Alþýðublaðið - 10.04.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.04.1947, Blaðsíða 3
Fimmíudagur, 10. apríl 1947 ALÞÝÐUBLAÐ8Ð 3 Ávarp frá stjém Rangæingafélagsins Reykjavik. SVO SEM KUNNUGT ER, gerðist sá válegi atburður að morgni laugardagsins 29. f. m., að Heklugos brauzt út. Veður stóð af norðri og lagði gosmökkinn til suðurs á tak- mörkuðu svæði um Fljóts- hlíö innanverða og Eyja- fjallahreppa báða, en á þessu svæði urðu skjót umskipti. Á tæpum tveim klukkustund um dyngdi þarna niður stór- gerðum vikri og sandij svo að hvergi sá hnjóta af jörð, hvorki á túnum, engjum né högum, þar sem mest kvað að, en annars staðar hafa þarna orðið stórkostleg spjöll á landi. Alvarlegan hnekki af þessum orsökum hafa þannig hlotið um hundrað býli undir Eyjafjöllum og um 15 bæir í Fljótshlíð og Rangárvöllum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það, hvert þjóðar- tjón það er ef þetta mikla á- fall skyldi verða þess vald- andi, að byggð á þessu svæði legðilst að einhverju eða verulegu leyti niður, auk þess persónulega tjóns og erf á'ðleika, sem það hefur þegar valdið ábúendunum á þess- um slóðum. Augljóst er nú þegar, að þó allt verði gert, sem auðið er, til þess að halda lífinu í fénaði og hreinsa til, svo að gróður megi fást af þeim blettum, sem tiltækilegastir eru í sumar, þá verða bændur eigi að síður að stórfækka fénaði sínum. Lífskjörin þrengjast og hætt er váð, að mörgum finnist hann standa svo hall- ur í þessari baráttu, að hann gefist upp og hverfi frá jörð sinni1. En í þessari baráttu getur drengileg aðstoð og samhugur þe'irra, sem ekkert tjón hafa beðið, algerlega riðið baggamunilnn. Fyrir því hefur stjórn Rangæingafélagsins í Reykja vík, ákveðið að gangast fyrir fjársöfnun til styrktar ábú- endunum á því svæði, þar sem tjón þetta hefur orðið og muri á sínum tíma afhenda sýslúnefnd Rangæinga fé það, sem safnast, til þeirirar ráðstöfunar, sem hún telur koma að beztum notum. Vér megum ekki sætta oss við það, að áfall slíkt sem þettá, eyði byggilegustu héruðum landsins fyrir augum vorum, án þess að reyna af fremsta megni að sporna við. Hér er ekki um það að ræða að bæta mönnum það tjón, sem þeir .hafa þegar beðið, heldur hitt, að létta þessu fólki bar- áttuna í landvörn, sem nú leggst þyngra á það, en nokkra aðra þegna þjóðar- innar. Þetta er. bæði metnað- armál og drengskaparskylda. Og vér erum þess fullvísir, að skjót og drengileg hjálp getur alveg ráðið úrslitum í þessari baráttu. Fyrir því heitir stjórn Rangæingafélagsins á alla Rangæinga búsetta hér í höf- uðstaðnum og hvar sem er annars staðar, að leggja fram sinn skerf til þessarar fjár- söfnunar, og sýna þannig í verki rækt sína til ættar- stöðvanna og hug sinn til þeirra, sem þar berjast nú sinni erfiðu landvarnarbar- áttu. Og á sama hátt heitir hún á alla góða íslendinga að styðja þetta mál, því að það er sorg og skaðií vor allra, þegar óviðráðanleg náttúruöfl kippa í svipinn grundvellin- um undan starfi og lífsaf- komu einhvers hluta þjóðar vorrar. Það er sæmd íslend- inga, að jafnan, er svo hefur staðið á, hefur nú hin síðari ár mátt- treysta þegnskap þeirra og drenglund, að bregðast vél við. Dagblöðin í Reykjavík, munu góðfúslega veita fjár- framlögum í þessu skyni við- töku, og má enginn hyggja að skerfur hans sé svo lítill, að hann geti ekki einnig orð- ið að Mði. Sveinn Sæmundsson, Felix Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Sigurður Ingvarsson, Gestur Gíslason. Hifi hraunsins hefur verið mæidur og er hann um 900 gráður. ----------------«-------- Viðtal við Pálma Hannesson rektor. --------------------+-------- ÞEGAK VIÐ GENGIJM með dönsku og sænsku jarðfræðingunum yfir volgt 'haunið og litum niður i gígsprungumar, létum við okkur dreyma um. jarð- eldarannsóknarstöð hér á íslandi, sem einhver aðiii eins og Rockefellerstofnunin ætti að gefa, og svo mætti halda uppi starfseminni með norrænum fram- lögum, sagði Pálmi rektor Hannesson við blaðið í gær. Bann og hinir jarðfræðingarnir eru nú komn- ir til bæjarins með geysimikið efni, sem þeir hafa safnað saman, og er þegar byrjað að vinna úr því af fullum krafti. Bazar heldur Kvenfélag Laugarnes- sóknar bazar í Goðtemplarahús- inu, uppi, á morgun, föstud. 