Alþýðublaðið - 13.05.1947, Blaðsíða 3
I»riðjudagur 13. maí 1947.
ALfÞÝBUBLAÐIÐ
5
Minningarorð:
Guðmundur Guðmundsson
á Þúfnavölium
GUÐMUNDUR GUÐ>-
MUNDSSON Á ÞÚFNA-
VÖLLUM í HÖRGÁRDAL,
hinn landskunni bændaöld-
unguir, andaðist að heimiii
sínu hinn 28. f. m., 92 ára að
aldri. Hann var jarðsettur í
gær.
Guðmundur á Þúfnavöll-
um fæddist að Skjaldarstöð-
um við Eyjafjörð 19. janúar
1855. Bjúggu foreldrar hans,
Guðmundur Jóhannesson og
Snjólaug ísaksdóttiir þar, en
faðir hans andaðist um, það
leyti, er Guðmundur fæddist.
Dvaldist Guðmundur með
móður sinni bernskuár-
áh, en varð snemma að byrja
að vinna fyrir sér hjá vanda-
lausum.
Þegar Möðruvallaskóli var
stofnaður, 1880, gekk Guð-
mundur í hann og útskrifað-
ist þaðan 1882. Sama ár fór
hann í búnaðarskólann að
Hólum í Hjaltadal, sem þá
var nýstofnaður, og útskrif-
aðist þaðan 1883. Var hann
tvo næstu vetur kennari við
þann skóla, en vann á sumr-
um að ýmsum jarðræktar-
störfum víðs vegar um Eyja
fj arðarsýslu.
Guðmundur gekk að eiga
eftirlifandi konu sína, Guð-
nýju Loftsdóttur frá Bauga-
seli í Hörgárdal, 14 .júlí
1884, og byrjuðu þau hjónin
þá búskap að ■Baugaseli. Það-
an fluttu þau 1887 að Sörla-
tungu í sömu sveit og bjuggu
þar til 1892, er þau fluttu að
Þúfnavöllum, en þar bjuggu
þau alla tíð síðan.
Að Þúfnavöllum gerist
Guðmundur fljótt athafna-
samur um umbætur á jörð-
inni, og va-rð bú hans eitt hið
stærsta á þeim slóðum. Varð
hann þó að gefa sig að ýms-
um öðrum störfum en bú-
skapnum, því að opinber trún
aðarstörf hlóðust fljótt á
hann. Hann átti sæti í stjórn
búnaðarskólans að Hólum
1886—1896, va-r sýslunefnd-
armaður í Eyjafjarðarsýslu
1889—1901 og 1910 —1916.
Hreppstjóri Skriðuhrepps í
Hörgárdal var hann 1900 —
1935, en þá varð hann að
iáta af því starfi sökum elli.
I stjórn Kaupfélags Eyfirð-
inga var hann 1908—1918 og
formaður þess síðasta árið,
sem hann sat í stjórn þess,
en baðst unda-n endurkosn-
Guðmundur Guðmundsson
ingu og var þá kjörinn heið-
ursfélagi kaupféiagsins. Við
margan annan félagsskap og
framkvæmdir var Guð-
mundur riðinn um ævina og
má í því sambandi geta þess,
að hann var einn af stofnend
um klæðaverksmiðjunnar
Gefjun á Akureyri.
Guðmundur var framan af
ævinni heilsuhraustur og
það svo mjög, að honum
varð varla misdægurt. En
fyrir hér um bil 20 átum
varð hann fyrir slysi og gat
eftir það lítið hreyft sig, en
það sem eftir var ævinnar
gaf hann sig því meira við
þjóðlegum fræðum, ættfræði
og sögu, sem. ávailt höfðu
verið honumi kært viðfangs-
efni.
Guðmundur á Þúfnavöll-
um var vitur maður, fjölfróð
ur og stórbrotinn í lund.
Naut hann mikils álits allra
þeirra, er þekktu hann, enda
var hann snemma viður-
kenncfur sveitarþöfðjingi og
hina síðari áratugi landskunn
ur maður.
Þau Guðmundur á Þúfna-
völlum og Guðnýjíona hans
eignuðust 8 börn, og eru þau
öll á líf-i. Eru þau: Loftur, af
greiðslumaður á Akureyri,
Unnur, ekkja á' Akureyri,
Eiður, hreppstjóri á Þúfna-
völlum, Ari, skrifstofustjóri
í Reykjavík, Skafti, bóndi í
Saurbæjargerði í Hörgádal,
Hrefna, kona Bernharðs
Stefánssonar alþingismanns,
Baldur, bóndi á Þúfnavöll-
um, og Barði, þjóðskjalavörð
ur og alþingismaður í
Reykjavík.
S. H.
10—15 standarar af fyrsta flokks finnsku
timbri eru til sölu nú þegar.
