Alþýðublaðið - 25.02.1947, Page 6

Alþýðublaðið - 25.02.1947, Page 6
'v. .\V gg TJARNARBIÓ æ Hjá Duffy (Duffy's Tavern) Sjörnumynd frá Para- mount: Bing Crosby Betty Hutton Paulette Goddard Alan Ladd Eddie Bracken Veronica Lake o.m. fl. ásamt Barry Fitzgerald, Marjorie Reynolds, Victor Moore, Barry Sullivan Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11. æ BÆJARBííPæ Hafnarfirði Engin sýning i kvöld vegna sýningar Leikfélags Hafnarfjarðar á gamanleiknum HÚRRA KRAKKI FÉLAGSLÍF V A L U R Meistarafl., 1. fl., 2. fl. — Æfing í kvöld kl. 7.30 í húsi Í.B.R. Rabbfundur miðviku- dagskv. kl. 8.30 í V. R. ÁRMENNINGAR ! á morgun klukkan 20.30 .mætir finnski íþróttakennar- inn Yrjönora á æfingu í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar. Frjálsíþróttamenn og .aðrir, sem vilja njóta hans ágætu kennslu, eru beðnir að mæta stundvíslega. Stjórnin. Í.B.R. Í.S.Í. Í.R.R. Aðalfundur íþróttaráðs Reykjavíkur verður haldinn að heimili Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur, efstu hæð, í kvöld kl 8.30. Dag- skrá samkvæmt lögum. Stjórn Í.B.R. „Hin fagra Eva skilur eftir fremur leðiinlegt and- rúmloft!“ hugsar, ína, reið. „Hvað vill hún hingað með þetta heimskulega þvaður sitt? Næsta sinn tek ég alls ekki á móti henni. Þykir Pétri í raun og veru vænt um hana ennþá. Og þó svo sé — hvað gerir það til?“ Undrandi tínir Annechen seinna upp vindling, sem hefur verið préssaður flatur. Hvor þeirra skyldi hafa verið svona reið eða barnaleg, frúin eða ókunna konan? ína stendur í svefnherberginu sínu, sem til allrar bless- unar er dimmt og leggur ennið að kaldri gluggarúðunni. í fjarska sér hún lítil ljós, sem verða stærri og hverfa svo. Það eru hjólreiðamenn og við og við bílar. Hún er einkenni- lega angurvær í skapi eins og hún sakni einhvers? Saknar hún fortíðarinnar?, vinnunnar hjá Eicholzer? Nei, þessi vinna er miklu betri. Saknar hún bernsku sinnar? Nei, hún þráir; að Pétur komi heim, þráir, að heyra bílinn stanza fyrir framan dyrnar, rösklegt fótatak hans á stígnum og hina hljómmiklu rödd hans. Hún þráir Pétur — en Fred? Getur svo djúp ást gleymzt svo fljótt? „Sönn ást deyr aldrei,“ sagði Eva. Er það satt? Sönn ást — — hvað var það þá, sem hún bar í brjósti til Freds? Fagnandi gleði, þegar hann var nálægur, nístandi sársauki, þegar þau kvöddust og svo áköf þrá eftir honum — var það ekki sönn ást? Hin mikli harmur, sem gagntók ínu, þegar hún fékk vitneskju urn svik Freds, er nú næstum horfinn. Það er aðeins líkt og viðkvæmt ör eftir. Og hvað svo seinna meir? Hún er ekkert hnuggin yfir því að Fred er algerlega tap- aður henni, þó að hann væri henni eitt og allt í fimm ár. Nú er Pétur kominn í hans stað. Maður skyldi alltaf vera hreinskilinn, einnig við sjálfan sig. Það er sannleikurinn, Pétur hefur komið í stað Freds. Henni þykir vænt um Pétur. Það er ekki sú sama ásthrifni eins og áður, ef til vill ber hún fremur blíðu í brjósti til hans en ástríðu, fremur vin- áttu en ást, en það er þó mjög sterk tilfinning. Og Pétri þykir vænt um Evu, æskuást hans. „Sönn ást deyr aldrei.