Alþýðublaðið - 07.09.1946, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.09.1946, Blaðsíða 3
Lawgardagur, 7. sepL 1946, ALÞYÐUBLAÐIÐ »■ órnm Vlðlal við William Smih frá Færeyjum, er hér með dönsku samninganeindinni. MEÐAL fulltrúa Færey- inga við samningana milli Dana og íslendinga hér, er William Smith, einn af þing mönnum Al'þýðuflokksins á lögþingi Færeyja, 35 ára gamadl, framkvæmdastjóri fyrir hlutafélagi um útgerð og fiskverzlun í Vág á Suður ey., Ég átti viðtal við hann i gær fyrir Alþýðublaðið og spurði hann fyrst og fremst um ástandið í atvinnumál- um Færeyinga og viðhorf i stjórnmálum þar. — Eiga verkamenn fyrir- tæki þáð, sem þú veitir for- stöðu? ,,Já, að mestu leyti. Það er stofnað af tveimur verka- mannafélögum, og er annað þeirra í Vág, en auk félag- anna efga einstaklingar hluti í þvi. Félagið rekur útgerð og fiskverzlun, en hvörugt er enn í stórum stíl. .Við erum að byggja þetta upp úr styrj- aldarástandinu og vonum, að iþað eigi eftir að vaxa mjög á næstu árum. Yfirleitt reyn- ir færeysk alþýða að byggjia upp svona fyrirtæki til þess að tryggja atvinnu sína og afraksturinn af henni. Allt, sem við höfum gert til þessa í þessu efni, hefur blessast hjá okkur. Félag mitt gerir út kútter, og það á einnig togara, en hann er sem stend ur í viðgerð í Danmörku.“ —- Hefur verið atvinnu- leysi í Færeyjum? „Atvinnan hjá okkur er tímabundin, eins og mér skilst að hafi til skamms tíma verið hér á íslandi. At- vinnan hefur verið næg á ver tíðum, en svo koma atvinnu- leysiskaflar á milli. Það ríð- ur að sjálfsögðu á miklu fyr- ir þjóðir, sem þannig er á- statt um, að þær geti fyllt upp í þessi tómu rúm, skap- að stöðuga vinnu fyrir. allar 'hendur, því að með því eign ast alþýðan öryggi, og af- koma þeirra, sem ekkert hafa nema hendur sínar til að vinna með, batnar.“ — Var atvinnuleysi á stríðsárunum? „Ég get varla sagt það. Mér er enn ekki kunnugt um það, hvað mikið var af brezku. setuliði í Færeyjum, en . það. stjórnaði allmikilli vinnu og réði til sín innlenda menn. Ég- skal geta þess til dæmis, sað í Vág var mikil loftskeytastöð til leiðbeining ar fyrir flotann og flugvél- arnar. Við byggingu hennar og vegakerfis vegna hennar unnu rnjög margir Færeying ar, og námu vinnulaunin um 80.0: þúsund krónum. Það er mikil... upphæð hjá okkur. Þetta var stgersta fyrirtækið. En. ,auk þess hófu Bretar byggingu flugvallar annars staðar og unnú “Færeyingar við han»> erí býggingu hans- varð ekki | lokið. ...Hrelar greiddu að fuhu'taxtiá’verkþ- Íýðsfélaganna og kom aldrei til neinna árekstra miíli þeirra og verkamanna út af launakjörum. Margir Færeyingar hafa farið hingað til íslands og þar á meðal mjög margir af hinum beztu handverksmönn um okkar. Þessi útflutningur 'hefur haft það í för með sér, að nú vantar okkur hand- verksmenn á nær öllum svið um. En hér þykjast þeir hafa iþað betra, og þó að dýrtið sé 'hér mikil, eru Iaunakjör hér miklu betri en heima, svo að erfiðlegia gengur að fá þá heim til sín til starfa, að minnsta kosti sem stendur." — Hvaða kaup hafa verka- menn, og hvernig hefur kaup gjald breytzt síðan fyrir strið? „Grunnkaup er hið sama og það var fyrir stríðið, 1,00 kr. á klukkustund. Én svo 'kemur vísitalan og hún er nú 150, þannig að tímakaup verkamanna er nú kr. 2,50. Það er mikill munur á því og hér, en vöruverð er líka allt annað í Færeyjum en á íslandi.“ — Nefndu mér dæmi um verðlag. „Húsaleiga er tiltölulega ihá hjá okkur, sérstaklega i Þórshöfn, en þar er allmikil húsnæðisekla. —- Mánaðar- greiðsla fyrir þriggja her- bergja íbúð mun vera frá 125 kr. upp í 150 kr. En ég vil vekja athygli á því, að húsaleiga er miklu lægri annars staðar, úti í byggðun um. Og ég vil minna á það, að flestir Færeyingar eiga hús sín. — Kiló af dilkakjöti kostpr kr. 5,00. Smjörkiló kostar kr. 6,50. Góð föt kosta kr. 350,00. Góðir skór 40—50 kr. Einn pakki af brezkum sígarettum (20) stk. kostar 1,80. — Þið misstuð mörg skip á stríðsárunum? ,,Já, mjög mörg. Og nú er það verkefni okkar að endur skapa flotann. Við höfum keypt um 20 togará, en þeir >eru allir gamlir. Við gerum ráð fyrir að fá 30 togara alls, en þar af að-eins 3 nýja frá' Englandi. Auk þessa kaupum við nýja vélbáta. Ef þessi ný- sköpun tekst vel hjá okkur og markaður verður sæmileg ur fyrir fiskinn þurfum við Færeyingar engu að kvíða i atvinnulegu tilliti.