Alþýðublaðið - 12.01.1947, Síða 2

Alþýðublaðið - 12.01.1947, Síða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur, 12. jan. 1947. Viðræðurnar um síjórnarmyndun Framhald af 1. síðu flokksiins höfðu ekkert á móti því, að eiga óformleg viðtöl bæði við Framsóknar menn og kommúnista um málefnalegan grundvöll fyr- ir slíka stjórnarmyndun. En þeir töldu það öldungis óvið- eigandi, að formlegar samn- ingaumleiítanir byrjuðu milli þessara þriggja flokka um stjórnarmyndun, meðan tólf manna nefndin væri enn starfandi, þar sem fjórir flokkar sátu við samninga- borðið, og kváðust engan veginn reiðubúnir til að slá því föstu, hver vera ætti for sætisráðherra í slíkri stjórn, '-f mynduð yrði. Tveir ræddu við K)Iaf, aðrir tveir við Hermann. Kommúná'star héldu þó stöðugt áfram baktjalda- makki sínu, einnig eftir að tólf manna nefndin hafði verið leyst upp og forseti ís- lands falið Ólafá Thors, for- sætásráðherra, að gera til- raun til stjórnarmyndunar. Játuðust þó forustu- menn kommúnista þá op- inberlega undir það að taka upp viðræður við Ólaf Thors úm myndun Jmgaia flokka stjórnar < undir forsæti hans og til- pefndu ráðherra sína, þá Brynjólf Bjarnason og Áka Jakobsson, til þeirra viðræðna. En á balc við tjöldin héldu þeir Sigfús Sigurhjartarson og Einar Olgeirsson áfram makki , sínu við Hermann Jónas- son um myndun þriggja flokka stjórnar undir for- sæti hans eða einhvers annars, sem hefði velþókn un þeirra. Gerðu þeir ítrekaðar til- raunir til þess að fá Alþýðu flokkinn með í slíka baktjalda samninga, en hann, sem al- veg eins og Kommúnista- flol^kurinn hafði' tekið upp viðræður við Ólaf Thors um stjórnarmyndun undir for- sæti hans, tald.i það fráleitt að taka upp neinar formleg- ar viðræður á bak við tjöld- in um myndun annarar .stjórnar á meðan ekki væri séð, hvernig tilraun Ólafs Thors til stjórnarmyndunar reiddi af. Loddaratiíboð Ein- ars til Alþýðu- fíokksins. Þá hugkvæmdist þeim Sálg fúsi Sigurhjartarsyni og Ein ari Olgeirssyni það herbragð, sem Þjóðviljinn hefur í ,gær til afsökunar því, að kommúnistar nedta nú að ræða stjórnarmyndun við Stefán Jóhann Stefánsson undir forsæti hans. Einar Olgeirsson skrifaði fyrir hönd flokks síns Alþýðu- flokknum um áramótin og gerði honum það „kosta- boð,“ að „vinstri stjórn“ yrði) mynduð undir forsæti annað hvort jafnaðarmanns eða kommúnista og yrði sá maður valinn á þann hátt, að annaðhvort tilnefndi j KommúnistafJokkurinn ífihrg.i’.í;> noasiél; .Diulk JlífiUr/ hann úr röðum Alþýðu- flokksins eða Alþýðuflokk urinn úr röðum Kommún- istaflokksins. Lét Einar Olgeirsson þess jafnfram getið í bréfi sínu, að komm únistar hefðu þegar gert það upp við sig, hvaða Al- þýðuflokksmann þeir myndu tilnefna til að taka forsæti í slíkri stjórn og voru þau munnlegu skila- boð látin fylgja, að það væri Kjartan Ólafsson, bæjarfulltrúi í Hafnar- firði. En jafnframt var því skilað, einnig munnlega, að á vissa, tilgreinda Al- þýðuflokksmenn myndu kommúnistar aldrei fall- ast sem forsætisráðherra, þar á meðal hvorki á for- mann flokksins, Stefán Jóhann Stefánsson, né vara formann, Harald Guð- mundsson! Þetta bréf Einars Olgeirs- sonar barst Alþýðuflokknum í hendur 2. janúar, en svar við því var heimtað ekki síð ar en 3. janúar. Hafði bréfið þannig á sér öll einkenni úr- sliitakosta frá einu ríki til annars. Svar ÁSþýðufíokks- ins. Þjóðviljinn segir nú í gær, að Alþýðuflokkurinn hafi „hafnað Kjartani Ólafs syni sem forsætisráðherra vinstri stjórnar“ með svari sínu. En