Alþýðublaðið - 20.12.1946, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 20.12.1946, Qupperneq 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 20. desi 1946. (U|>()ðublaHð Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Símar: Ritstjórn: símar 4901, 4902. Afgreiðsla og auglýsingar: 4900 og 4906. Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 40 aurar. Sett í Alþýðuprentsmiðjunni Prentað í Félagsprentsm. Hneyksli á alþingi. FRAMKOMA SIGFÚSAR SIGURHJARTARSONAR á alþingi í fyrradag., þegar hann veittist að forseta þing- deildar þeirrar, sem hann á sæti í, með upþlognum að- dróttunum og ásökunum, er einstakt hneyksli. Sigfús missti stjórn á skapi sínu vegna þess, að forseti neðri deildar, Barði Guðmunds- son, lagði til að frumvarpi, sem Sigfús er fluitningsmað- ur að, væri vísað til annarr- ar nefndar en þeirrar, er Sig fús vildi. Bar reiðin þennan uppstökka og orðhvata þing- mann ofurliði, svo að hann fullyrti, að Barði Guðmunds son vanrækti nefndarstörf og að hann hefði ekki getað valdið tungu sinni í forseta- stól sakir ölvunar! Þessum ásökunum Sigfús- ar var svarað á eftirminni- legan hátt, strax og hann hafði látið sér þær um munn .fara. Upplestur úr gerðabók nefndar þeirrar, sem um ræddi, leiddi í ljós, að á f jórum fundum henrnar i vet- ur mættu allir nefndarmenn, og voru fundargerðir þessar undirritaðar af Sigfúsi Sig- urhjartarsyni sjálfum, en hann er formaður nefndar- innar. Fullyrðingum Sigfús- ar um, að Barði Guðmunds- son hefði verið ölvaður að störfum sem forseti neðri deildar, vísaði Barði alger- ilega á bug og óskaði þess, að ef einhver þingmaður hefði séð vín á honum í forseta- stól, þá lýsti hann því yfir og bjargaði þannig Sigfúsi frá því að verða opinber lyg- ari. En enginn þingmaður varð til þesaa, og varð Sigfús bar með að una nafnbót ó- sannindamannsins! Það er sem betur fer ein- stakur atburður í sögu al- bingis, að þingmaður geri sig beran að því hneyksli, sem raun varð á pm Sigfús Sig- urhjartarson í fyrradag, Öll- um, sem fylgjast með störf- um aiþingis, er um það kunn- ugþ að. Barði Guðmundsson rækir trúnaðarstarf sitt sem forseti neðri deildar af skör- ungsskap og samvi?.kusemi. Maður, sem gerist til þess að rísa upp á alþingi með. hætti SigfúSar Sigurhjartarsonar í tfyrradag og bera vísvitandi ósannindi á þingmann, sem að auki gegnir virðingarmiklu trúnaðarstarfi við mjög góð- an orðstír, ætti vissulega að helga starfskrafta sína ann- arri stofnun en löggjafarsam homu þjóðarinnar. Þetta hneyksli Sigfúsar Skemmtilegt bréf frá stúlku í Félagi ungra jafn- aðarmanna. — Samþykkt stúlknanna í Kvenna- skólanum og afstaða mín. SNAGGARALEG STÚLKA í F. U. J. skriíar mér bréf, og þaS er hálfgert skammarbréf. Ég er ekki vanur því að fá skammar- bréf frá stúlkum, því að flest- ar skrifa þær mér ástarbréf, svo að þetta er hressandi til breyting. Einu sinni átti ég margar kærustur í F. U. J., en þær eru nú allar giftar og gengn ar út, orðnar alvörugefnar hús- mæður og farnar að fara með menn, sem þær eiga sjálfar í búðir og aka barnavögnum. Ég hef ekki mátt vera að því að sniglast í kringum nýju F. U. J.-stúlkurnar og því er sem er. EN ÞAÐ ER BEZT að kom- ast að efninu. F. U. J.-stúlkan skrifar um samþykkt stúlknanna í Kvennaskólanum, um að neita að dansa við drukkna menn og segir: ,,Ég hafði búizt við betri stuðningi frá þér, þegar stúlk- urnar létu loksins til sín taka í þessum margumtöluðu áfeng- ismálum. Ég varð bæði sár og hneýksluð, er ég las pistilinh þinn einn daginn. Þú birtir þar háðsglósur frá ungum manni út af samþykkt stúlknanna í Kvennaskólanum. Fánnst þér þetta svo fyndið, að það tæki því að birta það? Ef svo er, þá finnst mérað þú hafir ekki góð- an smekk fyrir gamansemi, Mér hefði fundizt það betur sæm- andi af þér, sem margir telja samvizku almennings, að gefa. þessum. pilti einn „gúmqrep ,á latínu“ heldur.en, að birta bréf hans athugasemdalaust.