“ „María og Charles“. — Já, það kemur fyrir, að ástin lifir alltaf bæði svikin og tímann. Og Eva berst fyrir að ná hon- um aftur. Eva er miklu fallegri en hún er sjálf. Hún gerir sér engar tálvonir, auðvitað mun Eva sigra. „S. s. s. s!“ Frú Bartels sveiflar handleggjunum til þess að reka hænsnin burt, sem hafa hópazt fyrir framan eld- húsdyrnar. Gaggandi og galandi og baðandi vængjunum, þjóta þau um í garðinum. „Iss! Iss!, kjánarnir ykkar, á læknirinn kannske að detta um ykkur?“ Frú Bartels talar við hænsnin sín eins og það væru krakkarnir hennar. Ann- ars skortir hana ekki börn. Um hverja máltíð standa fyrir utan dyrnar tólf pör ai tréskóm af mismunandi stærð, og tólf masandi barnaraddir fylla húsið. „Því fleiri, því betra“, segir Bartels bóndi. „Bezta hjálp, sem maður fær við bú- skapinn eru manns eigin börn.“ Á hverju ári liggur líka alltaf nýr ljósrauður hnokki í gömlu vöggunni, og frú Bart- els er alltaf með ungbarn á handleggnum þegar læknirinn kemur nokkrum sinnum á ári, af því að einn af hópnum hefuf mislinga, hettusótt, kíghósta eða þess háttar. „Já, já,“ segir frú Bartels, og eins og alltaf reynir hún að halda sem lengst í lækninn og hafá eins mikil not af heimsókn hans Þriðjudagur, 25. febr. 1947 88 NÝJA BÍÓ 8G i £ GAMLA BÍÖ 83 Nóit í Paradís. Sjötfa skotiS Skemmtileg og íburðar- Spenmandi og áhrifamikil mikil æfintýramynd í eðli sænsk kvikmynd, gerð legum litum, frá dögum undir stjórn Hasse Ekman forn Grikkja. Aðalhlutverkin leika: Aðalhlutverk: Edvin Adolphsson, Merle Oberon. Karin Ekelund, Thurhan Bay. Thomas Gomer. Gunn Wáhlgren. • Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Böm innan 14 ára Sala hefst kl. 11. fá ekki aðgang. Bazar Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykja- vík heldur bazar miðvikudaginn (á morg- un) 26. febrúar kl. 2 eftir hádegi í Góðtempl- arahúsinu uppi. sýnir gamanleikinn Húrra krakki og hún getur. „Og hvað álítur læknirinn um Griet? Hún er' nú orðin ársgömul. Hún er hálfföl, sýnist yður það ekki? En læknirinn verður að muna eftir því, að hún er að taka tenn- ur og það hefur .oftast slæm áhrif á magann. Tönnunum slær inn, erum við vön að segja“. Myndasaga Aiþýðublaðsins: Orn elding - 3LEEK TO JEFF/ NO SIGNAL ; FROM 9CORCMV SAAITH YET — r-WK. I wu /V\UKC: IMfclN WEVE GOT TÖ SPREAP OLTT ANP TAi<E OPPS ON LOSING ’EM IN THE FOG OR CATCHING BIG CASUALTIES----/ J wiÚcÖ?^ CAPTAIN/ IH’ HLWNt'S AKE ÖUZ2IN' UPSTAIRS NOW/___GOTTA SHOW 'EM------- Vv'HERE TWE PIRATE BOATS ARE.. ..TWITT'S' PARTy SWOULP BE BACK BV STOW? —.AVASrr THAT'-S OUR SHjP ASTERN- ALMOST ON THE REEF!7*-J&!f FUbL SPEEP/ HELM UAPP APOPr/f.H _ TLL J;T?Jpsí- SJÓLIÐSFORINGINN: Bleek til i Jeff. Hefur ekkert merki bor- izt frá Erni? í rlugvélinni: Við skulum sveima um í nokkrar mínútur í viðbót; siðan verðum við að dreifa okkur, enda þótt við eigum það á hættu að missa af þeim í þokunni. ÖRN: Ég heyri í flugvélunum uppi yfir. Ég verð að sýna þeim, hvar þetta er okkar skip, nær komið sjóræningabátarnir eru. á skrið. Fullia ferð, harfc í bak- STÚLKAN: Flokkur Twitts ætti borða. Ég skal láta kjiláraga að vera kominn aftur núna. En þennam öm elding fyrtúé Jietta.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.