Alþýðublaðið - 13.05.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.05.1947, Blaðsíða 4
ALfÞYBUBLAÐ.Ð Þriðjudagur 13. maí 1947. Úígefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson. Auglýsingar: Emilía MöIIer. Framkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprehtsmiðjan h.f. Verkfallsbrölt komm- únista í Dagsbrún. HIN VONDA SAMVIZKA KOMMÚNIST A af 'verk- fallsbrölti þeirra í Dagsbrún lýsir sér nú á degi; hverjum í harla barnalegum skrifum Þjóðviljans. Er þar helzt sleg ið á þá strengi, að einstök önnur félög verkamanna hafi með samningum náð hærra kaupi en Dagsbrún, og klykk ir kommúnistablaðið jafnan þann samanburð sinn út með þeirri spurningu, hvers Dags brúnarmenn eigi að gjalda, að ekki skuli fallizt á nýja kauphækkun þeim til handa. * í þessu sambandi er rétt að taka fram, að því hefur ekki verið haldið fram af neinum, að Dagsbrúnarmenn væru ekki í sjálfu sér vel að því komnir að fá hærra kaup, en þeir eiga nú við að búa; en jafnrétt er þá, að taka einnig það fram, að ís- lenzkir verkamenn eiga nú við betri launakjör og lífs- kjör að búa, en verkamenn í nokkru öðru Evrópulandi, og ekki hvað sízt við ólíkt betri kjör en stéttarbræður þeirra austur á Rússlandi, sem þó daglega er lofsungið í Þjóð- viljanum sem land verkalýðs ins og sósíalismans. Væri því sannarlega ekki úr vegi, að Þjóðviljinn segði okkur - einu sinni, hvers verkamenn austur þar eigi að gjalda, að þeir skuli ekki fá nándar nærri eins há laun né eiga við neitt svipað því eins góð lífskjör að búa og hér hjá okbur eða annars staðar á Norður- og Vesturlöndum! Sannleikuorinn er sá, að launakjör verkamanna og lífskjör yfirleitt eru á hverj- um'tíma alls staðar takmörk uð af möguleikum þjóðarbú skaparins til þess að fram- leiða og koma framleiðslunni í verð; og hjá okkur er nú þannig komið, sakir veæð- bólgu og dýrtíðar, ems og öll um er kunnugt, jafnt komm- únistum sem öðrum, að þjóð arbúið þolir sem stendur ekki neina frekari hækkun kaupgjaldsins í landinu; hún myndi leiða til enn aukinnar dýrtíðar, gera okkur ómögu- legt að selja framleiðslu okk aæ erlendis og leiða stöðvun og hrun yfir atvinnulíf þjóð arinnar með eftirfarandi at- Vínveiíingar á skemmíimum íþróífafélaga. — Félögin £á ekki hús nema með skilyrðum. — Lof um íslenzkan búning. — Dáfallegur smekkur! ÍÞRÓTTAMAÐUR skrifar mér á þessa leiS: „Svo má segja, að verið sé að hrinda æskulýð Reykjavíkur út í á- fengisflóðið. Hélt ég þó satt að segja, að nógu margir ungling- ar féllu í það flóð og réttara vaefri að reyna að forða sem flestum frá því að falla í það. Nú er svo komið, að íþróttafé- lögunum gengur mjög treglega að fá hús fyrir skemmtanir sín- ar nema með því skilyrði, að þeim fylgi vínveitingaleyfi. í þróttafélögin þurfa eins og gef- ur að skilja, að halda skemmt- anir, en þau vilja reyna að forð ast áfengið eins og þau mögu- lega geta. FYRIR NOKKRU ætlaði eitt af stærstu og dugmestu íþrótta- félögum bæjarins að halda skemmtun, en það gat ekki fengið húsnæði þar sem það helzt óskaði, nema með því kilyrði, að þar væri vínveit- ingaleyfi. Sum félög vilja held- ur hætta við að halda skemmt- anir að þurfa að brjóta reglur sínar og ,,prinsip,“ en önnur láta neyða sig til þess að hafa vínveitingaleyfi. Það er ekki svo að skilja, að íþróttamenn séu drykkfeldir og þess vegna þurfi endilega að forða þeim frá því böli, en þeir eru þó of margir sem bragða áfengi á þessari drykkjuskaparöld, og því er bezt að freista ekki neins með því að hafa vínveit- ingaleyfi á skemmtunum þeirra. MÉR FINNST það furðu sæta að á sama tíma, sem allir beztu merm þjóðarinnar eru leynt og ljóst að harma það, hvað marg- ir farist í þessu áfengisflóði, séu æskulýðsfélagsskapir útilokaðir frá því að hafa heilbrigðar skemmtanir og þeir næstum því neyddir til að hafa áfengi á samkomum sínum. Eg hef ekki verið neitt sérstaklega gin- keyptur fyrir hugmyndinni um æskulýðshöll, en ég tel að þetta hörmulega ástand mæli einna mest með þeirri hug- mynd. Einhvers staðar verðum við að eiga húsaskjól fyrir skemmtanir okkar og vonandi verður okkur ekki gert að skyldu að hafa áfengisveitingar á skemmtunum, sem haldnar verða í æskulýðshöilinni. EINSTAKA MAÐUR geypar um það, að vín sé haft um hönd á skemmtunum íþróttafé- laganna. Þeir vita kannske ekki- hvernig í pottinn er búið. Getur nokkur furðað sig á því, þó að einhverjir falli fyrir freistingunni, þegar forráða- mönnum skemmtananna er neitað um hús nema að vín sé haft á boðstólum? Eg hygg ekki að það sé hægt með nokkurri sanngirni. Það er mátulegt að þú segir frá þessu í pistlum þín um, Hannes minn, því að skil- yrðin eru ekki þeim, sem eiga þessi hús og hafa umráð yfir þeim, til sóma, en hins vegar er þetta skýring á ástand inu á sumum skemmtunum í- þróttafélaganna, þó að ástand- ið á þeim sé sízt af öllu verra >en á öðrum skemmtunum, sem haldnar eru hér í bænum.