Alþýðublaðið - 14.05.1947, Qupperneq 4
4
Miðvikudagur 14. maí 1947
Útgefandi: Alþý'öuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Framkvæmdastjórasími: 6467.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Hégómaskapur, sem
honum varð hált á
ÚTVARPSUMRÆÐAN
um fjárhagsráðið, sem fram
fór í neðri deild alþingis í
fyrrakvöld, varð mikil hrak-
för fyrir kommúnista. Má
með sanni segja, að mikil sé
þrá Einars Olgeirssonar eftiir
að heyra sjálfan' sig tala, að
hann skuli ráðast í það að
mæta til umræðu um mik-
ils vert málefni í áheyrn al-
þjóðar jafnilla undirbúinn og
með jafnslæman málstað og
hér var um að ræða, enda
fékk hann háðulega útreið.
Hafa flokksbræður Einars
sjaldan gert honum meiri ó-
greiða en að verða við þeirri
ósk hans, að krefjast útvarps
umræðu um fjárhagsráð til
þess að hann fengi tækifæri
til að þylja þuluna sína yfir
þeim landsmönnum, sem
nenntu að hlusta á hana
einu sinni enn.
:Js
Einar Olgeirsson vann það
þrekvirki' í þágu nýsköpunar-
innar nú fyrir nokkrum dög-
um að flytja um hana á al-
þingi ræðu, sem stóð yfir á
fimmta tíma. Þingmenn eru
yfirleitt menn þrautgóðir og
þolinmóðir, enda hljóta þing-
störfin að þroska þá eigin-
leika í ríkum mæli. En þessi
langa og leiðinlega ræða Ein-
ars var þeim ofraun. Entust
flokksbræður Einars ekki tál
þess að hlýða á þetta mál
hans, hvað þá aðrir. Einaxi
mun hafa þótt þetta mjög
miður og látið flokksbræðr-
um sínum skiljast það, að
þetta hefði verið ein af sín-
um beztu ræðum, enda kost-
að sig mikla vinnu! Munu
flokksbræður Einars hafa
fallizt á tilmæli hans um út-
varpsumræðu til að bæta
honum lítið eitt þennan mót
gang, þótt niðurstaðan yrði
mjög á aðra lund en Einar
hafði gert sér von um. En
lítil kurteási var það af komm
únistum, að ætla þjóðinni
að hlusta á þá ræðu Einars,
sem þeir sjálfir gátu ekki
setið undir, jafnvel þótt hún
væri stytt til'mikilla muna.
Einar Olgeirsson endurtók
við útvarpsumiræðuna blekk-
ingar kommúnista um, að nú
væri verið að stöðva nýsköp-
un atvinnulífsins. Sú full-
yrðing var þó sízt af öllu
líkleg til árangurs við þetta
tækifæri, þegar verið var að
ALÞÝÐUBLAÐ.Ð
Undarleg framkoma manns, sem er nýkominn
heim eftir stranga útivist. — Hvað á þetta að
þýða? — Skemmdir og maðkaðir ávextir.
Sýning á
miðvikud. ki. 20.
„Ærsladraugurinn"
Gamanleikur eftir Noel Coward.
AnnaB kvöld kl. 8
Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 í dag.
HEIM ER KOMINN frá Dan-
mörku maður, sem setið hefur
þar í fangelsi saklaus í eitt og
hálft ár. Hann var einn þeirra,
sem varð fyrir harðinu á hinni
svokölluðu frelsishreyfingu
eftir að Þjóðverjar höfðu gefist
upp, en hún varpað í fangelsi
miklum fjölda saklausra
manna og þar á meðal nokkrum
íslendingum. Maðurinn heldur
því fram, að hann hafi verið
algjörlega saklaus og hánn mun
hafa verið það, enda þurfti ekki
mikið, eftir uppgjöf Þjóðverja
til þess að verða tekinn fastur
í Danmörku, varpað í fangelsi
og jafnvel drepinn.
