Alþýðublaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1947, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur, 30. marz 1947. Glæsileg kvöldskemmtun í Sjálfstæðishúsinu 1. apríl, þriðjudagskvöld. Kl. 9: Listdans: Ungfrú Sigríður Ármann, undir- leik annast Fritz Weisshappel. Einsöngur: Ungfrú Nanna Egilsdóttir. Við hljóðfærið: Dr. V. Urbantschitsch. Kl. 10 verður dregið í happdrætti Hallveigar- staða. Lárus Ingólfsson leikari 'lýsir happ- drættismununum. D A N S . Hverjum aðgöngumiða fylgir einn happdrættis- seðill og gildir hann í senn í happdrætti Hall- veigarstaða og í happdrætti kvöldsins, en þar er vinningurinn skreytt karfa með ýmis konar góð- gæti, þ. á. m. kampavínsflösku. Aðgöngumiðar seldir í Sjálfstæðishúsinu frá klukkan 4 á mánudag. Fj áröfiunarnefnd Hallveigarstaða. félagsins Framtíðin um 40 þúsund kr. AÐALFUNDUR Verka- Írvennáféla|gsins Framtíðar- innar. í Hafnarfirði var hald- ínn síðastliðinn mánudag. Tfiignir félagsins eru nú um 40 þúsundir. Stjórnina skipa sömu kon- •»ur og áður, að undanteknum igjaldkera félagsins., Höllu Magnúsdóttur, sem haðst íundan endurkosningu. Stjórnin er því þannig «kipuð nú: Sigurrós Sveins- -dóttir, formaður, Sigríður Erlendsdóttir, ritari, Ásta <Gruðmundsdóttir, fjármála- jdtari, Guðrún Eliasdóttir, gjaldkeri og Guðrún Niku- -iásdóttir, varaformiaður. í sfyflu málí. jPúsningasandur. i Fínn og grófur skelja- « l sandur. I Möl. u o a \ GUÐMUNDUK u u l MAGNÚSSON, u i Kirkjuvegi 16. Hafnar- ■ • firði. — Sími 9199. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Dr. Helgi Pjefurss 75 ára. „Advance in science comes by laying brick upon brick“. — J. S. Huxley. í GÆR héldu utanríkis- málaráðherrar fjórveldanna stuttan fund i Moskva og urðu ásáttir um að verja þeim dögum, sem eftir eru til páska helgarinnar til þess að ræða þrjú aðalatriði frið arsamninganna við Þýzka- land: 1) efnahagslega sam- einingu landsins og í sam- bandi við hana skaðabóta- kröfurnar; 2) stjórnarfars- lega framtíð Þýzkalands og 3) útrýmingu nazismans og hemaðarandans. ÓLGAN á hernámssvæði Breta á Þýzkalandi breiðist út. Námumenn í Ruhrhérað inu neita að fara niður í nám umar, nema bætt sé úr mat arskortinum. Fjölmennur útifundur var í gær haldinn í Dortmund. Matarskortur er nú einnig sagður mjög til- finnanlegur á hemáms- svæði Breta í Berlín. AÐSTOÐARHERMÁLA- RÁÐHERRA pólsku stjórn- arinnar var myrtur í gær- morgun á ferðalagi um aust urhémð Póllands. Sagt er að morðinginn sé meðlimur í ukrainskri ofbeldishreyf- ingu. ÍJ1 HINN ÁRLEGI KAPP- RÓÐUR háskólanna í Cam- bridge og Oxford fór fram í gær. Cambridge sigraði' og varð kapplið hans hálfri mínútu á undan að markinu. FYRIR FIMM ARUM sið- an, er dr. Helgi var sjötugur, skrifaði ég greinarstúf fyrir Alþýðublaðið og driap þar á sumt af þvi nýja, sem hann hafði fundið og fyrstur skil- ið í jarðfræði íslands. Eigi skal nú mikið að því vikið aftur hér. Væri ég spurður, hverjar uppgötvanir doktors Helga muni mikilsverðastar fyrir íslenzkar jarðfræði- rannsóknir, vissi ég vart hverju svara skyldi. Er það lausn hans á myndun mikils hluta móbergsmyndunarinn- ar? Er það uppgötyun