Alþýðublaðið - 13.05.1947, Blaðsíða 5
í»riðjudagur 13. maí 1947.
ALI»Ý&UBLAÐIf>
5
FAÐIR MONTGOMERYS
var prestur. Hianin varð bisk
up á Tasmania, þegar litli
Bernhard var tveggja ára.
Móðir hans var dóttir hins
víðkunna guðfræðings og rit
höfundar, sem er bezt þekkt
ur fyrir sinar ágætu barna-
foækur, F. W. Farrar í Cante
bury. Þegar hún var 16 ára
giftist hún Henry Montgo-
mery, þá 18 árum eldri, og
ól honum fjögur börn á
fyrstu sex árum samveru
þeirra. Bernhard var yngst-
ur.
Ungdómsár frú Montgo-
mery voru ekki vafin blóm-
um. Hússtörf, búskapará-
hyggjur og barneignir tóku
allar hennar stundir. Eftir
átta ára hjúskap fékk hún
mann sinn til að flytja til
Tasmania í Ástralíu. Þarna
fékk hún gott tækifæri til
að sýna dugnað sinn og vilja
þrek, þetta lýsti sér hvað
bezt í uppeldi barnanna. Upp
fóstur barnanna var undir
ströngum aga og eftirliti. Til
dæmis urðu þau að forðast
©ð láta heyra ástralskan mál
hrein í framburði ensks
máls. Þegar það kom fyrir
að Bernhard bar ranglega
fram eitthvert orð varð hann
að stilla sér upp frammi
fyrir allri fjölskyldunni og
endurtaka orðið þar til hann
hafði lært að bera það rétt
fram. Það var mjög títt að
áströlsk börn fengju skemmd
ar tennur. Biskupsfrúin hélt
því fram að það stafaði frá
of miklu áti sætinda. Hún
sagði, að samkvæmt synda-
lögmálinu mættu þau ekki
smakka svoleiðis vörur.
Þannig fékk Bernhard ströng
fyrirmæli um að þiggja ekki
sætindi og segja nei þakk,
þegar önnur börn vildu fá
hann til að eta. Ef börnin
nokkru sinni notuðu aurana
sem þau fengu, til að kaupa
sælgæti fyrir, fengu þau
hegningu.
Hver einasta stund dags-
ins hafði sína þýðingu og
tilvera þeirra var öll fyrir-
fram skipulögð. Skólastarfið
á heimilinu byrjaði k!l. 7,30
á morgnana. Öll börnin
skyldu þá raða sér upp við
dyrnar. Síðan var gengið í
kirkju; eftir það var morgun
verður, bá kennslustundir,
og svo hádegdsverður, þar
sem öll fjölskyldan sat til
borðs. Seinni hluta dagsins
fengu börnin að leika sér.
Dagurinn endaði með kvöld
máltíð í skólastofunni og
bænahaldi sem öll fjölskyld
an tók þátt í. Á laugardög-
um máttu systkinin leika við
önnur börn. En sunnudag-
arnir voru algjörir helgidag
ar, eingöngu ætlaðir til guð
legs bænahalds og lesturs
kristilegra fræða.
Jafnvel nóttin var ekki
látin óskipulögð. Ef það kom
fyrir, að börnin gátu ekki
sofið, vegna óskemmtilegra
dauma, eða urðu andvaka af
öðrum orsökum, máttu þau
ekki vekja móður sína sér til
huggunar. Þau urðu iað gera
svo vel og liggja róleg þar
til morgnaði.
Móðirin unga og fagra
gróðursetti í sál Bernhards
þyrna og hörku. Hann skyldi
alast upp til tigins manns.
Faðirinn, sem var dulur og
hlédrægur var mildur og
vingjarnlegur við börnin.
Sitrax á - tíu ára aldri er
þess getið, að Berr^-.rd var
FYRIR nokkru kom út
ævisaga Montgomerys
marskálks efíir stríðsfrétta
ritarann Aían Moorehead,
mann, sem Montgomery
sjálfur hafði miklar mæt-
ur á á ófriðarárunum. —
Upplýsingar þær, sem
hér birtast um bernsku
og æsku marskálsins, eru
teknar upp úr bók Moore-
heads.
