Alþýðublaðið - 18.05.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.05.1947, Blaðsíða 7
Sunnxidaginn 18, maí 1947 ALÞYÐUBLABaÐ Næturlæknir er í Lækna- varðstolunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavík- ur apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. Helgidagslæknir er Sigurður Samúelsson, Skúlagötu 60, sími 1192. Jarðarför Sigurðar Ólafssonar, gjald- kera Sjómannafélags Reykja- víkur, fer fram frá dómirkjunni á m-orgun og hefst með kveðju athöfn að heimili hans, Hverfis götu 71, kl. 1 e. h. 40 ára hjúskaparafmæli eiga í dag Áslaug Ásmunds- dóttir og Símon Kristjánsson, hafnsögumaður í Hafnarfirði. Fimmtug'ur er í dag Jens Hólmgeirsson framkvæmdastjóri fyrir búi Hafnarfjarðarbæjar í Krísu- vík. Handavinnusýning nemenda okkar er opin dag- lega frá kl. 1—10 í Miðstræti 3A. Á. sýningunni er margt af munum, sem er unnið úr ís- lenzku jurtalituðu bandi. Sigurður Ólafsson Framhald af 3. síSu. múð þeirri óbifanlegu sann- vann hann Ixeill og óskiptur færingu, að með því væri •bann að leggja sitt lóð í vog- arskálina lil fullkomnara þjóðskipulags, fyrir umbótum á lífskjörum fólksins og aukn- um réttindum þess innan þjóðfélagsins. Sigurður átti ágæta skap- gerð, var glaður og reifur, þegar það átti við, en þáttur í lund, en skapstór, sem hann duldi. Hann var prúður og lipur í daglegri framkomu og ávann sér traust manna við fyrstu sýn. Að eðlisfari var 'hann dulur, og lét ekki uppi hugsanir sínar. Hann var ein- hver sá sam'vinnuþýðasti mað- ur, sem ég hef kynnst og svo mun reynsla hinna mörgu, er hann átti samstarf við. í starfi siinu var hann vir.tur og metinn að verðleikum af félags- og flokksbræðrunum. Og meðal andstæðinga sinna flestra naut hann fyllstu virðingar. Hann var hár maður og þreklega vaxinn og limaður vel. Iþróttir stundaði hann um langt skeið. Reglusemi hans var sérstæð, neytti ekki víns eða tóbaks að heitið igæti. En reglusem- in kom ekki sízt fram í störf- um hans. Honum var sérstak- lega sýnt um fjármál, enda ber efnahagur Sj ómamiafélags Reykjavíkur þess vott. Sigurður igiftist 7. nóv. 1915 æskulei'ksystur sinni, Grím- heiði Jónasdóttur, og mynduðu þau heimili 'hér í Reykjavík, sem lengst af var við Hverfis- götu 71. Hjúskaparlíf þeirra var sérstaklega hamingjusamt og farsælt. Hann sérstakur heimilisfaðir og umhyggju- samur, ien hún valinkunn sæmdarkona, sem lifði fyrir mann sinn og börn. Þau eign- lúðust fjögur börn, sem öll eru 'uppkomin, tvo sonu og tvær diætur, hin mannvænlegustu, sem dvelja í foreldrahúsum. Meðal systkina Sigurðar er lifa, eru Oddur Olafsson fram- kvæmdastjóri, Hringbraut 153, og Inngibergur Ólafsson, fyrrum sjómaður, Hverfisgötu 99. 'Sjómannastéttin hefur mikið misst við lát Sigurðar Ólafs- sonar og þá fyrst og frem'st Sjó- mannafélag Reykjavíkur. Und- ir hið sama munu og taka hin mörgu flokkssystkini hans hér í bæ og víðar, er störfuðu með honum að flokksmálum. Hann var á þeim aldri, rúm- lega 52 ára, er lífsreynsla og andlegur þroski sameinaður er fullmótaður og mikils má vænta af starfi .slíkra manna, ef lengra lífs væri auðið. Hann er kvaddur með söknuði og trega hinna mörgu félags- og flokfcsbræðra og þá fyrst og fremst mín og annarra er stóðu honum við hlið í félags- mólabaráttu liðinna ára. En .mestur harmur er kveðinn að konu hans og börnum við rnissi ástríks eiginmanns og föður. Minningin lifir um dreng- skaparmann, sem var hugsjón- um sínum trúr til hinztu S'tundar. Sigixrjón Á. Ólafsson, Trúnaðarvinur og Framhald af 3. síðu. og hollur ráðgjafi fjölda margra sjómanna, til hans sóttu þeir ráð og leiðbeining ar í hinum ólíkustu málum. Undir umsjá Sigurðar hef ur fjárhagur sjómannafélags ins orðið öruggur, þrátt fyr ir það, að félagsgjöldin hafa aldrei verið há, en oftast mjög lá. Hann var sérstak- lega nákvæmur í meðferð fjár, .hirðusemi hans og trú- mennska var með ágætum. Um Sigurð Ólafsson stóð oft pólitskur styr; pólitískir andstæðingar sóttu að hon- um og reyndu að tortryggja hann, en án alls árangurs; sj óhiennirnir skipuðu sér í fylkingu með Sigurði, hvar sem þeir stóðu í stjórnmála- flokki, og var hann jafnan kosinn gjaldkeri félagsins í nær einu hljóði, og hefur enginn maður í stiórn sjó- mannaféla'gsins :notið jafn mikils kjörgengis og hann. Sigurður tók. mikinn þátt í stjórnmálum og var áhuga- samur A.lþýðuflokksmaður og jafnan í fararbroddi bæði til sóknar og varnar. Hann var um skeið í flokksstjórn Alþýðuflokksins og jafnan í Hjartans þakkir fyrir auð'sýnda samúð við frá- fall og jarðarför mannsins míns, Eyjólfs Krístjánssonar. Fyrir mína hönd, barna minna og annarra vanda- manna. Guðlín Jóhannesdóttir. Allúðar þaíkkir fyrir auðsýnda samúð og hlut- tekningu við andlát og jarðarför Auðar Pátsdóttur. Rafn Sigurvinsson. Ólöf Einarsdóttir. Páll M. Ólafsson. Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Átta Akkorð- ur“ — Paul Reumert, Ey- vind Johan-Sveinsen, Bodel Kjer, Ib Schönberg, Ebbe og Erling Schroder, o. fl. — Kl. 7 og 9. — „Hnafaleika- kappinn“ —• Danny Kaye, — Kl. 3 og 5. NÝJA BÍÓ: — „Móðir mín.“ Benjamíno Gigli. Kl. 7 og 9. „Til suðurs og sælu“ — Anne Gwynne, og Davið Bruce — Kl. 3 og 5. TJARNARBÍÓ: Kl. 1.30. Kvik- mynd frá Danmörku um það bil er hernámi Þjóðverja lapk. — Meðal flökku- fólks“ Stewart Granger, Je- an Kent, Anne Graword, Dennis Price og Robert Help mán. Kl. 3, 6 og 9. BÆJARBÍÓ: „Haltu mér slepptu mér“ •— Eddie Bracken og Veronica Lake. Kl. 7 og 9. „Hollywood Can- teen“ kl. 3 og 5. HAFNARFJARÐARBÍÓ: — „Heiður Englands“ sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Söfn og sýningar: MÁL VERK ASÝNIN G Eggerts Guðmundssonar, Hátúni 11. Opin kl. 1—10. MÁL VERK ASÝNIN G Waistels í Listamannaskálanum. Opin kl. 10—10. SAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið kl. 13.30—15.30. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ: Opið kl. 13—15. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ: — ■ Opið kl. 13.30—15. Tivoli: SKEMMTISTAÐURINN TIVOLI opinn kl. 2—11,30. Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Loka- dansleikur Kvennaskólans. G.-T.-HÚSIÐ: Gömlu og nýju dansarnir kl. 10. HÓTEL BORG: Opið til kl. 11.30. Hljómsveit Þóris Jóns- sonar leikur klassisk lög kl. 8—11. INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl. 9 árd. Hljómsveit frá kl. 10 síðd. RÖÐULL: Gömlu dansarnir kl. 10. Leikhusin: LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „ÁlfafelT1. Barnasýning kl. 4. — „Ærsladraugurinn“. Sýning kl. 8. "->■ fjölda mörgum trúnaðarstöð um fyrir flokkinn. Síðustu árin var hann í stjórn Al- þýðuflokksfélags Reykjavík- ur. Hann átti lengi sæti í miðstjórn Alþýðusambands- ins og sat jafnan á þing- um þess. í fulltrúaráði verka lýðsfélaganna átti hann einn ig sæti og var lengi í stjórn ráðsins. — Öll trúnaðarstörf, sem Sigurði voru falin, rækti hann af sömu fórnfýsi Oig kunnáttu og aðalstarf sitt. Hann var öruggur funda- maður, ekki hraðmælskur, en góður ræðumaður, sem hélt fast á sínum málstað og •lét ekki hlut sinn fyrir nein um. Það var mikil gæfa-íslenzk um sjómönnum, að ágætis- maðurinn Sigurður Ólafsson skyldi helga málefnum þeirra krafta sína, og verður skarð hans vandfyllt, bæði í sjómannafélaginu og í Ail- þýðuflokknum. Minningu þessa ágæta félaga okkar heiðrum við bezt með því að taka ótrauðir upp þráðinn þar, sem hann. féll niður hjá Sigurði við andlát hans. Við skulum láta stefnufestu, trú mennsku og óhvikula bar- áttu Sigurðar Ólafssonar lýsa okkur fram á veginn til framtíðarlandsir}s, þar sem jafnrétti og félagslegt öryggi skipar öndvegi. Með Sigurði er allur einn af okkar öruggustu sam- starfsmönnum og beztu for- ustumönnum. Blessuð sé minning hans. S. E. Ö. Á5GEIR BJARNÞÓRSSON opnar á morgun (mánudag) í Listamannaskálanum kMkkan 6 e. m. Sýningin verður opin til 1. júní kl. 10—10. Útvarpið: 20,20 Einleikur á fiðlu (Þor- valdur Steingrímsson). 20,35 Erindi: íslenzk' sönglist (Sigurður Birkis). 21.00' Kirkjutónlist. 21.10 Mseðradagurinn (Dag- skrá Mæðrastyrksnefnd- ar): Ávarp, ræða, upp- lestur og einsöngur (Guðrún Pétursdóttir, Katrín Pálsdóttir, Guð- rún Jóhannsdóttir, Guð- munda Elíasdóttir, Helga Laxness). 22.00 Fréttir. 22.05 Danslög til kl. 1.30 e. miðn. aanfræðaskólinn Nemendur vitji. einkunnabóka og prófskírteina sem hér segir: l..bekkur,.miðvikudaginn 21. maí kl. 10 árd. 2. bekkur, sama dag kl. 11 árd. 3. bekkur, sama dag. Skólauppsögn fer fram í Iðnó sama dag kl. 8,30 síðdegis. Innritun nýrra nemenda fer fram í skólanum við Lindargötu 31. maí og 1. júní. Fullnaðarprófs- skírteini frá barnaskóla verður að sýna um leið og sótt er. Ingimar Jónsson. Auglýsið í Alþýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.