Alþýðublaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur, 30. marz 1947. ALÞÝÐUBLAÐSÐ 3 UM HEKLU, sem nú er enn éinu sinni byrjuð að gjósa, hefur margt og mikið verið skrifað bæði hérlendis og erlendis síðustu aldiimar, en hvergi mun þó á einum stað hafa verið safnað eins alhliða og eins áreiðanlegum fróðleik um þetta mikla eld- fjall, eðli þess, nágrenni og sögu og í hinu nýja Heklu- riti eftir Guðmund Kjartans- son jarðfræðing, en það var sem kunnugt er gefið út sem árbók Ferðafélags íslands í hitt eð fyrra. í frásögn þeirri, er fer hér á eftir, er stuðst við þetta ágæta rit: Fyrri Heklugos Talið er að Hekla hafi gos- ið 22 sinnum síðan sögur fara af fyrsta gosi hennar og er það gos, sem nú er nýbyrjað, því 23. Heklu- gosið. En með hinum fyrri Heklugosum eru þá einnig tal in gos, sem orðið hafa skammt frá fjallinu svo sem t. d. gos- ið 1913. í annálum er fyrsta Heklu- gosið talið hafa orðið 1104. Stendur í Oddverjaannál, að það ár hafi verið „eldsupp- koma í Heklufjalli fyrsta sinni“. Svo er talið í annálum að Hekla hafi gos'ið í annað sinn 1158, í þriðja sinn 1206, í fjórða sinn 1222 og í fimmta sinn 1254, og segir Oddverja- annáll svo frá því gosi, að það hafi orðð ^með svo miklum mætti og landskjálfta, að víða í Fíjótshlíð og Rangárvöllum og svo fyrir utan Þjórsá sprakk jörð. Og mörg hús féllu af landskjálftanum og týndust menn. Ganga mátti þurrum fæti yfir Rangá . Sjötta Heklugosið er talið hafa orðið 1300, og segir Lögmannsannáll, að það hafi verið „með svo miklu afli, að fjallið rifnaði svo, að sjást mun mega, meðan ísland er byggt. í þeim eldi léku laus björg stór sem kol á afli, svo að af þeirra samkomu urðu brestir svo stórir, að heyrði norður um land og víða ann- ars staðar“. Og myrkur varð svo mikið norðan lands með því að vindur var af suðri „að enginn maður vissi, hvort var nótt eða dagur úti1- né inni, meðan niður rágndi sandinum á jörðina . “ Gos þetta hófst 10. júlí um sumarið og stóð því nær tólf mánuði. Því fylgdu land- skjálftar á Suðurlandi, og á Norðurlandi hlauzt hallæri og manndauði af öskufallinu. Sjöunda Heklugosið kom 1341, og eyddust þá margar byggðir á Rangárvöllum, en öskufall varð víðs vegar um land. „Tók askan í ökla und- ir Eyjafjöllum“, segir Skál- holtsannáll. Næst, eða í átt- unda sinn, byrjaði Hekla að gjósa 1389, og hélt það gos á- fram fram á árið 1390, og var það enn mikið gos. Er það síð asta Heklugosið, sem sagt er eftir fóru, en þau komu 1434, 1510, „með landskjálfta og ægilegu grjótkasti um Land- sveit,, Rangárvelli, Holt og langt út í Árnessýslu“, 1554, 1578, 1597, 1619 og 1636. Fylgdu flestum þessara gosa jarðskjálftar og öskufall víðs vegar um land, og hlauzt af þeim margvíslegt tjón. Gosbi 1693 og 1766 Þá kemur Heklugosið 1693, sem er hið sextánda í röð- inni síðan fyrst er getið um gos í Heklu, hófst 13. febrúar og varð eitt hið ægi- legasta, sem sögur fara af. Gaus fyrst upp öskumökkur með braki og brestum og ó- skaplegri grjót- og vikurhríð um Landsveit, Þjórsárdal, of anverða Hreppa og Biskups- tungur, og eyddust þegar 18 bæir í þessum sveitum. Stein ar á stærð við hús féllu nið- ur mílu vegar frá fjallinu, og nálægt Skarfanesi á Landi, 15 kílómetra frá Heklu, kom niður glóandi steinn nokk- urra faðma að ummáli, og sprakk sundur í mola í fjall- inu. Öllu þessu fylgdu snarp- ir jarðskjálftakippir, þrum- ur„ eldingar og helliskúrir. Gosið hélt áfram fram í miðj an september, með miklum ofsa og öskufalli framan af, en dró heldur úr, er á leið. Eld- ur var uppi á mörgum stöð- um í fjallinu samtímis, og sáust stundum 14 gígar gjósa í einu. Á fyrra hluta 18. aldar var eldur uppi í Heklu tvisvar sinnum, 1725 og 1728, en þau gos munu bæði hafa verið með hinum minni Heklugos- um. Næst, eða í nítjánda sinn, gaus Hekla 1766 og er það eitt af þeim stórgosum hennar, sem sögur fara af. Hófst það 5. apríl þá um vorið og stóð með litlum hvíldum fram í apríl 1768, eða í tvö ár. Nótt ina áður en þetta gos