VIÐ BJÓÐUM þennan mann
að sjálfsögðu velkominn heim
og væntum þess, að honum
vegni hér vel. En ég vil hér
gera nokkuð að umtalsefni ein-
kennilega og óviðeigandi fram-
komu hans eftir heimkomuna.
Hann hefur haft viðtal við blað
hér í bænum og birtist það í
fyrradag. Eftir lestur þess, varð
mér að orði. „Hvað á þetta
eiginlega að þýða?“ Hann slett-
ir þar skít á Guðmund í. Guð-
mundsson alþingismann, og,
hvort sem það er óviljandi eða
viljandi gert, reynir hann að
gera Guðmund tortryggilegan.
GUÐMUNDUR í. GUB-
MUNDSSON fór, eins og kunn-
ugt er, til Danmerkur sumarið
1945 til að sitja þar fund nor-
ræna þingmannasambandsins.
Var hann og beðinn þess af
hálfu ríkisstjórnarinnar að at-
huga eftir því, sem hann teldi
heppilegast, mál, aðbúnað og
kjör íslendinga, sem í fangels-
um sætu í Danmörku, og þá
sérstaklega farþeganna af
Esju, sem teknir voru úr skip-
inu, þegar það var að fara frá
Kaupmannahöfn og varpað í
fangelsi. Guðmundur í. Guð-
mundsson gerði þetta eftir því
sem frekast voru á tök, en öll-
um er kunnugt um, að þessi
mál voru ákaflega viðkvæm og
erfið viðfangs.
GUÐMUNDUR fékk strax að
vita það, þegar hann kom út,
að ekki mætti minnast einu
orði á mál fanganna við þá og
ekki ræða við þá um neitt
nema veður og aðra markleysu.
Það gat því ekki borið mikinn
árangur að heimsækja þá og
tala við þá — og gerði hann
það þó að nokkru. Hann kynnti
sér líka eftir föngum mál þessa
tiltekna manns. Eg spurði Guð-
mund í. Guðmundsson um
þetta í gær, en hann svaraði:
„Það er ósatt, sem maðurinn er
að segja. Að öðru leyti vil ég
ekki ræða mál hans.“
MAÐURINN gefur í skyn, að
Guðmundur hafi jafnvel verið
meðal þeirra ,sem komu til þess
að glápa á fangana og tónn
hans er að öðru leyti fullur af
hroka og steigurlæti. Mun
mörgum finnast eins og mér,
að það sé sízt viðeigandi við
heimkomuna — og réttara
hefði verið, að hugsa um ann-
að meira en að koma af stað
deilum um sjálfan sig, loksins,
þegar hann sleppur úr prísund-
inni og kemst til lands síns,
vina og vandamanna.
ÁVAXTAKAUP okkar ganga
ákaflega böngulega. Svo virðist
sem í hvert sinn, þegar við fá-
um ávexti, sé mikið af þeim
skemmt. Enginn gleymir eplun-
um frá í vetur og nú síðast feng
um við sendingu af þurrkuðum
ávöxtum, sem voru maðkaðir. í
hverju liggja mistökin? Mig
furðar á því, ef kaupmennirnir
vita ekki, að vara, sem þeir eru
að selja, er skemmd. Það er úti
lokað, að þeir viti ekki af því,
ef þurrkaðir ávextir, sem þeir
eru að afgreiða í búðum sínum
eru maðkaðir, því að maðkar
eru ekkert augnagróm.
Fimmtudag kl. 4 e. h.
BARNALEIKSÝNING
rrÁlíafeMrr
á morgun kl. 4.
Aðgöngumiðasala í dag frá kl. 4—7.
Auglýsið í Alþýðublaðiuu
Hús i Laugarneshverfi
til sölu, 7 herbergja íbúð getur verið
laus til fbúðar nú þegar.