ódæll og ófyrirleitinn. Hann
keypti sælgæti fyrir aurana
sem hann átti að setja i
sparibaukinn, og var refsað
fyrir. Og hann sagði aldrei
nei þakk, þegar honum voru
i hópi barnanna boðnar kara
mellur. Á eftir reyndi hann
á margan hátt að ná burtu
bragðinu úr munni sér, þvi
að þá hélt hann sig mundi
sleppa við refsingu, en það
var ekki alltaf öruggt.
Eitt uppátækið rak annað.
Bernhard gat ekki látið vera
að gera ýmis strákapör. Þeg
ar hann vissi sig hafa brotið
eitthvað af sér, mátti oft sjá
litinn dreng ráfa einsamlan
eftir enginu, kasta sér niður
i grasið og hvsila: „Hvað hef
ég gert, hvað hef^ég gert?“
Þegar móðirin hrópaði:
„Komdu hérna, Berhard“,
þá þýddi það að refsingin
beið hans. Hann tók við
hegningunni eins og sjálf-
sögðum hlut, og gekk svo aft
ur til síns fyrri starfa með
dálitið titrandi varir.
Það virðist svo sem syst-
kin hans hafi öll beygt sig
fyrir strangri hendi móður-
innar. En Bernhard, sem var
viljasterkari og harðgerðari,
var þegar í upphafi ákveð-
inn i að breyta eftir eigin
vilja. Eitt sinn elti hann
litla telpu um allt húsið og
otaði að henni stóru saxi til
að hræða hana. í annað sinn
kom hann þar að, sem nokk
ur börn höfðu málað á
spjald: „Hver er hræddur?“
„Ekki ég“, svaraði lítill snáði
og gekk fram. „Þú lifir“,
hrópaði Bernhard; svo batt
hann hendurnar á börnun-
um og þvingaði þau til að
ganga þannig upp stiga, sem
lá upp á húsþak; þar máttu
þau ganga fram og af'tur og
svo niður stigann aftur. Þann
ig gerðust strákapörin eitt
eftir annað, og auðvitað kom
ust þau ekki öll til foreldr-
anna.
Háttarfar Bernhards varð
stöðugt i auknu ósamræmi
við boðorð biskupsfrúarinn-
ar. Eitt sinn seldi hann reið
hjólið sitt og keypti i þess
stað safn af frimerkjum, sem
hann langaði til að eiga.
Reiðhjólið var keypt aftur,
en Bemhard fékk ekki einn
eyri í vasapeninga. En aðal-
ógæfan <með þenna ódæla
dreng kom fram, þegar það
vitnaðist, að hann var farinn
að reykja. Faðirinn tók son-
inn með sér í kirkjuna og
þar mátti hann beygja kné
sín frammi fyrir augliti guðs
í bæn um fyrirgefningu synd
anna. Og þegar þeir feðgar
gengu út úr kirkjunni, sagði
biskupinn við soninn, að all
ar hans syndir væru fyrir-
gefnar. En þegar til móður-
innar kom, fannst henni
ekki bænahöldin einhlít til
að breyta framferði drengs-
ins, svo að til vonar og vara
fékk hann nokkrar húðstrok-
ur i ofanálag.
Þegar Bernhard Montgo-
mery var þretttán ára gam-
all fluttist fjölskyldan aftur
til Englands, og hann var
settur í skóla. Eftir þrjú ár
var hann orðinn formaður
cricket-félags. Han var ekki
meira en miðlungi góður
lærisveinn í skóla, en fljótt
varð hann með beztu íþrótta
mönnum, enda hafði hann
fyrir þeim mikinn áhuga.
Var hann venjulega sjálf-
kjörinn fyrirliði vegna sinna
frábæru skipulagshæfileika.
Heima var hann fátalaður,
og fékk oft ámæli móður
sinnar fyrir að tala fátt. ,,Þú
verður að tala við fólk svo
þú getir orðið samkvæmis-
hæfur“, sagði hún. Eínn af
bræðrum hans bar Bernhard
þá sögu, að hann á sínum
skólaárum, þættist vera
meiri en hann hafði vit til.
Hann var ráðríkur og sjálfs-
elskufullur. „Ég get ekki séð
að hann hafi verið elskuverð
ugur, það var hann ekki“,
sagði bróðirinn.