“ ,SVONA ER SMEKKURINN* segir B. S. í bréfi til mín. — ,,Fyrir fáum dögum kom ung- ur piltur í bókaverzlun sem ég var staddur í. Hann hafði t stóra bók undir hendinni og bað afgreiðslustúlkuna að taka við henni. ‘Þetta er ein bezta æskulýðsbók sem út hefur kom ið hér á síðustu mánuðum, — Fjallamenn, eftir Guðmund frá Miðdal. Hrengurinn hafði feng- ið hana í fermingargjöf. Hann vildi ekki eiga hana og ekki lesa hana. Stúlkan sagði hon- um að þetta væri mjög góð bók en hann kvaðst vilja fá að taka annað út á andvirði hennar og engu tauti var við hann kom- andi. Hann tók út „basarblöð og argvítugustu glæpasögur í staðinn. Dáfallegur smekkur þetía! Finnst þér ekki?“ GUNNA úr sveitinni skrifar: „Til þín leita svo margir, sem hafa einhver áhugamál á sam- vizkunni. Þú ert alltaf manna vísastur til að beita þér fyrir öllu, sem er til úrbóta á hvaða sviði sem er. Eitt sinn sá ég, í blaði, að stúlkur voru mjög hvattar til að klæðast íslenzkum Framhald á 7. síðu. «■■■■>■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■»■■■■■ miSvikudL k!. 2@. augurinif Gamanleikur eftir Noel Coward, ASgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2—6 í dag. Tekið á móti pöntunum í síma 3191 kl, 1 til 2. Pantanir sækist fvrir kl. 4. ICarJplcors Reykjavíkur. Studebaker Commander Model 1947. Látið ekki möguleikann til að eignast nýtízku fólksbifreið fyrir kr. 5.00 fram hjá ykkur fara. iCaypifl happdrættismiða sem fyrst. Bregið verður 2. júníc Skozkur málari, í Listamannaskáianum. Opin daglega kl. 10-22, 5.-18. maí Athygli yðar skal vakin á því, að gjalddagi var 1. maí s.l. og að gjaldfrestur er á enda 15. sama mánaðar. Vinsamlegast gerið skil sem fyrst. Bllreiðavátryggjendur. vinnuleysi og öllum þeim hörmungum fyrir verkalýð landsins, sem því eru sam- fara. Þetta vita verkamennirnir sjálfir ósköp vel; og þess vegna snúa þeir nú unnvörp um baki við kommúnistum, meira að segja í Dagsbrún, eins og allsherjaratkvæða- greiðslan þar um uppsögn samninganna sýndi greini- lega. Þeir gera sér flestir full komna grein fyrir því, hve ábyrgðarlaust hið nýja verk fallsbrölt kommúnista þar er, og hvað af því myndi leiða fyrir þá, ef fyrirætlanir kom múnista bæru tilætlaðan ár- angur. Þeir gera sér líka fullkomna grein fyriar því, að hin nýja kauphækkunarher- ferð kommúnista er ekki haf in með neina hagsmiuni verkalýðsins fyrir amgum, heldur til þéss að þjóna fíokkspóli tískum fyrftrætlun um Kommúnistaflokksins, — að hún er ekki nein verka- lýðsbarátta, heldur pólitísk árás á núverandi ríkisstjórn og dýrtíðarráðstafanir henn- ar, sem, ef tilætlaðan árang ur .bæri, myndi leiða hrun yfir atvinnulíf þjóðarinnar og atvinnuleysi og neyð yf- ir verkalýðinn í stað þeirra bættu iífskjara, sem komm- únistar þykjast vera að berj ast fyrir. * Það er slíkt tilræði við at- vinnuiíf landsins og við hið vinnandi fólk sjálft, sem Em- il Jónsson viðskipamála- og samgöngumálaráðherra kall- aði með réttu glæp við út- varpsumræður á alþingi á dögunum; og það þýðir ekk- ert fyrir Þjóðviljann, að vera með neiinn vandlætingarbelg ing út af því. Hin nýja kaup hækkunarherferð þeirra og verkfallshótun er, eins og nú er komið sölumöguleikum okkair á erlendum markaði af völdum dýrtíðar og verð- bólgu hér innan lands, glæp- ur við alla þjóðina og ekki hvað sízt við verkalýðinn sjálfan. Og kommúnistafor- sprakkarnir okkar mega á- reiðanlega þakka fyrir, að þeir njóta þess hér, að lifa í lýðræðislandi og í réttarríki, og þurfa ekki að óttast það, að verða teknir þeim tökum fyrir ábyrgðarleysi sitt, sem hæfileg þykja fyrir slíka herra austur á hinu fyrir- heitna og marglofaða landi þeirra, Rússlandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.