Alþýðublaðið - 20.05.1947, Síða 8

Alþýðublaðið - 20.05.1947, Síða 8
Verzlunin P við jarðskjálfíana og gjósa leðju -----------------------«-------- Ennveggfr og úíveggir húsa hafa sprungið GAMLIR HVERIR hafa opnazí og tugir nýrra hvera myndazt, sumir rétt við húsin og einn í miðri götu í Hveragerði við snarpa jarðskjálftakippi, sem hófust þar á sunnudagskvöldið og héldu áfram í alla fyrrinótt og allan daginn í gær. Nokkrar skemmdir urðu í gær á steinhúsum, bæði innveggir og útveggir sprungu, og hefur að vonum miklu flemtri slegið á íbúana. Nokkrar konur munu þegar í gær hafa kom- ið frá Hveragerði tiil Reykjavíkur með börn sín. Aðaljarðhræringarnar bjriuðu um klukkan 10.30 á sunnudagskvöídið og síóðu með stuttum millibilum alla mánudagsnóttina og allan daginn í gær. Voru kippirnir svo sterkir í fyrrnótt, að vörur hrundu úr hillum á veggjum verzlana, klukkur duttu niður af veggjum, útvarpstæki skullu í gólfið niður af borðum og bækur hrundu úr bóka- hillum. Var gauragangurinn svo mikill aðfaranótt mánu- dagsins, að fólk í Hveragerði gat ekki fest svefn og börn hrukku upp úr fasta svefni. Margir, sem bjuggu í steinhús- um, fluttu sig strax um nóttina til nágrannanna í timbur- húsunum. Alþýðublaðið á'tti í gær tal við Stefán Guðmundsson í Hveragerði og sagðist hon- um svo frá um jarðskjálft- iana: Við hér í Hveragerði höf- um orðið vör við smájarð- hræringar undanfarna daga, on klukkan 10,30 á sunnu- dagskvöldið færðust þær í aukana. Byrjaði þetta með snöggum, stuttum kippum, sem héldust síðan með stuttu millibili alla nóttina, en harðastir voru kippirnir um klukkan 7 á mánudags- morguninn og um hádegis- bilið. nýrra komið upp á aðalhvera svæðinu. Spýr einn þeirra leðjunni 6—8 metra í loft upp. Bláhver, sem er aoal- hverinn, gýs stöðugit mjög sterklega. Auk þessa vellur víða úr smáaugum sem opn- azt hafa og brennisteinsfýl- an yfir þorpinu er ákaflega mikil. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofunni sýndu jarð skjálftamælarnir hér í Reykjavík fyrst jarðhræring ar um klukkan 10 á sunnu- dagskvöldið, og höfðu mæl- arnir alls sýnt 17 kippi þar ti;l kl. 7 í gærkveldi. Myndin sýnir bækistöð brezka liðsforingjaklúbbsins í Jerú- salem, eftir sprengingu, sem þar varð nýlega af völdum ó- aldarflokka Gyðinga í Palestínu. Skozkur fopri fekinn i Eand- helgi, en siglir bmí hélan ..........................- ■ Malnr af varlhátnum „Finnbirniái er um borl i hinym skozka togara* ----------------«------- SKOZKUR TOGARI, sem tekinn var í landhelgi við Suðurland á laugardag, sigldi burt með íslenzkan varð- mann og hefur síðan ekkert til hans spurzt. Flugvél var send. til að leita togarans, og brezkt eftirlitsskip, sem hér er, gerði árangurslausar tilraunir til að ná sambandi við hann, en það var allt árangurslaust. íslenzki varðmaðurinn, FLÚIÐ AF DANSLEIK Dansleikur var í Hvera- gerði á sunnudagskvöldið og fylltust samkomugestirnir miklum ótta, þegar kippirnir hörðnuðu, og varð að slíta dansleiknum. Fáir gátu sofið um nótt- ina, þó að menn legðu sig til svefns, vegna þess, hve kipp- irnir voru snöggir og tíðir. Einnig vöknuðu börn upp af svefni, sena sofnuð höfðu verið áður en aðalkippirnir hófust. Margir fóru ekki úr fötum um nóttina og. þeir, sem bjuggu í steinhúsum, fluttu sig til nágrannanna í timburhúsin. Engar stórskemmdir var vitað um ennþá í gærkvöldi, en þó höfðu í gær víða orðið sprungur í veggjum stein- húsa. Á Ossabæ í Ölfusi hrundi hlöðuveggur í fyrri- nótt. HVERIRNIR OPNAST Hverirnir láta mjög illa og spúa óhemjuleðju, sagöi Stef án ennfremur. — Gamlir hverir hafa opnazt og tugir ■ ■ Oskufall úr Heklu, en lífi! gos LÍTIÐ hefur heyrzt til Heklu undanfarna daga, en stöðugt mistur er yfir fjall- inu, og öskufall er alltaf við og við efst á Rangárvöllun- um og í Þjórsárdalnum. Samkvæmt símtali, sem blaðið átti við Ása í gær, var þar dálítið öskufall og hefur verið undanfarna daga; þó ekki