það eru tilhæfu- laus ósannindi. Þingflokk- ur Alþýðuflokksins, sem svaraði loddaratilboði Einars Olgeirssonar, lét það liggja algerlega milli híuta, hver reyna skyldi myndun „vinstri stjórnar“, ef til kæmi. En hann neit- aði að ræða myndun slíkr- ar stjórnar á bak við tjöld in á meðan opinberlega var verið að ræða við Ólaf Thors um myndun stjórn ar á öðrum grundvelli og frábað sér öll afskipíi Kommúnistaflokksins af því, hvaða mann eða menn Alþýðuflokkurinn tilnefndi í stjórn af sinni hálfu, ef til kæmi. Skulu nú þessu til staðfest ingar, svo og til þess að taka af allan efa um rangfærsl- ur og blekkingar Þjóviljans um þetta mál, birt orðrétt eftirfarandi ummæli í svar- bréfi því, sem þingflokkur Alþýðuflokksins sendi þing- flokká Kommúnistaflokksins 3. jaúar síðast liðinn: „Út af þessu bréfi vill þingflokkur Alþýðuflokks- ins taka fram eftirfarandi: í fyrsta lagi vill hann benda á það, að Ólafur Thors, forsætisráðherra, hef ur tekið að sér, eftir beiðni forseta íslands, að gera til- raun til þess að mynda rík- isstjórn. Hefur hann af því tilefni tilkynnt bæði Alþýðu flokknum og Sósíalistaflokkn um, að hann vildi. fyrst og fremst snúa sér til þessara flokka og óska eftir, að þeir tækju þátt í stjórn með Sjálfstæðisflokknum undir forsæti' Ólafs Thors. Sósía- listaflokkurinn mun þegar myndun, og Alþýðuflokkur- jnn telur að úr J>ví, sem kom ið er, verði að sjá fyrir end- ann á því, hvort þessi stjórn- Gefum bætt við 2—4 bifvélavirkjum, eða mönnum vönum mótorviðgerðum, á mótorverkstæði vort. Upplýsingar hjá verkstjóranum Árna Stefánssyni. H.F. EGILL VILHJÁLMSSON Kenni d sníða telpukápur, drengjaföt, buxur, pils. Einnig kápur, dragtir, karlmannaföt. — Upplýs- ingar í síma 4547. ÁIINI JÓHANNSSON KLÆÐSKERI, Seljaveg 25. armyndun takist. Af þessari ástæðu telur þingflokkur Alþýðu flokksins það ekki við- eigandi, á meðan svo standa sakir, að formleg- ar viðræður fari fram með kjörnum fulltrúum frá Al- þýðuflokknum um mynd-' un stjórnar annarra flokka. Þingflokkurinn vill því ekki á þessu stigi málsins halda uppi við- ræðnum við neinn um stjórnarmyndun annarra flokka, þó að hann telji, að vel geti komið til þess síðar, ef tilraun Ólafs Thors til stjórnarmyndun ar heppnast ekki, enda er þess há að vænta, að for- seti Islands snúi sér til ákveðins manns, er geri nýja tilraun um stjórnar- myndun, og mun þingflokk urinn þá að sjálfsögðu taka til athugunar að nýju afstöðu sína til myndunar ríkisstjórnar.“ skipti Sósíalistaflokksins um vel á mönnum frá Al- þýðuflokknum í ríkis- stjórn. 2) Á sama hátt gerir þing- fiokkur Alþýðuflokksins ráð fýrir, að Sósíalista- flokkurinn muni velja sína trúnaðannenn sjálfur, og mun ekki gera tilraun til að hafa áhrif á það val, enda þótt Alþýðuflokkur- inn vilji engu um það lofa fyrirfram að taka þátt í þeirri stjórn, er Sósíalista flokkurinn tilnefndi for- ustumann fyrir úr sínum hóp.“ Þannig hljóðaði svar Al- þýðuflokksiins við hinu lodd- aralega tilboði kommúnista um myndun „vinstri stjórn- ar“ og val á forsætisráðherra í hana, á meðan Ólafur Thors, forsætisráðherra, var í um- boði forsetans að leita fyrir sér um stjórnarmyndun á öðrum grundvelli. Ei'ns og þetta svar ber með ser, eru staðreyndirnar allt Þá segir í svarbréfinu frá (aðrar en þær, sem Þjóðvilj- þingflokki Alþýðuflokksins svo um hina furðulegu til- lögu kommúnista um val á forsætisráðherra í „vinstri stjórn“: „Þegar um það er rætt, hvort Alþýðuflokkurinn vdlji reyna að koma sér sam- an við