11. apríl, kl. 3. Konur eru beðnar að skila munum á bazarinn 1 dag frá kl. 1,30—5 í fundasal félagsins í kirkjunni. Unglinga vantar til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í eftirtöldum hverfum. Sólvallagötu Hringbraut Austurstræti Lindargötu Auðarstræti Þverholti Kleppsholti Grettisgötu Talið við afgreiðsluna. Alþýðublaðið, sími 4900 „Aldrei hefur nokkurn tíma verið fylgzt eins vel með náttúrufyrirbrigði hér á landi“, sagði rektor. „Það er ekki von á stórum upp- götvunum við rannsókn eins goss“, hélt rektor áfram, ,,en í hvert sinn bætist ofur- lítil þekking í bú og ný þekk ing er alltaf ómetanleg.“ ATOMORKA AÐ VERKI „Það er íalið líklegast að hinn mikli hiti í eidfjöllun um, sem bræðir bergteg- undirnar, sé til orðinn við „radioaktivitet“ og er það því atomorka, sem er að verki“, sagði Pálmi enn- fremur. „Þarna verða ýms ar efnabreytingar, til dæm is sameinast vetni og kol- efni í sprengingu og til verður nýtt (juvenilt) vatn, sem rennur niður all ar hlíðar. Mikið af auka- efnum eru og í gosinu og er mikilvægt að komast að hver þau eru og hversu mikið er af þeim“. EINS OG ÚLVARSFELL Hraunin, sem Hekla er bú- in að gjósa að þessu sinni eru sennilega um 200 millj. ten- ingsmetrar, en þáð er álíka mikið og til dæmis allt Úlv- arsfell. Hiti hraunsins reynd- ist vera um 900 gráður á Cel- síus og mestan hraða þess mældum við hálfan til einn ríietra á sekúndu. „Frá því: á miðvikudag hefur gosið verið hægt en svipað“, sagði rektor enn- fremur, „oft einn eða tveir gígar gjósandi, mökkur ekki rnikill né heldur drunur. Norðurgígarnir virðast nú liggja niðri og a.Ut hraun- rennsli er þar hætt, en suð- urgígarnir gjósa ennþá. Þar nær sprunga miður í rætur .fjallsins og endar í skeifu- löguðum gig, sem myndaðist. á öðrum degi gossins með snöggri sprengingu. Gígur þessi er opin til vesturs ög streymir glóandi hráunið úr honum eins og þykkur graut ur, en rennur síðan eins og á og hraunið verður krapa- grátt af storknáðri iroðu. . Neðar sígur þetta mikla hraun áfram með einkenni- legum dauðum nið, sem minnir á vatnsfall neðanjarð ar. Þarna mun renna fram á aðra milljón tenings- metra hraun á sólarhring, og er straumurinn á köfl- um svo"að hann minnir á Ölfusá þar sem hún er lygn hvað hraðann snert- Þeir gengu yfir rennandi hraun- sfraum. ÞEGAR JARÐFRÆÐ- INGARNIR gengu á suð- urenda Heklu á annan í páskum gengu þeir yfir rennandi hraunstraum á heimleiðinni. Nokkur gola kældi hraunið, en „það var svona ósköp notalega heitt“ sagði Pálmi rektor Hannesson um þetta. All- mikið af grjóti lá ofan á hrauninu, og þótí sýnt, að þar sem þetta grjót ekki sykki mundu menn ekki sökkva, enda virtist eng- inn möguleiki á slíku þeg- ar út á hraunstrauminn kom. Við og við sást þó glóa undir, og „við viljum ekki ráða mönnum til að gera þetta, þótt þáð væri hættulaust í þetta skipti,“ sagði rektor að-lokum. Jarðfræðingarnir gsngu upp að þessUm gíg á annan í páskum og fannst ærið stór feniglegt að sjá hina glóandi berglind. Þarna var sterk brennisteinsfýla og hvítar gu’fur lagði víða upp úr hol- um. Þarma fyrir ofan eru fjórir gígar, sem ekki gjósa nú orðið, og úr þeim trölls- legt gliúfur í vesturátt. Þykkur bláleitur mökkur lá yfir gljúfrinu, en stöku sinn um sást þar í eld um 100 metra niður, en veggirnir voru þverhníptir. DÝPT JARÐSKJÁLFTANS Rektor sagði að lokum, að það væri mikilvægt fyrir jarðfræðinganja að fá sem mestar fréttir af jarðskjáKt anum, sem fór á undan gos- inu. Kippurinn virðist hafa verið álíka snarpur alllangt frá fjallinu og nærri því, og bendir það til þess, að spreng ingin hafi legið djúpt í jörðu. ELDRANNSÓKNIR Á HAWAII Mestu eldfjallarannsókn- arstöðvar heims eru á Haw- áiieyjum og við Vesúvius, og þyrfti að koma á sam- bandi milli þeirra og rann- sóknanna hér. A Hawaii er tæknin óspart notuð til að berjast við hraunflóðin, og var itil. dæmis nýlega hraun- flóði þar, sem ógnaði borg illa, beint í annan farveg með flugvélasprenginigum. Féfag ungra jafnaðarmanna heldur .m** í Rreiðfirðingahúð fösíudagimi 11. apríl klukkan 8.30 e. h. SKEMMTISKRÁ: 1. Kvikmyndasýning (innlendar og t ú ' erlendar myndir). 2. Ræða: Ragnar Jóhannesson cand. mag. 3. Söngur með guitarundirleik (stúlkur úr F. U. J.) 4. Gamanvísur (Ársæll Pálsson, leikari). 5. DANS. Aðgöngumiðar verða seldir eftir kl. 3 á föstudag í skrifstofu félagsins. SKEMMTINEFNDIN iHffif

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.