Alþýðublaðið - 29.12.1946, Page 5
Sunnudagur, 29. des. 1946.
AtÞYÐUBLAÐlÐ
ÞEIM,
sem hafa leyfi frá U.S.A., getum vér útvegað
SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVELIN
ÞVÆR, SKOLAR OG VINDUR, án
þess þér þurfið að snerta þvottinn eft-
'ir að vélin er komin í gang.
ÞVÆR OG ÞURKAR, eldhúsleirinn,
potta og pönnur aðeins með því að
skipta um innri pott, sem er augna-
bliksverk.
með góðum afgreiðslutíma.
Söluumboð:
J. ÞORLAKSSON & NORÐMANN H.F
RULLAR OG STRAUAR allan þvott
jafnvel skyrtur. Þegar vélin er ekki í
notkun má, á mjög auðveldan hátt,
setja hana saman til geymslu.
Reykjavík.
UMBOÐSMAÐUR VERSMIÐJUNNAR EINAR EGILSSON
ER LITIÐ er á hinn risa-
vaxna líkama fullvaxins
bjarndýrs, er vegur hálft
tonn, virðist ósennilegt, að
þessi jötunn heimskautaís-
breiðanna byrjaði líf sitt sem
vera, er vart var stærri en
rotta. En hann gerði það
samt, og það undarlegasta af
öllu er, að hann og systkini
hans voru borin í þennan
heim í híði, djúpu sem gröf,
huldu hörðum klaka, og sem
eigi er tengt við umheiminn
með öðru en örmjóu loftopi,
híði, þaðan sem hin risa-
vaxna móðir hans getur ekki
komizt brott, fyrr en hinir
hlýju vindar og sól marzmán
aðar þíða ísveggi þess.
Þegar hún óskar að eign-
ast afkvæmi sem venjulega
er annaðhvort ár, þá er það
vani birnunnar að eta ósköp
in öll sumarið og haustið áð-
ur til þess að fita sigf. Og er
sólin hverfur og nóvember-
kuldarnir koma, finnur hún
öruggt fylgsni á þurrum stað
meðal klettanna. Þar grefur
hún djúpt híði niður í hinn
þétta snjó og þár fæðast hún-
ar hennar, venjulega um
jólaleytið.
Hún hefur eigi aflað neinna
matfanga í híðið og neytir
engrar fæðu frá því í nóvem-
ber og þangað til í marz. En
vegna hinna dásamlegu efna
breytinga lífsins hefur fita
hennar breytzt í gnægð
mjólkur handa afkvæmum
hennar, og með þau í hin-
um hjúkrar hún þeim, sleikir
um tröllauknum örmum sín-
þau og annast á allan hátt
hálfmókandi, unz varmí sól-
aiúnnar rýfur veggi fangels-
is hennar.
Er húnarnir líta dag'sins
ljós í fyrsta sinn eru þeir á
stærð við kanínu, tveir drif- I
hvítir, veltandi hnoðrar, er j
eigi hafa annað fyrir stafni {
allt hið síbjarta sumar en að
læra siðu og háttu ísbjarnar-
ins. Þeir byrja með að gásk-
ast hvor við annað trítla á-
fram á hælum móður sinn-
ar, eta það, er hún álítur að
sé gott fyrir þá, sitja á baki
hennar, er þeir eru þreyttir,
eða, er þeir streitast við að
synda, þá ná þeir tökum á
hinni skringilegu rófu henn-
ar og láta hana draga sig á-
fram eins og litla báta, sem
hafðir eru í togi.
Sagt er, að birnan þurfi
við og við að hirta húna sína
með því að slá þá í eyrun
og kaffæra þá, einkum er þeir
eru mjög latir og streitast við
að hanga ,,í pilsum hennar“,
ef svo mætti að orði komast.
Þeir hafa litlar hættur að
gæta síns fyrir því að hin
kvíðafulla og umhyggjusama
móðir vemdar þá af stakri
umhyggjusemi og myndi eigi
hika við að ráðast á mann
eða rýr, er hún teldi koma
of næi'ri.
Eins og að líkum lætur, þá
á ísbjöminn ungur eða full-
vaxinn engan hættulegan ó-
vin meðal dýra á eða meðal
ígbreiðanna, ef Undan er skil-
inn dráphvalurinn, sem er
svo gráðugur, að vitað er, að
GREIN þessi er þýdd úr
nýútkomnu jólahefti
brezka mánaðarritsins
„World Digest“.
hann hefur gleypt heila tylft
af kópum í eina máltið. Hinn
risavaxni rostungur, sem er
á stærð við þrjú bjarndýr,
lifir að vísu á þessum slóðum
en hann hefur lítið saman
við ísbjörninn að sælda,!
nema að bægja honum burt, j
er hann reynir að gera sér;
mat úr rostungshóp eins og j
stundum kemur fyrir.