“ „EN EF. .TIL VILL er þetta misskilningur hjá mér, Ef ; til vill vilt þú alls ekki fá sterkt almenningsálit á móti, bölvuðu áfenginu, sein. .allf er að eyði leggja og enginn kann að um- gangast, án þess að fara sér og sínum að voða. Ég álít að svona peyjar, eins og þessi bréf ritari þinn, væru bezt kornnir við selveiðar í suðurhöfum, ein- angraðir bæði frá víni og kon- um. — Samþykkt stúlknanna var ágæt og væri vel að. sem fléstar styddu að því að gera hana áhrifamikla. Ég skora líka á allar stúlkur að neita að dansa við drukkna menn. Við eigum að koma því inn í hausinn á piltunum, að það sé fullkominn dónaskapur að bjóða stúlku í dans og vera undir áhrifum á- fengis. Ég er líka .svq reið við þig, að mér dettur ekki í hug að dansa við þig á næstu. skemmtun í F. U. J., jafnvel þó að þú sért ekkert fullur. Ég. set sig- í sama flokk og þá fullu fyrst þú birtir þetta skammar- lega bréf.“ AÐ VISSU LEYTI verð ég að viðurkenna, að þetta er réttmæt ádrepa. Hins vegar var ég bú- inn að taka ákveðna afstöðu með Kvennaskólastúlkunum. Ég sagði: „Húrra fyrir þeim.“ Ég prísa þær ‘fyrir samþykkt þeirra og vildi óska að allar stúlkur fylgdu eftir samþykkt þeirra. En veistu, vina mín og félagi — því að ég er heiðurs- félagi í F. U. J. og nýt þar af- reka í fyrndinni, hvers vegna ég birti bréfið, sem þú ert svo reið út í? Ég birti það eingöngu vegna þess að til eru stúlkur, sem drekka á skemmtunum og haga ser alls ekki betur en sum ir piltanna. Mér datt ekki í hug, að vilja draga úr áhrifum sam- þykktar stúlknanna í Kvenna- skólanum. Ég vildi, með því að birta bréfið, hitta stúlkurnar, sem drekka beiat í hjartastað. ÞETTA VAR og tilgangur piltsins, sem skrifaði mér bréf- ið. Hann er mikill reglumaður og ákaflega hrifinn af samþykkt stúlknanna, eins og allt sæmi- legt fólk er. Hann. vildi ekkert, síður gera en að draga úr mætti þeirrar öldu, sem Kvennaskóla- stúlkurnar hafa vakið, og sem ég vona að beri sem allra mest- an árangur. Ég segi. Dansið aldrei við drukkinn mann. Ef. þið finnið að herrann ykkar er undir. áhrifum áfengis, þegar þið. eruð byrjuð að dansa, þá skuluð þið bara yfirgefa hann á miðju gólfi. Og segja. ,,Ég dansa aldrei við drukkinn mann. Verið þér sælir.“ EN ÞAÐ ER aálítið annað, sem ég vil tala við þig um, vina mín. Það sæmir ekki góðum fé- laga í F. U. J., að reiðast því, þó að aðrar skoðanir fái að | koma.fram en hann sjálíur sam þykkir. Það á að vera — og' er — aðalsmerki okkar jafnað- armanna að leyfa málfrelsi alls staðar, þar sem við höfum nokkuð að segja, að vera umburð arlyndir gagnvart skoðunum og afstöðu annarra, Það eru bara nazistar og bræður þeirra kommúnistar, sem vilja hneppa skoðana — og málfrelsi í f jötra. — Fleldvirðu nú ekki að þú verðir svolítið góð við mig á næstu skemmtun í F. U. J.? veist; að . það er ekki leyft að hafa vín um hönd á skemmtun- um, bar,. Kannes á hornintn Sigurhjartarsonar er kannski sér í lagi vítavert, þegar að því er gætt, að hann er á- hrifamaður í bindindishreyf ingunni hér á landi og gegn- ir fyrir hana trúnaðarstörf- um. Það liggur sem sé í aug- um uppi, að með þessari framkomu sinni hefur Sig- fús sér í lagi brotið af sér gagnvart binddndishreyfing- unni. Henni er hollt að hyggja að því á hverjum tíma, að hinn góði' málstaður hennar hlýtur skaða og iskömm af framkomu ofstækismanna, sem kunna sér ekki hóf sak- ir heiftar. Sigfús Sigurhjart arson hefur því með ósann- indum sínum og aðdróttun- um í garð Barða Guðmunds- sonar ekki aðeins gert sig beran að vítaverðu frum- hlaupi, sem setur blett á virð- inigu alþingis. Hann hefur jafnframt og ekki síður brot- ið af sér við bindindisheyf- inguna og málstað hennar. fil kl. 22 laugardaginn 21. desember. fil kl. 24 á Þorláksmessu, mánudaginn 23. desember. fil kl. 13 á aðfangadag, þriðjudaginn 24. desember. til kl. 13 á gamlársdag, þriðjudaginn 31. desember. I ÍðílÚ verða sölubúðir vorar lokaðar allan daginn vegna vörutalningar. Félag malvörukaupmanna. Félag vefnaðarvörukaupmanna. ana. Félag búsáhalda- og járnvörukaupm. r Bóksalafélag Islands, iag Reykjavíkur og nágrennis. áuglýsið í Alþýðubiaðinu Áætlunarferðir á leiðinni Reykjavík—-Sandgerði verða framvegis: Frá Reykjgvík kl. 10 árd. og kl. 1 s. d. Frá Sandgerði kl. 1 og kl. 5 s. d. Farþegum skal sérstakíega bent á hina hentugu ferð frá Reykjavík Id, 10 árd. BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.