hversu margar skuli. vera af hverri gerð. Til dæm. is eiga 26,000 rafmagns- hreyflar að vera í iðjuverun- um, og þar að auki á að áf- hendá 34,000 hreyfla sérstak lega. (Niðurlag á morgunL vantar að HÓTEL BORG. Upplýsingar í skrifstofunni. Hófe! Borg. 1 X Nókkrar stúlkur vantar til skrifstofu- starfa hjá Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkrasamlagi Reykjavíkur frá næstu mánaðamótum um óákveðinn tíma. Eiginhandar umsóknir ásamit upplýsing- j um um aldur, nám og starfsferil sendist | fyrir 27. þ. m. til Sverris Þorbjörnsson- ar, Tryggingastofnuninni. Reykjavík, 20. á;;1946. Auglýsið í Alþýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.