Tilboð sendist blaðinu merkt: „Finnskt
ti;mbur“-fyrir 17. þessa mánaðar.
ÐAVALDURINN
Ernesto Waldoza
SÝNIR í GAMLA BÍÓ ANNAÐ KVÖLD
KLUKKAN 11,30.
Aðgöngumiðar í Gamla Bíó. — Aðgöngumiðar eftir
hádegi hjá Eymundsson og Lárusi Blöndal.
Nýff fímarif um bókmennfir og
myndlisf vænfanlegf innan skamms
-----------------•------
Viðta! við Gils Guðmundsson om RM.
-----------------«------
INNAN SKAMMS hefur nýtt tímarit göngu
sína. Nefnist það Ritlist og myndlist — skammstafað
RM — og standa að því ýmsdr þýðendur, myndiistar-
menn, ungir rithöfundar og aðrir þeir, sem áhuga
hafa á bókmenntum og myndlist. A,l'þýðublaðið hef-
ur átt tal við Gils Guðmundsson, ritstjóra, sem á sæti
í ritnefnd þessa nýja tímarits, og innt hann eftir upp-
lýsingum um ritið.
— Hvert er hlutverk tíma
ritsins?
„Ýmsir hafa saknað þess,
að hér skuli ekki vera til
tímarit, sem telji það höfuð
hlutverk sitt að fylgiast með
nýjungum í erlendum bók-
menntum, kynna nútímahöf
unda og flytja sýnishorn af
skáldskap þeirra. Má það
ekki vansalaust heita, hve
mjög þetta hefur verið van-
rækt. Vilii íslendingar telj
ast í hópi menningarþjóða,
mega þeir naumast við því
að láta við svo búið standa.
Engin þjóð hefur ráð á að
láta nýja strauma og stefnur
i bókmenntum framhjá sér
fara, eigi hún ekki að verða
að viðundri. Kynni alls
þorra íslendinga af mynd-
list eru og af mjög skornum
skammti, þótt nokkuð hafi
þokazt í rétta átt síðustu ár-
in. Hér er ekkert myndlistar
tímarit til, enda miklum erf-
iðleikum bundið að halda
þvi úti, meðan verulegur
hluti þjóðarinnar er áhugalit
ill og tómlátur í því efni.
Þörfin er þó brýn, að fylla
lítið eitt í þessa eyðu, ef það
yrði til að fjölga -unnendum
myndlistar til nokkurra
muni.- Stærri og auðugri
þjóðir gefa að sjálfsögðu út
sérstök tímarit um þau efni,
sem nú hafa verið nefnd.
Hér á landi er þess naumast
kostur að sinni. Hitt þótti
athugandi, hvort ekki mætti
sameina þetta i einu-riti. RM
er tilraun í þá átt.“
— Hvers konar efni mun
setja mestan svip á ritið?
„RM mun ger-a sér far um
að flytja smásögur og kafla
úr skáldritum, í vönduðum
þýðingum. Verður leitazt
við að hafia sem mesta fjöl-
breytni um efnisval. Hvert
hefti mun ílytja verk þeirra
nútímaskálda, sem efst eru á
baugi, auk sýnishorna úr rit
um klassískra höfunda. Niu
íslenzkir listamenn hafa lof
að RM stuðningi sínum, og
munu þeir myndskreyfca sög
urnar. Gerð verður nokkur
grein fyrir öllum þeim höf-
undum, sem RM flytur skáld
skap eftir. Birtar verða stutt
ar ritgerðir um ýmis bók-
menntáleg efni, þýddar og
frumsamdar. Vonir standa
til þess, að ritið geti flutt
bókmenntabréf úr ýmsum
áttum, þar sem skýrt verði
í stuttu máli frá nýjungum í
skáldskap og listum. Eru slík
bréf væntanleg frá Bret-
landi, Frakklandi, Svíþjóð
og Ameríku. Þá er í ráði að
birta öðru hverju myndir af
listaverkum. Verða þær
prentaðar á sérstakan pappír
og til þeirra vandað efti-r
föngum. Myndunum munu
fylgja stuttar greinar um
myndlist.“
— Hvað um innlent efni?
..RM mun jafnan flytja
nokkurt islenzkt efni. Birtir
verða stuttir úrvalskaflar úr
bókmenntum fyrri alda, ljóð
um og lausu máli, skreyttir
myndum. Lögð verður á-
herzla á það að afla ritinu
nýrra islenzkra smásagna.
Ljóð verða einnig birt, eftir
því sem efni standa til. Þeg-
ar hefur verið leitað til
ýmissa fremstu þýðenda okk
ar og rithöfunda um stuðn-
ing við ritið. Hafa flestir tek
ið þeirri málaleitan vel.“
„Telur ritið sig málgagn
fyrir sérstak-ar stefnur í
stjórnmálum, bókmenntum
og listum?
