Alþýðublaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 6
6 ALfÞÝÐUBLAÐIÐ I Þriðjudagur 20. maí 1947. 88 NÝIA BÍÓ ææ í heljargreípum Gina Kaus: EGSLEPP! ÞERÁLD Afar spennandi og við- burðarík tékknesk leynilög- reglumynd. Aðalhlutv.: Rolf Wanka, Adina Mandlova. I myndinni -eru danskir sýn- ingartextar. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. GAMLA Bíð æ Grunaður um (Hote lReserve) Spennandi ensk njósna- mynd, gerð eftir sögu Eric Amblers. Aðalhlutverk: James Mason Lucie Mannheim Herbert Lom Sýnd kl. 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sala hefst klukkan 5. vdldi hann ekki. Þá kom hann heim eitt kvöld og fann hana lífvana í rúminu sínu. Veronal.“ „Þetta er ljótt,“ sagði Al- bert. Honum var hálf óglatt. Kannske hann hafi gleypt morgunmatinn sinn of fljótt. „Já, það er ekki hægt að telja þetta háttprýði. Þar að auki hafði hún skrifað verzl- unarfélaga Simrock og sagt að hann hefði lofað sér hjónabandi, en hún vildi heldur deyja en hefja mál gegn manni, sem hún elsk- aði. Nú, jæja, hún dó nú ekki, og Simrork giftist henni. Albert var þotinn á fætur og æddi fram og aftur um herbergið með hendur í vösum og starði á gólfábreið- una, Heinsheimer leit á hann um stund, síðan sagði hann: „Það stoðar lítið að æða á- fram á þennan hátt. Setjist og við skulum verða ásáttir um, hvað gera skuli. Ég veit auðvitað ekki, hvað fram hefur farið millum ykkar Melaníu, en ég er viss um, að það hefur verið eitthvað, sem hún vildi knýja áfram, en gat ekki fengið framgengt á annan hátt.“ „Já,“ sagði Albert, „það var nokkuð, sem hún vildi koma áfram.“ Hann fól and- lit sitt í höndum sér. Hugs- anir hans voru á reiki. Hann hugsaði um símtalið við Munrkendorf, og um að Önnu var sagt upp. Hann hugsaði um barnið hennar, sem hann þekkti ekki, og enginn sá fyrir. Svo datt honum alveg tilefnislaust í hug, að Melanía hafði einu sinni á úrslitastundu sagt að hún ætti von á barni, enda þótt hún vissi það alveg á- reiðanlega, að hún gæti ekki átt barn. Og að lokum datt honum í hug, hve gott það væri, ef maður bara gæti gleypt svo stóran skammt af veronal, að maður losnaði við allar þessar hugsanir. Heinsheimer lét hann í friði. Hann reykti og starði viðutan út um gluggann og beið þangað til Albert var orðið það fullkomlega ljóst, að hann var nauðbeygður til að lifa lengur af ótal ástæð- um. „Þér haldið þá — ?“ „Nei,“ sagði Heinsheimer strax. „Það held ég ekki.“ Viturlegt augnaráð hans varð athugult aftur og hann horfði beint á Albert. „Þér vilduð spyrja mig, hvort ég haldi, að Melanía noti viss brögð í hvert skipti til að fá vilja sínum framgengt. Nei ég held það ekki. Já, ég get sagt svo mikið, að ég veit að hún gerir það ekki. Melanía hugsar og finnur allt öðru vísi til heldur en til dæmis þér eða ég. Og hún er alveg viss um, að hún hefur alltaf rétt fyrir sér í öllu, sem hún gerir. Hún er ekki í minnsta vafa um, að það er hún og aðeins hún sem hefur á réttu að standa hvenær sem er. Hvorki þér né ég myndum nokkurn tíma á ævi okkar geta orðið svo vissir, að við hefðum á réttu að standa. Ef annar hvor okkar mætir mótspyrnu, munum við strax byrja að hugsa um hvort skoðanir andstæðings- ins muni ekki einnig hafa við einhver rök að styðjast En það gerir Melanía aldrei. Þó að hún væri ein á móti öllum heiminum, væri hún sannfærð um, að hún væri ein fulltrúi þess rétta, og hún álítur að ekki, bara hamingja hennar sjálfrar, heldur líka réttlætið sjálft sé háð því, að hennar sjónar- mið verði ofan á. það er þetta, sem gefur öllum ósk- um hennar þennan regin kraft, svo að ógjörningur er að rísa gegn þeim, það mun- uð þér oft hafa rekið yður á. Þér hafið vafalaust spurt sjálfan yður af hverju þér gerið það, sem Melanía vill, jafnvel þegar yður finnst það skakt. — Nú jæja mill- um hugmyndar yðar um hvað sé rangt og hinnar bjargföstu sánnfæringar Melaníu er þvílíkur munur á orku1, að gagnslaust er að koma með nokkrar skynsam legar athugasemdir.