svo mikið, að það sé tal- ið spilla gróðri. Eldar sjást í fjallinu stöku sinnum á kvöldin, ann- ars liggur venjulegast mist- ur yfir því. ÚRSLIT í sundknattleiks- móti íslands verða í sundhöll inni í kvöld klukkan 8.30, og eigast þá við A-lið Ármanns og lið KR, en um þriðja og fjórða sæti Ægir og B-lið Ár- manns. sem er með togaranum, hei frá ísafirði. Togari þessi heitir Ben Heilem og er frá Aberdeen, en skipstjóri hans heitir Henry Bowman. Kom varð- báturinn Finnbjörn að tog- aranum í landhelgi við Mýratanga og setti varð- mann um borð, en pappírar skipsins voru gerðir upptæk- ir. Var ætlunin að sigla til V esamannaeyj a. Skömmu síðar rakst varð- báturinn á togbát frá Vest- mannaeyjum, sem einnig var í landhelgi. Varð hann að eltast við hann um stund, þar til hann náði honum, en togarinn lofaði að sigla á- fram til Vestmannaeyja. Finnbjörn missti þannig sjónar af togaranum, er. virt- ist sigla vestur með landi í áttina til Eyja. Varðbáturinn rakst nú á annan togbát frá Vestmannaeyjum, sem einn- ig var í landhelgi og eltist við hann um hríð og náði honum. Bátar þessir voru ,,Kári“ og ,,Meta“. tir Hjörtur Bjarnason og er Þegar Finnbjörn kom til Vestmannaeyja eftir hádegi á laugardag, var skozki tog- arinn þar ekki og hafði ekk- er til lians spurzt í Eyjum. Þótti þá auðséð, að hann hefði siglt burt með íslenzka varðmanninn og sennilega ætlað að komast til heima- hafnar. Nokkru síðar var ein af Anson flugvélum Loftleiða send til þess að reyna að elta togarann uppi, en þá hafði þokubakki sezt yfir siglingaleiðina, enda ólík- legt, að togarinn færi venjulegustu leið. Varð því leitin árangurslaus. Brezkt varðskip, sem hér er við Suðurland, var þegar látið vita, og gerði það ítrek- aðar tilraunir til þess að ná sambandi við hann, en það tókst ekki. Hefur umboðs- maður togarans hér nú látið eigendur hans í Aberdeen vita um þetta og jafnframt hefur utanríkisráðuneytið S|órsiai?iiafélagsl kosfali úiförina. ÚTFÖR SIGURÐAR ÓL- AFSSONAR, gjaldkera Sjó- mannafélags Rejkjavíkur, fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Gengu 160 félagar úr sjómannafélaginu fylktu liði fyrir kisíunni, undir félagsfánanum, frá heimili hins látna að Hverf- isgötu 71 til dómkirkjunnar. Kostaði sjónrannafélagið út- förina. Útförin hófst með hús- kveðju að heimili hins látna, og flutti séra Bjarni Jónsson húskveðjuna. Út af heimil- inu báru kistuna nánustu vinir og skyldmenni, en í kirkju báru hana núverandi og fyrrverandi stjórnendur sjómannafélagsins. Við at- höfnina í dómkirkjunni, þar sem séra Bjarni Jónsson flutti einnig ræðu, mátt sjá, auk hins mikla fjölda sjó- manna, marga samstarfs- menn og vini hins látna úr Alþýðuflokknum í Reykja- vík og Hafnarfirði, þar á meðal báða ráðherra flokks ins, aðra þingmenn hans og forustumenn úr mörgum verkalýðsfélögum í Reykja- vík. Úr kirkju var kistan borin af stjórnendum Al- þýðuflokksfélags Reykjavík- ur. Jarðað var í Fossvogs- kirkjugarði, og var kistan borin í kirkjugarð af fullti’ú- um sjómannafélagsins á Al- þýðusambandsþingi, eix síð- asta spölinn að gröfinni af sjómönnum á togaranum Helgafelli. Kranzar höfðu borizt frá Sjómannafélagi Reykjavík- ur, Alþýðuflokknum, Verka- kvennafélaginu Framsókn, Slysavarnafélagi íslands, Slysavarnadeildinni Ingólf- ur, svo og frá nánustu að- standendum. En auk Jxess höfðu borizt margar minn- ingargjafir um hinn látna í minningarsjóð Jóns Bald- vinssonar og til slysavarna- deildarinnar Ingólfs. Áletr- aður silfurskjöldur hafði og borizt frá Sjómannafélagi Reykjavíkur. látið brezk yfirvöld vita um málið. Er talið víst, að tog- arinn verði þegar í stað send- ur hingað til lands, til þess að skipstjóri hans geti staðið fyrir máli sínu. Erlendir tog- arar hafa nokkrum sinnum leikið þetta bragð hér við land, en allir farið flatt á því, þar sem slík framkoma gerir afbrot þeirra enn verra.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.