Sósíalistaflokkinn um mann frá öðrum hvorum flokknum þannig, að Sósía- listaflokkurinn tiilnefni mann úr Alþýðuflokknum og Al- þýðuflokkurinn úr Sósía- listaflokknum, sem hafi for- ustu um myndun nýrrar rík- isstjórnar hinna fyrrgreindu tveggja flokka og Framsókn- arflokksins, og að gefnu til- efni út af því, að formaður Sósíalistaflokksins hefur lýst yflilr, að flokkur hans geti ekki samþykkt ákveðna menn, er hann nefndi, til stjórnarforustu frá Alþýðu- flokknum, en hefur hins veg ar lýst yfir fylgi sínu við til- tekinn Alþýðuflokksmann til þess, þá bykir þingflokkn- um rétt að tilkynna Sósía- Mstaf lokknum: 1) Ef til þess kæmi, að Al- þýðuflokkurinn hefði for- sæti í ríkisstjórn, myndi hann ákveða sjálfur, hver til þess yrði valinn, og yfirleitt taka ákvarðanir sjálfur um fulltrúa af sinni hálfu í ríkisstjórn, án þess að aðrir flokkar út- itefndu þá menn. Þing- flokkur Alþýðuflokksins frábiður sér algerlega af- inn segir í lygaþvælu sinni í gær. Álþýðuflokkurinn hef- ur aldrei: neitað því að eiga þátt í svokallaðri „vinstri stjórn“ með Framsóknar- flokknum og kommúnistum. En þegar svar hans var skrif að, lá ekki fyrir að taka neina endanlega afstöðu til slíkrar stjórnarmyndunar af því að verið var að reyna st j órnarmyndun á öðr- um grundvelli. Alþýðuflokk urinn hafnaði heldur ekki Kjartani Ólafssyni sem for- sætisráðherra „vinstrd stjórn- ar“ eins og Þjóðviljiinn seg- ir, enda lá það alls ekki fyr- ir, að taka neina ákvörðun um val á forsætisráðherra í slíka stjórn á því stigi máls- ins. En Alþýðuflokkurinn af þakkaðli að vísu algerlega þau vinnubrögð, að kommún ástar færu að velja mann úr Alþýðuflokknum eftir sínu höfði til þess að vera for- sætisráðherra í einni eða annarri stjórn. Ljót saga. En svar Alþýðuflokksins og þær staðreyndir allar, sem hér hefur verið vitnað í, sýna líka annað: að öll framkoma kommúnilsta í viðræðunum um stjórnarmyndun hefur frá upphafi verið full af óheilind um, tvöfeldni, fláttskap og jesúítahætti. Þeir hafa geng ið á milli manna og flokka með loforðum og lævísum gylliboðum, en setiið á svik- ráðum við alla. Með sögunni af því munu kommúniistar aldrei geta af- sakað hina fíflslegu neitun sína nú að ræða stjórnar- myndun við Stefán Jóhann Stefánsson eða taka sæti í stjórn undir forsæti hans eft ir að þeir hafa verið reiðu- búndr sitt á hvað og samtím- ds að taka sæti í stjórn undir forsæti Ólafs Thors, for- manns Sjálfstæðisflokksíins, og Hermanns Jónassonar, for manns Framsóknarflokks- ins. Eftirmaður Baruchs Framhald af 1. síðu. Bándaríkjastjórnar í kjarn- orkumálanefnd hinna sam- einuðu þjóða. En Baruch sagði af sér því embætti fyr ir viku síðan. Warren Austin er þegar áðuir fulltrúi Bandaríkja- stjórnar í öryggisráðinu og fellur það þannig í hians hlut að ræða og taka ákvarðanir um afvopnunarmálin, þar á meðal um bannið á fram- leiðslu kjiarnorkusprengna og eftirMt með því, á báðum þessum vettvögum. Benti Ba- ruch á það, er hann sagði af sér, að eðlilegast væri, að f ulltrúi Bandaríkjasitj órnar yrði hinn sami í báðum þess- um nefndum, með því að ör- yggisráðið æitti nú hvort sem er að taka afvopnunarmálin í sinar hendur. Unglinga vantar tii að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í eftirtöldum hverfum. Njálsgötu Auðarstræti Norðurmýri Hverfisgötu Grettisgötu Bræðraborgarstíg Talið við afgreiðsluna. Alþýðublaðið, sími 4900 # ;3.Q 'ðx múf' :iy{j:u ! imm i *ií*a*# -n ’-'ííá' í.toK-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.