byrjaði, fundu menn snarpa jarð- skjálfakippi og litlu síðar hófst mjór, svartur gosmökk- ur hátt í loft upp úr: fjallinu og lagði til norðvesturs. Tók þá að rigna grjóti, vikri og ösku um næstu sveitir. T. d. kom niður vikurflikki sem var 2 m. að ummáli í 15 kíló- metra fjarlægð frá Heklu, og í 22 kílómetra fjarlægð steinn, sem vóg 1,75 kg. Ösku fallið eyddi 5 bæi í Land- sveit og nokkra í uppsveitum Árnessýslu, en hraunflóð mik ið rann fáum dögum eftir að gosið hófst, til suðvesturs frá Heklu í stefnu á Geldingafell. Ofsi gossins var feikilegur fyrstu vikurnar, og sáu menn allt að 18 eldstólpa í einu upp úr fjallinu. Síðan dró heldur úr gosinu, og urðu jafnvel al- ger hlé dögum saman. Aska féll því nær um land ailt, og í nærsveitum Heklu hrundu bæir af jarðskjálftum. Árið eftir, 1767, lá eldurinn niðri allan febrúar og fram yfir miðjan marz. Þá gaus hann upp aftur með meiri ofsa en nokkru sinni áður. Fylgdi því ægilegur hávaði og var um hríð að sjá sem allt fjall- ið stæði í ljósum loga. Síðar um vorið dró úr gosinu og mátti heita hlé á því frá ágúst lokum og fram í marz vet- urinn 1768, en að fullu slot- aði því ekki fyrr en í maí það ár. Tuttugasta Heklugosið og það síðasta úr fjallinu sjálfu þar til nú hófst 2. september 1845 eða fyrir tæpum 102 ár um, og hélt það áfram með litlum fhvíldpnp til 20. marz 1846, en lengi iþar á eftir rauk úr fjalliiiu. Á ;undari iþegSir gpsi'-fórn drúnijr mikl Wog uádirgangur?<seýi heyrð ust víðáum Rangárvallasýslu daginn, sem það hófst, en litlu síðar gaus eldur hátt í loft upp úr fjallinu á tveim- ur stöðum. Streymdi eldflóð niður vesturhlíð fjallsins, en svartan mökk lagði til aust- urs op suðausturs, Þennan dag gerði ákaft öskufall austur 1 Skaftártungu og á Síðu, svo að þar varð svartamyrkur um hádegi. í þetta sinn gaus Hekla í sí- fellu fram í lok nóvember- mánaðar, og lagði öskumökk inn í ýmsar áttir eftir vind- stöðu og þó til allra heilla inn og austur yfir óbyggðir. Sást öskumökkurinn oft greinilega frá Reykjavík og var 9. nóvember hærri en nokkru sinni, meðan á þessu gosi stóð, en þá taldist Birni Gunnlaugssyni svo til, að hann næði 4370 metra í loft upp frá fjallstindinum. Hraunflóð beljuðu niður vesturhlíðar Heklu á ýmsum stöðum og stefndu á Gamla- Næfurholt. Varð fóilkið að flýja þann bæ 23. september og flutti með sér fénað og allt lauslegt úr húsunum. 14. nóvember hafði hraunið um kringt Melfe'Il og var 19. nóv ember búið að ná þeim tak- mörkum, sem það hefur nú. Var Næfurholtsbærinn rifinn um þær mundir og hefur aldrei verið byggður upp á sama stað. í lok marzmánað- ar næsta ár dró mjög úr gos- inu, og sást eldur í fjallinu siðast 10. apr. 1846 í það sinm Öskufall varð mikið af þessu Heklugosi, mest í Landsveit og Hreppum, en askan barsfc einnig norður á land og hing~ að til Reykjavíkur. Síðan 1845 hefur eins og- áður segir Hekla sjálf aldrei gosið fyrr en nú; en 1878 og 1913 var eldur uppi í ná-> grenni hennar, í síðara skipt- ið skammt austur af fjallinur undir Mundafelli og á Lamba fit. Voru þetta ekki nema. smágos, og er mörgurn hi<? síðara enn í fersku minni. Fyrirboðar gossins sem ni er byrjað! HEKLA, HIÐ FRÆGÁ ELDFJALL, gnæfir yfir öll önnur f jöll á stóru svæði uia hverfis hana, og er hæsti tind ur hennar 1447 metra yfu* sjávarmál. Hefur fjallið aci sjálfsögðu tekið stórkostleg- um breytingum í aldanna rás, þó að lítt sé mönnum kunn- ugt hverjar þær breytingar hafa verið nema síðustu ald~ irnar. En af frásögn Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonar, sem gengu fyrstir manna á Heklu, að því er vit Frh. á 5. síðu 1 verða lokaðir laugardaginn fyrir páska. Athygli skal vakin á því, að víxlar sem falla í gjalddaga þriðjudaginn 1. apríl, verða af- sagðir miðvikudaginn 2. apríl, séu þeir eigi # _greiddirv eða..framlengdþj f^rrlokySt^^jai7. f^^^Sþiha.iþáhn;dag. 'j|' I j u"IIANDpANKl! [ÍSLANDS. 'I T\ / "'""BÉlSÍAÐAR-BANKI ÍSL^íDS.*"*^^- ^ ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.