Alþýðublaðið - 10.04.1947, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 10.04.1947, Qupperneq 4
ALÞYE JBLAÐIÐ Fimmtudagur, 10. apríl 1947 fU|><j&nbl<iðiíl Útgefandi: Alþýöuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pjeíursson. Símar: Ritstjórn: símar 4901, 4902. Afgreiðsla og auglýsingar: 4900 og 490S. Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í Iausasölu: 50 aurar. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hæítuleg mistök vegna umbúða. — Aðvörun til almennings og vísbending til lyfjabúða. — Sam- kvæmisfatnaður og vandræði með fataefni. UM ALLT LAND £agna menn þeirri frétt, að siðustu amerisku hermennirnir, sem dvöldu hér á stríðsárunum, skuli vera farnir. Ekki vegna þess, að við höfum litið á þá sem neina andstæðinga okkar, hvað þá heldur sem kúgara, — enda komu þeir hingað samkvæmt gerðum samninigum, — heldur vegna hins, að við viljum eiga land okkar einir, vera alfrjáls þjóð í alfrjálsu landi; og það finnst okkur við ekki vera meðan hér dvelur erlendur her, hversu vinveittur og hversu fámennur, sem hann kann að vera. * En þó að þjóðin fagni brottför síðustu hermann- anna héðan, eru til þeir menn á meðal okkar sem láta sér fátt um slika frétt finnast. Það sýnir blað kommúnista í gær svo að ekki verður um villzt. Þar varð með logandi ljósi að leita að fréttinni af brottför hermannanna áður en hún fannst í lítilli klausu neðst á öftustu blaðsiðu. Svo mik- ill- reyndist áhugi Þjóðvilj- ans fyrir brottför Banda- ríkjahersins eftir allan háv- aðann út af dvöl hans hér eftir striðið! Því blaði hefði áreiðanlega þótt betra, að hermennirnir hefðu verið hér áfram; þá hefði það að minnsta kosti getað brigzlað Bandarikjunum um svik við gerða samninga. Og hvort það hefði.ekki verið tilvinn- andi fyrir kommúnista, að vera hér við érlendan her áfram, ef það hefði skapað þeim aðstöðu til slíks áróð- urs, sem vissulega hefði einn ig mátt snúa gegn islenzkum stjórnarvöldum! í svo ein- kennilegum hlutföllum bland ast ættjarðarást og pólitík hjá hinum rússnesku agent- um! !.ij , ■* En sem sagt; íslenzka þjóðin fagnar brottför hers- ins, þó að hún geri sér það vel ljóst, að létt hafi verið hlutskipti hennar á ófrið- arárunum við erlendan her í landinu í samanburði við flestar aðrar þjóðir, sem slikt hafa orðið að þola og margar hverjar verða enn að þola. Sumir eru jafnvel þeirrar skoðunar, að það hafi verið mikiil fengur fyr- ir okkur að fá hinn erlenda her hingað. En það er ekki skoðun íslenzku þjóðarinn- ar yfirleitt. Ilvað, sem öllum fjárhags legum. hagnaði líður, er það UM DAGINN kom það ó- happ fyrir i húsi einu hér í bæ, að þegar gefa átti þriggja ára stúlku lýsi, var lýsóformflaska tekin í misgripum. Ástæðan var sú, að Bæði lýsið og lýsó- formið hafði verið afgreitt úr apótekunum á samskonar flösk- um, amerískum bjórflöskum. Nú hef ég frétt af ýmsum öðr- um samskonar óhöppum, eins og t. d. því, að maður tók inn salmíakspírítus í stað lýsis o. fl. o. fl. VÆRI EKKI RÉTT af apótek- unum, að reyna, þrátt fyrir flöskuerfiðleika, að velja aðrar flöskur undir meðul til inntöku heldur en venjulegar hreinlæt- isvörur. Þótt miðarnir á með- alaflöskum séu öðru vísi á lit en hreinlætisvörum o. þ. h. þá er slíkt alls ekki nóg, enda veit allur þorri manna varla, að flöskur með bláum miða geyma efni, sem ekki séu ætluð til inn- töku. Ennfremur má benda á, að efnagerðirnar selja edik og ef til vill ediksýru á bjórflösk- um, og þetta eykur enn á hættu um mistök. NORÐLINGUR SKRIF- AR: „Nýlega var einhver stúlka að fárast yfir því í pistlum þín- um, að ekki væri alltaf ákveð- ið, hvort kvenfólkið skyldi mæta stutíklætt eða síðklætt á vissum dansleikjum og það aug- lýst rækilega fyrirfram. O jæja, margt er það sem veldur fólk- inu áhyggjum og þegar menn hafa ekki neitt til að gera sér áhyggjur af, búa þeir þær stund um til. ANNARS VIRÐIST MÉR frekar gengið of langt, en of skammt í því í Reykjavík að á- kveða, hvernig menn skuli klæddir í samkvæmum. Fyrir nokkru heyrði ég „sýslunga- mót“ auglýst í útvarpinu, og var þar tilkynnt, að menn skyldu mæta samkvæmisklædd- ir. Þetta tel ég hneyksli. Ég hef álitið, að sýslungasamtökin í Reykjavík væru til þess að efla kynningu, vinfengi og menn- ingarstörf meðal sýslunga, en þau væru ekki búningasýningar hða búningasamkvæmi, þar sem klæðnaðurinn skæri úr um það, hverjir mættu.