Ólafur Þorgrímsson, hdl.f
Austurstræti 14, sími 5332.
ræða einmitt það frumvarp,
sem tryggir áframhald ný-
sköpunarinnar og treystir
hana að miklum mun frá því,
sem áður var. Þá staðhæfði
Einar einnig, að núverandi
stjórnarflokkar hefðu svikáð
nýsköpunina með stjórnar-
mynduninni. Þau ummæli
eru hlægileg, en sér í lagi
voru þau þó fíflsleg við þetta
tækifæri, þegar verið var að
ræða frumvarp stjórnarinn-
ar, sem sker úr um það, að
nýsköpun atvinnulífsins
verði haldið. áfram og hún
byggð á traustum grundvelli
í framtíðinni.
Málflutningur Einars um
svikin við nýsköpunina blekk
ir engan og er því þýðingar-
laust orðagjálfur. Alþjóð er
um það kunnugt, að komm-
únistar hlupust brott úr fyrr
verandi ríkisstjórn af allt
annarri ástæðu en ágreiningi
um nýsköpurtina. Og það
voru ekki núverandi stjórn-
arflokkar, sem sviku nýsköp
unina. Þeir ætla þvert á móti
að tryggja framgang hennar.
En það voru kommúnistar,
sem sviku þetta mál, sem
þeir hafa þó fyrr og síðar
reynt að.telja fólki trú um
að væri hugsjón þei'rra. Þeir
notuðu afgreiðslu alþingis
á flugvallarsamningnum við
Bandaríkin sem átyllu til
þess að hlaupast brott úr fyrr
verandi ríkisstjórn og kom-
ast hjá þeirri ábyrgð, er
hlaut að leiða af fyrirsjáan-
legum erfiðleikum. Þeir
vildu vera með í því að kaupa
skip og ný framleiðslutæki,
meðan nógur erlendur gjald-
eyrir var fyrir hendi óg góð-
æri í landi. En þegar reyndi
á, voru þeir allir á bak og
burt. Og þeim tekst aldrei að
forða sér frá fyrirlitningu
þjóðarinnar fyrir það, með
því að endurtaka von úr viti
hinar marghröktu fullyrðing
ar sínar um, að núverandi
stjórnarflokkar hafi svikið
nýsköpun atvinnuveganna.
*
Annars skyldi maður ætla,
að. kommúnistar væru orðnir
þreyttir á þvaðri sjálfra sín
um nýsköpunina. Þeirra ný^
sköpun er Falkurútgerðin,
mjölskemman "hrunda á
Siglufirði og nýju síldarverk
smiðjurnar, sem hafa orðið
helmingi dýrari en gert var
ráð fyrir í upphafi og ósýnt
er enn, hvenær verða starf-
hæfar. Nýsköpun þeirra í
verzlunarmálum er stjórn
þeirra og rekstur á Kaupfé-
lagi Siglfirðinga, meðan það
laut yfirráðum Þórodds Guð-
mundssonar og kappa hans.
Nýsköpun þeirra í mennta-
málum eru aðfarir Brynjólfs
Bjarnasonar um val skóla-
nefndaformanna, kennara og
skólastjóra, meðan hann var
menntamálaráðherra. Ný-
sköpun þeirra í markaðs- og
viðskiptamálum eru samtöl
Áka Jakobssonar við rúss-
neska fiskumskipunarmann-
inn Semenov, vonin um sölu
á 1600 jörpum hryssum til
Póllands og tunnukaup þeirra
Hauks Björnssonar og Andre
as Gödtfredsens, umboðs-
manna Áka Jakobssonar. Ný-
sköpun þeirra í rekstri opin-
berra fyrirtækja kom fram í
yfirstjórn Áka Jakobssonar á
landssmiðjunrii, og nýsköp-
un þeirra í nýtni og ráðdeild
arsemi ber skipaeikin hans
Áka gleggst vitni!
Menn, sem hafa unnið
þessi afrek ein í þágu nýsköp
unarinnar, ættu ekki að láta
takmarkalausa löngun sína
ti'l að heyra sjálfa EÍg tala
leiða sig í þá hættulegu
freistni, sem raun varð á um
Einar Olgeirsson í fyrra-
kvöld.