hans á þvi, að Tjörneslögin séu millilög í basaltmynduninni og ráðning hans á aldursaf- stöðu þeirra itil móbergsins? Eru það óyggjandi sannanir hans fyrir því, að fleiri en ein ísöld hafi herjað ísland á pleistocen? Er það skiln- ingur hans á þvi, hversu millilög basaltmyndunarinn- ar, jafnt þau eldri sem yngri, eru stórfróðleg til rannsókn ar og að startigrafía lands- ins verður aldrei ráðin til hlitar án rækilegrar könnun ar á þessum millilögum? Svona mætti lengi spyrja. Ég veit ekki hvert þessara af- reka skal metast miest. En hvert þeirra sem er, myndi nægja, hvar í heimi sem væri, til að skipa þeim, sem hefði leyst þau, i flokk með hinum stóru í sögu jarðfræð innar. Mér finnst það einkenn- andi fyrir jarðfræðinýjung- ar doktors Helga, að um leið og þær eru lausn á torráðn- um vandamálum, benda þær á ný og lokkandi verkefni til úrlausnar. Það er ekkert undarlegt, jafnmörg meginat riði í jarðfræði landsins og 'hann hefur leitt í ljós, þó discordance komi stundum fram milli hans og annarra, sem vinna og hafa unnið að rannsókn landsins og það oft afburðavel. Við slíku má alltaf búast, þegar fleiri en einn grípa á sama vand- leysta málinu, og það sem er rangt, verður alltaf mislægt við hið rétta. Hitt er svo annað mál, að yfirgnæfandi likur benda til þess að hin suðræna quercus sé borin og barnfædd í því, sem nú er millilög hinnar elztu basalt- myndunar þessa lands, og vitað er það fyrir víst, að portlandia hefur flúið ís- land vegna hita; það hvort- tveggja sýnir, hversu fá- dæma erfitt það er að vera spámaður í sínu eigin föður landi. Jóhannes Áskehson. Listdansarar stofna með sér fél FÉLAG ÍSLENZKRA LIST DANSARA var stofnað hér i bæ 14. þ m. og er tilgang- ur félagsins að gæta sameig- inlegra hagsmuna iðlenzkra listdansara og vinna að efl- ingu danslistarinnar hér á landi. Frú Ásta Norðmann er formaður félagsins, en meðstjómendur frú Sif Þórs og ungfrú Sigríður Ármann. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Messað kl. 2 e. h. Séra Krist- inn Stefánsson. Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl. 2 séra Garðar Þor- steinsson. 1. apríl 1947 verður skrifstofa kirkjugarðanna í Reykjavík flutt í hið nýja skrifstofuhús fyrir ofan útfarar kapelluna í Fossvogi. Fyrst um sinn verður skrifstofan opin alla virka daga kl. 10—12 og 14—15, á laugardög- um þó aðeins kl. 10—12. Sími skrifstofunnar er 7712. Kirkjugarðsstjórnin í Reykjavík. K. Zimsen. Sigríðar Ármann og Lárusar Ingólfssonar Næsta sýning í Sjálf- stæðishúsinu mánudags kvöld klukkan 8.30. (Húsið opnað kl. 8.00). Samfelld sýning. Ekki dansað á eftir. Lægra verð. Aðgöngumiðar í Sjálf- stæðishúsinu kl. 2—5 á morgun. Hj álpræðisherinn í Tjamarbíó Pálmasunnudag kl. 11. s. d Major Hilmar'Andresen stjórnar, foringjar og her- menn aðstoða. Allir velkomnir! Símanúmer vort er Utan skrifstofutíma: 7566 — skrifstofur 7567 — teiknistofur 7568 — efnisvarsla 7569 Verkstjórar. VÉLSMIÐJAN HÉÐINN H.F. fyrir börn og fullorðna, fyrirliggjandi. GEYSIR h.f. Fatadeildin. Sundbolir Og sundskýlur fyhir böm, fyrirliggjandi. GEYSIR h.f., Fatadeildin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.