„RM er algerlega óháð rit.
Þeir, sem að því standa, hafa
mismunandi skoðanir um
stjórnmál, bókmenntir og
listir. Hitt er markmiðið, að
ritið verð frjáislynt og víð-
sýnt, en engum kreddum
bundið. Reynt verþur að láta
bókmenntalegt og listrænt
gildi ráða mest-u um efnis-
val, en ekki hitt, hvaða stefn
-ur eða vinnuaðferðir lista-
mennirnir aðhyllast.“
— Hverjir standa að rit-
inu?
„Stofnað hefur verið hluta
félag til að annast útgáfu
tímaritsins. Hluthafar eru
ýmsir þýðendur, myndlistar-
menn, ungir rithöfundar og
aðrir þeir, sem áhuga hafa á
þessum málum. Engir þeirra
gera sér í hugarlund, að rit
þetta verði gróðafyrirtæki.
Er fremur búizt við 'tapi, að
minnsta kosti fyrst um sinn.
En takist útgefendum að
gera ritið svo vel úr garði,
sem þeir hafa hug á, er það
von þeirra, að góðum lesend-
um þyki að þvi nokkur feng
ur. Fimm menn hafa verið
kjörnir í ritnefnd. Velja þeir
efni í ritið, rita um höfunda
og lesa prófarkir, Ritnefndar
menn eru þessir: Agnar Þórð
arson, Andrés Björnsson,
Gils Guðmundsson, Krist-
mundur Bjarnason og Snæ-
björn Jóhannsson. Eftirtald-
ir myndlistarmenn hafa þeg’
ar lofað ritinu stuðningi sín-
um, og munu margir þeirra,
teikna að staðaldri í RM:
Atli Már, Ásgeir Júlíusson,
Gunnlaugur Ó. Scheving, Haf
steinn Guðmundsson, Jóhenn.
es Jóhannesson, Kjartan
Guðjónsson, Kurt Zier, Nína.
Tryggvadóttir, Sigurjón Ól-
afsson og Þorvaldur Skúla-
son. Munu þeir teikna mynd-
ir í flestar sögurnar; enn-
fremur vel.ja listaverk til
birtingar í ritinu. Verða gerð
ar ráðstafanir til þess, að rit
ið geti áður en langt um líð-
ur flutt litprentaðar myndii'
af málverkum. Verða þær
prentaðar erlendis og til.
þeirra vandað eftir föngum.
Þá er og ætlunin að fá hæfa.
menn til að skrifa greinai’
um myndlist."
— Hvað um prentun og
ytri frágang?
,,RM er svo heppið að hafa
náð samningum við ein-
hverja beztu og vandvirk-
ustu prentsmiðju landsins,
þar sem er Prentsmiðjan.
Hólar h.f. Hefur prent-
smiðjustjórinn, Hafsteinn.
Guðmundsson, lagt sig fram.
um það, að gera ritið vel og
smekkvíslega úr garði, hvað
-prentun __ og uppsetningu
snertir. Öll myndamót í rit-
ið veroa gerð í Litrófi h.f.“
— Hvert er efni fyrsta
heftisins ?
„Það mun flytja sögur og'
sögukafla eftir þessa höf-
unda: Hjalmar Bergman, Al-
bert Engström, James Han-
ley, Gottfried Keller, D. H.
Lawrence, Márgréti af Nev-
arra, Wladyslaw Reymont,
R. M. Rilke, Stephen Lea-
cock, William Saroyan, An-
ton Tsjekoff og Þóri Bergs-
son. Þýðendur eru þessir:
Agnar Þórðarson, Gils Guð-
mundsson, Halldór J. Jóns-
son, Herborg Gestsdóttir,
Jón Helgason, Karl ísfeld,
Sigurlaugur Brynleifsson,
Skúli Bjarkan og Þórarinn
Guðnason. Anniað efni heftis
ins eru kvæði eftir Andrés
Björnsson og Jón úr Vör.
Loks eru margar smágreinar
um bækur o". höfunda; enn-
fremur nokkrar myndir af
listavergum eftir Picasso.“
— Hvernig verður útgáfu
tímaritsins hagað í framtíð-
inni?
„Það er æ’tlazt til þess, að
fjögur hefti af RM komi út
á þessu ári, en úr því sex
hefti á ári.“
KARLAKÓR Iðnaðarú
manna .liélt samsöng í Gamla
EJíó á sunnudag vlið hinar
beztu undirtektir. .Húsið var
fullskipað áheyrenda.
Einsöngvari var Birgir
Halldórsson, en píanóundir-
leik annaðist Anna Péturss.
Á básunn spilaði Börn R.
Einarsson. Kórinn, að dómi
hlustenda söng mjög vel og
varð að endurtaka mcrg lög.