“ — Alþýðuflokkurinn vann á við síðustu kosningar? „Já, og ég trúi á vöxt hans. Sem stendur erum við 6 Al- þýðuflokksmennirnir i lög- þinginu, 6 Sambandsmenn og 11 frá Fó lka l'lokk nu m. — Nú stendur fyrir dyrum þjóðar- atkvæðagreiðsla um stjórnar farslega afstöðu. Færevja. Af- staða Alþýðuflokksíns stjórn ast af þessu: Alþýðuflokkur- ínn hefur s^ft'ð luigsað sér meira sjálfst||ði fyrirjj-Fser-r eyjar en -frattf keráur í til- 'boði... ríki.&tjÓTnarin,nar?:. Við höfufe .Jtfitjs végar aldrei bar*; •izf' .fyrir.aígeriim skilnaöi frá Diuimörku. fíAðalalriðiðí stéfnuskrá fiokksins, hvað þetta snertir, er það, að við> viljum ráða öllum þeim mál- um, sem við sjálfir stöndum WiIIeam Smith. fjárhagslega straum af. Hins vegar stefnum við að sjálf- sögðu að því. að við getum orðið fullkomlega. fjárhags- lega sjálfstæðir, og þá leiðir hitt af sjálfu sér. Stjórn Al- þýðuflokksii-s er ^Vi fvlgji- andi í dag. rð titöcðiö nái sartíþykki i__auuta kjós- endanna. hun teiur, að nú sé ekki um annað að velja. hluti af Sambandsflokknum hefur þá afstöðu, að honum finnst tilboðið ganga of langt, en er þvi samt fylgj- andi, og á Lögbinginu hsfur flokkurinn ásamt Aliþýðu- flokknum samþykkt það. Af- staða Fólkaflokksins virðist vera sú, að hann sé óánægð- ur með tilboðið; þyki það ganga af skammt, og muni neita því, þótt hann viroist ekki vi-lja algeran skilnað. Svo er til félagsskapur, sem berst fyrir því, að tilbcðið sé felt. Og hygg ég að í þaitn félagsskap sé eitthvað af kjósendum úr öllum póli- tísku flokkunum, nema Sam- bandsflokknum..“ — Hvernig lízt þér á þig hér? „Mér lízt vel á mig hérna. Ég dáist að áræði ykkar og framtaki, en ég skil líka ótta ykkar við framtíðina. Ég vil gjarna mega segja það við þetta tækifæri, að ég vona að fullkomin, bróðurleg sam vinna og samstarf geti tekizt um öll mál milli Færeyinga og Islendinga. Við erum ■bræður, og hagsmunir okkar og viðhorf í hinum stóra jheimi eru þau sömu. Það myndi verða mikið fagnaðar efni heima, ef þeir samning- ar, sem nú standa hér, gætu ertdað til hagsmuna fyrir báð ar ‘þjóðirnar og þannig, að þeir ryddu brautina fyrir menningarlegum ' og atvinnu legum tengslum. Ég vil svo færa öllum, sem ba-fa sýnt mér álúð og vinsemd, innileg ustu þakkir mínar.“ VSV. Okkur vantar nokkra duglega og reglusama strax. Daníel Þorcíeinsson & Co. hf. Duglegur óskast. — Upplýsingar í afgreiðslu AL þj'ðublaðsins. — Sími 4900. 1 Sketmimtistiiðurinn er *£. § w ’ •>*. Y': i.l opÖjh* . áll'á^daga fr.'i É A y H y ;■ ki. "2 4: S. •' f V v Fjöíbreýtt skemmtiaðriði SKEMMTIFELAG ÍÞRÓTTAMANNA. verður haldinn í Samkomiusal Mjó.lkurstöðvarinn- -ar í KVÖLD, laugardaginn 7. isept. Hefst kí. 10 sd. Aðgöngnmiðar seldir í anddyri hússins frá kl. 5—7 í dag. ÖLVUN BÖNNUÐ. áfmennur dansieikur í Breiðfirðingabúð í kvöid kl. 18. Aðgöngumiðar seldir í anddyri hússins eftir kluk-kan 8. Dansleikur GÖMLU DANSARNIR verða haldnír að Hótel „ÞRESTIRh i Hafnarfirði í kvöld klufckan 1.0, Að'gönigumiða -mé p-anta á síima 9175 frá klútkkah 4 —6 e. h., en efitir klukkan 9 verða þeir seldir vi'5 innganginn. BALLNEFND K.S.V.H. Heimilisiðnaðarfclags íslands byrjar mánu daginn 7. október næstkomandi. Kennt verður, eins og' að undanförnu, frá kh 2—0 óg 8—10. Allar upplýsingar gefiu* Fri SiirÍEi PéSuriáóir,' Skólavörðustíg 11A, sími 3345, frá kl. 2—5. • á hótel aáti’ á landi u>m sfcemmri eða lengri tíma. Úpplýsingar í síma 6975 frá kl. 10—1 daglega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.