Maðurinn er sú vera, er
ísbjörninn þarf að gæta sín
fyrir. Það eru ekki aðeins
hinir frumstæðu Eskimóar,
er finnst kjöt hans hið mesta
lostæti og hinn mjúkhærði
feldur konunglegt skrautfat,
sem ísbjörninn verður að var
ast, heldur einnig hvíti mað-
urinn, selveiðimaðuúinn og
hvalfangarinn og hinir ó-
eirnu landkönnuðir, sem í
hundrað ár hafa ferðast um
hih köldu lönd og höf norð-
ursins.
Stundum. fær birnah aldrei
tækifæri fyrir sig og húna
sína til að líta dagsins ljós á
ný,- er hún; hefur, Jegið;í híði
sínu yfir kuldatímann, því
að það kemur fýrir, að hinir
hálfvilltu Eskimóahundar,
trylltir af hungri', þefa uppi
hið varma loft, er það leggur
upp um loftopið, og hið
æðisgengna gelt þeirra er
ekki lengi að leiða eigendur
þeirra á sporið. Þá er ekki
erfitt fyrir Eskimóana að
grafa sig inn og drepa bæði
birnu og húna. Eskimóar
veiða birnina einnig, er þeir
eru frjálsir. En þó má segja,
að flest þau bjarndýr, er
drepin hafa verið á síðustu
hundrað árum, hafa fallið
fyrir byssum hvítra manna,
stundum vegna kjöts síns,
en oftar af því, að þau hafa
verið gott skotmark fyrir
hina hugsunarlausu veiði-
menn.
Núna vernda Kanadamenn
ísbjörninn, en þessi friðun
komst fyrst á, er vísinda-
menn höfðu sýnt fram á, að
hið óviturlega dráp bjarnar-
ins þýddi útrýmingu hins
verðmæta, hvíta heimskauta
refs.
En snúum aftur að bjarnar
húninum, þegar hann er orð
inn fullþroska. Eeftir fyrsta
sumarið er hann orðinn meir
en hálfváxinn, og við vitum
ekki pieð vissu um, líf hans
næsta ár eða tvö næstu.
Hann er sennilega fullþroska
þriggja ára og fær sér þá efa
laust maka, en við vitum ekki
með yissui hvórt; sömu dýrin
hulda saman, meöan b.eði
lifa. En liitt er víst, að hann
er svo tryggur birnunni, að
hann leggur hrammana á
dauðan líkama hennar, hafi
hún verið skotin, og bíður ró
legur sömu örlaga fremur en
að yfirgefa hana.
En eftir hjúskapartímann,
og einkum eftir að birnan
hefiur tíkið sér bólifestu í
híði sínu, þá llifir þessi tröll-
aukna vofa íssins einmana,-
legiu lifi. Hann þarf mikla
fæðu til þess að viðhalda hin
um risavaxna Iíkama sínum.
Á sumrin getur hann feng-
ið gnægð fanga á mýrum og
með frarn ám og vötnum,
fisk, endur, egg, ber og jafn-
vel gras. En er surmri hallar
og stöðugt myrkur leggst yf-
ir, verður fæðuöflunin regilu-
legt vandamál. En þá fer
björninn eða „Naknook“, eins
og Eskimóar kalla hann, til
sjávar og hefst við meðal ís-
jaka og spanga, því að þar er
gott til fanga. Þar er heim-
kynni eftirlætisréttar hans,
selsins. Og einnig hér er
fylgja hans, hvíti refurinn,
á hælum honum og hirðir
leifarnar, er til falla að lok-
inni máltíð.
Sundfi-mi bjarnarins er við-
brugðið, og talið er, að hann
geti farið 4—5 mílur á
klukkustund og hefur sézt í
100 mílna fjarlægð frá -landi
eða meir. En þar sem selur-
iinn er jafnvel enn medri
- sundgarnur, veré'ur hann að
- grípa til herkænsku sinnar.
; Qg hérkemur þáð skilningar-
vit, er náttúran hefur veitt
honum svo aðdáunarvert og
fullkomið, i go'ða^l þarfir.
Snæuglian, \ .er. í'lögrar um-
Framliald á 7. síðu.