Alþýðublaðið - 18.05.1947, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.05.1947, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 18, maí 1947 --------------T--------------------------------------------- 5 FRÁSÖGN sú, sem hér birtist af uppeidi og ríkis- erfingjaárum Friðriks níunda, hins nýja Danakon- ungs, er lauslega býdd úr Kaupmannahafnarbíaðinu „Social-Demokraten“ og birtist þar daginn, sem Friðrik tók við konungstign að föður sínum, Kristjáni tíunda, látnum. FRIÐRIK NÍUNDI, hinn nýi konungur Danmerkur, er 48 ára gamall og varð því feonungur fjórum árum eldri en faðir hans, Kristján tí- undi. Hann fæddist á Sor- genfrihöll 11. marz 1899 og var gefið nafnið Friðrik Franz Mikael Karl Valde- mar Georg. Ásamt yngra bróður sínum, Knúti, fékk hann hið bezta uppeldi hjá einkakennurum, lengst af hjá Olrik, sem síðar varð dómaxi á Helsingjaeyri. Friðrik krónprins tók stúd- entspróf eins og faðir hans, Kristján konungur. Lagði konungurinn mikla áherzlu á, að hann gerði það, og kynnti son sinn sjálfur í danska stúdentafélaginu, þegar hann gekk í það 1917, að stúdentsprófinu afloknu. Benti Kristján konungur við það tækifæri á, hve mikils- vert það væri, að krónprins- inn kynntist þar þeim mönn- um, sem síðan lægd fyrir að gegna mörgum þýðingar- mestu embættum landsins. * Sama ár, 1917, fékk Frið-, rik krónprins sæti í ríkisráði eftir að hann var orðinn 18 ára og hafði þar með náð lögaldri konungsættarinnar. Um svipað leyti hófst hern- aðarlegt uppeldi hans með því að hann var látinn ganga í sjóherinn. 1921 var hann gerður að ,,sekondlöjtenant“ í sjóhernum, 1929 varð hann „kaptajnlöjtenant" og nokkr um árum síðar ,,kommandör“ í sjóhernum og offursti í landhernum. Eftir styrjöld- ina, 1945, varð hann ,,kon- treadmiral" í sjóhernum og „generallöjtenant" í land- hernum. Friðrik konungur var sem krónprins yfirleitt gefinn fyrir sjóinn og fór margar langar sjóferðir, þar á með- al til Austurlanda 1930; var sú ferð farin á mótorskipi Östasiatisk Kompagni, „Fio- nia“, og kom krónprinsinn þá til Siam, Kína og Japan. Aður hafði hann ferðast til íslands, 1921, svo og til Grænlands. En Friðrik konungur sýndi snemma einnig á annan hátt áhuga sinn fyrir sjómennsku, nefnilega með virkri þátt- töku í kappróðrum, og fyrir nokkrum árum lét hann þann ásetning mjög ákveðið í Ijós við afmælishátíð í kappróðrarfélagi danskra stúdenta, að verða þessari í- þrótt að nokkru liði. Hann er yfirleitt gefinn fyrir í- þróttir og líf undir beru lofti og er ágætur veiðimaður. * Friðrik konungur er kunnur að því, eins og faðir hans, að fara ferða sinna í Kaupmannahöfn og hvar annars staðar í Danmörku, sem hann dvelur, frjálst og viðhafnarlaust. Hann kom einndg sem krónprins oft op- inberlega fram fyrir hönd föður síns og konungsættar- innar, bæði þá er hann fór með konungsvald í fjarvist- um Kristjáns konungs, svo og við ýmis tækifærd önnur, einkum Hin síðari ár, þar sem krónprinsinn mætti fyrir hans hönd við móttökuat- hafnir, á sýningum og er hornsteinar voru lagðir að merkum mannvirkjum. Við öll slík tækifæri hefir hann komið fram með virðuleik og með öllu fordildarlaust. Að upplagi er hann þó ekki sagður neitt gefinn fyrir það, að hafa sig mikið í frammi; en hvenær, sem á hefur reynt, hefur framkoma hans verið blátt áfram og alþýð- leg. Kunningjar hans gera mikið orð á því, hve tryggur hann sé við þá, sem hann hefur einu sinni fengið mæt- ur á, og það alveg án tillits til þess, hvort þeir