“ Albert varð að viðurkenna, að Heinsheimer hafði á réttu að standa. Honum kom til hug ar, að móðir hans hafi alltaf yfirhöndina yfir föður hans, þó að hann væri langtum bitrari og skapmeiæi — ein- mitt af því að hún var alít af svo viss í sinni sök. „Ef ég segi, að sjálfsmorðs tilraunirnar og skfilnaðar bréfin sem hún sendir í all- ar áttir væri tilraun til kúg- unar, þá á ég ekki við að það sé af ásettu ráði hennar gert,“ hélt læknirinn áfram, „Það eina sem hún finnur er að hún hefur rétt til að koma sínum vilja áfram með öllum ráðum, og svo hefur hún óljósa örvinglaða til- finningu um að hún í raun- inni myndi alveg falla sam- an ef hún ekki fær það sem hún vill. Hún hugsar ekki skynsamlega eins og þér og ég, en hún framkvæir allt langtum markvissar en við mundum nokkru sinni gera. Hún sér, hvernig hún muni liggja þarna hjálparvana, og sá rétti finnur hana — í þessu tilfelli þér, verðið frá vita af ótta og iðrun, og hvernig þér undir eins eruð reiðubúin til alls til að bjarga henni frá því að deyja. — Allt þetta er mjög lifandi fyrir hugskotssjón- um hennar, en ég vil ekki fullyrða að hún sjái hvernig henni verði bjargað jafn greinilega, þá held ég hana bresti ímyndunaraflið. En aðalatriðið er að hún hugsar alls ekki um dauðann eins og sá sem ætlaði að fyrirfara sér í raun og veru, myndi ge’ra, — hún hugsar bara um hvaða áhrif dauði hennar myndi hafa á aðra.“ Albert greip fram í fyrir honum: „Ég las einu sinni um merkilega tilraun sem var gerð á sjálfsmorðingjum sem hafði verið bjargað. Þeir voru spurðir hversvegna þeir hefðu viljað deyja, og hvað þeir hefðu hugsað um BÆJARBSÓ Hafnarfirði Hnefaleika- kappinn. (The Kid From Brooklyn) Skemmtileg og fjörug am erísk gamanmynd, tekin í eðlilegum litum. Aðalhlutverkið leikur skopleikarinn óviðjafn- anlegi, Danny Kaye. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184: S TJARNARBfO E Meðal flökkufólks Caravan) Afarspennandi sjónleik- ur eftir skáldsögu Lady Eleanor Smith. Stewart Granger Jean Kent Anne Crawford Dennis Price Robert Helpman Sýning kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. inhíeypur béndi á góðri, vel hirtri jörð í Rangárvallasýslu óskar eftir myndarlegri og duglegri ráðskonu nú þegar. Má hafa með sér bam. — Hátt ltaup. Tilboð sendist afgreiðslu Alþýðublaðsins fyrir kl. 6, 22. þ. m., merkt Búkona. óskast á hótel í nágrenni Reykjavíkur. Ein þeirra þarf að vera vön matreiðslu. Hátt kaup. —• Upplýsingar gefur Gísli Gíslason í Belgjagerðinni frá kl. 5—6,30. ekki í síma. Okkur vantar nú þegar nokkra duglega múrara. Löng vinna. Upplýsingar í skrifstofunni. Sími 6298. Byggingarfélagið Brú h.f. Loffleiðir h.f. Fyrst um sinn verða flugferðir milli Reykjavíkur og eftirtaldra staða, þegar veður og aðrar á- stæður leyfa: Vestmannaeyjar: Alla daga vikimnar. ísafjörður: Alla virka daga. Siglufjörður: Mánudaga — Miðvikudaga — Föstudaga. Patreksfjörður: Þriðjudaga — Laugardaga. Hólmavík: Mánudaga — Fimmtudaga. Þingeyri: Miðvikudaga. Bíldudalur: Miðvikudaga. Flateyri: Fimmtudaga. Kirkj ubæj arklaustur: Laugardaga. Fagurhólsmýri: Laugardaga. Gert er ráð fyrir, að flogið verði einu sinni í viku til Djúpavíkur eða Ingólfsfjarðar. Afgreiðslan og skrifstofur Hafnarstræti 13. Símar: 2469 — 6971.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.