“ „ÉG SKAL TAKA það fram, að ég á engan samkvæmisbúm ing og hef aldrei átt, en ég á marga sýslunga og kunningja í Reykjavík og gaman hefði ég af að sjá framan í þá sýslunga mína, sem vildu bægja mér frá að mæta í félagsskap þeirra þó ég kæmi þar eins og ég er klæddur. Hér vil ég líka skjóta því fram, að menningarlega séð tel ég miklu meira undir því komið að menn fari af hverri skemmtun samkvæmishæfir, en að þeir komi þangað í svonefnd- um ,,samkvæmisfötum“. EN NÚ ÆTLA ÉG að trúa þér fyrir áhyggjum mínum — því við höfum líka okkar á- hyggjur hér norður við heim- skaut, og stúlkan, sem ég minnt ist á í upphafi þessa máls, má gjarnan heyra þær. Nú eru tvö ár liðin síðan ég fékk mér föt. Og þar sem starfi mínu er svo farið, að ætlazt er til, að ég gangi að því í jakkafötum, eru föt mín orðin næsta slitin. Ég þarf því nauðsynlega að fá mér föt. En hér í kauptúninu fæst ekkert karlmannafataefrii og hefur ekki fengizt í allan vetur og lengur þó. Og ég sé engin ráð til að fá mér föt fyrstum sinn af þessari ástæðu. Kaup- maður, sem ég ræddi um þetta við nýlega, sagði mér, að hann ætti í raun og veru alltaf von á fataefnum frá heildsala í Reykjavík, en hann hefði alger- lega brugðist sér fram að þessu, þó upplýst væri, að sá góði mað- ur hefði bæði fengið fataefni og tilbúinn fatnað í vetur.“ KONAN MÍN eignaðist not- aða peysufatakápu íyrir mörg um árum og lét sauma sér kápu upp úr henni: Fyrir tveim árum ætlaði hún að fá sér nýja kápu, því hin var þá orðin harla snjáð og slitin. En slíkar kápur og Frh. á 7. síðu alvarlegt mál íyrir eins litla þjóð og við erum, að hafa um ilengri tíma fjölmennjan erlendan her i landinu, ‘þótt vinveittur sé. Það eru mörg verðmæti, þó að ekki verði þau reiknuð til peninga, sem við það er stofnað i hættu eða far.a forgörðum. Og hvað fjárhagslega hagrtað- inn snertir, er enn eftir að sjá, hver hann verður, þegar allt kemur til alls. Við höf- um enn ekki sigrast á þeirri dýrtíð, sem dvöl tiltölulega fjölmenns setuliðs í land- inu hefur átt höfuðþátt í að skapa. Viá kveðjum hina iame- rísku hermenn 'iþrátt fyrir ailt sem vini. Við vitum ekki, hvert hlutskipti lands var opnuð í gær í sýningarskála Myndlistarmanna. Sýningin er opin frá klukkan 10 f. h. til klukkan 10 e. h. SÝNIN G ARNEFND Breiðfirðingðfélagið heldm’ fund í kvöld kl. 8.30 e. h. Erindi verður flutt um heimilislífið í Ólafs- dal fyrir 50 árum. Félagar mega koma með gesti. Breiðfirðingafélagið. okkar hefði orðið á ófriðar- árunum án þeirra; ef til vill hefðum við fengið að kom- ast íí kynni við hersetu hér aillt annarrar tegundar. En við vitum hitt, favern þátt vera þeirra hér, og hvern þátt þjóð þeirra yfirleitt, átti i þvi að vinna istriðið og brjóta öfl kúgunarinnar á þak aftur. Og við virðum það, að við obkur hafa verið haldin gefin loforð um að hverfa héðaín brott að stríðinu loknu. Það er meira en hægt er að segja, að visst annað herveldi hafi gert, þar sem það hefur haft setu lið í þessi ófriðarlok. ; En umfram allt fögnúm við þvi, að vera nú aftur lausir við allan her úr land- inu, ■— að vera aftuir örðnir fulLkomlega frjáls þjóð. vanir algengri byggingarvinnu, óskast nú þegar. Byggingarfélagið Hvoll, Aðalstræti 7 B. — Sími 5778 Hafnarfjörður. Alþýðuflokkurinn í heldur sína í hinum nýju húsakynnum sínum Strandgötu 32, laugardaginn 12. þ. m., og heíjast hátíðarhöldin með sameigin- legri kaffidrykkju kl. 8,30. Til skemmtunar verður: Ræðuhöld, söngur kvikmyndasýning og dans. Aðgöngumiðar fást í miðasölu Alþýðuhúss- ins frá kl. 1—8 í dag. — Sími 9499. Alþýðuflokkurinn Hafnarfirði. Okkur vantar duglega verkamenn í byggingarvinnu nú þegar. Upplýsingar í skrifstofunni. — Sími 6298. >

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.