Nítján ára að aldri fór
Bernhard Montgomery á
hinn velþekkta herskóla í
Sandhurst. Nokkru síðar var
hann útnefndur sem lið-
þjálfi, — einn þeirra beztu.
En fljótlega varð hann upp
ósáttur við kennarana. Hers
höfðinginn, sem fór með
málið, va,r honum lítt hlið-
hollur. Það hjálpaði lítið til
þó að hann væri úrvals í-
þróttamaður.
Hann lenti nú í félagsskap
með unglingum, sem sér til
gamans köstuðu steinum að
fólki, sem þeim féll ekki í
geð. Oft lenti í hinum mestu
illdeilum og margir hlutu
meiðsl í slagsmálum og alls
konar árekstrum.
Unglinga
vantar til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í
eftirtöldum hverfum.
Austurstræti,
Lindargötu,
Mela,
Laugavegur neðri.
Talið við afgreiðsluna.
Alþýðublaðið, sími 4900
Bíður dóms í Kaupmannahöfn.
sendiherra. Hitlers í Kaupmannahöfn, sam nú hefur verið
ákveðið að draga fyrir lög og dórn þar í borginni, ásamt
100 öðrum þýzkum stríðsglæpamönnum, er að verki voru
í Danmörku á ófriðarárunum, eins og frá var skýrt hér i
blaðinu í gær. Myndin var tekin, er Dr. Werner Best var á
leið til yfirheyrslu í Kaupmannahöfn fyrir nokkru.
í þessum óheillavænlega
félagsskap varð Montgo-
mery aðalleiðtoginn. Eitt
sinn tóku þeir einn náunga,
sem þeim líkaði ekki vel.
Honum var stillt upp að
vegg, þar sem hann gat ekki
hreyft sig' vegna byssu-
stingja, sem beint var fast
að brjósti hans. En á
meðan kveikti Montgomery
í skyrtu hans og lét hana
brenna allmikið á bakinu.
Maðurinn. sem fyrir þessum
bruna varð, varð að flytjast
í sjúkrahús og lá lengi í sár-
um. Grennslast var fyrir
um sökudólgana, en hinn illa
meðfarni vogaði aldrei að
segja nöfn þeirra, svo að þeir
sluppu.
Áfi Montgomerys, dóm-
kirkjupresturinn Farrar,
skrifaði eitt sinn í einni af
barnabókum sínum, að ekk-
ert væri eins skaðlegt fyrir
unglingana eins og misheppn
að uppeldi.
Montgomery viðurkenndi
áldrei að vera sín að Sand-
hurst hefði verið misheppn-
uð. Óknittir hans urðu ekki
almenningi kunnir. En fram
hjá því verður varla gengið,
að ungdómsárin hafa mótað
þann mann, sem nú er þekkt
ur um allan heim sem hers-
höfðingi undir nafninu Mont
gomery.
Lesið Alþýðublaðið
Norsk gagnrýni um
íslenzka málara.
NORSKÍ LISTGAGNRÝN
ANDINN Reidar Aulie skrif
ar fyrir nokkru grein í Ar-
beiderbladet í Oslo um nor-
rænu málverkasýninguna í
Stokkhólmi. Lét hann þar ís
Ienzku deildarinnar á sýn-
ingunni þar að nokkru getið,
og segir:
„íslendingarnir hafa til-
hneigingu til að vera áber-
jandi í hinu stórbrotna og
kraftamikla formi sínu. En
maður verður að viðurkenna,
að það eru ákveðnar og virð
ingarverðar tiiraunir til þess
að finna form, sem geti farið
um heim allan og haft þýð-
ingu fyrir utan sögueyjuna.
Þeir eru yfirleitt meira
uppteknir af nútíma tilraun
um með form heldur en flest
!ir áðiliir norrænir málarar.
Er Þorvaldur Skúlason ein-
kennandi að þessu* leyti, og
hann er einn hinna beztu.
Sama má segja um Jón Eng-
ilberts.
Myndin „Vitt hus og
vresig hav“ eftir Gunnlaug
Scheving er að minni hyggju
bezta myndin í íslenzku deild
inni. Hún er stórbrotin og
hrottaleg, en hefur um leið
sterkt og skýrt form.