Alþýðublaðið - 08.10.1946, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.10.1946, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 8. okt. 1946. ALÞY)>UBLAÐIÐ Bærbn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5.030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. ÚTVARPIÐ: 8.30—8.45 M'orgunútvarp. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30 — 1600 Miðd’égiisútvarp. 19.25 Þingréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Aldarminning Björns Jóns sonar ritstjóra: a) Erindi (Magnús Jóns- son prófessor). ib) Ein’Ieikur á fiðlu (Björn Ólafsson). c) Einsöngur (Einar Kristjánsson). d) Upplestur og tónleik- ar. 21.40 Krirkjutónlist (plötur). 22.00 Fréttir. 22.30 Dagskrárl’Ok. Ljósatími ökutækja er frá kl. 7,30 að kvöldi til kl. 7 að morgni. Ökumenn eru áminntir um að hafa Ijósaút- búnað bifreiða sinna í lagi. Ejja Hr-aðferð' til Ajkureyrar saim- kvæmt áætlun föstudaginn 11. þ. m. Pantaðir farseðlar pskart sóttir og flutningi skilað á morgun. Sverrir Aukaferð til Sands, Ólafs- vií’kur, Grundiarfjarðár og (Stykkisihóðm's. Vörumóttaba í dag. Mínningarorð Gestsson kennari Félagslíf. ÁRMENNINGAR! íþróttaæfingar félagsins1 í (kvöld verða þannig í í- þróttahúsinu: Minni salurinn: Kl. 7—8, öldungar, fim- leikar. Áríðandi að ailir mseti. Kl. 8—9, handiknattleikur, telpur. Stóri salurinn. Kl. 7—8, I. fl. kvenna, fim- leikar. Kl. 8—9, I. fl. karla, fim- ileikar. Kl. 9—10, II. fl. karla, fim leikar. Skrifstofan er opin 1 kvöld frá fcl. 8—10 síðd. Stjó'm’ Ármanns. IÍÞAKA nr. 194. Fundur í kvöld klukkan 8.30. Ulbreiðið Alþýðublaðið. ÞORÐUR GESTSSON var fæddur 26. marz 1914, að Dal í Miklaholtshreppi, son- ur hjónanna Gests Þórðar- sonar og Jónínu Sigurðar- dóttur. Hann lézt í Lands- spítalanum 27. september eftir langa og þunga legu og- er jarðaður í dag i Fossvogs- kirkjugarði, Snemma bar á góðum gáf- um hjá Þórði, sérstaklega- glöggri hugsun og skörpum skilningi. Réðist hann þó ekki strax til mennta, en vann heima fram um tvítugsaldur. Veturinn 1934—’35 var hann við nám í Samvinnuskólan- um. En þótt námið gengi að óskum, mun hann brátt hafa fundið að önnur störf mundu falla sér betur en verzlun- arstörf. Sneri hann því við þlaðinu og gekk undir próf í kennaraskólanum vorið 1935 og settist um haustið í 2. bekk. Næstu tvo vetur var Þórð- ur í kennaraskólanum og út- skrifaðist þaðan vorið 1937, með góðu prófi. Nokkru seinna tók hann gagnfræða- próf með þeim ásetningi að halda lengra áleiðis á menntahrautinni. Af því varð þó ekki og lágu til þess ýmsar orsakir. A meðan Þórður stundaði nám kenndi hann allmikið, bæði börnum og unglingum. En árin 1938 og 1939 var hann fastur kennari við héimangöngu- skóla í Innri Akraneshreppi og hafði auk þess unglinga- skóla á Akranesi. 1. desember 1939 giftist Þórður eftirlifandi konu sinni, Þórdísi Gunnlaugs- dóttur, ágætri konu, og eign uðust þau 5 börn, sem öll eru á lífi. Hin síðari ár vann hann hjá H. Ben. & Co., en i hjá- verkum byggði hann þrjú hús. Seldi tvö, en var nýflutt ur í það þriðja, og þá ekki fullsmíðað, þegar hann veikt ist. Þetta er þá í fáum drátt- um ævisaga Þórðar Gests- sonar. Mér er ljóst, að hún er ekki neitt sérstök, og að hér voru ekki nein þau afrek unnin, sem ljómi stafar af. En þó var maðurinn sérstæð ur og miklum hæfileikum gæddUr. Það var þeim aug- ljóst, sem hekktu hann bezt og skildu. En hitt er önnur saga, að þessir hæfileikar höfðu aldrei fengið aðstöðu til þess að njóta sín. Þórður var ekki mikið fyrir að fara troðnar brautir. Kom þar fram sjálfstæði hans og ein- urð, sem hann átti í svo rík- um mæli. Menn með slíkt skaplynd' eru ekki vænlegir fil að hljóta höpp í fyrsta spretti. Einurð hans var við- brugðið. Aldrei hikaði hann við að veita því máli lið, sem hann taldi rétt og satt, hverj ir sem á móti voru. Minnist ég þess, að einu sinni á fjöl- mennum og hörðum fundi tók hann upp málstað þess, sem halloka fór og gerði að sinum. Drengilegri vörn og sókn hef ég ekki heyrt. Þórður Gestsson • Einhverju sinni ætlaði mikilsráðandi maður, sem komið hafði. auga á hæfileika Þórðar, að gera hann að „sín- um manni“. Skoðanir þeirra höfðu áður að einhverju leyti farið saman. Þeirri. vegsemd hafnaði Þórður og þar með vináttu þess mikla manns. Þórður minnti oft á Halldór, son Snorra goða, að festu og einurð. Mun þeim báðum hafa verið jafnfjarri skapi, að gerast sannfæringaliprir vikapiltar annarra. Ekki þó svo að skilja, að hér væri um þverúð eða þrjózku að ræða. Samvinnuþíðari og skemmti- legri mann hef ég tæpast þekkt. Skapgerð hans var hófsöm og styrk og æðruleys- ið var honum í blóð borið. En það, |sem ég held, að okk- ur vinujm hans verði einna minnistáeðast um hann, er fyndni hans og kímnigáfa og hin leiftrandi eldsnöggu til- svör. li>essir kostir gerðu hann : hverjum manni skemmtilegri. Öll var kímni hans þó græzkulaus. Háð átti hann ekki. tiL Aldrei vissi ég til þess, að nokkrum væri í nöp við Þórð. Verður það ekki sagt um marga. Þórður var afbragðs vel skáldmæltur. Orti hann allmikið á unglings árum sínum, en lagði. það svo að mestu leyti niður. Til eru eftir hann ágætar ferskeytl- ur, sem kastað var fram við i ýmis tækifæri. Auk kátlegra kímnibraga, sem hvergi komu fram nema í hópi nán- ustu vina. -----Þegar ég hugsa um Þórð Gestsson, finnst mér hann hafa verið maður, sem fæddur var til mikilla átaka og afreka. Ég beið þess — og stundum með nokkurri ó- þreyju, að hann fengi ao- stöðu til þess að njóta hæfi- leika sinna, aðstöðu til þess að vinna að hugðarmálum sínum og hugsjónum, að hann kæmist út úr þeim glórulausa þrældómi, sem hann hafði kastað sér út í af skyldurækni og illri. nauðsyn. Ég var farinn að vona, að þessi tími væri að nálgast. En það fór á annan veg. Ekki þýðir að sakast um orðinn hlut. Sagan er búin. þráðurinn slitinn. En illa get- ur maður varizt þeirri hugs- un, að; íslendingasögurnar f Konan mín og fósturmóðir okkar elskuleg, Ástriur Pálmadótiir, frá Bolungarví’k, andaðist í Landsspítalanumi, aðfaranótt:’ 7. þessa mánaðar. Fyrir okkar hönd og systkina hinnar látnu. Guðmundur Jónsson. Unnur Sigurðardóttir. Ragnar Pétursson. Jarðarför Gu^mysidar Hannessonar fyrrv. prófessors, fer fram frá dómkirkjunni máðvikudaginn 9. októfber kl. % síðdegiis. Þeir, sem hafa hugsað sér að senda blómi eða blóm- sveiga, eru vmsamlega beðnir að láta andvirði þeirra.’ renna til Styrktarsjóðs ekkna og munaðarlausra barna ís- 'ienzkra lækna,. Böm og tengdabörn hins látna. Unglinga vantar til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í eftirtöldum hverfum. Njálsgötu Auðarstræti Norðurmýri Skólavörðustíg Þingholti Tjarnargötu Túngötu Kleppsholti Lindargötu Grettisgötu. Talið við afgreiðsluna. Álþýðublaðið,sími4900 enda stundum enn þá á svip- aðan hátt og áður. Þegar ég heimsótti hann síðast, 1 Vz sólarhring áður en hann dó, sagði hann við mig; „Nú finn ég að batinn er að koma. Hann kemur eins og vorið, — vor eftir langan vetur —, sem kemur í al- mætti sínu, svo allt verður undan að láta.“ Og þegar ég tók hönd hans og kvaddi hann í síðasta sinn, sagði hann brosandi: „Já, vorið er að koma.“ Þá skildi ég fyrst hvað hann fór. Og þegar ég gekk frá sjúkrahúsinu þennan hrá- slagalega septembermorgun, fannst mér lífið hafa breytt |um svip. Ég hafði oft heyrt um afburða karlmennsku og þrek og lesið um það í ljóð- um og sögum, en aldrei. staðið andspænis því fyrr en nú. Og hugur minn hvarflaði ósjálfrátt til atburðarins á Örlygsstöðum 1238, þegar Þórir Jökull kvaddi lífið með þessari karlmannlegu vísu: Upp skaltu á kjiöl klífa, köld er sjávar-drífa, kostaðu huginn at herða, hér muntu lífit verða o. s. frv. Skyldleikinn er auðsær. — Æðruleysi. og ró, sem jafnvel dauðinn fær ekki bugað. Það var satt vinur! Vorið var að koma. En annars lát- um við vonina og trúna um það. .En hitt er staðreynd, að: sigri. þínar hugsjónir, þá mun vissulega vora í mann- heimi. Jón Þórðarson. Aðeins tveir söludagar eítir f 10. Ilokki, ~ Happdrætlið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.