eru af há- um eða lágum stigum. Vel þekkt er það, hve mikinn áhuga Friðrdk kon- ungur hefur á tónlist. Það eru engar ýkjur, að hann elskar tónlistina, og sjálfur ver hann mörgum tómstund- um til þess að iðka hana. Hann á og ýmsa góða vini í hópi tónlistarmanna svo sem hinn þekkta hljómsveitar- stjóra Georg Höeberg. Við einstök tækifæri hefur það komið fyrir, að Friðrik kon- ungur gripi á krónprinsár- um sínum sjálfur taktsprot- ann í kunningjahóp, og segja þeir, sem vel mega um dæma, að hann hafi þá jafn- an sýnt mikla hljómsveitar- stjórahæfileika. ❖ Hinn 24. maí 1935 gekk Friðrik krónprdns að eiga Ingiríði Viktoríu Sofíu Lo- vísu Margréti, dóttur Gúst- áfs Adolfs Svíakrónprins, þá 25 ára gamla. Fæddist þeim hjónum dóttir á Amalien- borg 16. apríl 1940 og var henni gefið nafnið Margrét Alexandrína Þórhildur Ingi- ríður. 29. apríl 1944 eignuð- ust þau aðra dóttur, sem skírð var Renedikta Ástríður Ingibjörg Ingiríður;' og í vet- ur fæddist þeim þriðja dótt- iirin, skírð Anna María. Meðal dönsku þjóðarinnar var því tekið með miklum fögnuði, að krónprinsinn skyldi ganga að eiga sænska prinsessu. Ingdríði krón- prinsessu var líka tekið með kostum og kynjum í Dan- mörku, og sjálf hefur hún Dönsku konungshjönin og dætur þeirra: Margrét, (lengst t. v.), Anna María og Benedikta. Friðrik konungur níundi. síðan unnið sér alþjóðarhylli þar með áhuga sínum á öllu því, sem danskt er. Það var og einkar þýðingarmikið fyrir dönsku þjóðina, að krónprinshjónin tókust vor- ið 1939 ferð á hendur til Bandaríkjanna í Norður-Am eríku þar sem þau heimsóttu mörg hinna dansk-amerísku félaga og treystu með því bræðrabönd Dana vestan hafs við gamla heimalandið. Á þessu ferðalagi opnuðu krónprinshjónin einnig hina dönsku deild heimssýningar- innar í New York og juku með því stórum á hátíðleik þeirrar athafnar f augum Ameríkumanr.a, sem eins og kunnugt er eru ennþá spenntari fyrir fólki af kon- unglegum ættum en Evrópu- rnenn. * Á hernámsárum Dan- merkur sýndu krónprins- hjónin á margvíslegan hátt samúð sína með hinni stríð- andi dönsku þjóð í barátt- unni við ofurefli innrásar- mannanna. Það varð hlut- skipti Friðriks að fara með konungsvald einmitt hina örlagaþrungnu nóvember- daga 1942, þegar Dr. Wern- er Best, þá nýlega orðinn sendiherra og fulltrúi Hitl- ers í Kaupmannahöfn, krafð ist þess, að jafnaðatrmanna- foringjanum Vilhelm Buhl yrði vikið úr embætti for- sætisráðherra og Eric Scav- enius settur í hans stað. Það var í fyrsta sinn, sem hinn núverandi konungur Dan- merkur varð að horfast í augu við alvarlegt pólitískt vandamál, og það meira að segja mjög alvarlegt. Það er viðurkennt af öllum, að Friðrik hafi við það tækifæri komið fram fyrir konungs- valdsins hönd af mikilli háttvísi og hyggindum; og hann hlaut viðurkenningu og samúð allrar þjóðarinnar fyrir það. . Viðburðír allir í sambandi við konungaskiptin í Dan- mörku sýna og, að danska þjóðin hyggur gott til ríkis- stjórnar Friðriks níunda og gerir sér rökstuddar vonir um það, að hann muni feta dyggilega í fótspor föður síns. Minningðíspjöld Barna- spítaiasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen, Aðalstræti 12 og í Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. Kaupið blóm á Mæðradaginn Torgsalan Njálsgötu og Barónsstíg og horni Ás- vallagötu og Hofsvalla- götu. r r Ung hjón óska eíiir [ 2ja fii 3ja lierbergja | íbóð slrax. - Upp-1 I íýsingar í síma 6151 i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.